Morgunblaðið - 20.08.2008, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Íslendingum erannt um orð-spor sitt á
sviði fiskveiði-
stjórnunar. Við
viljum gjarnan
sýna umheiminum
að við stjórnum veiðum með
ábyrgum og sjálfbærum hætti.
Slíkt skiptir raunar æ meira
máli fyrir íslenzkan sjávar-
útveg, því að fyrirtæki og neyt-
endur sem kaupa íslenzkan fisk
víða um heim gera vaxandi
kröfu um að það sé vottað og
staðfest að veiðarnar séu um-
hverfisvænar og sjálfbærar.
Í fréttaskýringu Helga
Bjarnasonar í Morgunblaðinu í
gær kom fram að ekkert sam-
komulag er um veiðar úr ýms-
um deilistofnum, þ.e. fiskistofn-
um sem er að finna bæði í
íslenzkri lögsögu og utan henn-
ar eða í lögsögu annarra ríkja.
Þar ber fyrstan að telja mak-
rílinn, nýja nytjastofninn sem
hefur komið sjávarútveginum
vel sem óvænt búbót á erfiðum
tímum. Útgerðir og sjómenn
keppast nú við makríl-
veiðarnar, í óþökk þeirra ríkja
sem til þessa hafa veitt makríl:
Noregs, Færeyja og Evrópu-
sambandsins. Íslandi hefur
ekki verið boðið til samninga
um makrílveiðarnar fremur en
fyrri ár, þótt nú fari varla leng-
ur á milli mála að makríllinn
eigi heima í íslenzkri lögsögu.
Það er eðlilegt að íslenzkur
sjávarútvegur nytji fisktegund,
sem er að finna í íslenzkri lög-
sögu og geri kröfu um hlutdeild
í alþjóðlegu sam-
komulagi um veið-
arnar.
Við þurfum þá
auðvitað að vera
reiðubúin að sýna
sömu tillitssemi og
við krefjumst af öðrum, ef
stofnar, sem fyrst og fremst
hafa fundizt í íslenzkri lögsögu,
breyta göngum sínum og fara
að veiðast hjá nágrönnunum.
Við verðum að vera sjálfum
okkur samkvæm.
Sömuleiðis þurfum við að
standa okkur betur í því að leita
alþjóðlegs samkomulags um
aðra deilistofna, sem í raun eru
veiddir stjórnlaust. Þetta á sér-
staklega við um grálúðu og
karfastofna.
Hafrannsóknastofnunin tel-
ur grálúðustofninn í sögulegu
lágmarki og vill að mjög verði
dregið úr veiðum á honum.
Engu að síður hefur sjáv-
arútvegsráðherra úthlutað ís-
lenzkum skipum einhliða kvóta,
sem er þrefaldur sá kvóti, sem
stofnunin telur forsvaranlegt
að öll strandríkin taki.
Svipað ástand er í karfanum.
Strandríkin, þar á meðal Ís-
land, gefa út einhliða kvóta sem
er langt umfram alla vís-
indalega ráðgjöf.
Vissulega þarf að halda fram
íslenzkum hagsmunum í alþjóð-
legum samningum um deili-
stofna. En við getum ekki geng-
ið fram af of mikilli óbilgirni.
Það mun bæði koma niður á
fiskistofnunum og á orðspori
Íslands.
Óbilgirni kemur
bæði niður á fiski-
stofnum og orðspori
Íslands}
Ábyrg fiskveiðistjórnun
Tilhneigingin tilað klípa af
neytendum getur
verið sterk, sér-
staklega þegar
þeir eru varnarlausir og geta
ekki leitað annað. Þetta á við
um einstaklinga, sem panta
vörur með litlu verðmæti að
utan og fá þær sendar til Ís-
lands í pósti. Þeir greiða álög-
ur á álögur ofan. Á slíka smá-
pakka er lagður
virðisaukaskattur og tollur og
þar við bætist svokallað um-
sýslu- eða tollmeðferðargjald
að upphæð 450 krónur. Við-
skiptavinurinn hefur þegar
greitt póstburðargjald á send-
ingarstað. Hann er látinn
greiða virðisaukaskatt af
sendingargjaldinu. Síðan þarf
hann að borga sérstaklega
fyrir að fá að borga hin op-
inberu gjöld.
Í þetta kerfi skortir hins
vegar samræmi og jafnræði
gagnvart borgurunum. Fjöldi
manns fær í viku hverri smá-
pakka að utan án þess að lúta
þessari tollmeðferð. Hér er
um að ræða áskrifendur að er-
lendum tímaritum. Í raun er
enginn munur á því að fá í
pósti smápakka
með bók eða smá-
pakka með er-
lendu tímariti.
Þeir sem fá hin er-
lendu tímarit þurfa hins vegar
hvorki að borga virðisauka-
skatt, toll né umsýslugjald.
