Morgunblaðið - 20.08.2008, Síða 12
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
VONIR standa til að fimm til átta þúsund manns sæki
Landbúnaðarsýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu
sem hefst nú á föstudaginn og stendur til sunnudags.
Sveinn Sigmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsam-
bands Suðurlands, segist vita að ráðgerðar séu rútuferð-
ir á Hellu norðan af landi og að nokkrir grænlenskir
bændur hyggist láta sjá sig. Hann segir þó ekki von á
mjög mörgum erlendum gestum og að erfitt sé að spá
fyrir um hve margir munu heimsækja sýninguna.
Sveinn segist hafa orðið var við mjög góða stemningu
fyrir sýningunni og segir vel stutt við bakið á Búnaðar-
sambandinu í tengslum við hana. „Það er ákaflega mas-
sífur hópur sem stendur með okkur í þessu,“ segir hann
þakklátur fyrir veittan stuðning.
Margt á seyði
Ýmis búgreinafélög koma að sýningunni sem og þjón-
ustuaðilar landbúnaðarins, skólar og söfn svo eitthvað sé
nefnt. „Við sýnum búfé, þarna verður vélasýning og mat-
vælafyrirtækin munu kynna vörur sínar,“ segir Sveinn
um dagskrá sýningarinnar. Auk þessa verður boðið upp á
hrútaþukl, fjárhunda- og gangtegundasýningar, ómmæl-
ingar sauðfjár og ýmis skemmtiatriði. Þá verða hin ár-
legu töðugjöld á Hellu hluti af dagskránni.
Sýningin er haldin í tilefni aldarafmælis Búnaðarsam-
bands Suðurlands og er ætlað að kynna fagfólki og leik-
mönnum íslenskan landbúnað og sögu hans, stöðu og
framtíðarhorfur.
Þegar Búnaðarsamband Suðurlands átti fimmtugs- og
sjötugsafmæli voru haldnar sýningar af sama tagi og
blásið er til í ár. Þar sem um mikið stórafmæli að ræða er
haldið upp á tímamótin með ýmsu móti. Meðal annars
kom bókin Saga Búnaðarsambands Suðurlands í 100 ár
út í vikunni í tilefni af afmælinu. Fyrstu eintök hennar
voru afhent á mánudaginn síðastliðinn.
Töðugjöldin verða
hluti dagskrárinnar
Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir
Í HNOTSKURN
» Búnaðarsamband Suðurlands var stofnað 6.júlí árið 1908 og var Sigurður Guðmundsson
frá Selalæk fyrsti formaður þess.
» M.a. munu Ingó og Veðurguðirnir skemmta,Hundur í óskilum, Álftagerðisbræður o.fl.
» Miðaverð á sýninguna er 2.000 kr. en ókeypiser fyrir börn 14 ára og yngri.
Vonast eftir 8.000 gestum
á landbúnaðarsýningu
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkis-
ráðherra Íslands fundaði með utanríkisráðherr-
um aðildarríkja NATO í Brussel í gær þar sem
fjallað var um hið alvarlega ástand í Georgíu og
Suður-Ossetíu.
Ingibjörg Sólrún sést hér ásamt Þorsteini Ing-
ólfssyni í fastanefnd NATO í Brussel, Franco
Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, og Stefano
Stefanini, fastafulltrúa Ítalíu hjá NATO.
NATO
Ástandið í Georgíu í brennidepli
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut-
anríkisráðherra segir íslensk yfirvöld
munu líta sömu augum og áður flug
rússneskra herflugvéla innan íslensks
loftrýmis þrátt fyrir að Rússar hafi
gert innrás inn í sjálfstætt ríki,
Georgíu. Ingibjörg Sólrún segir að-
gerðir Rússa í Georgíu mjög harka-
legar með því að þeir fari inn fyrir al-
þjóðlega viðurkennd landamæri.
„Þetta hefur ekki gerst síðan Sovét-
ríkin liðu undir lok og allir hljóta að
líta það mjög alvarlegum augum,“
segir hún. „Ég sé enga ástæðu til að
líta [flug rússneskra véla við Ísland]
öðrum augum. Georgíumálið er sér-
mál á Kákasussvæðinu sem þarf að
leysa með sérstökum hætti. Á
[NATO]-fundinum varaði ég við að
farið yrði út í orðræðu sem myndi
kynda undir öfgakenndri þjóðernis-
hyggju sem væri líkleg til að stig-
magna deilur í stað þess að leysa þær.
