Morgunblaðið - 20.08.2008, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er miðvikudagur
20. ágúst, 233. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Móðir mín og bræður
eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta
eftir því. (Lúk. 8,21.)
Ferjukot í Borgarfirði var eittsinn í alfaraleið. Ferjukot
stendur á bökkum Hvítár við gömlu
bogabrúna, sem smíðuð var fyrir
átta áratugum. Nú hefur verið sett
upp laxveiðisögusafn í Ferjukoti og
varðveittar minjar um merkilega
tíma. Þar var eitt sinn soðinn niður
lax í stórum stíl. Laxinn, sem veidd-
ist í Hvítá, var kóngafæði. Fyrst var
hann fluttur niðursoðinn til bresku
hirðarinnar og síðan ferskur. Var
hann þá settur á ís, fluttur til hafnar,
siglt með hann á þilfari Gullfoss til
Englands og síðan með lest til hirð-
arinnar. Fiskurinn gat þá verið orð-
inn nokkurra vikna gamall, en aldrei
barst kvörtun um gæði. Þannig segir
í það minnsta Þorkell Fjeldsted,
bóndi í Ferjukoti, frá. Þorkell er haf-
sjór fróðleiks um sögu Ferjukots og
laxveiðina í Hvítá. Þorkell tók á móti
Víkverja og fjölskyldu hans í liðinni
viku. Laxveiðisögusafnið er
skemmtilega sett upp og með leið-
sögn Þorkels lifnar það við.
x x x
Í Ferjukoti var lengi verslun viðþjóðveginn og bensínstöð. Mörg
ár eru liðin frá því að henni var lokað
og hefur hún verið varðveitt óbreytt.
Þorkell fer á flug þegar hann er
spurður um flöskur, sem standa þar
í hillum og á er letrað að innihaldi
fjósalykt. Fyrir einhverjar kosning-
arnar tappaði hann fjósalykt fyrir
stuðningsmenn Samfylkingarinnar á
rauðar flöskur, en á bláar fyrir sjálf-
stæðismenn. Framsóknarmenn fá
sérstaka útgáfu þar sem kúaskítur
er líka utan á flöskunni. Segir Þor-
kell að ekki þurfi nema rétt að
sprauta yfir þær úr úðabrúsa til að
kalla fram lyktina.
x x x
Í Ferjukoti var laxinn seldur ístykkjatali og segir Þorkell að
hærra verð hafi fengist ef engin voru
möskvaförin. Hann tiltekur ekki
ástæðuna, en bærinn var í eina tíð
þrautalending veiðimanna, sem voru
með öngulinn í rassinum og vildu
komast hjá þeirri sneypu að koma
fiskilausir heim. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Reykjavík Frosti Reyr fædd-
ist 14. apríl. Hann vó 15
merkur og var 52 cm langur.
Foreldrar hans eru Ármann
Halldórsson og Hlín Sig-
urþórsdóttir.
Nýirborgarar
Krossgáta
Lárétt | 1 orsakast, 4
lína, 7 kvendýrið, 8
vömb, 9 reið, 11 skylda,
13 ljúka, 14 árstíð, 15
lesti, 17 takast, 20 hlass,
22 traf, 23 læsum, 24
dýrið, 25 tekur.
Lóðrétt | 1 orðrómur, 2
að aftanverðu, 3 fífl, 4
rithátt, 5 úldin, 6 arka,
10 lævís,12 flýtir, 13
sprækur, 15 hamingja,
16 malda í móinn, 18
hökum, 19 auður, 20
heiðurinn, 21 líkams-
hlutinn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 getspakur, 8 kaldi, 9 aggan, 10 pál, 11 teina, 13
særir, 15 skass, 18 stöng, 21 tek, 22 riðla, 23 akurs, 24
kappsfull.
