Morgunblaðið - 10.08.2008, Page 45

Morgunblaðið - 10.08.2008, Page 45
fjögurra manna band og þá kom sándið.“ Þess má líka geta að Bjarni Sig- urðsson, gítarleikari Mínus, leikur á „slide“-gítar í nokkrum lögum. Daníel: „Fyrsta giggið okkar var 1. janúar 2007 á Dillon. Við vorum hel... brattir. Við vorum alveg steiktir eftir gamlárskvöldið, grænir í fram- an (þeir skella upp úr). En við vorum góðir, allt small saman. Ég held að þynnkan hafi bjargað okkur, lét okk- ur slaka á...“ Framundan eru m.a. útgáfutón- leikar, sem fara fram 21. ágúst á Nösunni eins og Daníel orðar það. Þá er hugmynd um að taka mini-túr um landið í haust. Krummi: „Við ætlum bara að selja okkur eins og hórur (hlær). Nei, nei, við erum bara að fara að spila á fullu og ætlum að sjálfsögðu að reyna að selja þessa blessuðu plötu eins grimmt og hægt er...“ Daníel: „...mér finnst að þessi plata eigi að vera til á hverju heimili . Skyldueign.“ Krummi: „Við ætlum að fylgja plötunni stíft eftir næsta misseri og svo ætlum við að byrja á næstu plötu á næsta ári. Við ætlum að halda þess- um bolta á lofti, það er ekki flóknara en það.“ Allt í blóma Það er auðsjáanlegt að samstarf þeirra vinanna stendur í miklum blóma og nándin er mikil. Þeir klára t.a.m. setningar hvor annars eins og raunin er gjarnan með líkt þenkjandi og sálir. Krummi: „Ég spila kannski eitt- hvert riff og Danni hendir því ekkert út af borðinu. Það er bara unnið áfram með það í sameiningu. Þannig vinnst þetta, við erum bara einhvern veginn á nákvæmlega sömu bylgju- lengd.“ Daníel: „Það getur nefnilega verið mikið feimnismál að semja lag. Þetta er mjög persónulegur hlutur og get- ur verið erfiður. Ef efnablandan á milli fólks er ekki í lagi þá verður út- koman engin ... eða þá hörmuleg. Málið er að það er engin togstreita á milli okkar ... við bara elskum hvor annan, svo einfalt er það.“ » Það getur verið mik-ið feimnismál að semja lag. Þetta er mjög persónulegur hlutur og getur verið erfiður. Ef efnablandan á milli fólks er ekki í lagi þá verður útkoman engin ... eða þá hörmuleg. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 45 Í júlí og ágúst verða fjölmargir blaðberar verðlaunaðir fyrir að vera kvartanalausir og stundvísir. Vinningar í hverri viku. Sumarkapp hlaup BT og Morgunblaðsins Aðalvinning vikunnar MP3 spilari frá Sandisk hlýtur Ingibjörg Hulda Guðmundsdóttir, Reykjavíkurvegi 36, 220 Hafnarfjörður Eftirtaldir blaðberar fá DVD mynd af topplista BT Selma Cogic, Grýttubakka 16, 109 Reykjavík Helgi Rafn Hróðmarsson, Neðstaleiti 14,103 Reykjavík Guðmundur Þorsteinsson, Arnarsmára 4, 201 Kópavogur Þorbjörn Monchia Daníelsson, Hjarðarhaga 48, 107 Reykjavík Erla Rós Sigmarsdóttir, Höfðavegi 53, 900 Vestmannaeyjar Upplýsingar um laus hverfi til afleysinga eða til framtíðar í síma blaðadreifingar, 569-1440 eða í bladberi@mbl.is KK og Maggi Eiríks Þessir tveir risar höfðu leikið lengi saman en það var ekki fyrr en um miðjan tíunda áratuginn sem plöturnar fóru að koma – og hafa þær komið út nokkuð reglubundið síðan. „Ólíkir eru þeir í útliti en þar sem þeir eru saman á sviði gengur ekki hnífurinn á milli þeirra,“ sagði Árni Þórarins- son einhverju sinni um þá fé- laga. Eindregið er bent á tón- leikaplötuna Lifað og leikið (2000) vilji menn kynna sér