Fréttablaðið - 18.04.2009, Page 17
LAUGARDAGUR 18. apríl 2009 17
Umsjón: nánar á visir.is
Bermúda hefur skrifað undir átta
nýja samninga um upplýsingagjöf í
skattamálum.
Löndin sem um ræðir eru Dan-
mörk, Svíþjóð, Finnland, Græn-
land, Ísland, Noregur og Færeyj-
ar, auk Nýja-Sjálands. Með þessum
samningum er heildarfjöldi skatta-
upplýsingasamninga Bermúda kom-
inn í ellefu.
Í tilkynningu OECD kemur fram
að Bermúda hafi verið með fyrstu
skattsvæðum til að fallast á alþjóða-
reglur um gegnsæi og upplýsinga-
gjöf í skattamálum í maí 2000 og
meðal ríkja sem komu að gerð sér-
staks samkomulags um skattaupp-
lýsingar milli ríkja árið 2002. - óká
Bermúda semur
við Norðurlönd
Gangi eftir verðbólguspá IFS greining-
ar fyrir aprílmánuð lækkar 12 mán-
aða verðbólga í 11,5 prósent og hefur þá
ekki verið lægri frá í mars í fyrra. Spáin
hljóðar upp á 0,1 prósents hækkun vísi-
tölu neysluverðs milli mánaða.
„Í mars mældist mesta verðhjöðnun í
einstökum mánuði í yfir 20 ár. Ef að spá
okkar gengur eftir er 3 mánaða verðbólga
núll prósent og hækkun vísitölu neyslu-
verðs frá áramótum aðeins 0,6 prósent,“
segir í spánni sem IFS Greining sendi frá
sér í gær. „Samkvæmt verðkönnun okkar
hækkaði verð á matvælum um eitt pró-
sent í apríl sem hefur 0,12 prósenta áhrif
á vísitölu neysluverðs til hækkunar. Aðal-
lega virðist verð á innfluttum matvælum
hafa hækkað auk þess sem að páskasteik-
in virðist hafa hækkað nokkuð.“ Fram
kemur að kjötvörur hækki oftast fyrir
stórhátíðir. Þá er eldsneytisverð sagt hafa
tekið nokkurn kipp samhliða lægra gengi
krónunnar og hækkað um fimm prósent
frá síðustu mælingu.
„Á móti hækkun á matvælum og elds-
neyti vegur lækkun á fasteignaverði,“
segir IFS greining en í síðasta mánuði
lækkaði reiknuð húsaleiga um 5,1 pró-
sent. „Við búumst ekki við jafn mikilli
lækkun nú og í síðasta mánuði og spáum
fjögurra prósenta lækkun.“ Þá kemur
fram að verð á fatnaði virðist hafa hækk-
að á milli mánaða í kjölfar útsöluloka og
er sú hækkun sögð hafa 0,15 prósenta
áhrif á vísitölu neysluverðs.
Spáð er áframhaldandi hraðri verð-
bólguhjöðnun, en hraði hennar ráðist af
gengi krónunnar. „Ef gengi krónu verð-
ur veikt áfram mun það á endanum hafa
víðtækari áhrif á verðlag en nú þegar er
orðið. Lækkun verðbólgu gæti því orðið
hægari en ef gengi krónunnar hefði hald-
ið sér á þeim slóðum sem það var í byrjun
mars.“ - óká
VIÐ ÆGISSÍÐU Í REYKJAVÍK Verði krónan viðlíka
veik áfram og síðustu daga hægir á hjöðnun verð-
bólgu að mati IFS Greiningar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þriggja mánaða verðbólga í núllið
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu
hefur ekki áður lækkað jafnmikið
milli mánaða og gerðist nú í mars
frá því byrjað var að reikna vísitölu
húsnæðisverðs árið 1994, að því er
fram kemur í umfjöllun Greiningar
Íslandsbanka.
Samkvæmt upplýsingum frá
Fasteignaskrá Íslands lækkaði
verðið um 3,8 prósent milli febrú-
ar og mars. „Húsnæðisverð hefur
nú lækkað samfellt undanfarna
átta mánuði um samtals 8,1 pró-
sent,“ segir greiningardeildin og
bendir á að frá því húsnæðisverðið
náði hámarki haustið 2007 hafi það
lækkað um 10 prósent að nafnvirði
og 28 prósent að raunvirði.
Greiningardeildin segir þróunina
ekki koma á óvart enda sé að baki
uppsveifla sem drifin var áfram að
stórum hluta af hækkun íbúðaverðs.
Þá gæti áhrifa offramboðs íbúða og
minni greiðslugetu kaupenda. - óká
Íbúðaverð lækk-
ar meira en áður
Í BORGINNI Íbúðaverð hefur ekki lækk-
að jafnmikið milli mánaða á höfuðborg-
arsvæðinu síðan 1994. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hefja á formlegt nauðasamnings-
ferli Teymis 21. þessa mánaðar og
ljúka því í júní samkvæmt áætlun
sem kynnt hefur verið kröfuhöf-
um. Afla þarf meðmæla fjórðungs
lánardrottna með því að tilraun
verði gerð til samninga. „Vonast er
til að nægjanlegur meðmælenda-
fjöldi fáist fyrir 25. apríl,“ segir í
kynningarefni félagsins.
„Nauðasamningsfrumvarpið
gerir ráð fyrir að lánardrottnar
fái kröfur sínar greiddar að fullu
með nýjum hlutum í Teymi hf.,
eftir að núverandi hlutafé félags-
ins hefur áður verið fært niður
að fullu.“ Fram kemur að frá því
í fyrrahaust hafi skuldir Teymis
tvöfaldast meðan virði félagsins
hafi lækkað um meira en helm-
ing. Skuldir og ábyrgðir félagsins
nema 42,4 milljörðum króna. - óká
Skuldbindingar
42,4 milljarðar
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 35 Velta: 144 milljónir
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
224 +0,61% 663+1,13%
MESTA HÆKKUN
MAREL +6,24%
ÖSSUR +0,98%
MESTA LÆKKUN
BAKKAVÖR -0,88%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic
Airways 173,50 +0,00% ... Atlantic Petroleum 251,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,13 -0,88% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið
1,00 +0,00% ... Føroya Banki 122,00 +0,00% ... Icelandair Group
5,00 +0,00% ... Marel Food Systems 54,50 +6,24% ... Össur 92,50
+0,98%
GÖNGUM HREINT TIL VERKS
Notum skattkerfið
til að skapa atvinnu
Atvinnuleysi má aldrei
festa sig í sessi á Íslandi
Viðreisn atvinnulífsins er nauðsynleg til þess að
heimilin komist á réttan kjöl. Við eigum að grípa
þau tækifæri sem í boði eru. Ísland er ríkt af
náttúruauðlindum og vel menntuðu fólki.
Okkar leið er að nýta skattkerfið til að hvetja
fjárfesta og einnig að veita skattaafslátt
til fyrirtækja sem ráðast í nýsköpunar-
og þróunarverkefni.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
varaformaður Sjálfstæðisflokksins