Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 18
18 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Dæmisagan um manninn með tjakkinn fjallar um bílstjóra sem verður fyrir því óláni að dekk springur á bíl hans í Hval- firði um miðja nótt. Bílstjórinn uppgötvar að enginn tjakkur er í bílnum en langt í burtu sér hann ljós á bóndabæ. Hann afræður að ganga af stað og freista þess að fá lánaðan tjakk. Á leiðinni fer hann að velta fyrir sér hvort bóndinn á bænum eigi nothæfan tjakk og, ef svo ólíklega vill til, hvort maðurinn sé þá fáanlegur til að lána hann. Það er slagviðri, bílstjórinn er illa búinn og smám saman tekst honum að sannfæra sig um að bóndinn sé bölvaður nirfill sem muni næsta örugglega taka illa á móti gestinum. Þegar hann kemur loks á bóndabæinn, blautur og kaldur, er hann orðinn svo æstur yfir eigin hugsunum að hann bankar í fússi á útidyrnar og hreytir framan í grandalausan manninn sem opnar: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Svo þrammar hann til baka niður heimreiðina án þess að frekari samskipti eigi sér stað. Biðleikurinn valinn Afstaða hluta Íslendinga til Evr- ópusambandsins er sama marki brennd og afstaða bílstjórans í þessari sögu. Af óskiljanlegum ástæðum hræðast þeir fyrir- fram samningaviðræður við sambandið. Fyrir skömmu birt- ist hér í Fréttablaðinu viðtal við Bjarna Benediktsson, verðandi formann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði þar meðal annars: „Ég hef verið þeirrar skoðunar að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB vegna þess að ég er efasemda maður um að það geti tekist ásættanlegir samningar við ESB á sviði sjávarútvegsmála.“ Með öðrum orðum: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Í umræddu viðtali viðraði Bjarni þó andstætt viðhorf þegar hann sagði: „Rætt hefur verið um einhliða upptöku annarrar myntar, en ég tel að í gjaldmiðils- málum sé enginn valkostur við krónuna jafn sterkur og evran með ESB-aðild. Ég vil að við göngum hreint til verks í þessum málum og gerum upp á milli val- kosta á næstu árum, en séum ekki að leika marga biðleiki. Ég er tals- maður þess að við tökum afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég vil að þjóðin öll komi að því að taka afstöðu til þess hvort sá efnahags- legi stöðugleiki sem fengist með evru, sé eftirsóknarverður kost- ur með tilliti til þeirra fórna sem færa þarf.“ Því miður varð þessi heilbrigða afstaða ekki grundvöllur stjórn- málaályktunar Sjálfstæðisflokks- ins á landsfundinum sem hald- inn var viku eftir að viðtalið við Bjarna birtist. Flokkurinn valdi biðleikina. Tillaga sjálfstæðis- manna um að þjóðin kjósi um það eftir ár hvort hún eigi enn síðar að fá tækifæri til að kjósa um aðild- arsamning er einungis til þess fallin að drepa málinu á dreif. Tækifæri til að taka afstöðu Nú dregur að kosningum. Óum- deilt er að ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir vandasömum og brýnum úrlausnarefnum á vett- vangi velferðarmála, efnahags- mála, peningamála og atvinnu- mála, auk þess sem nauðsynlegt er að leggja nýjar áherslur í þátt- töku þjóðarinnar í alþjóðasam- starfi. Aðild að Evrópusamband- inu og þátttaka í myntsamstarfi Evrópuríkja eru ekki fljótvirkar töfralausnir en geta, ef ásættan- leg niðurstaða fæst úr aðildarvið- ræðum, lagt grunn að nauðsyn- legum framförum á öllum þessum sviðum. Ég er í hópi þeirra sem telja afar brýnt að þjóðin fái tækifæri til að taka upplýsta afstöðu til raunverulegra valkosta í þessu máli sem varðar í senn velferð einstaklinga og heimila, rekstrar- umhverfi fyrirtækja og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Um er að ræða ákvörðun sem almenningur á lýðræðislegan rétt á að taka milliliðalaust sem allra fyrst. Ég hvet þá sem eru sam- mála að taka þátt í opinni undir- skriftasöfnun á vefslóðinni www. sammala.is. