Fréttablaðið - 18.04.2009, Page 36

Fréttablaðið - 18.04.2009, Page 36
MENNING 2 ÚTSKRIFTARSÝNING LISTA HÁSKÓLANS Á KJARVALSSTÖÐUM Á sumardaginn fyrsta, fimmtu- daginn 23. apríl verður opnuð sýning með verkum 73 útskriftar- nema úr myndlistardeild og hönn- unar- og arkitektúrdeild Lista- háskóla Íslands á Kjarvalsstöðum. Verk nemenda á sýningunni er afrakstur þriggja ára BA-náms við Listaháskólann, þar sem mark- miðið hefur verið að skapa nem- endum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn og gera þá reiðu- búna að takast á við viðtæk við- fangsefni á skapandi og gagnrýn- inn hátt með forvitni, áræði og framsækni að leiðarljósi segir í tilkynningu frá skólanum. Meðal þeirra fjölbreyttu verka sem verða á Kjarvalsstöðum eru vídeóskúlptúrar, ljósmyndir, furðuverur, innsetningar, úti- verk, klippimyndir, draumfarir, málverk, teikningar, gjörningar, veggspjöld og rannsóknarstofa. Sýningarstjórar eru Finnur Arnar Arnarsson, Kristján Örn Kjartans- son og Kristján Eggertsson. Sýningin stendur til 3. maí og aðgangur er ókeypis. F ramtíð Tónlistarhússins er ráðin. Fjármagn er nú tryggt til að ljúka byggingunni þótt allt sé óráðið um umferðarframkvæmdir sunnan við húsið og allt flæmið frá rótum Arnarhóls að Miðbakka suður að Hafnarstræti bíði endurskipulags: hótel, nýbygging Landsbankans, fjármálamiðstöð og fleiri byggingar sem til stóð að byggja á svæðinu eru nú minnisvarðar á pappír. Borgarstjóri hefur varpað fram þeirri hugmynd að Listaháskólinn rísi á þessu svæði en rektor Listaháskólans hafnaði henni þegar í stað. Ekki er þó útséð að það fyrirtæki sem hugðist reisa skólann og standa fyrir frekari uppbyggingu vestan Rauðuvíkur lifi fjármálakreppuna af. Þegar hefur verið lýst áhuga ríkis og borgar að auka opinbera starfsemi í húsinu: þar verði sýninga- raðstaða fyrir Íslensku óperuna og þangað flytjist starfsemi Íslenska dansflokksins úr Borgarleikhúsi eftir 2012. Vandséð er að þar muni mikið um: aðsókn að sýningum Dansflokksins hefur verið heldur dapurleg hin síðari misseri. Víst bráðvantar Borgarleikhúsið aðstöðu ef heldur áfram jafn góðum gangi þar í rekstri eftir þennan vetur. Þrír salir kæmu til nota fyrir danssýningar í húsinu eftir umfangi en vafasamt er að binda húsnæði þar undir skrifstofur og æfingaaðstöðu fyrir flokkinn. Óperan á nú í vandræðum með að koma fleiri en einni sviðsetningu á svið. Þegar litið er til áhorf- enda og umfangs starfsemi óperu og listdans vakn- ar sú spurning hvort þeirri starfsemi sé ekki betur fyrir komið aftur undir væng Þjóðleikhússins og þá frekar dregið þar úr leikstarfsemi. Ef litið er til sviðsetningafjölda Þjóðleikhúss í upphafi 1950 og nú kemur í ljós að fjöldi sviðsetninga nú er tvöfalt meiri. Má spyrja hvort ekki sé skynsamlegt að draga úr styrk Þjóðleikhúss til leikstarfsemi og auka sem því nemur við styrki til sjálfstæðra leikhópa? Þegar rekstur á Tónlistarhúsi, í framkvæmd og til framtíðar, er komin í opinbera forsjá er rétt að menn staldri við og endurhugsi rekstraráætlanir hússins, taki að ákveða hvernig listrænni og fjár- málalegri stjórn þess