Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 33 NÝJASTA bók James Pattersons, Sail, hefur trónað á toppi metsölulista New York Times. Í þeirri bók, eins og svo oft áður, hefur Patterson fengið sér aðstoðarmann við ritunina, í þetta sinn Howard Roughan. Hjartaskurðlæknirinn Katherine Dunn missti ótrúan mann sinn í slysi. Nú er hún gift lögfræðingi. Katherine á ekki sem best samband við börn sín af fyrra hjónabandi og heldur í örlagaríka bátsferð með þeim sem hún vonar að muni bæta samband þeirra. Eiginmaður hennar verður eftir. En getur verið að hann sé jafnvel enn verri en sá fyrri? Patterson og félagi hans eru í fínu formi. Atburðarásin er æsispennandi og örar skiptingar eru milli sjónarhorna hinna ýmsu persóna. Vondir kallar eru á sínum stað, sömuleiðis tálkvendið og aðalpersónurnar eru í bráðri lífshættu allan tímann. Ýmislegt í bókinni er með ólíkindum en þá ber þess að gæta að lesendur spennusagna þurfa yfirleitt að koma sér upp nokkurri trúgirni um leið og þeir hefja lesturinn. Bækur eins og þessi eru engan veginn ætlaðar kaldrifjuðu raunsæisfólki heldur þeim sem vilja gleyma sér í trylltri atburðarás. Tilfinningasemi í seinni köflum bókarinnar er til nokk- urra lýta en lesandinn fyrirgefur svoleiðis smotterí því höf- undum tekst að halda lesendum við efnið allan tímann. Patterson er afkastamikill höfundur sem kann formúluna sína en vinnur misvel úr henni. Í þetta sinn skilar hann sínu með ágætum. Aðdáendur hans ættu að verða hæstánægðir. Patterson í fínu formi Sail eftir James Patterson og Howard Roughan. Century gefur út. 388 bls. Kilja Kolbrún Bergþórsdóttir BÆKUR» „ÉG neita þessu ekki,“ svaraði Einar Sveinn Þórðarson, meðeigandi kvikmyndafyrirtæk- isins Pegasus, í gær þegar blaðamaður innti hann eftir því hvort satt væri að taka ætti upp hluta næstu kvik- myndar leikstjórans Terrence Malick á Ís- landi. Sagt var þessu í fyrrakvöld í seinni kvöldfréttum Sjónvarpsins og því haldið fram að tökur myndu fara fram víða um land. Ekki var heimildarmanns getið í fréttinni fyrir þeim upplýsingum. Samkvæmt upplýsingum á kvikmynda- vefsíðunni IMDb heitir næsta mynd Mal- ick Tree of Life, og í aðalhlutverkum verða Brad Pitt og Sean Penn. Þeir munu þó ekki koma til Íslands, að sögn ónefnds heimildarmanns Sjónvarps. Sögusvið myndarinnar, skv. IMDb, er dularfullur goðsagnaheimur og keppast sögupersónur um það að komast að Lífsins tré, sem færa á mönnum eilíft líf, frjósemi og ofurmann- lega krafta. Myndin er sögð á seinna stigi framleiðslu og sé smellt á tengil á síðunni þar sem upplýsingar eru veittar um töku- staði er Ísland hvergi að finna. Lítið hægt að segja Einar Sveinn segist bundinn þagn- arskyldu og geti því litlar upplýsingar veitt um þessa tilteknu mynd en staðfestir þó að Pegasus tengist verkefninu. Meira sé ekki hægt að segja um það annað en að tökustaðir verði úti á landi, þ.e. úti í nátt- úrunni. Hvenær tökur eiga að fara fram liggur, í ljósi þagnarskyldu, ekki fyrir. Terrence Malick er með virtari kvik- myndagerðarmönnum Bandaríkjanna og margverðlaunaður, á að baki myndir á borð við The Thin Red Line (1998), Bad- lands (1973) og The New World (2005). Plan B productions framleiðir The Tree of Life, en fyrirtækið stofnuðu framleiðand- inn Brad Grey og leikararnir Brad Pitt og Jennifer Aniston. Plan B mun eiga í sam- starfi við stórfyrirtæki á sviði kvikmynda- framleiðslu, Paramount Pictures (Grey er framkvæmdastjóri þess), Warner Bros. og 20th Century Fox. helgisnaer@mbl.is Malick til Íslands Nýr heimur Úr síðustu mynd Malick, The New World. Colin Farrell sést hér í hlutverki landkönnuðarins John Smith, umkringdur indjánum.  Hluti kvikmyndar- innar The Tree of Life verður tekinn á Íslandi Terrence Malick / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Á SELFOSSI "VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ! THE DARK KNIGHT ER STÓRKOSTLEG. THE DARK KNIGHT ER SVO GÓÐ AÐ ERFITT ER AÐ ÍMYNDA SÉR AÐ SÚ ÞRIÐJA GETI ORÐIÐ BETRI. UNDIRRITAÐUR KIKNAÐI Í HNJÁLIÐUNUM... Á NÝJUSTU BATMAN-MYNDINNI" -T.S.K - 24 STUNDIR "ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYNDIN, BESTA MYNDASÖGUMYNDIN OG JAFNFRAMT EIN BEST MYND ÁRSINS..." -L.I.B.TOPP5.IS "EINFALDLEGA OF SVÖL,THE DARK KNIGHT MUN SÓPA AÐ SÉR ÓSKARSVERÐLAUNUM. ÓTRÚLEGAR BARDAGASENUR OG ÓVÆNTAR FLÉTTUR Í HANDRITINU GERA MYNDINA FRÁBÆRA." -ÁSGEIR J. - DV THE DARK KNIGHT ER KOMINN Í EFSTA SÆTI Á VIRTASTA KVIKMYNDAVEF HEIMS,IMDB.COM, YFIR BESTU KVIKMYNDIR ALLRA TÍMA! VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA STÆRSTU OG BESTU ÆVINTÝRIN ERU EINFALDLEGA ÓDAUÐLEG! BRENDAN FRASER JET LI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR. 61.000 MANNS Á 25 DÖGUM. EIN BESTA MYND ÁRSINS! STAR WARS: CLONE WARS m/ísl. texta kl. 5:40 - 8 LEYFÐ GET SMART kl. 8 - 10:20 LEYFÐ MAMMA MIA Síðustu sýningar kl. 5:40 LEYFÐ DECEPTION kl. 10:40 B.i. 14 ára STAR WARS: CLONE WARS m/ísl. texta kl. 5:45 - 8 LEYFÐ GET SMART kl. 8 - 10:20 LEYFÐ WALL• E m/ísl. tali kl. 5:45 LEYFÐ THE BANK JOB kl. 10:10 B.i. 16 ára STAR WARS: CLONE WARS m/ísl. texta kl. 6 - 8 LEYFÐ GET SMART kl. 8 - 10 LEYFÐ WALL• E m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ THE MUMMY 3 kl. 10:20 B.i. 12 ára SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALISÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI Stærsta mynd ársins 2008 75.000 manns. Stórbrotin ævintýramynd sem allir ættu að hafa gaman af!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.