Lóðrétt: 2 efldi, 3 skipa, 4 aðals, 5 ungar, 6 skot, 7 snýr,
12 nes, 14 ætt, 15 sort, 16 auðna, 17 staup, 18 skarf, 19
ötull, 20 gust.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e6 2. d3 d5 3. De2 dxe4 4. dxe4 e5
5. Rf3 Rc6 6. c3 Rge7 7. Rbd2 g6 8. g3
Bg7 9. Bg2 O–O 10. O–O h6 11. Rc4
Be6 12. Be3 Dc8 13. b4 f6 14. b5 Rb8
15. Bc5 He8 16. Rh4 g5 17. Bxe7 Hxe7
18. Rf5 He8 19. Rce3 Rd7 20. Bf3 Kh7
21. Bh5 Hf8
Staðan kom upp á helgarmóti Tafl-
félagsins Hellis og Taflfélags Reykja-
víkur sem lauk fyrir skömmu. Sig-
urvegari mótsins, Davíð Kjartansson
(2304), hafði hvítt gegn Sverri Þor-
geirssyni (2102). 22. Bg6+! Kh8 hvítur
hefði unnið drottninguna eftir
22…Kxg6 23. Re7+. 23. Dh5 Hd8 24.
Re7 og svartur gafst upp enda fátt til
varnar eftir 24… Db8 25. R3f5.
Hvítur á leik
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Alslemmur þvers og kruss.
Norður
♠DG10
♥D53
♦DG
♣ÁG643
Vestur Austur
♠– ♠–
♥ÁK862 ♥G10974
♦K9 ♦Á8765432
♣K109875 ♣–
Suður
♠ÁK98765432
♥–
♦10
♣D2
Suður spilar 7♠, doblaða.
Spil dagsins kom upp í sveitakeppni í
Svíþjóð um miðja síðustu öld. Nafn-
greindir leikendur eru Wernerhjónin,
Einar og Britt, og þekktasta par Svía á
þessum tíma, Lilliehook og Wohlin.
Wernerhjónin voru í NS á öðru borð-
inu og enduðu í 7♠, sem fórn yfir 7♥.
Vestur kom út með ♥Á og slemman
vannst með þvingun í laufi og hjarta.
Sagnhafi tók einfaldlega öll trompin og
neyddi vestur niður á ♣K10 í lokin. Á
hinu borðinu varð Lilliehook sagnhafi í
7♦ í austur. Einhvern tíma á langri leið
hafði norður doblað laufsögn vesturs
og suður kom því út með ♣D. Það var
dýrt útspil. Lilliehook lagði kónginn á
drottninguna og trompaði ásinn. Þegar
hjartalegan kom í ljós síðar var ekki
um annað að ræða en að treysta á lauf-
ið og Lilliehook trompsvínaði fyrir gos-
ann.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú veist hvað þú vilt, svo það er
heimskulegt að biðja um eitthvað annað
eða minna. Trúðu því að þú getir fengið
akkúrat það sem þú óskar þér og heim-
urinn færir þér það.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það sem þú verður beðinn um nú
myndi flokkast sem greiði sem verður
aldrei goldinn. Það þýðir ekki að þú eigir
að neita. Það er gott að gefa.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Orkan í sambandinu þínu er frá-
bær. Það sem áður var erfið vinátta er nú
léttir. Hjón takast á við áskoranir með
samvinnu. Og grannar hætta að kýta.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Hellingur af upplýsingum mun
berast þér eftir leiðum undirmeðvitund-
arinnar. Til að nýta þær sem best skaltu
halda meðvituðu leiðunum jákvæðum.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Er á brattann að sækja? Það þýðir
ekki að þú eigir að gefast upp. Haltu
áfram af enn meiri krafti. Gerðu upp for-
tíðina til að fá sem mest út úr framtíðinni.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú hefur gleymt einhverju sem þú
munt muna rétt upp úr hádegi. Kannski
afmæli eða verkefni. Leiðréttu mistökin
fyrir sólarlag til að koma í veg fyrir
skaða.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Allir eru að pæla það sama: „Hvað fæ
ég út úr þessu?“ Ef þú veist ekki svarið
skaltu ekki reyna að selja eitthvað eða
koma á framfæri. Þá færðu ekkert.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Síminn hringir, þú færð í sí-
fellu netpóst og margt annað truflar ein-
beitinguna. Gerðu eitthvað þrennt að
gagni og þá er dagurinn ekki ónýtur.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Skrifaðu niður það sem kemur
fyrir þig og hvernig þér líður með það.
