Morgunblaðið - 20.08.2008, Síða 15

Morgunblaðið - 20.08.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 15 MENNING METROPOLITANÓPERAN í New York ætlar að minnast þess með tón- leikum 3. september að ár er liðið frá andláti Lucianos Pavarottis. Á tón- leikunum verður Sálumessa Verdis flutt, og í einsöngshlutverkum verða skærustu stjörnur hússins, Barbara Frittoli, Olga Borodina, Marcello Gi- ordani og James Morris, og MET- kóngurinn, James Levine, stjórnar. Almenningi verður boðið frítt á tón- leikana og geta áhugasamir sótt um á vefnum metopera.org, en dregið verður úr innsendum skráningum. Þeir sem eiga leið til New York á næstunni geta því auðveldlega skráð sig og vonað það besta. MET heiðr- ar Pavarotti Almenningi boðið Dáður Luciano Pavarotti. HLUTI af steindum glugga eftir listamann- inn Marc Chagall varð fyrir barðinu á skemmd- arvörgum er brutust inn í Saint-Étienne- dómkirkjuna í Metz í Frakk- landi um helgina. Chagall gerði rómaða glugga kirkjunnar árið 1963. Stykki sem er um 60 cm á kant var brotið úr neðri hluta gluggans sem sýnir Adam og Evu. Skemmdavargarnir stálu engu merkilegu, en skildu eftir sig graf- fití á veggjum kirkjunnar. For- verðir munu reyna að gera við gluggann með brotunum úr honum. Chagall- verk brotið Brotinn Glugginn með Adam og Evu. DARRI Lorenzen myndlistarmaður flytur fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi, annað kvöld kl. 20. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Núna, þá og seinna, og byggir hann viðburðinn á ný- legum verkum og verkum sem eru í vinnslu. Verk hans Convierge er á sýningunni Reykjavik Mara- þon sem nú stendur í Hafnarhúsi og var opnuð á Listahátíð í vor. Þar býður hann áhorfandanum að ganga inn í rými sem lokast og ekki er hægt að yf- irgefa að vild. Hann nýtir hljóð og ljós til að hafa áhrif á upplifun áhorfandans af rýminu. Darri býr og starfar í Berlín. Allir eru velkomnir. Myndlist Darri talar um nú, þá og seinna Verk eftir Darra Lorenzen. MANNFRÆÐISKOR félags- og mannvís- indadeildar Háskóla Ís- lands heldur opinn fyr- irlestur kl. 12 á hádegi á föstudag í stofu 202 í Odda, þar sem Les Field, doktor í mann- fræði, fjallar um þær róttæku breytingar á vöru- framleiðslu sem hafa síðustu hálfa öld grafið und- an margs konar skilum, m.a. skilunum milli listsköpunar og handverks, frumleika og fjölda- framleiðslu. Í fyrirlestrinum verður lögð áhersla á trúverðugleika í framleiðslu leirmuna í þorpinu San Juan de Oriente í Nikaragva, en keramik það- an er nú sýnt í Hafnarborg. Field mælir á ensku en fyrirlesturinn er öllum opinn. Hönnun Keramik frá Ník- aragva í fyrirlestri SVAVA Sigríður Gestsdóttir hefur opn- að sýningu sína, Nátt- úrusýn, í Bókasafni Grafarvogs á neðri hæð Grafarvogskirkju. Á sýningunni eru vatns- litamyndir og myndir unnar með blandaðri tækni á striga og eru við- fangsefnin áhrif frá íslenskri náttúru. Svava Sig- ríður stundaði nám við Myndlistarskólann við Freyjugötu og einnig við Dekaration Bergenholz Fagskole í Kaupmannahöfn og við Myndlista- skólann í Reykjavík. Svava Sigríður hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum. Hún er einn af stofnendum Mynd- listarfélags Árnesinga. Myndlist Náttúrusýn Svövu Sigríðar Eitt verka Svövu Sigríðar. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is SÍÐUSTU þrjár vikur hafa banda- rísku ljósmyndararnir Linda Conn- or og Lonnie Graham sett upp stór- ar plötuvélar sínar víða um land og myndað landslag og fólk. Verkefni þeirra tengjast því sem þau hafa unnið að í list sinni, en þau munu segja frá og sýna myndverk sín í Þjóðminjasafninu í hádeginu í dag. „Ég hef einbeitt mér að landslag- inu hér,“ segir Connor. „Það hef ég líka gert,“ skýtur Gra- ham inn í og þau skella upp úr. Hann útskýrir hvers vegna. „Mín verkefni snúast aðallega um portrettmyndir af fólki sem ég hitti og spurningar sem ég spyr það. En það er MJÖG mikið af landslagi hér. Mjög mikið.“ Hann þagnar og glottið segir það sem upp á vantar: það er ekki eins margt fólk að mynda. „En þegar ég hef hitt fólk og átt við það samtal og myndað, hefur það verið ánægjulegt og gefandi,“ bætir hann við. Connor tekur landslagmyndir sín- ar í svarthvítu og Graham vinnur portrettin einnig í svarthvítu, en hann hefur einnig notað tímann hér til að mynda landslag. „Ég mynda landslagið í lit. Þetta svarthvíta er alltof menningarlegt fyrir mig,“ segir hann og lítur stríðn- islega á Connor vin sinn. Myndar helga náttúru Linda Connor hefur í fjóra áratugi myndað landslag og fólk víða um heim, iðulega á helgum stöðum. „Ég hef alltaf tekið nokkuð fjöl- breytilegar myndir,“ segir hún. „Ég er nú að ljúka við bók sem inniheld- ur úrval mynda frá ferðum síðustu þrjátíu ára og snýst lauslega um þetta meginþema, helga náttúru. Til hliðar hefur orðið til annað verkefni, aðallega landslagsmyndir sem eru oft formrænni, eru um hlutföll og smáatriði.“ Hún segist hafa lýst nokkur hundruð filmublöð í ferðinni. Connor og Graham hafa ferðast um Suðurlandið, austur að Höfn, og vestur á firði. Þá fóru þau Fjalla- baksleið syðri með Ívari Brynjólfs- syni ljósmyndara, sem var nemandi Connor, og voru djúpt snortin af þeirri upplifun. „Það var stórkostleg ferð,“ segir Graham. „Þegar maður ferðast til fjarlægra staða vonast maður til þess að verða fyrir upp- lifun sem lifir með manni. Og sem ljósmyndari vonar maður að það sé eitthvað sem ekki alltof margir hafa túlkað. Það upplifðum við á Fjalla- baksleið. Þarna var enginn gróður, engin dýr, þetta var eins og annar heimur. Mögnuð upplifun. Ég vona bara að eitthvað í verkum okkar skili þeirri tilfinningu,“ segir Graham. Graham spyr viðmælendur alltaf sömu átta spurninganna. „Þetta er samtal mitt við heiminn. Þessar spurningar fá fólk til að ræða um eðli manna. Fólk hér er reiðubú- ið að eiga samræður.“ „Íslendingar eru kannski svolítið lokaðir,“ bætir Connor við, „en þeim er ekki illa við ljósmyndara.“ Kunnir bandarískir ljósmyndarar hafa unnið hér á landi síðustu vikurnar MJÖG mikið af landslagi hér Morgunblaðið/Einar Falur Ljósmyndararnir „Eins og annar heimur,“ segja Graham og Connor. LINDA Connor hefur sýnt í helstu listasöfnum Bandaríkjanna. Hún nam hjá ljósmyndurunum Hally Callahan og Aron Siskind en hefur síðan 1967 ferðast um heiminn og myndað á stóra 8 x 10 tomma myndavél, einkum sjónræn form á helgum stöðum. Hún gerir gull- tónuð snertiprent af svarthvítum myndum. Hún er prófessor við San Francisco Art Institue. Lonnie Graham er prófessor við Pennsilvania State University. Hann vinnur með ljósmyndir, sem hann tekur á 4 x 5 tommu filmur, og texta, og auk þess að alls kyns innsetningum. Graham