Gjaldheimta af þessu tagi
myndi fylla pósthús landsins
af viðskiptavinum, sem þá
fengju mánaðar- eða jafnvel
vikulega að reiða fram um-
sýslugjaldið.
Gísli Tryggvason, talsmaður
neytenda, hefur nú lagt til að
gjöld á smápakka verði felld
niður. Í Morgunblaðinu í dag
kemur fram að nú sé „ákveðin
vinna farin í gang í [fjár-
mála]ráðuneytinu til að kanna
grundvöll fyrir þessari breyt-
ingu“. Einn grundvöllur hlýt-
ur að vera sá að Ísland er eina
landið á Evrópska efnahags-
svæðinu, sem ekki hefur fellt
niður opinber gjöld af smá-
pökkum.
Ef þetta nær fram að ganga
féllu ekki bara niður virð-
isaukaskattur og tollur af um-
ræddum pökkum, sjálfu um-
sýslugjaldinu yrði stefnt í
voða.
Gjaldagleðin og
smápakkarnir}Neytendur í álögum
E
nn er lokið miklum hróker-
ingum í borgarstjórn. Það var
erfið ákvörðun fyrir Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur að slíta
meirihlutasamstarfinu, en auð-
vitað verður hún sem nýr oddviti að standa á
sinni sannfæringu. Ef hún á að axla ábyrgð-
ina verður það að vera á hennar forsendum.
Mér fannst athyglisvert þegar fréttist úr
herbúðum Vinstri grænna að Ólafur F.
Magnússon væri reiðubúinn að hætta sem
borgarfulltrúi og víkja fyrir Margréti Sverr-
isdóttur.
Hann var reyndar ekkert að deila því með
Margréti.
Marsibil Sæmundardóttir varaborgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins lýsti því síðan
yfir að hún styddi ekki meirihlutasamstarf
við Sjálfstæðisflokkinn og bar því við að hún vildi held-
ur endurvekja Tjarnarkvartettinn. Varaborgarfulltrú-
inn vildi því ráða fyrir aðalborgarfulltrúann!
En var Tjarnarkvartettinn nokkurn tíma raunhæfur
möguleiki? Ef marka má orð nánustu stuðningsmanna
Ólafs var aldrei gert slíkt tilboð. Var það ein gróusag-
an?
Mér skilst að málið hafi verið lagt þannig upp í við-
ræðum innan minnihlutans þennan morgun, að Óskar
Bergsson ætti að hringja í Ólaf og tilkynna honum að
hann myndi aldrei mynda meirihluta með Sjálfstæð-
isflokknum. Þá fyrst myndi Ólafur segja af sér!
Eru það „klækjastjórnmál“?
Og mitt í þessari orrahríð kviknar aftur
áhugi fjölmiðla á skólagöngu Gísla Marteins
Baldurssonar! Nú er það vegna þess að
hann ætlar í meistaranám í borgarfræðum
til Edinborgar og hyggst sækja borgar-
stjórnarfundi þaðan.
Að vísu hefur verið rifjað upp að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir lék sama leikinn
þegar hún var borgarfulltrúi og lærði til
Evrópusambandsins við London School of
Economics. Þá sótti hún aðeins þrjá af ell-
efu fundum borgarstjórnar, þáði þó laun
sem borgarfulltrúi.
Gott og vel.
Maður skyldi ætla að hún hefði þá skiln-
ing á ákvörðun Gísla Marteins. En öðru
nær. „Menn verða bara að meta það sjálfir,“
sagði hún í fréttum útvarpsins í gær. Og dró fram að
hún hefði „þjónað“ í sextán ár í borgarstjórn, eins og
það gerði útslagið um að hún verðskuldaði að fara utan
í nám.
Stöldrum aðeins við, hefði ekki nýst borgarbúum
betur ef Ingibjörg Sólrún hefði menntað sig áður en
hún settist í stól borgarstjóra?
Og er ekki skynsamlegt af Gísla Marteini sem borg-
arfulltrúa að bíða ekki með þá ákvörðun í tólf ár að
mennta sig í borgarfræðum?
Maður skyldi ætla að áhyggjuefnin væru önnur og
meiri í borgarstjórn.
Pétur
Blöndal
Pistill
Hrókeringar og klækjastjórnmál
Umsvifin í Helguvík
aukast jafnt og þétt
FRÉTTASKÝRING
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
F
ramkvæmdir vegna ál-
versins í Helguvík hafa
gengið vel og sam-
kvæmt áætlun síðan
fyrsta skóflustungan
var tekin hinn 6. júní síðastliðinn.
Þær eru ekki langt á veg komnar svo
merkjanlegt sé og enn eru ekki
margir verkamenn að störfum, en
umfangið mun fara vaxandi með
hverjum mánuðinum fram að verk-
lokum, sem til stendur að verði sum-
arið 2010.
Í sumar hefur fyrst og fremst ver-
ið unnið að jarðvegsframkvæmdum,
þ.e. grafið fyrir grunni og skipt út
jarðvegi en fyrst verður steypt fyrir
kerskálanum, stærstu byggingu ál-
versins, innan tveggja mánaða.