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands. Maðurinn með tjakkinn JÓN KARL HELGASON Í DAG | Evrópumál R íkisstjórnin og stjórnarandstaðan eru sammála um eitt: Þjóðin á að lifa af sjávarútvegi og landbúnaði á komandi tíð. Með því að viðhalda krónunni sem fram- tíðargjaldmiðli verður fótunum kippt undan atvinnu- starfsemi sem byggist á jafnri samkeppnisstöðu og getur staðið undir endurreisn lífskjaranna og gefið nokkra von um fjölgun starfa. Að þessu leyti bjóða ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan ekki upp á val milli ólíkra kosta í komandi kosningum. Hvorug fylk- ingin fylgir stefnu sem gengur upp, eigi þjóðin að eiga einhverja raunhæfa möguleika á að vinna sig út úr erfiðleikunum. Til viðbótar þessu hefur ríkisstjórnin lofað að afturkalla veiði- heimildir útgerðarfyrirtækja og smábátasjómanna á tilteknu ára- bili. Það lítur út fyrir að vera aðlögun að nýrri skipan, sem þó hefur ekki verið skýrð. Svo er þó ekki. Um leið og ákvörðunin er tekin fellur veðhæfi skipanna. Fyrirtækin og smábátasjómenn- irnir fara einfaldlega á hausinn. Líklegast er að bankakerfið fari einnig í þrot á ný. Vel má þó vera að með öllu sé óþarft að hafa áhyggjur af þessum áformum. Tilgátan er sú að afleiðingarnar séu forystu- mönnum ríkisstjórnarflokkanna svo ljósar að þeim komi aldrei til hugar að framkvæma loforðin. Í sjálfu sér er engin ástæða til að vefengja jákvæða hugsun í þessa veru. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að afnema svokallaðan byggða- kvóta og leyfa frjálsar handfæraveiðar í staðinn. Markmiðið er að fjölga störfum. Sannleikurinn er þó sá að aðeins ein leið er til að fjölga störfum við fiskveiðar. Hún er sú að veiða umfram vísindalega ráðgjöf. Það verður í litlum mæli í fyrstu en eykst svo hröðum skrefum með kunnum afleiðingum fyrir efnahaginn og lífríkið. Það kostar mikla staðfestu að fylgja meginreglunni um sjálf- bæra nýtingu. Nú á að gefa eftir á því sviði undir forystu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Veiðiskipulag af þessum toga kallar einnig á offjárfestingu. Hún verður óveruleg í byrjun en vex síðan hröðum skrefum. Afleiðingin er minni arðsemi og rýrari skatttekjur ríkissjóðs. Þau áform sem ríkisstjórnin hefur í fiskveiðimálum eru skað- leg hvort heldur horft er á þau frá sjónarhóli sjálfbærrar nýt- ingar eða rekstrarhagkvæmni. Það eru bara ríkar þjóðir með fiskveiðar sem aukabúgrein sem geta í félagslegum tilgangi leyft sér líffræðilegar og efnahagslegar æfingar af því tagi sem þessi stefnumörkun felur í sér. Neikvæð afstaða útvegsmanna átti verulegan þátt í því að fyrr- verandi stjórnarflokkar náðu ekki saman um aðild að Evrópska myntbandalaginu og Evrópusambandinu. Veruleikinn er þó sá að stefna núverandi ríkisstjórnar í fiskveiðimálum stefnir rekstri sjávarútvegsins í mun meira uppnám en sameiginleg fiskveiði- stefna Evrópusambandsins. Var hagsmunamat útvegsmanna rétt? Þegar öllu er á botninn hvolft er niðurstaðan þessi þverstæða: Helsta von fólksins í landinu er að ríkisstjórnin og stjórnar- andstaða Sjálfstæðisflokksins skipti um skoðun í peningamálum og Evrópusambandsmálum. Enn fremur þarf fólkið að geta treyst því að ríkisstjórnin efni ekki loforð sín í sjávarútvegsmálum. Best væri þó að setja meira vit í stefnuskrárnar fyrir kosningar. Vanefndir á stefnuskrám: Helsta vonin? ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Nýtt kortatímabil Borgarahreyfingin ósátt Borgarahreyfingin er ósátt við Ríkisútvarpið fyrir að neita henni um gjaldfrjálsar sjónvarpskynningar og telur að með því sé verið að þagga niður í nýjum framboðum. Ingólfur Bjarni Sigfússon, varafréttastjóri RÚV, svarar því til að þegar tvö framboð óskuðu eftir slíkri kynningu hafi RÚV kannað áhuga meðal allra þingfram- boða. Hann hafi reynst dræmur og því verið ákveðið að bjóða ekki upp á slíkar kynningar í sjónvarpinu. Ingólfur Bjarni segir eitt af hlutverk- um RÚV vera að tryggja jafnræði í ritstjórnarlegri umfjöllun. RÚV