hefur myndað víða um heim, síðustu árin í tenglum við viðamikið verkefni, A Conversation with the world – Samtal við heiminn – þar sem hann tekur portrett af viðmælendum og spyr þá um siðferðileg málefni. Fyrirlestur Connor og Graham hefst í Þjóðminjasafns Íslands klukkan 12.00 í dag. Með stórar myndavélar HEIMTUR á fimmtu tónleikum TUF, Tón- listarhátíðar unga fólksins, jukust markvert á miðvikudag frá dræmu mætingunni kvöldið áður, eða um þriðjung. E.t.v. þökk sé stuttu Víðsjárviðtali Gufunnar fyrr um kvöldið við Tibor Szász, er nú gegnir prófessorsstöðu í Freiburg. Þar nam og forsprakki hátíð- arinnar, Helgi Jónsson tónsagnfræðingur, og þarf því varla að velta fyrir sér tildrögum að innlifun og tæknifærni (þó 24. tilbrigðið færi í klessu – líklega fyrir blaðleysi og minn- isglöp) urðu heildaráhrifin að sama skapi þreytandi. Það kom því heldur betur á óvart hvernig dæmið snerist við í seinni hluta, og ugglaust óskemmtilegt þeim að frétta er þá höfðu flúið af hólmi. Allt í einu birtist stórum sveigj- anlegri, fjölbreyttari og skýrari útfærsla en nokkurn hefði getað órað fyrir undir mestu brávallaátökunum fyrir hlé, svo gamli Liszt blómstraði og skein. Hefði sama verið upp á teningi frá upphafi, hefði 4. stjarnan verið jafnörugg og amen í predíkunarlok. lokaverkins, Píanósónötu Franz Liszts í h- moll S 178 (1853). Fyrir hlé voru 1. Píanósó- nata Schumanns í fís-moll Op. 11 (1835) og Paganini-tilbrigði Brahms Op. 35,1-2. Óhætt mátti kalla prógrammið úthaldsk- refjandi í meira lagi, og hefði manni ekki lit- izt á blikuna ef við hefði bætzt Sónata Beethovens Op. 110 eins og ku hafa staðið til boða, enda laumuðust nokkrir áheyrendur burt í hléi eftir hálftímalanga Schumanns- ónötuna og nærri jafnlöngu Paganinitil- brigðin. Það var svosem skiljanlegt, því túlk- un Tibors var þar ekki beinlínis aðlaðandi; borin uppi af grjóthörðum göslandi fítons- áslætti á sterkustu stöðum ásamt svamlandi pedal, og óskýr eftir því. Þrátt fyrir talsverða hingaðkomu hins sextuga rúmensk- bandaríska píanista. Því miður var prófessorinn ekki ýkja skor- inmæltur í kynningum sínum og fór því sumt kannski fram hjá þeim er ekki höfðu heyrt viðtalið. Það snerist m.a. um uppruna nokk- urra stefja í verkum dagskrár er áttu sam- merkt að vera eftir konur. Torfundnasti frumhöfundur þeirra hefði verið „eini píanó- nemandi“ [sic?] Liszts, Anna Paulovna Rússakeisaradóttir (væntanlega dóttir Páls 1. er ríkti 1796-1801) úr næstsíðasta verki dag- skrár, Stern Consolation Liszts í Des-dúr S 172 frá 1850. Einnig kom Clara Wieck við sögu, kona Roberts Schumanns. Að öðru leyti var tæpt á „djöfla“- og „engla“-stefjum Píanómaraþon TÓNLIST Salurinn Verk eftir Schumann, Brahms og Liszt. Tibor Szász píanó. Miðvikudaginn 13. ágúst kl. 20. Píanótónleikarbbbnn Ríkarður Ö. Pálsson Forvitnilegir tónleikar verða í Norræna húsinu kl. 15 á Menn- ingarnótt. Þar syngur sópr- ansöngkonan Steinunn Soffia Skjenstadt með gítarleik- aranum Solmund Nystabakk. Steinunn Soffía vakti athygli fyrir góðan söng í Óperunni í fyrra, í Cosi fan tutte. Samstarf hennar við Solmund hófst þeg- ar þau voru bæði við fram- haldsnám í Síbelíusarakademí- unni í Finnlandi. Þau flytja lög eftir Schubert og Britten og þjóðlög frá Íslandi og Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.