Það fær þig til að finna fyrir sjálfum þér,
hversu klár þú ert og til í stórræði.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Dagurinn fer í að vera ann-
aðhvort yfirmáta spenntur eða orðlaus af
undrun. Leyfðu ástvinum að eiga í sínum
átökum. Þú hittir manneskju sem breytir
lífi þínu.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þegar þú trúir á hæfileika þína
kennir þú öðrum að hafa trú á þér. Það er
ekki hroki – í alvöru! Með listrænni sýn
er nauðsyn að hafa gott sjálfsmat.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú er skapandi og vilt einungis
eiga viðskipti við þá sem kunna að meta
þína sýn og þitt skapferli. Því er ráð að
velja það fólk af stakri kostgæfni.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
20. ágúst 1898
Veitinga- og gistihúsið Valhöll
á Þingvöllum var vígt. Nafn
sitt dregur húsið af búð
Snorra Sturlusonar sem stóð
skammt frá þeim stað þar sem
húsið var fyrst, en það var
flutt á núverandi stað árið
1930.
20. ágúst 1933
Fjórir menn komu á bíl að
Mýri í Bárðardal eftir fimm
daga ferð úr Landsveit í Rang-
árvallasýslu. „Er þetta í fyrsta
skipti að bíll fer Sprengisand-
sveg landsfjórðunganna á
milli,“ sagði í Morgunblaðinu.
20. ágúst 1942
Sjö manna áhöfn vélbátsins
Skaftfellings bjargaði 52 Þjóð-
verjum af kafbátnum U-464
sem Catalina-herflugvél með
bækistöð í Skerjafirði hafði
sökkt 175 sjómílur suður af
Hornafirði.
20. ágúst 1982
Átján manna hópur kleif Eld-
ey, þar á meðal fyrsta konan
sem það gerði, Halldóra Fil-
ippusdóttir. Eyjan var fyrst
klifin, svo vitað sé, árið 1894,
síðan um 1940 og 1971.
20. ágúst 1982
Um þrjú hundruð marsvín
komu að landi við Rif á Snæ-
fellsnesi og voru langflest
þeirra rekin á haf út. Hafði
ekki áður tekist að bjarga svo
mörgum marsvínum.
20. ágúst 1995
Hópur erlendra ferðamanna
lenti í hrakningum á norð-
anverðum Vatnajökli. Átta
voru fluttir með þyrlu á
sjúkrahús vegna ofkælingar.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist þá …
„ÉG verð í rólegheitum með konunni minni í sum-
arbústað austur á Eiðum,“ segir Þórhallur Braga-
son, bóndi á Landamótsseli í Þingeyjarsveit og að-
stoðarskólastjóri, sem á sextugsafmæli í dag.
Yngsta dóttir Þórhalls og konu hans Helgu Arn-
heiðar Erlingsdóttur verður hjá þeim. Þau hjónin
eiga þrjár dætur og fjögur barnabörn.
Undirbúningur er hafinn fyrir næsta skólaár, en
Þórhallur segist þó láta sig hafa það að skrópa á
afmælisdaginn. Hann starfar í Stórutjarnaskóla í
Ljósavatnsskarði og segir skólastarfið það helsta
sem er á döfinni. „Nú er bara framundan að
kenna. En svo eru það auðvitað göngur og réttir og sauðfjárrækt. Ég
hef gaman af kindum og gaman af því að skoða féð á haustin og spá í
hvað er ræktunarhæft og hvað ekki.“ Þórhallur áætlar að senda um
hundrað lömb í sláturhús í haust.
Áhugamál og störf Þórhalls eru samofin, en utan þess sem hann
kennir og sinnir búskapnum hefur hann gaman af því að grípa í veiði-
stöng og kasta fyrir fisk. „Ég fer oft að veiða með dóttursyni mínum,
við förum í silungsveiði í vötn og læki. Við höfum í mörg ár farið eina
ferð í Ölvesvatn á Skaga. Það varð hins vegar ekkert af því í sumar
vegna útlandaferða og svo vorum við auðvitað hræddir við ísbirni
líka,“ segir hann léttur í bragði og útilokar ekki að einhverjar veiði-
ferðir gætu verið framundan. onundur@mbl.is
Þórhallur Bragason er sextugur í dag:
Skrópar á afmælisdaginn
;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is