verður háttað. Ekki veitir af fyrirhyggju ef húsið á að vera tilbúið til notkunar eftir tvö ár – 24 mánuði. PISTILL Páll Baldvin Baldvinsson Reksturinn í Tónlistarhúsi Draumfarir. Úr myndbandsverkinu „Mara“ eftir Þórð Grímsson, útskriftarnema úr myndlistardeild. Nýir hæfileikar líta dagsins ljós H rólfur tók í vetur þátt í keppni í Haldenstein og lenti í öðru sæti í sinni rödd. Í framhaldi af þeirri kynningu sem fékkst með keppninni streymdu að honum tilboð um vinnu: Leipzig, Aachen og Salzburg. Eftir nokkra umhugsun og með ráðum nýs umboðsmanns þar ytra, Peter Seyfferth, ákvað hann að fara til Aachen. Hrólfur er þekktastur fyrir að hafa stofnað og rekið Sumaróperuna, en hún setti upp sex sýningar sumrin 2002-2007, meðal annars í samstarfi við Listahátíð, Þjóðleikhús, Borgarleikhús og Íslensku óperuna. Hann segir að eftir að kreppti að hafi verkefnin dottið upp fyrir og því hafi verið einráðið að halda utan. Harkið hér heima hafi einfaldlega ekki freistað þegar stærri verkefni gufuðu upp, Íslenska óper- an dró saman og jarðarfararsöngurinn einn beið ungs manns. Fjölskylduaðstæð- ur hafi líka breyst, frúin ætlar í nám og heldur fjölskyldan öll út til nýrra ævintýra. Hrólfur hefur hingað til ekki leitað mikið út fyrir landsteinana. Það eru fjölbreytt hlutverk sem buðust honum hjá keppendum um vinnu hans: Papagenó í Töfraflautunni, Pelleas í Pelleas og Melisande, Figaro í Rakaranum í Sevilla, alls tíu hlutverk; allt mjög stór. Þegar allt var komið á borðið kaus hann Aachen. Af samtali við Hrólf mátti ráða að það er í raun það breiða svið sem kallar: „Debussy er erfiður og hlutverkið mjög stórt, tekur 140 síður í 200 síðna handriti. Eins er Ford í Falstaff spennandi og erfiður.“ Hrólfur slæst því í haust í hóp margra íslenskra söngvara sem hafa fengið mennt- un sína og reynslu hér en sækja sér fram- haldsmenntun út og lenda þar í harðri samkeppni um vinnu sem margir þeirra fá. Heimalandið verður því gististaður og þær nætur fáar sem þessir listamenn eyða hér við undirbúning á flutningi fyrir þá sem kostuðu menntun þeirra fyrst í stað og fóstruðu þá fyrstu skrefin: íslenska skattgreiðendur. Hrólfur Sæmundsson barítón er kominn með samning við óperuna í Aachen. Þrjú stór og spennandi hlutverk bíða hans: Papagenó, Pelleas og Ford í Falstaff . Mozart, Debussy og Verdi. Í Aachen opnast honum stökkpallur á svið víðar í Evrópu. MENNING PÁLL BALDVIN BALDVINSSON stórhlutverk í boði OG SAMNINGUR Í HÖFN Er ekki rétt að menn staldri við og endurhugsi rekstraráætlanir Tónlistarhússins? 2009 Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16 Leiðsögn fyrir hópa. Netfang: gerduberg@reykjavik.is s. 575 7700 Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is Viltu vera vinur Gerðubergs? Kíktu á www.facebook.com! 18. apríl kl. 14 Cinzia D’Ambrosi ljósmyndari, verður með leiðsögn um sýningu sína Myrkur sannleikur - Kolanámumenn í Kína. Leiðsögnin fer fram á ensku og er á dagskránni Ferðafagnaður sem Höfuðborgarstofa stendur fyrir á þessum degi. www.ferdafagnadur.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.