Morgunblaðið - 20.08.2008, Side 22

Morgunblaðið - 20.08.2008, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Örn Gunnarssonkennari fæddist í Hafnarfirði 7. júlí 1958. Hann lést á heimili sínu 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Gunnar Pétursson, f. 17.6. 1927, og Guðbjörg Helga Guðbrandsdóttir, f. 20.1. 1932, búsett í Hafnarfirði. Bróðir Arnar var Pétur Sveinn Gunnarsson, f. 22.1. 1954, d. 29.12. 1968. Árið 1972 kvæntist Örn Jó- hönnu Valdemarsdóttur kennara, f. 8.10. 1947. Börn þeirra eru: 1) Númi, f. 24.5. 1972, kvæntur Þóru Birnu Ásgeirsdóttur, f. 6.7. 1977. Sonur Núma er Alexander Örn, f. 20.11. 1993. 2) Helga Björg, f. 21.1. 1977, gift Andrési Björnssyni, f. 28.7. 1975. Örn var alla tíð búsettur í Hafnar- firði og kenndi í Lækjarskóla frá árinu 1972. Örn var mjög virkur í fé- lagsmálum og gegndi trúnaðar- störfum bæði fyrir starfsmannafélag Lækjarskóla og einnig fyrir Kenn- arasamband Ís- lands. Hann gekk til liðs við Lions–hreyfinguna 1983 og var hann umdæmisstjóri í umdæmi 109A árin 2000-2001 og fjöl- umdæmisstjóri 2001-2002. Örn verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku pabbi minn og tengdapabbi. Nú ertu fallinn frá og þín er sárt saknað. Eftir að hafa barist við veik- indi í rúma fjóra mánuði fékkstu hægt andlát heima hjá þér á þeim stað sem þú sjálfur sást um að reisa á sínum tíma. Þú hefur í gegnum tíðina verið ótrúlega góð fyrirmynd allra sem hafa umgengist þig og það æðruleysi sem þú sýndir í þínum veikindum sannaði svo sannarlega fyrir okkur hversu mikil hetja þú varst. Það má segja að þetta sumar hafi verið kapphlaup við tímann. Eftir að við fengum fréttirnar um að það væri stutt eftir skipulögðum við hvert augnablik eins og við gátum með það að markmiði að komast í sem flestar útilegur í hjólhýsinu. Þessar ferðir munum við alltaf geyma í hjarta okk- ar því á ferðalagi í góðum hópi naustu þín alltaf best. Þar varstu ávallt hrókur alls fagnaðar þó svo að þú hafir ekki tranað þér fram í sam- ræðum. Það voru hnyttin tilsvör þín og húmor sem gáfu þessum sam- verustundum svo skemmtilegan lit. Útúrsnúningar, úthugsaðir brandar- ar eða fáránlegt rím gátu gefið manni gæsahúð og fjólubláar bólur en voru þó oftar en ekki tilefni mikils hláturs. Flestir þekkja þig þó úr skólastof- unni þar sem þú með mikilli yfirveg- un og hæglæti hafðir áhrif á margar kynslóðir. Þótt ótrúlegt mætti virð- ast þá náðir þú að heilla börnin þín með starfinu því þótt aldrei hafi ver- ið til eyrir og alltaf verið í einhverj- um verkföllum þá urðu bæði börnin þín kennarar. En við nánari skoðun þá skein ávallt í gegn sú ánægja og lífsfylling sem þú fékkst út úr starf- inu. Gamlárskvöldin, Lionsnælur, jóla- dagatöl, útivist, sögustundir og ótelj- andi aðrar minningar koma upp í hugann þegar við minnumst þín. Þú hefur verið okkur stoð og stytta í gegnum árin. Umhyggju þína og væntumþykju munum við hafa að leiðarljósi í lífi okkar. Númi og Þóra. Elsku pabbi. Ótrúlega gerðist þetta allt hratt. Og satt að segja er ég enn ekki alveg búin að ná þessu. Veikindin komu okkur öllum að óvörum og voru erfið að sætta sig við. En þú varst sem klettur allan tímann og barðist eins og hetja fram á síðasta dag. Auðvitað var ekki við neinu öðru að búast frá þér. Þú hefur kennt mér margt gott á lífsleið minni. Þú kenndir mér að lesa, veiða, segja góða