Fréttablaðið - 18.04.2009, Page 30

Fréttablaðið - 18.04.2009, Page 30
30 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR V ið erum kannski að fást við sautjándu aldar glæp, en við þurfum að beita lausn- um 21. aldarinnar,“ sagði Hillary Clin- ton, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, nú í vikunni þegar hún kynnti nýjar aðgerðir Bandaríkjanna gegn sjóræningjum í Sómalíu. Aðgerðir Bandaríkjanna virð- ast þó vera hógværar. Samhæfa á aðgerðir þeirra ríkja sem sjá um eftirlit á hafsvæðinu út af strönd- um Sómalíu, fá skipaútgerðir og tryggingafélög til að treysta varnir skipa sem sigla um hinar hættulegu slóðir, beita hina valdalitlu stjórn Sómalíu þrýstingi og ræða við frið- argæsluliða sem eru að störfum í Sómalíu. Clinton boðaði engar beinar hern- aðaraðgerðir, þrátt fyrir að Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna hafi í desember heimilað ríkisstjórnum að senda herlið á land í Sómalíu til að elta þar uppi sjóræningja. Borgar sig ekki að skjóta „Það borgar sig ekki að skjóta á þá,“ segir Patrick Marchesseau, fransk- ur skipstjóri sem fyrir rúmu ári var ásamt 30 manna áhöfn eina viku í gíslingu sómalskra sjóræningja. Bandaríska fréttastofan AP ræddi við hann nú í vikunni. Marchesseau er skipstjóri á lúxus- snekkjunni Le Ponant sem tekur rúmlega 60 farþega og siglir víða um heimsins höf. Áhöfnin var ein um borð þegar átta menn á tveimur litlum bátum með utanborðs mótor réðust um borð síðastliðið vor, þegar leiðin lá um Adenflóa. Menn- irnir voru berfættir, illa klæddir og vopnaðir rifflum með gamalt GPS- tæki sér til halds og trausts. Mikilvægast er að halda ró sinni og missa ekki stjórn á sér, segir Marchesseau, sem slapp heill á húfi ásamt áhöfn sinni viku síðar þegar útgerðin hafði greitt umsamið lausnargjald, rúmlega tvær millj- ónir Bandaríkjadala. Á höttunum eftir peningum Peningar virðast vera það eina sem þessir menn eru á höttunum eftir. Þeir virðast engin tengsl hafa við hryðjuverkasamtök, þeir virðast ekki vera með nein pólitísk mark- mið í huga, það eina sem þeir vilja er skjótfenginn gróði. Sómalía er eitt af fátækustu ríkj- um jarðar. Ríkisvaldið er veikburða og ræður engan veginn við að halda uppi lögum og reglu. Fólk þarf að bjarga sér sjálft, og sjóræningjarn- ir virðast hafa dottið niður á ábata- sama leið til þess. Þeir sigla út á litlum bátum, ráð- ast á skip og reyna að ryðjast um borð og ná áhöfninni á sitt vald. Stundum tekst það, stundum ekki og þá sigla þeir bara burt og bíða eftir næstu bráð. Því stærri sem skipin eru, því fleiri sem gíslarnir verða, því dýrmætari sem farmurinn er, því hærra lausnargjalds krefjast þeir af útgerðinni. Sjálfskipaðir landhelgisverðir Enginn veit hve margir sjóræn- ingjarnir í Sómalíu eru, en þeir virðast þó skipta þúsundum og skiptast í nokkra hópa sem eru misjafnlega vel skipulagðir og mis- jafnlega vel búnir. Flestir hafa þeir aðsetur í Puntlandi, sem er hérað á norðvesturodda Sómalíu sem neitar að lúta hinni veikburða ríkisstjórn landsins. Einhverjir sjóræningjanna virð- ast hafa réttlætt gjörðir sínar með því að segjast vera eins konar land- helgisgæsla fyrir Sómalíu. Þeir segjast vilja stöðva ofveiði vest- rænna fiskiskipa og hafa einnig sakað evrópsk ríki um að hafa losað sig við eiturefnaúrgang og jafn- vel kjarnorkuúrgang í hafið úti af ströndum Sómalíu. Kröfur um lausnargjald séu ekki annað en „viðbrögð við þeim eitur- efnaúrgangi sem stanslaust hefur verið losaður á strendur okkar í nærri tuttugu ár,“ hafði arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera í vetur eftir Januna Ali Jama, sem sagður var talsmaður sjóræningjanna. Síðbúin viðbrögð Siglingaleiðin um