Fréttablaðið - 18.04.2009, Síða 20
Kl.08:00-18:00
World Class
býður frían aðgang í heilsurækt og sund í 7 heilsuræktarstöðvum.
World Class.
Kl.08:30-23:00
Humarskipið
Humarskipið býður 50% afslátt af sinni girnilegu og fersku
fi skisúpu. Útsýnið yfi r höfnina og stemmingin er engu lík.
Humarskipið, Suðurbugt, Reykjavíkurhöfn.
Kl.09:00-16:00
Hvalalíf
Hressandi sjóstangveiðitúr þar sem jafnframt verður siglt um
sundin. Ferðin tekur 1,5 klst. Brottför kl 09:00,10:30 og 16:30.
Fullorðnir 1.500 kr, 7-15 ára 990 kr, 0-6 ára frítt
Kl 12:55-16:00 verður hefðbundin hvalaskoðun á sérstöku tilboðs-
verði. Pantanir í síma 897-8433 eða á hvalalif@hvalalif.is
Hvalalíf, Suðurbugt, Reykjavíkurhöfn.
Kl.09.00-17:00
Hvalasetrið við Ægisgarð
Fróðleikur um lífríki hafsins.
Hvalaskoðun Reykjavík / Elding.
Kl.09:00-18:00
Hellisheiðarvirkjun
Glæsileg sýning um jarðfræði Íslands, uppruna jarðhitans og
orkuvinnslu í jarðvarmavirkjunum.
Orkuveita Reykjavíkur, Hellisheiðarvirkjun.
Kl.09:30
Gengið á Esjuna
Látum drauminn rætast. Mountain Climbing - the nice and easy way
í samstarfi við Allrahanda rútuferðir býður upp á göngu á Esjuna
undir leiðsögn Guðrúnar Helgu Sigurðardóttur. Róleg ganga.
Áætlað er að gangan taki fjóra til sex tíma.
Brottför frá malarplaninu við Háskóla Íslands kl.09:30.
Kl.10:30
Gönguferð á Helgafell með Ferðafélagi Íslands
Skemmtileg fjölskylduganga með fróðleik um jarðfræði og sögu.
Brottför frá Mörkinni 6 Kl. 10:00. Einkabílar. Lagt af stað frá
Kaldárseli kl 10:30.
Ferðafélag Íslands, mæting er við Helgafell.
Kl.10:00
Heiðmörk, fræðsluganga með leiðsögn
Kristján Bjarnason, starfsmaður Skógræktarfélags Reykjavíkur
gengur Fræðslustíginn. Gangan tekur um 2,5 til 3 klst.
Trex - Hópferðamiðstöðin býður upp á rútuferð kl.10:00 frá stóra
bílaplaninu framan við aðalbyggingu Háskóla Íslands og kl.10:10
frá Mjóddinni.
Mæting er við Elliðavatnsbæinn kl.10:30.
Kl. 10:00-17:00
Landnámssýningin Reykjavík 871±2
Margmiðlunartækni er notuð til að útskýra byggingarlag húsa
á víkíngaöld. Með hjálp tölvutækni má ímynda sér hvernig lífi
heimilisfólksins var háttað.
Landnámssýning - Minjasafn Reykjavíkur, Aðalstræti 16.
KL.10:00-17:00
Gljúfrasteinn - hús skáldsins
Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og
fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið en er nú safn þar sem öllu er
haldið óbreyttu.
Gljúfrasteinn – hús skáldsins, Mosfellsbæ.
Kl.10:00-17:00
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús
Fjölskylduleiðangur sem heitir Hvað er svona merkilegt við safn?
Fræðsluáttavitinn er skissu- og verkefnabók um byggingarlist sem
börn og fullorðnir geta leyst í sameiningu.
Sýningar:
Skuggadrengur – heimur Alfreðs Flóka, fyrsta yfi rlitssýning á
teikningum Flóka um langt skeið.
Elín Hansdóttir – Parallax, innsetning Elínar Hansdóttur.
Erró – Myndaspil, fjölskylduvæn sýning sem Ilmur Stefánsdóttir á
veg og vanda að.
D12 – Jeanette Castioni, sýningaröð þar sem vakin er athygli á
efnilegum myndlistamönnum.
Erró – Bentu í austur, bentu í vestur, sýning úr Erró-safneign
Listasafns Reykjavíkur
Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús, Tryggvagötu 17.
Kl.10:00-18:00
Sögusafnið Perlunni
Sögusafnið færir þig nær andartaki sögulegra atburða. 20% afsláttur
af miðaverði.
Sögusafnið Perlunni.