brandara, njóta góðra bóka, drekka gott rauð- vín og ferðast. En ég er þér samt þakklátust fyrir það sem þú kenndir mér þessar síðustu vikur sem við átt- um saman, að nota tímann í lífinu vit- urlega og njóta þess út í ystu æsar. Þín verður sárt saknað, það er á hreinu, sérstaklega í útilegum og á góðum stundum í heitum potti. Við fjölskyldan munum halda áfram að gantast og grínast að þínum sið með fimmaurabröndurum og góðu rími. Og að sjálfsögðu hugsa til þín á með- an … Ég vildi eiginlega bara þakka fyrir mig. Allan stuðninginn sem þú hefur ávallt veitt mér, alla hjálpina við hvaða verkefni sem var fyrir hendi og síðast en ekki síst fyrir allar okk- ar samverustundir. Það var heiður að hafa þig fyrir föður. Þín elskandi dóttir, Helga Björg Arnardóttir. Elsku tengdapabbi. Fyrsta minn- ing mín um þig er frá því uppi á Akranesi fyrir um þrettán árum er þú ásamt Jóhönnu þinni varst mætt- ur til að hlýða á flutning Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar þar sem ég var að spila með Helgu dóttur þinni. Það má segja að þessi fyrsta mynd mín af þér hafi verið ágætlega lýs- andi fyrir karakterinn þinn. Þarna varst þú með Jóhönnu þinni að styðja við bakið á dóttur þinni, njót- andi góðrar tónlistar, úti á landi í faðmi góðra vina, þeirra Sollu og Svavars. Frá þessum tíma eigum við minningar um margar góðar stundir og er erfitt að gera upp á milli þeirra. Með okkur tókst vinátta og hafði ég einstaklega gaman af að vera í fé- lagsskap þínum. Ég dáðist alltaf að orkunni í þér til að njóta lífsins. Ef það var möguleiki á að komast í útilegu, til útlanda, á tónleika eða Þjóðleikhúsið þá var það tækifæri nýtt. Þú sást til þess að öll fjölskyldan fór síðasta sumar til Benidorm til að halda upp á áttræð- isafmæli pabba þíns, sú ferð er ómet- anleg og vermir okkur um hjarta- rætur. Ég vonaði svo innilega þegar við fórum í pottinn saman á Eurovision- kvöldinu nú í vor að það yrði ekki síð- asta pottferðin okkar. Þú naust þess að liggja í pottinum og spjalla þó svo þú segðir að þú værir svolítið hægur í hugsun. Því miður var þetta í síðasta sinn er þú komst í heimsókn til okkar á Þrastarásinn. Æðri máttarvöld hafa fundið þér enn mikilvægara hlutverk að gegna en að vera með okkur hér á jörðu, það verðum við að virða þótt við hefðum viljað hafa þig með okkur svo miklu lengur. Þú gafst mikið af þér í lífinu, sér í lagi í starfi þínu sem kennari og í óeigingjörnu starfi með Lionshreyf- ingunni. Þitt góða starf með Lions birtist okkur með svo skýrum hætti í baráttunni við veikindin í sumar, geislatækið sem nýtt var í meðferð- inni þinni hafði verið gefið af Lions. Elsku tengdapabbi og vinur, takk fyrir samverustundirnar og allt það góða sem þú hefur veitt mér og Helgu dóttur þinni. Elsku Jóhanna, Didda, Gunnar, Númi, Þóra, Alexander og Helga mín. Það er ljóst að mikið skarð er orðið í okkar fjölskyldu við lát Arnar. Við skulum í sameiningu sjá til þess að minningu Arnar verði haldið á lofti og jafnframt halda áfram að njóta lífsins til fullnustu honum til heiðurs. Þinn tengdasonur, Andrés. Í dag, svo allt of fljótt, kveðjum við mág okkar hinstu kveðju. Hann lést langt um aldur fram eftir stutta en harða sjúkdómsbaráttu. Örn kom inn í líf systur okkar fyrir hartnær fjörutíu árum og þau hafa æ síðan verið samstiga gegnum lífið, þau hafa unnið saman, búið saman og gengið