Það á við á báða bóga.“
Ingibjörg segir að aðild Georgíu að
NATO hafi ekki verið til umræðu á
fundi NATO nú. „Það mál snýst um
hvort Georgía eigi að fara inn í aðlög-
unarferli að NATO eða ekki og ég er
þeirrar skoðunar að hverju ríki sé
auðvitað í sjálfsvald sett hvort það
sæki um aðild að NATO. Ríki þurfa að
uppfylla ákveðin skilyrði til að komast
inn í bandalagið og það gerir Georgía
ekki eins og er. Um það snýst málið
en ekki hvort öðrum líkar aðild eða
mislíkar.“ Á leiðtogafundi NATO í
Rúmeníu í apríl á þessu ári, með þátt-
töku forsætis- og utanríkisráðherra
Íslands var samþykkt yfirlýsing um
að Georgía ásamt Úkraínu ætti rétt á
aðild að NATO þótt ríkin fengju þá
ekki formlega aðild að umsóknarferl-
inu. orsi@mbl.is
Breytir engu um Birnina
Harkaleg innrás Rússa í Georgíu varpar ekki nýju ljósi á flug Rússavéla við Ísland
Í HNOTSKURN
»Ingibjörg Sólrún Gísla-dóttir telur að fyrst og
fremst séu það ríkin sjálf sem
ráði því hvort þau sæki um að-
ild að NATO svo framarlega
sem þau uppfylli réttu skil-
yrðin.
»Á leiðtogafundi NATO ívor var samþykkt yfirlýs-
ing um að Georgía m.a. ætti
rétt á aðild að NATO.
Skýr skilaboð til Rússa
mbl.is | Sjónvarp
12 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FYRSTU eintökin af afmælisritinu
Búnaðarsamband Suðurlands 100
ára, eftir Pál heitinn Lýðsson, sagn-
fræðing í Litlu-Sandvík, voru af-
hent í fyrrakvöld í Reiðhöllinni á
Hellu. Þar efnir Búnaðarsamband
Suðurlands (BSSL) til veglegrar
landbúnaðarsýningar um næstu
helgi. Guðbjörg Jónsdóttir, formað-
ur BSSL, afhenti fyrstu tvö eintök-
in þeim Þorfinni Þórarinssyni á
Spóastöðum, fyrrverandi formanni
BSSL, og Elínborgu Guðmunds-
dóttur, ekkju höfundar bókarinnar.
Páll Lýðsson vann að ritun og
frágangi bókarinnar síðustu ævi-
daga sína en hann lést af slysförum
8. apríl síðastliðinn. Lýður Pálsson
sagnfræðingur, sonur Páls heitins
og Elínborgar, tók þá við ritstjórn
bókarinnar og gekk frá henni til
prentunar. Hann sagði í ávarpi í til-
efni af útkomu verksins að Páli
hefði verið falið árið 2002 að rita
aldarafmælisrit Búnaðarsambands-
ins. Aðalkaflar bókarinnar hafi ver-
ið ritaðir 2005 og 2006. Þá tók við
yfirlestur sem 20 einstaklingar
önnuðust. Í fyrra voru ritaðir auka-
kaflar, um búnaðarsambandið í dag
og þróun sunnlensks landbúnaðar.
Lýður ritaði lokakafla bókarinnar.
Bókin er 350 blaðsíður og fæst hjá
Búnaðarsambandi Suðurlands á
Selfossi.
Fyrsta sagnfræðiverkið sem kom
út eftir Pál Lýðsson var aðalkaflar
Sögu Búnaðarsambands Suður-
lands sem kom út 1959 í tilefni af 50
ára afmæli búnaðarsambandsins.
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Mæðgin Lýður Pálsson og Elínborg Guðmundsdóttir með fyrstu eintökin af
bók Páls Lýðssonar um 100 ára sögu Búnaðarsambands Suðurlands.
Svanasöngur sagnaþular
LÖGREGLAN á
höfuðborgar-
svæðinu mun
tefla fram eitt-
hundrað lög-
reglumönnum á
Menningarnótt
og hafa allan var-
ann á sér gagn-
vart hverskyns
óspektum og
hugsanlegum
skrílslátum eftir að formlegri dag-
skrá lýkur. Lögreglan hvetur líka
fólk til að koma í bæinn með strætó
eða leigubílum til að létta á gatna-
kerfinu.
Þáttaskil verða í dagskránni að
lokinni flugeldasýningunni sem
hefst stundvíslega kl. 23:08 og segir
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn
hjá LHR að þá muni verða aðskiln-
aður þeirra sem ætla að verða eftir í
borginni og hinna, sem fara heim
eftir dagskrána. „Við munum taka
mjög fast á þeim sem verða til
óþurftar, þ.e. unglingum undir áhrif-
um áfengis og börnum sem mega
ekki vera úti. Við munum taka á mál-
um með mjög svipuðum hætti og við
gerðum með góðum árangri í fyrra.“
Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá
LHR, segir ágætis reynslu komna á
umferðarstjórn á Menningarnótt,
þótt að þessu sinni sé stærra svæði
helgað dagskránni. „Við gerum ráð
fyrir því að loka Þingholtunum að
hluta til,“ segir hann. „Að lokinni
flugeldasýningu höfum við stillt um-
ferðarljós á gul blikkandi ljós og
stýrt umferðinni út úr bænum. Það
tók um eina klukkustund að greiða
úr umferðinni og við vonumst til að
gera enn betur núna.“
Einnig verður öflugt lögreglueft-
irlit við fjölmenna útitónleika á
Miklatúni sem hefjast kl. 19 og lýkur
klukkan 23.
Gæslan
verður
öflug
Lögreglueftirlit á
Menningarnótt
Geir Jón
Þórisson