Kl.10:00-20:00
Straumur
Í Goðafræðamiðstöð Víkingahringsins í Straumi er Haukur Halldórs-
son myndlistamaður að vinna risastórar veggmyndir úr Goðafræðinni.
Umhverfi Straums er fagurt og eru gestir hvattir til að fara í gönguferð
um nágrennið, fjöruna og hraunið og endilega að taka með sér nesti
og njóta þess í salarkynnum Straums.
Straumur við Straumsvík.
Kl.10:00-20:00
Bláa lónið
Í tilefni Ferðafagnaðar býður Bláa Lónið gestum sínum upp á 2 fyrir 1 af
aðgang í lónið. Börn 13 ára og yngri frá frítt í fylgd með forráðamönnum.
Bláa lónið.
Kl.11:00
Eldfjöllin við Reykjavík - Mótun þeirra og nýting.
Go Travel Iceland býður uppá ævintýraferð á jeppaslóðum í nágrenni
borgarinnar. Í lok ferðar verður tekið á móti okkur í Hellisheiðar-
virkjun. 4x4 ferð, takmarkað sætaframboð. 1.500 kr. á mann.
Ferðin hentar ekki ungum börnum eða fólki sem á erfi tt um gang.
Áætluð ferðalok um kl. 15:00
Lagt verður af stað frá malarplaninu við Háskóla Ísland kl. 11:00
og frá Mjódd ca. 11:15.
Kl.11:00 og 13:00
Ferðamennska á fjöllum
Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á erindi um ferðamennsku á
fjöllum. Fyrirlesturinn tekur um 30 minútur.
Kornhlöðuloftið, Bankastræti 2.
Kl.11:00-15:00
Fjallastemming
Hægt verður að kynnast alvöru fjallastemningu í miðbæ Reykjavíkur
í boði Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Þar verður eldhústjald og
fjallamatur í boði.
Í brekkunni neðan við Humarhúsið.
Kl.11:00-17:00
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Opið í fi mm húsum safnsins. Pakkhúsið, Sívertsens-húsið, Beggu-
búð, Siggubær og Bungalóið. Leiðsögn um sýningar í eftirtöldum
húsum. Pakkhús og Beggubúð kl 14:30, í Sívertsens-húsinu
kl.15:30 og í Bungalóinu kl 16:00.
Byggðasafn Hafnarfjarðar, Vesturgata 8.
Kl.11:00-17:00
Hafnarborg
Guðrún Kristjánsdóttir sýnir málverk, ljósmyndir, og myndbandsverk
auk þess sem umfangsmikil innsetning verður til sýnis.
Hafnarborg - Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, Strandgata 34.
Kl.11:00-17:00
Listasafn Íslands
Nokkrir vinir - afrakstur þeirrar gerjunar er varð meðal nokkurra
ungra listamanna um sama leyti og Dieter Roth kom til landsins.
Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7.
Kl.11:00-17:00
Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn
Ljósmyndasýningin Jim Smart í 30 ár og hin árlega sýning
Blaðaljósmyndarafélags Íslands Myndir ársins 2008.
Listasafn Kópavogs-Gerðarsafn, Hamraborg 4.
Kl.11:00-17:00
Þjóðmenningarhúsið
Ísland::Kvikmyndir - þróun kvikmyndagerðar á Íslandi á árabilinu
1904 til 2008.
Að spyrja Náttúruna – saga Náttúrugripasafnsins.
Saga Náttúrugripasafns Íslands frá stofnun 1889.
Á sýningu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Handritin getur að líta nokkrar þjóðargersemar.
Helmingsafsláttur á aðgöngumiðaverði.
Þjóðmenningarhúsið, Hverfi sgötu 15.
Kl.11:00-22:00
Sjávarbarinn
Sjávarréttir í öndvegi: Ferskt sjávarréttahlaðborð á 20% afslætti
Sjávarbarinn, Grandagarði 9.
Kl. 11:30 og 13:30
Sundasigling frá Ægisgarði
30-40 mín sigling um sundin blá frá Gömlu höfninni í Reykjavík.
Fullorðnir 1.000 kr., 7-15 ára 500 kr., 0-6 ára frítt
Elding, Ægisgarður.
Kl.11:30-19:00
Sushismiðjan
Alltaf ferskt: Fimm bita bakki og gos á 750 kr.
Geirsgata 3 (verbúð 9).
Kl.11:30-21:00
Hamborgarabúlla Tómasar
Alvöru búlla. Búlluteymið grillar hamborgara á dúndur búllutilboði.
Hamborgarabúlla Tómasar, Geirsgata 1.