saman að hverju verkefni. Við bræður höfum ávallt verið vel- komnir á þeirra heimili í gegnum ár- in. Örlögin höguðu því svo að for- eldrar okkar féllu ungir frá og var heimili systur okkar í mörgu sameig- inlegur vettvangur fjölskyldu- tengsla. Örn skipaði þar sess á sinn hljóðláta en ákveðna hátt, hann var hægur og mjög þægilegur í viðmóti og með skemmtilegan húmor. Við áttum með honum margar ánægju- stundir og stóð heimili þeirra okkur ávallt opið, einnig eftir að við eign- uðust okkar eigin fjölskyldur og boð- in stækkuðu til mikilla muna. Síðustu vikurnar hefur hann sjúk- ur mætt örlögum sínum af reisn og æðruleysi. Það hefur verið mjög sárt og erfitt að sjá hann færast nær endalokunum, missa smám saman máttinn, tengslin við umhverfið og hverfa. Við þökkum Erni fyrir allar samverustundirnar í gegnum tíðina og kveðjum hann með söknuði. Örn bað um að fá að vera heima síðustu vikurnar. Systir okkar, börn hans og tengdabörn önnuðust hann í veikindunum af mikilli nærgætni, natni og eljusemi. Hann naut því væntumþykju fjölskyldunnar á ævi- kvöldi og var aðdáunarvert að sjá hversu mikil fórnfýsi, æðruleysi og væntumþykja var lögð í þá umönnun af hans nánustu. Við bræður og fjölskyldur okkar vottum foreldrum Arnar, sem nú hafa kvatt báða syni sína hinstu kveðju, Hönnu systur okkar, börn- um hans Núma og Helgu Björgu, tengdabörnum Andrési, Þóru og Alexander Erni barnabarni hans okkar innilegustu samúð. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Jón Ingvar, Valdimar og Ólafur Þór. Það er erfitt að meðtaka þá stað- reynd að Örn frændi skuli vera lát- inn langt um aldur fram. Örn sem alltaf var hrókur alls fagnaðar þegar fjölskyldan hittist í jólaboðum eða við önnur tækifæri. Örn var elstur af okkar kynslóð systkinabarna, afkomenda Guð- brandar og Guðrúnar sem ólust upp á Laugateigi 10 í Reykjavík. Sam- gangur var mikill meðal okkar í barnæsku um helgar, jól og sumur og margra góðra stunda að minnast í útilegum, veiði og ferðum fjölskyldn- anna um landið. Þá var Örn gjarnan með myndavélina framan á sér og alltaf að spá og spekúlera í einhverju öðru og meiru en við hin sáum og vissum. Í einni veiðiferð tók hann okkur með í eftirminnilega fjall- göngu þar sem skyndilega skall á niðadimm þoka og þar reyndi á hæfni til að finna leiðina til baka. Það tókst undir styrkri stjórn Örra, eins og við vorum vön að kalla hann. Örn frændi var í okkar huga allt sem prýðir góðan mann, myndarlegur, skemmtilegur, skýr, hógvær, kurt- eis, úrræðagóður, vitur og ekki síst tilbúinn til að fræða og miðla. Hann bjó yfir ótrúlegri rósemi og yfirveg- un og aldrei sáum við hann skipta skapi. Við minnumst ung að árum þess að hafa fengið, í herberginu hans á Reykjavíkurveginum, ítar- lega tónlistarfræðslu um meistara- verk Bítlanna. Líklega ekki tilviljun að kennsla varð hans ævistarf. Ann- að okkar er stolt af því að hafa verið einn af fyrstu nemendum hans og síðar samstarfsmaður um skeið í Lækjarskóla í Hafnarfirði þar sem Örn átti farsælt ævistarf. Örn var kennari af guðs náð og virtur sem slíkur. Það rifjast upp góðar stundir unglingsins þegar við vorum saman í sumarvinnu hjá Ásum þar sem farið var í gegnum ýmsar pælingar um líf- ið og tilveruna. Það var ekki tilviljun að það var hópast í kringum Örn þegar stórfjölskyldan hittist. Örn hafði einstakan frásagnarhæfileika, gat verið