Morgunblaðið - 17.08.2008, Side 42

Morgunblaðið - 17.08.2008, Side 42
42 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er sunnudagur 17. ágúst, 230. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Og á þeim degi mun ég bænheyra, segir Drottinn. Ég mun bænheyra himininn, og hann mun bænheyra jörðina. (Hs. 2, 21.) Víkverji þurfti að endurnýja Visa-kortið sitt á dögunum og mætti til þjónustufulltrúa síns í Glitni, sem yfirleitt er afar sanngjarn og samn- ingslipur. „Ég vil að Visakortið verði velti- kort,“ sagði Víkverji. „Nei, það viltu auðvitað ekki,“ sagði þjónustu- fulltrúinn blíðlega. „Ha?“ sagði Vík- verji. „Veltikort er með ógurlega vexti,“ sagði þjónustufulltrúinn. „Mér er alveg sama,“ sagði Víkverji. „Ertu viss?“ spurði þjónustufulltrúinn. Úr málrómi hans og augnaráði las Vík- verji: „Visakortið er ekki til að geta farið á útsölur í rándýrum verslunum eða til að borða nautalundir á Holtinu eða til að fara í helgarferð til London bara af því að þannig liggur á manni.“ x x x Víkverja langaði til að segja: „Éghef aldrei getað gert neitt sem mig hefur langað til nema á lánum.“ En hann kunni ekki við að segja það og sagði í staðinn upphátt og reyndi að setja þunga í röddina: „Ég vil Visa- veltikort, takk.“ Þjónustufulltrúinn þagði en fór inn í tölvukerfið til að slá inn beiðnina. Úr augnaráði hans las Víkverji: „Þú get- ur svosem haft þetta eins og þú vilt en það mun koma að skuldadögum og þá verður allt í mínus.“ x x x Víkverji hugsar aldrei um skulda-daga fyrr en að þeim kemur. Svo veit hann líka að í nútíma- samfélagi er hægt að framlengja skuldadaga nær endalaust. Einmitt þess vegna finnst Víkverja svo gaman að lifa í nútímasamfélagi. Foreldrar Víkverja tóku aldrei lán heldur staðgreiddu allt. Þess vegna áttu þeir aldrei neitt sérlega mikið. Víkverji á fullt af hlutum. Hann á meira að segja fremur snotra íbúð á besta stað í bænum. Honum finnst bara ágætt að bankinn hirði hana upp í skuldir þegar þar að kemur. Bankinn hefur reynst Víkverja vel og Víkverji ætlar að reynast bank- anum vel – eftir andlátið. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 klettaveggur, 8 launung, 9 auðugur, 10 úrskurð, 11 vísa, 13 mannsnafn, 15 baug, 18 stefnan, 21 blóm, 22 vonda, 23 steins, 24 mik- ill þjófur. Lóðrétt | 2 drekka, 3 suða, 4 brjósta, 5 vind- hviðan, 6 fyrirtæki, 7 tölustafur, 12 ætt,14 megna, 15 hljóðfæri, 16 spríklinu, 17 þyngd- areining, 18 kærleik- urinn,19 ámu, 20 tæp. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 björk, 4 þjaka, 7 gadds, 8 ótækt, 9 tef, 11 ræða, 13 bana, 14 lægir,15 mont, 17 átak, 20 fat, 22 lenda, 23 Júðar, 24 Iðunn, 25 nauti. Lóðrétt: 1 bugur, 2 önduð, 3 kost, 4 þjóf, 5 afæta, 6 aftra, 10 eggja, 12 alt, 13 brá, 15 mælgi, 16 nunnu, 18 tuðru, 19 korði, 20 fann, 21 tjón. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. bxa6 g6 6. Rc3 Bxa6 7. g3 d6 8. Bg2 Bg7 9. Rf3 Rfd7 10. O–O Rb6 11. He1 O–O 12. Bf4 Rc4 13. Dc1 He8 14. Bh6 Bh8 15. Rg5 Rd7 16. Bh3 Rf8 17. Df4 Bf6 18. Rce4 Re5 19. Rxf6+ exf6 20. Re4 Rfd7 21. Rxd6 He7 22. Re4 f5 23. Bg5 fxe4 24. d6 f6 25. dxe7 Dxe7 26. Dxe4 Rb6 27. f4 Bb7 Staðan kom upp í alþjóðlegu móti Taflfélagsins Hellis og Fiskmarkaðar Íslands sem lauk fyrir skömmu í Reykjavík. Sigurvegari mótsins, franski stórmeistarinn Vladimir Laz- arev (2482) hafði hvítt gegn Róberti Lagerman (2354). 