Kl.12:00
Litbolti
Skemmtigarðurinn í Grafarvogi býður upp á litbolta fyrir 15 ára og
eldri á nýjum æsispennandi þemavöllum. Verð 1.900 kr.
Skemmtigarðurinn í Grafarvogi.
Kl.12:00-15:00
Ylströndin
Ylströndin opin. Afnot af gasgrilli án endurgjalds.
Ylströndin Nauthólsvík.
Kl.12:00-21:00
Fish & Chips
Heilsa og fróðleikur: Hollur skyndibiti á sérstöku tilboði.
Fish & Chips, Tryggvagata 8.
Kl.12:00-22:00
Hótel Reykjavík Centrum
Allir krakkar sem heimsækja okkur fá frían íspinna.
Tilboð 1 Vaffl a með rjóma og heitt súkkulaði kr. 490
Tilboð 2 Steikarsamloka með frönskum kr. 990
Hótel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16.
Kl.13:00
Leiðsögn um Skólavörðuholt og Kvosina
Gengið verður niður Skólavörðustíg og um Kvosina.
Saga og þróun miðbæjarins, mannlífslýsingar og skemmtilegheit.
Guðrún Þorkelsdóttir sér um leiðsögn.
Gangan hefst fyrir framan Hallgrímskirkju.
Kl.13:00
Undirheimar Laugardalsins
Söguganga um Laugardalssvæðið, þar sem áhersla verður lögð
á tæknisögu svæðisins. Leiðsögumaður er Stefán Pálsson
sagnfræðingur og safnstjóri Minjasafns OR
Lagt af stað frá listaverkinu Fyssu í Grasagarðinum kl. 13:00.
13:00, 14:00 & 15:15
Útsýnisfl ug yfi r sundin blá
Verð 2.000 kr. fyrir fullorðna og 1.000 kr. fyrir börn að 16 ára aldri,
eldri borgara og öryrkja. Útsýnisfl ugið tekur 20 mín.
Skilmálar: Einungis bókanlegt í síma 570 3030, má ekki breyta,
ekki endurgreitt nema veður hamli fl ug, veitir ekki vildarpunkta.
Hver fullorðinn má taka með sér tvö börn og börn verða að ferðast
með fullorðnum
Flugfélag Íslands - Reykjavíkurfl ugvelli.
Kl.13:00 og 14:00
Álfagönguferðir
Sigurbjörg Karlsdóttir leiðir. Farið verður frá Byggðasafninu í
Hafnarfi rði kl. 13 og kl. 14. Hvor ferð tekur um 45 mínútur. Verð 500
kr. fyrir fullorðna en ókeypis fyrir börn í fylgd með fullorðnum.
Byggðasafn Hafnarfjarðar, Vesturgata 8.
Kl.13:00-16:00
Menningarmiðstöðin Gerðuberg
Cinzia D’Ambrosi, ljósmyndari, verður með leiðsögn á ensku um
sýningu sína Myrkur sannleikur - Kolanámumenn í Kína. kl.14:00
Menningarmiðstöðin Gerðuberg, Gerðubergi 3-5.
13:00 - 16:00
Í fortíð og framtíð - leiðsögn um Nesstofu í Nesi við
Seltjörn
Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir safnstjóri Lækningaminjasafns leiðir
gesti um húsakynni Nesstofu kl.14:00 og 15:00 og taka þær u.þ.b.
30 mínútur. Að leiðsögn lokinni býður Seltjarnarnes gestum upp á
kaffi og með því.
Nesstofa, Nesi við Seltjörn.
13:00 - 16:00
Lyfjafræðisafnið
Lyfjafræðisafnið verður opið á sama tíma og Nesstofa.
Lyfjafræðingar verða á staðnum og svara fyrirspurnum.
Lyfjafræðisafnið, Neströð, Seltjarnarnesi.
Kl.13:00-16:00
Ásmundarsafn
Fjölskylduleiðangurinn Hvað er svona merkilegt við safn?
Lögun línunnar - Sýning á verkum Ásmundar Sveinssonar.
Listasafn Reykjavíkur Ásmundarsafn, v/Sigtún.
Kl.13:15, 14:15 og 15:15
Viðey – Skarfabakki (Sundahöfn)
Siglingar frá Skarfabakka kl 13:15, 14:15 og 15:15
Siglingar frá Viðey kl 13:30, 14:30, 15:30, 16:30 og 17:30
2 fyrir 1 í ferjuna (greitt er fyrir dýrari miðann)
Ljúffengar veitingar í Viðeyjarstofu. Opið frá 13:30 til 17:00
Hvalaskoðun Reykjavík / Elding, Sundahöfn.