einstakan galdur tvíeykisins. Ekta Þetta samstarf varð ekki lang- líft og efni er af skornum skammti og dúettinn kannski merkilegastur fyrir þá sem skip- uðu hann, en það voru Dr. Gunni og Jóhann Jóhannsson. „Pet Shop Boys Íslands“ sagði Dr. Gunni einhverju sinni í kerskni. Eitt lag kom út á Bandalögum 5 og eitt á erlendu safnplötunni Bigger Than Venus, bæði árið 1992. Steintryggur Þetta farsæla samstarf tveggja af fremstu slagverks- leikurum landsins, Sigtryggs Baldurssonar og Steingríms Guðmundssonar, hefur nú gefið af sér tvær breiðskífur. Tónlistin fer út um það víðan völl að erfitt er að pinna hana niður, en dúettinn hefur ferðast nokkuð og gjarnan spilað á heimstónlistarhátíð- um. Tónlistin er þéttofið takt- teppi þar sem tyrkneskar flautur, velskar munnhörpur, íslenskir kórar, egypskar flat- hörpur og vestræn rafsýra koma m.a. við sögu. Aðrir ofurdúettar Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is TALANDI TRÉ - flytjandi og höfundur Erna Ómarsdóttir (Söguloft) Sun 17/8 kl. 16:00 BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 23/8 kl. 15:00 Lau 23/8 kl. 20:00 Sun 24/8 kl. 16:00 Ö Fös 29/8 kl. 20:00 Lau 30/8 kl. 15:00 Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 15:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Ö Sun 7/9 kl. 16:00 Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Fös 15/8 kl. 15:00 U Fös 15/8 kl. 20:00 U FORSPRAKKI hljómsveitarinnar Police, Sting, rakaði af sér grátt skeggið á tónleikum í Madison Square Garden í New York fimmtu- daginn síðastliðinn. Með tónleik- unum lauk 14 mánaða langri tón- leikaferð sveitarinnar, 150 tónleikar að baki. Sting sá þó ekki sjálfur um rakst- urinn heldur lét stílista dekstra við sig baksviðs. Sting þótti heldur ellilegur með skeggið og þótti yngjast um mörg ár við raksturinn. Sting er 56 ára. Ekki er vitað hvað vakti fyrir kappanum með skeggsöfnuninni, e.t.v. það eitt að prófa eitthvað nýtt. Police kom saman á ný í upphafi tónleikaferðarinnar eftir alllangt hlé og talið er að jafnvirði 28,7 milljarða króna hafi skilað sér í miðasölukassa á þessu rúma ári. Police tók öll sín þekktustu lög í New York, m.a. „Message In A Bottle“ og „Every Breath You Take“. Sveitina skipa, auk Sting, þeir Andy Summers og Stewart Copeland. Sting þakkaði þeim fyrir samveruna í lok tónleikanna, enda mikil ferð að baki. Laus við skeggið Reuters Gamli karlinn Sting þótti heldur ellilegur með skeggið. BANDARÍSKI leikarinn Matthew McConaughey greindi frá því á dög- unum í samtali við fréttastofuna CNN að hann hygðist gróðursetja fylgju nýfædds sonar síns í aldin- garði. Sonur leikarans fæddist í júlí og hefur McConaughey geymt fylgj- una. Vonast leikarinn til þess að fylgjan verði jörðinni góður áburð- ur. „Hún mun bera dásamlegan ávöxt,“ segir leikarinn í samtali við CNN. McConaughey segist hafa séð s.k. fylgjutré á ferðum sínum um Ástralíu. Ónefndur ættbálkur frum- byggja þar hafi þann sið að gróður- setja fylgjur allra barna hjá ákveðnu tré sem sé bæði hátt og svert. Barnsmóðir McConaugheys heitir Camila Alves en hinn nýfæddi sonur Levi Alves McConaughey. Fylgjan verður gróðursett í aldingarði Reuters Fylgjufréttir McConaughey með barnsmóður sinni Camilu Alves.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.