geti því ekki opnað dagskrá sína fyrir efni frá sumum framboðum en öðrum ekki. Jafnræðisrökin Ríkisútvarpið getur fært margar málefnalegar ástæður fyrir að bjóða ekki upp á ókeypis sjónvarpskynn- ingar þingframboða en jafnræðisrök Ingólfs Bjarna halda ekki vatni. RÚV myndi líka gæta fulls jafnræðis ef það byði öllum þingframboðum upp á gjaldfrjálsar sjónvarpskynn- ingar, burtséð frá því hversu mörg myndu nýta sér það. Sú ákvörðun lægi hjá framboðunum sjálfum. Öfug áhrif Nú bendir kannski einhver á að RÚV gæti vissulega jafnræðis með því að neita öllum um ókeypis kynningar- tíma. Það mætti hugsanlega til sanns vegar færa. En eins og varafrétta- stjóri RÚV bendir sjálfur á helgast sú ákvörðun fyrst og fremst af dræmum áhuga stærri framboðanna. Og það má færa gild rök fyrir því að með því að láta áhugaleysi stærri fram- boðanna ráða því hvort boðið sé upp á gjaldfrjálsar sjónvarpskynn- ingar eða ekki, sé alls ekki verið að gæta jafnræðissjónarmiða – heldur þvert á móti grafið undan þeim. bergsteinn@frettabladid.is UMRÆÐAN Gunnar Tómasson skrifar um verð- tryggingu Í grein minni um verðtryggingu í Frétta-blaðinu 15. apríl (Hagfræði andskotans) voru sett fram rök fyrir óhjákvæmilegum áhrifum verðtryggingar á hag skuldsettra launþega á tímum verðbólgu. Í svargrein sinni 17. apríl (Andskotinn og hagfræðin) tiltekur Guðmundur Ólafsson hagfræðingur tölfræðileg gögn og útreikninga sem eru fræðileg- um forsendum umræddra áhrifa óviðkomandi. Slíkt vinnulag er ein ástæða þess að ég tel nútíma hag- fræði vera rugl eins og Guðmundur nefnir. Eitt sinn undirstrikaði Paul Samuelson, faðir nútíma hagfræði, mikilvægi vandaðs vinnulags með þessum orðum: „Fræðimaður á sviði hagfræði sem er ruglukollur í aðferðafræði getur eytt ævinni í baráttu við vindmyllur.“ [„A scholar in econom- ics who is fundamentally confused concerning [methodology] may spend a life-time shadow-box- ing with reality.“] Þar kemur vel á vondan því sú ríkjandi hagfræði [e. mainstream economics] sem Samuelson ruddi braut fyrir liðlega sextíu árum lagði grunninn að þeirri rjúkandi rúst sem er hag- kerfi Íslands og heimsins alls í dag. Í minningargrein um John Maynard Keynes (Econometrica, júlí 1946) lét Samuelson að því liggja að farið hefði fé betra m.a. á þeim forsend- um (a) að Keynes hefði ekki skilið eigin kenning- ar, (b) að hann hefði í öllu falli aldrei haft áhuga á fræðilegri hagfræði, og (c) að Keynes hefði gagnrýnt hagmælingar (e. econo- metrics) án þess að bera skyn á viðfangs- efnið. Hér er tekið djúpt í árinni vegna ágreinings um aðferðafræði. Keynes taldi kjarna „hagfræðinnar varða aðferðafræði en ekki kennisetningar, hún væri tæki hugans, hugsanatækni, sem auðveldar þeim sem hafa hana á valdi sínu að draga réttar ályktanir.“ [„It is a method rather than a doctrine, an apparatus of the mind, a technique of thinking, which helps its possessor to draw correct conclusions.“] Orð Keynes endurspegla skilgreiningu á hagfræði sem John Stuart Mill taldi „vera ótvírætt eðli henn- ar að skilningi allra virtustu kennara hagfræði“. [„Such is undoubtely its character as it has been understood and taught by all its most distinguished teachers.“] Skilningur Samuelsons og Miltons Friedman er allt annar og endurspeglast m.a. í mót- leik Guðmundar Ólafssonar gegn þeim fræðilegu rökum sem liggja að baki umsögn minni um verð- tryggingu sem Hagfræði andskotans. Friedman talaði fyrir munn þeirra beggja þegar hann sagði rökfastan málflutning vera aukaatriði í umræðu um álitamál á vettvangi hagfræði. [„Log- ical completeness and consistency are relevant but play a subsidiary role.“] Rugl trompar því rök ef svo ber undir. Dómur reynslunnar verður þó ekki umflúinn, sbr. hið fornkveðna: Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Höfundur er hagfræðingur. Hagfræði andskotans II GUNNAR TÓMASSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.