28. Dxe5! og svartur gafst upp. Lazarev fékk 7 1/2 vinning af 9 mögulegum en Róbert og Björn Þorfinnsson deildu öðru sætinu á mótinu með 5 1/2 vinning. Hvítur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Afneitun Belladonna. Norður ♠G4 ♥K4 ♦G10876 ♣Á764 Vestur Austur ♠K9 ♠2 ♥D1087 ♥Á965 ♦K95 ♦D432 ♣KD93 ♣G1082 Suður ♠ÁD1087653 ♥G32 ♦Á ♣5 Suður spilar 4♠. „Því miður,“ sagði Belladonna, „ég spilaði ekki þetta spil – vildi að satt væri.“ Árum saman birtist spilið hér fyrir ofan í bridsdálkum dagblaða víða um heim, sem dæmi um öruggt hand- bragð ítalska meistarans Belladonna (1923–1995). Og víst er að handverkið fagurt, þótt Bellinn hafi afneitað því. Útspilið er ♣K. Ef hjarta er spilað að kóngnum, drepur austur og trompar út, sem er banvænt í legunni: vörnin fær þrjá slagi á hjarta og einn á tromp. Leiðin til að tryggja hjartastungu (eða slag á hjarta) er að spila ♥4 úr borði undan kóngnum. Þá skiptir engu máli hvernig landið liggur. Í þessari legu fær vestur slag- inn, en getur ekki trompað út, þannig að sagnhafi nær að stinga þriðja hjartað. Heiðarlegur maður, Belladonna, að afneita þessari Lilju. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ákveðinn vinur vill alltaf vera að keppa við þig. Það er eðlilegt að vilja gera betur en þeir bestu. En það er ekki heil- brigt að reyna að traðka á vinum sínum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Kannski mistúlkar þú merkin sem ný manneskja sendir þér, og niðurstöð- urnar eru fyndnar. Í kvöld verður auðvelt að sjá hverjum líkar við þig og hvernig. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Velgengni þín stendur og fellur með því hvernig þér tekst að nýta drauma þína til að leysa vandamál. Hugs- aðu upp 10 leiðir til þess og notaðu þær. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert í tilfinningalegu merki, en getur líka sett þær til hliðar og verið mjög hlutlæg/ur. Þú þarft að greina viss- ar aðstæður og ert mjög vísindaleg/ur við verkið. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það hefur ekki reynst auðvelt að komast að því hvað þú í raun vilt, því svarið breytist í sífellu. Í kvöld munu viska þín og hugur sameinast í lausn vandans. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Ráðvendni þín er heilsteypt og þú veist alveg hvað hentar þér. Frá þessu heiðarlega sjónarhorni getur þú séð hvar þú stendur í öllum aðstæðum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þig langar mun meira að blómstra en rétt að komast af. Þó er gott að eðlis- hvötin er skarpari. Þú tekur ósjálfrátt réttu áhættuna til að bjarga því sem bjarga verður. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú getur ekki verið öllu fólki allt. Veittu það sem þú vilt veita og getur veitt. Gefðu það sem þú vilt sjálfur fá, það sem þú telur stórkostlegt og öðrum finnst það líka. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Orkan í samböndum breytist þegar nýtt fólk mætir á svæðið. Þú mátt búast við því að fara inn á viðkvæmt svið. Ekki vera með neinar yfirlýsingar. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þrýstingnum hefur verið létt af. Nema auðvitað þrýstingnum sem þú sjálfur setur á þig, sem er meira og minna stöðugur. Skemmtu þér smá eða mikið. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Allt hefur sinn tíma. Gamalt markmið skýst upp á yfirborðið og er núna meira viðeigandi og auðveldara í framkvæmd. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það þýðir ekkert að djöflast þetta áfram – enginn, sérstaklega ekki þú, mun græða á því. Vinir og fjölskylda hafa vald- ið til að breyta stöðunni. Stjörnuspá Holiday Mathis 17. ágúst 1899 Landsbankinn flutti í hús sitt á horni Austurstrætis og Póst- hússtrætis, þar sem hann hef- ur verið síðan. „Það er hin mesta bæjarprýði, langfalleg- asta og vænsta húsið á land- inu,“ sagði Ísafold. 17. ágúst 1924 Ítalski flugmaðurinn Antonio Locatelli kom til Reykjavíkur á flugbáti. Hann fór héðan til Grænlands 21. ágúst ásamt Nelson, sem fyrstur kom fljúg- andi til Íslands, 2. ágúst. 17. ágúst 1946 Valgerður Þorsteinsdóttir tók einkaflugmannspróf, fyrst ís- lenskra kvenna, þá 21 árs. 17. ágúst 1947 Hús Héraðsskólans að Laug- arvatni stórskemmdist af eldi. Tvær efstu hæðirnar eyðilögð- ust, en þar voru íbúðir skóla- stjóra, kennara og nemenda. Stúlka slasaðist þegar hún var að bjarga sér úr eldinum. 17. ágúst 1980 Heklugos hófst þegar „Hekla þverklofnaði af nærri 6 km langri sprungu,“ eins og Morgunblaðið orðaði það. Breskur jarðfræðinemi sem var í Skjólkvíum við Heklu átti fótum fjör að launa. Gosið stóð í fáa daga en annað stutt gos hófst 9. apríl 1981. 17. ágúst 1997 Lítið eldgos varð undir Vatna- jökli í tengslum við hlaup í Skaftá. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá… „Þetta kalla ég nú ekki stórafmæli, þetta er bara lít- ið,“ segir Reynir Guðnason, fv. skólastjóri Lækjar- skóla í Hafnarfirði. Hann er 65 ára í dag og deg- inum mun hann fagna með dóttur sinni og fjölskyldu hennar í Sviss. Þar ætlar hann að dveljast í tíu daga. „Já, hún ætlar að halda veislu fyrir mig, þar verður bara nánasta fólkið, hún og hennar fjöl- skylda og við hjónin.“ Tólf ára gamall fór Reynir að leika með lúðra- sveitum. Hann hlær þegar það er rifjað upp en tek- ur undir að það sé rétt. „Ég var í Laugarnesskól- anum og tónmenntakennarinn valdi mig og fleiri til að taka þátt í stofnun drengjalúðrasveitar,“ segir Reynir. Stjórnendur sveitarinnar voru Karl Ottó Runólfsson og Páll Pampichler Pálsson. Karl Ottó stjórnaði hópi Reynis og eftir að hafa tekið próf var hann gerður að trommuleikara. Hann spilaði eitthvað eftir það og kenndi m.a. skólalúðrasveit í Hafnarfirði í tíu ár. Reynir er hættur störfum, notaði sér 95 ára regluna, eins og hann segir. „Ég hætti sextugur, búinn að vera í þessu í tæp 40 ár, fannst þá komið gott.“ Eftir að hann hætti hefur hann tekið að sér sérkennslu annað slagið en núna er hann „heimavinnandi“. „Konan mín er enn að vinna, hún býr ekki að þessari góðu 95 ára reglu og hættir þess vegna ekki fyrr en hún verður 67. Það eru nokkur ár eftir í það.“ Reynir er svo heppinn að heilsan er góð „og ég er bara í þessu ljúfa lífi“. sia@mbl.is Reynir Guðnason 65 ára „Er bara í þessu ljúfa lífi“ ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.