í senn alvörugefinn, hnytt- inn og séð spaugilegar hliðar á mál- um. Hann hafði alltaf frá einhverju skemmtilegu og merkilegu að segja. Það var gaman að heyra sögur af ferðalögum þeirra hjóna um landið. Það var yndislegt að heyra að þið náðuð 14 gistinóttum í hjólhýsinu á þessu ári þrátt fyrir erfið veikindi. Minningin um góðan dreng, félaga og frænda lifir. Við erum þakklát fyrir þær góðu stundir sem við áttum með honum og allt það sem hann deildi með okkur. Elsku Hanna, Didda, Gunnar, Númi, Þóra, Alexander, Helga og Andrés, á þessari sorgarstundu sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum fyrir styrk til handa ykkur. Sigríður Dísa Gunnarsdóttir og Gunnar Hrafn Richardson. Það tekur til hjartans að Örn Gunnarsson, kennari við Lækjar- skóla, er látinn langt um aldur fram. Hans er sárt saknað af samstarfs- mönnum, nemendum og öðrum að- standendum skólans. Engum dylst að við Lækjarskóla starfar kærleiksríkur, samheldinn og sterkur hópur fólks. Til að svo megi vera þarf að gæta að þeirri glóð sem flytja þarf á milli ára og áratuga. Örn var einn af öflugustu boðberum þess anda sem í Lækjarskóla ríkir og hefur ríkt. Í dag finnum við hversu mikilvægur hlekkur í öllu okkar starfi Örn var. Það verður ekki létt að fylla skarðið hans. Á sorgarstundu finn ég til hugg- unar að hafa fengið að kynnast hon- um og vera í návist hans í 5 ár. Það er að vísu ekki langur tími af tæpum 40 ára starfsferli hans við Lækjarskóla, en nógu langur til þess að ég beri með mér um ókomna tíð allt það góða sem hann veitti mér og kenndi. Hann kunni alveg að tukta mig til, en hann kunni betur að umvefja mig og Örn Gunnarsson ✝ Systir okkar, KRISTÍN ÁSTA FRIÐRIKSDÓTTIR (Stella) frá Siglufirði, verður jarðsungin frá Garðakirkju fimmtudaginn 21. ágúst kl. 13.00. Gréta Friðriksdóttir, Steinunn Friðriksdóttir, Bragi Reynir Friðriksson, Gunnur Salbjörg Friðriksdóttir, Fjóla Guðrún Friðriksdóttir. ✝ Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ÞÓRDÍSAR HARALDSDÓTTUR THORODDSEN til heimilis að Aðalstræti 78, Patreksfirði. Börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu fjölskyldunni samúð og hlýhug vegna andláts HALLDÓRU BRYNJÓLFSDÓTTUR sem lést laugardaginn 2. ágúst á Vífilsstaðaspítala og verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 13.00. Jón Hannesson, Brynjólfur Jónsson, Kristín Siggeirsdóttir, Hannes R. Jónsson, Beatriz Ramirez Martinez, Guðrún Jónsdóttir, Eiríkur Ingi Eiríksson, Soffía Jónsdóttir, Björn L. Bergsson, barna- og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS BENEDIKTS ADOLFSSONAR, Holtagerði 53, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans við Hringbraut og hjúkrunarfræðingum Karitas. Guð blessi ykkur öll. Ragnhildur Thorlacius, Hugrún Gunnarsdóttir, Ragnar Jónatansson, Erlingur Gunnarsson, Marfríður Hrund Smáradóttir, Kristján Örn Gunnarsson, Jeanette Eva Thomsen, barnabörn og barnabarnabörn. Ekki er alltaf hægt að skilja tilgang lífsins. Í dag kveðjum við elsku- legan son okkar eftir erfið veikindi, rétt eins og bróður hans, sem lést aðeins 14 ára úr sama sjúkdómi. Drottinn gaf og Drottinn tók. Ó, að það mætti vera efst í huga okkar þakklæti til Guðs, sem gaf okkur hann. Nú þegar leiðir skilur geym- ast í hjörtum okkar minn- ingar um góðan son. Mamma og pabbi. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.