Kl.13:00-17:00
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Tíra: Horfðu í ljósið heillin mín en ekki í skuggann þarna
- Bjargey Ólafsdóttir
Keiko Kurita - kyrrt vatn / innocent water
Töfrasjá sem fræðir börn og fullorðna um ljósmyndasöguna.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi.
Kl.13:00-17:00
Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík
Sjóminjasafnið er í fyrrum frystihúsi Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
Við sérstaka safnbryggju liggur fyrrum varðskipið Óðinn.
Leiðsögn um safnið kl.13.30, 14.00 og kl.15.00
Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík, Grandagarð 8.
Kl.13:15
Leiðsögn í Viðey
Það er Viðeyingurinn Örlygur Hálfdanarson sem leiðir gönguna af
sinni rómuðu snilld og tekur hún um eina og hálfa klukkustund.
Leiðsögnin hefst kl:13:15 þegar fyrsta ferð fer frá Skarfabakka.
kl. 14:00
Aðalstræti gegnum aldirnar – Kvosarganga
Gengið er eftir Aðalstræti og nýjustu fornleifafundir á svæðinu
skoðaðir. Þeir bæta enn við þá margvíslegu þekkingu um lífi ð á
landnámsöld. Sigurborg Hilmarsdóttir frá Minjasafni Reykjavíkur
leiðir gönguna.
Lagt verður af stað frá Grófarhúsinu kl. 14:00
Kl.14:00-16:00
Kayakklúbburinn og ScubaIceland
Gestum boðið upp á að prófa að kafa og sigla kayak í barnalaug
Laugardalslaugar
Laugardalslaug v/ Sundlaugarveg.
Kl.14:00-17:00
Hótel Hafnarfjörður
Opið hús frá 14 -17. Kíktu við og líttu á þetta glæsilega hótel á
besta stað.
Hótel Hafnarfjörður, Reykjavíkurvegi 72.
14:00- 16:00
Ganga um Goðahverfi ð
Göturnar í Goðahverfi nu bera nöfn úr norrænu goðafræðinni.
Norræna félagið býður upp á gönguferð um Goðahverfi ð sem er
leidd af Þorleifi Friðrikssyni. Gangan tekur um tvær klukkustundir.
Goðagangan hefst á skrifstofu Norræna félagsins við Óðinstorg.
Kl.14:00-17:00
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Býður upp á leiðsögn kl.15:00 á sýninguna Stund hjá Sigurjóni.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70.
Kl. 14:00 – 16:30
Viltu smíða bústað í Viðey?
Byggðu bústað á smíðavelli á leikvellinum fyrir aftan Viðeyjarstofu.
Leiðbeinandi verður með börnunum á smíðavellinum og nóg af
hömrum og nöglum.
Viðey.
Kl.15:00
Lasertag
Í Skemmtigarðurinn í Grafarvogi verður boðið upp á fullkomnustu
lasertaggræjur á ævintýravöllum undir berum himni.
10 ára aldurstakmark. Verð 1.900kr.
Skemmtigarðurinn í Grafarvogi.
Kl. 15:00-18:00
Fjörukráin og Hótel Víking
Hægt verður að kynna sér þetta skemmtilega þemaveitingahús
og hótel þar sem víkingar ráða ríkjum.
Fjörukráin og Hótel Víking, Strandgötu 55.
Kl.16:00
Gönguferð út í Gróttu
Gengið verður á fjöru út í Gróttu í fylgd leiðsögunema í
Svæðisleiðsögunámi við Leiðsöguskóla Íslands. Þetta er kjörin ferð
fyrir fjölskyldur sem og alla þá sem gaman hafa af lifandi leiðsögn.
Brottför frá Nesstofu kl. 16:00.
Kl.16:00
Hvernig ferðuðust Íslendingar fyrir tíma bílsins?
Kynnist þarfasta þjóninum hjá Íshestum, komið með í klukkutíma
hestaferð. Verð 2.000 kr. á mann.
Íshestar, Sörlaskeiði 26 Hafnarfjörður.
Kl.18:00-00:00
Orange
Fun & Fine dining: Láttu koma þér á óvart! Matreiðslumenn Orange
Lab. galdra fram skemmtilega rétti á fl ottu verði.
Orange, Geirsgata 9.
Kl.20:00
Draugaganga Jónasar Fr. Thorsteinsson
Lagt er af stað frá Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur og er sjálf gangan
um 90 mínútna löng, hópnum skilað aftur á sama stað. Verð 1.000
kr. á mann, æskilegt að bóka, s. 6967474.
Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur.
Dagskrá laugardaginn 18. apríl 2009
Höfuðborgarsvæðið