Adenflóa er ein sú fjölfarnasta í heimi, enda þarf að fara þar um ef siglt er frá Mið- jarðarhafi um Súesskurðinn til Ind- landshafs. Önnur leið er ekki fyrir hendi, nema að leggja á sig ógnar- langan krók fyrir Góðrarvonar- höfða, syðsta odda Afríku. Um tuttugu þúsund skip fara því þarna um á ári hverju. Allt fram á síðustu mánuði hafa þó aðgerðir ríkja heims gegn sjó ránum verið lítt samhæfð- ar og skilað litlum árangri. Skipa- útgerðir hafa sjálfar þurft að sjá um öryggi skipa sinna, en lagt mis- mikla áherslu á það. Sumar útgerð- ir hafa fengið sér öryggisverði frá einkafyrirtækjum, og meðal ann- ars hefur einn Íslendingur starfað þar suðurfrá undanfarið á vegum bresks öryggisgæslufyrirtækis. Síðastliðið haust virðist þó sem framferði sjóræningjanna hafi loks orðið til þess að ýta við leiðtogum Vesturlanda, eftir að þeir höfðu rænt risastóru olíuflutningaskipi og gerðust æ bíræfnari. Í október sendi NATO sjö skip á vettvang og Evrópusambandið hefur einnig haldið úti herskipa- flota síðustu mánuðina til að gæta öryggis á þessari mikilvægu sigl- ingaleið. Aukin harka Um páskana lögðu þó bæði franskir og bandarískir hermenn til atlögu við sjóræningjana. Bandarísku her- mennirnir náðu að bjarga skipstjóra bandarísks flutningaskips úr klóm þriggja ræningja, sem héldu honum í gíslingu á litlum yfirbyggðum björgunarbát. Ræningjarnir þrír voru skotnir úr launsátri, en skip- stjórinn slapp ómeiddur. Fjórði ræn- inginn hafði áður gefið sig fram og verður fluttur til New York og dreg- inn þar fyrir rétt. Leiðangur franskra hermanna, sem réðst um borð í franska skútu 10. apríl síðastliðinn til að bjarga fólki þaðan úr klóm sjóræningja, kostaði einn gíslanna og tvo af ræn- ingjunum lífið, en fjórir gíslanna björguðust og þrír ræningjar voru handteknir. Sómalskir sjóræningjar brugð- ust ókvæða við þessum hernaðar- aðgerðum og hótuðu strax hefnd- um, sem ekkert hefur þó orðið úr enn. Það sem af er þessu ári hafa þeir ráðist á um áttatíu skip, og eru nú með um fimm tán skip og nærri 300 manns í gíslingu. Ættingjar gíslanna óttast sem von er um líf þeirra, ekki síst ef stefnan verður sú að sýna hörku og hernaðarmátt í viðskiptum við ræn- ingjana, frekar en að halda ró sinni eins og franski skipstjórinn Mar- chesseau ráðleggur. Clinton segir að ekki komi til greina að Bandaríkjamenn semji við glæpamenn um lausnarfé né neitt annað. BANDARÍSKI SKIPSTJÓRINN Richard Williams, hægra megin á myndinni, ásamt Frank Castellano, sjóliðsforingja á bandaríska herskipinu Bainbridge. Bandarískir hermenn höfðu bjargað Williams úr klóm sjóræningja um páskana. NORDICPHOTOS/AFP Sjóræningjar láta fátt stöðva sig Ein fjölfarnasta siglingaleið heims er í uppnámi vegna sjóræningja frá Sómalíu. Ríki heims hafa staðið ráðþrota gagnvart at- hæfi þessara ungu manna, sem ráðast um borð í skip og báta á Indlandshafi eða Adenflóa, sigla þeim upp að ströndum Sómalíu og láta ekki af hendi nema gegn lausnargjaldi. Guðsteinn Bjarnason hefur fylgst með fréttum af sjóræningjum nútímans. VOPNAÐIR UM BORÐ Í FRANSKRI SKÚTU Sómalskir sjóræningjar beina vopnum sínum að Frökkum um borð í skútunni Tanit 10. apríl síðastliðinn. Franskir hermenn réðust um borð í skútuna skömmu eftir að myndin var tekin. NORDICPHOTOS/AFP © GRAPHIC NEWS Sjóræningjaslóðir Sómalíu Bandaríkin og fleiri ríki reyna að finna leiðir til að stöðva starfsemi sjóræningja frá Sómalíu. JEMEN SÓMALÍLAND Sjálfstjórnarhérað DJÍBÚTÍ ADENFLÓI EÞÍÓPÍA PUNTLAND Sjálfstjórnarhérað SÓMALÍA KE N ÍA Bækistöð sjóræningja Hafnarborg INDLANDS- HAF Al Mukallah Calula Bosaso Eyl Hobyo Mogadishu Harardhere Heimild: Google Earth

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.