Vinna við aðrar helstu byggingar,
skautsmiðju og steypuskála auk
þjónustubygginga, s.s. skrifstofu-
húsnæðis, lagers, verkstæðis o.fl,
mun hefjast í lok þessa árs eða byrj-
un þess næsta samkvæmt Ágústi F.
Hafberg, framkvæmdastjóra við-
skiptaþróunar og samskipta hjá
Norðuráli.
Um 800 manns að störfum þeg-
ar vinnan stendur sem hæst
Álverið í Helguvík spannar vítt at-
vinnusvæði, allt frá Reykjanesbæ og
Garði, þar sem ker- og steypuskálar
munu standa, til Voga, Grindavíkur
og Sandgerðis og hafa bæjaryfirvöld
á Suðurnesjum almennt lýst yfir
ánægju sinni með byggingu álversins
og störfin sem við það skapist, bæði á
meðan á byggingu þess stendur og
eftir að starfsemi þess hefst.
Um þessar mundir eru um 30-50
starfsmenn við vinnu á svæðinu eftir
atvikum, en þeim mun brátt fjölga og
verða orðnir ríflega 100 um næstu
áramót. Umsvifin ná svo hámarki
sínu mánuðina í kringum áramótin
2009-2010 þegar rúmlega 800 manns
munu vinna við byggingafram-
kvæmdir. Þá er enn ótalin vinna við
hönnun og verkstjórn, sem kallar eft-
ir um 200 starfsmönnum til viðbótar.
Tækjabúnaðurinn er dýrastur
Heildarkostnaður við þennan
fyrsta hluta álversins í Helguvík er
áætlaður um 80-90 milljarðar og er
gert ráð fyrir að þar af verði kostn-
aður í ár 12-15 milljarðar, en 25-35
milljarðar á hvoru ári 2009 og 2010.
Langstærsti kostnaðarliðurinn, um
helmingur, felst í framleiðslubúnaði
og tækni en vinnulaun við fram-
kvæmdir verða um 15% af heild-
arkostnaði.
Það eru Íslenskir aðalverktakar
sem reisa álverið auk undirverktaka
sem samið er við um sérstaka verk-
þætti. Nú þegar eru um 600 manns á
launaskrá hjá ÍAV og mun hluti
þeirra vinna við Helguvík að sögn
Eyjólfs Gunnarssonar fram-
kvæmdastjóra. Hann segir marga
starfsmenn fyrirtækisins vera af
Suðurnesjum, enda ÍAV þegar með
starfsstöð þar, og því megi búast við
að hátt hlutfall þeirra sem vinni að
byggingu álversins muni verða íbúar
Suðurnesja.
Vítamínsprauta á góðum tíma
fyrir Suðurnesjamenn
Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, segir að jákvæðni
ríki meðal bæjarbúa við upphaf fram-
kvæmdanna þótt áhrifin á atvinnu-
lífið fari hægt af stað fyrst um sinn.
Það sé alveg ljóst að sama hvar verk-
takafyrirtækin séu skráð þá sé hent-
ugt fyrir þau að ráða heimamenn til
vinnu. Þá sé tímasetning fram-
kvæmdanna ekki síður hentug. „Það
fjölgar enn í bænum og hvergi að
maður finni fyrir öðru en uppgangi.
Þrátt fyrir samdrátt á landsvellinum
og raunar heimsvellinum þá er þetta
enn mikið uppbyggingarsvæði.“
Morgunblaðið/RAX
Grafið Í júní og júlí voru ýmsar jarðvegsframkvæmdir í Helguvík til und-
irbúnings fyrir byggingarvinnuna sjálfa sem hefst fljótlega.
ÁLVERIÐ í Helguvík hefur verið í
undirbúningi frá árinu 2004 og
verður það fyrsta álverið í heim-
inum sem eingöngu er knúið raf-
orku frá jarðvarma. Starfsleyfi hef-
ur enn ekki fengist, en er í vinnslu
hjá Umhverfisstofnun.
Uppbygging álversins verður í
tveimur áföngum og er sá fyrri nú í
startholunum. Að honum loknum
árið 2010 mun álverið framleiða um
150.000 tonn á ári, en 250.000 tonn
þegar sá síðari verður gangsettur
árið 2015.
Gera má ráð fyrir talsverðum
áhrifum á nágrannasveitarfélögin
meðan á framkvæmdum stendur,
bæði í aukinni atvinnu og eflingu
viðskiptalífs almennt. Samkvæmt
mati Norðuráls mun áhrifanna
helst gæta í Reykjanesbæ, eða um
65%, en um 20% í öðrum sveit-
arfélögum á Suðurnesjum og um
15% á höfuðborgarsvæðinu.
Nýlega krafðist Landvernd þess
af umhverfisráðherra að álverið
færi í heildstætt umhverfismat.
VÍÐTÆK
ÁHRIF
››