Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 18. apríl 2009 21 UMRÆÐAN Davíð Stefánsson skrifar um atvinnu- uppbyggingu Nú sveifla karlar og konur töfrasprotum til að leysa vanda þjóð- arinnar. Líklega er vin- sælasti sprotinn nefndur Helguvík, sá næstvin- sælasti Bakki á Húsavík. Báðir eru þeir rándýrir kostir – áætlað er að kostnaður ríkisins við hvert starf í álverinu á Reyðarfirði hafi hljóðað upp á 150 milljónir króna. Það er því ekki aðeins af umhverfisástæðum sem VG vill ekki fara álveraleið- ina. Eins og kom fram í heimildarmyndinni Draumalandinu olli Kárahnjúkavirkjun svo miklum hita í hagkerf- inu að hækka þurfti vexti upp úr öllu valdi til að kæla aðra hluta kerf- isins. Ef fjölbreytni á að stýra endurmótun hins Nýja Íslands gerist það ekki með þessum hætti – stórar töfralausnir beinlínis hamla fjölbreytninni. Nú þegar íslenskt efnahagslíf riðar og hristist er glapræði að setja af stað risastórar framkvæmdir á borð við byggingu álvers. Það liggur ekki einu sinni fyrir hvaðan orkan fyrir Helguvík á að koma, en það er sjálfsagt smámál sem flutn- ingsmenn ætla að leysa eftir á, þegar of seint verður að bakka út. Stærsta óréttlætið í þessu samhengi er að samningarnir fyrir Helguvík byggja á tengingu raforkuverðs við heimsmarkaðsverð á áli. Það fer nærri að við seljum orkuna okkar undir kostnaðarverði, helmingi lægra verði en í Brasilíu. Teljast það góðir viðskiptahættir? Spyr sá sem ekki veit. Ég er ekki orkusérfræðingur eða viðskipta- fræðingur. Ég er bókmenntafræð- ingur. Því lít ég á menningu sem verðmæti, bæði huglæg og efnis- leg. Ég veit að góð skáldsaga skap- ar afleidd störf hjá bókaforlagi, rit- stjóra, prófarkalesara, grafískum hönnuði, umbrotsmanni, pappírs- framleiðanda, blekframleiðanda, prentara, plastara, dreifingaraðila, bókabúðum, bókagagnrýnanda og bókasöfnum. Þetta er aldrei talað um, því að í umræðunni virðast afleidd störf aðeins stafa af stór- framkvæmdum. Á sama tíma veit ég að góð skáldsaga örvar hugar- flugið, veitir lesandanum frí frá amstri dagsins og víkkar út sjón- deildarhring hans – almenn vellíðan hans eykst og að sama skapi eykst virði hans inn í samfélagið og hag- kerfið. Á sjónvarpsfundi RÚV á NASA náði Anna Hildur Hildibrands- dóttir, framkvæmdastjóri ÚTÓN, að kynna stuttlega hugmyndir um tónlistarhátíðir út um allt land. Hún óskaði eftir 30 milljónum, smáaur- um sem sagt. Hún er líklega undir áhrifum frá Finnlandi, en þar not- uðu Finnar menninguna markvisst til að byggja upp eftir kreppuna. Við þurfum fleiri slíkar hugmynd- ir sem eru umhverfisvænar, menn- ingarlegar og sjálfbærar. Við þurfum nauðsynlega þá fjöl- mörgu sprota sem liggja í eigin skapandi hugsun. En við þurfum ekki fleiri töfrasprota á borð við Kárahnjúka, Fjarðaál, Helguvík og Bakka. Íslensk hugsun er einfald- lega miklu stærri en stærstu fram- kvæmdir Íslandssögunnar. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður. Sprotar eða töfrasprotar DAVÍÐ STEFÁNSSON UMRÆÐAN Karl V. Matthíasson skrifar um kvótakerfið Frjálslyndi flokkur-inn býður nú þjóð- inni enn á ný ferska stefnu og markmið til að hrista upp í því fjór- flokkakerfi sem því miður hefur setið allt of lengi með öll völd í landinu með afleiðingum sem þjóðin fær nú öll að súpa seiðið af. Frjálslyndi flokkurinn hefur hvatt þjóðina til þess að beina sjónum sínum að sameiginlegum auðæfum sínum í sjónum. Auðlindum hafsins og mikilvægi þeirra í tekju öflun og atvinnulífi landsmanna. Varnaðarorð Allt frá setningu gildandi laga og reglna um stjórn fiskveiða hefur Frjálslyndi flokkurinn lýst and- stöðu við framkvæmd þeirra vegna þeirrar mismununar sem felst í henni. Og varnaðarorð frjálslyndra hafa reynst orð að sönnu. Ekki aðeins ábendingarn- ar um ranglætið við kvótakerf- ið heldur líka um þær alvarlegu afleiðingar sem kvótakerfið hefur haft fyrir fjármál þjóðarinnar. Og nú eftir hrunið hefur þeim fjölgað sem sjá að hlutur kvótakerfisins í því öllu er stór. Frjálslyndi flokk- urinn hefur og mun áfram berj- ast af krafti með það að mark- miði að breyta þessu kerfi. Því þarf að tryggja honum nægjan- legan þingstyrk svo hann komist til almennilegra áhrifa eftir næstu kosningar. Frjálslyndir óttast ekki Núverandi stjórnarflokkar hafa í stefnuskrám sínum fyrirheit um að breyta fiskveiðistjórnarkerf- inu en því miður er þar meira um orð en efndir. Ekki einu sinni núna þegar þúsundir manna eru atvinnulausar hafa þeir þor og þrek til að hleypa trillum á sjóinn, þó ekki væri nema yfri blásumarið til frjálsra handfæraveiða. Hvað stoppar þá einföldu og sjálfsögðu réttlætisað- gerð? Af hverju vilja þeir koma í veg fyrir að fjöldinn allur af fólki geti róið til fiskjar til að brauðfæða fjölskyldur sínar. Það er með öllu óskiljanlegt, en Frjáls- lyndi flokkurinn er fús til þess að koma þeim til hjálpar í þessu efni og hefur þor og áræði til þess. Lokaorð Umræðan um sjávarútvegsmálin hefur ekki hlotið þann sess sem hefði átt að vera en segja má að þöggun hafi verið beitt með sama hætti og þegar ýmsar ábending- ar komu fram um veikleika og blekkingar í útrásarævintýrinu. Þekktir fjölmiðlamenn vildu lítið sem ekkert fjalla um sjávarútvegs- ranglætið, sögðu að kvótakerfinu yrði ekki breytt, það væri komið til að vera. En nú er hulunni svipt af ævin- týrinu og krafa þjóðarinnar um „opnun“ kerfisins svo hún fái að njóta auðlindar sinnar verður sífellt háværari. Undir þær kröf- ur tekur Frjálslyndi flokkurinn. Höfundur skipar 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík norður. Frjálslyndir gegn spillingu og braski KARL V MATTHÍASSON Allt frá setningu gildandi laga og reglna um stjórn fiskveiða hefur Frjálslyndi flokkurinn lýst andstöðu við framkvæmd þeirra vegna þeirrar mismun- unar sem felst í henni. 4 10 4 0 0 0 | l an ds ba nk in n. is 114 / GRAFARHOLTSÚTIBÚ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.