Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 12
12 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR Auglýsingasími – Mest lesið GARÐABÆR Rekstrartekjur Garða- bæjar á árinu 2008 námu 5.400 milljónum króna. Er það 246 milljónum króna hærri upphæð en áætlað var. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Enn fremur segir í tilkynning- unni að fjárfestingar ársins hafi numið samtals 1.225 milljónum króna. Þar af hafi um 734 milljón- ir króna farið til fræðslu-, æsku- lýðs- og íþróttamála. Fram kemur að Garðabær búi að því nú á tímum óvissu í efna- hagsmálum að hafa sýnt ráð- deildarsemi. Bærinn eigi nokk- urn varasjóð og búi við hóflega skuldastöðu. - kg Ársreikningur Garðabæjar: Sterk fjárhags- staða bæjarins HEILBRIGÐISMÁL Rúmlega fimm hundruð manns sótti 41 nám- skeið sem Sjúkraflutningaskól- inn efndi til á síðasta ári. Þetta kemur fram í skýrslu um starf- semi skólans. Mikil og vaxandi starfsemi ein- kenndi rekstur skólans á liðnu ári og mikil og jöfn eftirspurn hefur verið eftir að komast á námskeið- in sem þar voru haldin. Þess utan hafa bæst við ný og fjölbreytileg verkefni sem falla undir starf- semi Sjúkraflutningaskólans. Á árinu 2008 fór fram töluverð vinna vegna breytinga á námi sjúkraflutningamanna. - jss Sjúkraflutningaskólinn: Fimm hundruð á 41 námskeiði SJÚKRAFLUTNINGAR Fyrirhugað er að breyta og bæta nám sjúkraflutninga- manna. „Ég skil ekki hvernig fyrirtæki geta farið í gegnum vottun án þess að vera með svona frábært kerfi eins og mannauðskerfið í Dynamics AX. Kerfið veitir okkur nauðsynlega yfirsýn yfir starfsmannahópinn og allar upplýsingar um starfsmenn eru mjög aðgengilegar. Við notum kerfið meðal annars við greiningar og til þess að halda utan um réttindi, menntun og þróunaráætlanir starfsmanna.“ Ragnhildur Vigfúsdóttir, deildarstjóri starfsþróunar hjá Landsvirkjun. Mannauðskerfi Microsoft Dynamics AX veitir þér nauðsynlega yfirsýn yfir mannauð fyrirtækisins Guðríðarstíg 2-4 / 113 Reykjavík / Sími 545 1000 / www.hugurax.is SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 6,8 millj- örðum króna í janúar 2009 sam- anborið við 4,8 milljarða í jan- úar 2008, að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. „Aflaverðmæti hefur því aukist um 1,9 milljarða eða 40,3 prósent á milli ára,“ segir þar. Munar þar að öllum líkindum mestu um áhrif af gengi krónunnar, en meðalvísi- tölugengi hennar í janúar var 214 stig á móti 124 í fyrra. Þannig kostaði ein evra 146 krónur í lok janúar síðastliðins, en 96 krónur ári fyrr. Þá getur nokkru munað á samsetningu aflans á milli ára. Fram kemur að aflaverðmæti botnfisks hafi aukist um 45 pró- sent milli ára, verðmæti þorsk- afla um 69,5 prósent og karfaafla um rúm 93 prósent. Verðmæti ufsaafla jókst hins vegar bara um 4,9 prósent og aflaverðmæti ýsu dróst saman um 6,4 prósent. Þá hefur Hagstofan einnig birt aflatölur marsmánaðar, en þar kemur fram að heildarfiskafli íslenskra skipa hafi verið rúm- lega 108 þúsund tonn í mánuðin- um, dregist saman um rúmlega 61 þúsund tonn miðað við mars í fyrra. „Engu að síður jókst heild- araflinn um 9,8 prósent á föstu gengi en ástæðan fyrir því er breytt samsetning heildaraflans. Botnfiskaflinn, sem er verðmæt- ari afli, hefur verið að aukast á sama tíma og afli uppsjávarteg- unda hefur dregist saman. Þannig jókst botnfiskaflinn um sex þús- und tonn í mars samanborið við sama mánuð fyrra árs og nam 60 þúsund tonnum en þar munar mestu um aukningu í þorskafla og karfa,“ segir í umfjöllun Grein- ingar Glitnis. Um leið er bent á að uppsjávarafli í mars hafi hins vegar dregist saman um 68 þús- und tonn á sama tímabili. „Þenn- an mikla samdrátt má rekja til þess að engin loðna var veidd nú í mars vegna loðnuveiðibanns en í mars á síðasta ári voru veidd 96 þúsund tonn af loðnu. Á móti kemur að veidd voru fimm þús- und tonn af gulldeplu í mars í ár en engin gulldepla veiddist á síðasta ári. Þá jókst einnig kol- munnaaflinn um 39 þúsund tonn.“ olikr@frettabladid.is Verðmæti sjávarafla eykst um 40 prósent Töluverðar breytingar eru á verðmæti sjávarafla milli ára samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Veiking krónunnar hefur áhrif. Evran var í janúarlok helmingi dýrari en ári fyrr. Í mars dróst heildarafli saman en verðmæti jókst. LÖNDUN Við löndun á smáýsu á Vestfjörðum fyrir nokkru. Afli íslenskra skipa dróst saman í mars miðað við sama tíma í fyrra, þótt verðmæti aflans á föstu gengi hafi aukist um tæpa tíund. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.