Fréttablaðið - 18.04.2009, Page 42

Fréttablaðið - 18.04.2009, Page 42
 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR2 Vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík, þar sem nemendurnir, 610 talsins, sýna verk sín, verður opnuð í dag. Klukkan 13 verður opnuð sýning á verkum nemenda skólans , unnum í anda Magnúsar Pálssonar mynd- listarmanns, í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Klukkan 14 verð- ur svo opnuð sýning í húsakynn- um Myndlistaskóla Reykjavíkur að Hringbraut 121, þar sem nemend- ur skólans á aldrinum 3 til 85 ára sýna verk sín. Meðal annars munu nemendur á myndlista- og hönnunarsviði sýna verkefni úr lokaáfanga og gefst gestum tækifæri til að búa til arki- tektahatta, renna leir, skoða tengsl myndlistar og stærðfræði og taka ljósmyndir með mörg hundruð ára gamalli aðferð. Einnig kemur út annað tölublað af myndasögublað- inu AAA!!! með sögum eftir nem- endur skólans. Námskynning verður á Mótun, leir og tengd efni, sem er nýtt tveggja ára nám á háskólastigi við skólann. Sjá nánar um dagskrána á www.myndlistaskolinn.is. - rat Voruppskera listnema Kynning verður á náminu Mótun sem er nýtt tveggja ára nám við skólann. MYND/MYNDLISTASKÓLINN Í REYKJAVÍK Menningar- og sögutengd ganga um Gerðavelli verður farin í dag. Gengið verður um sögusvið Grindavíkurstríðs, Junkara og búskapar í Grindavík. Menningargangan í dag er í boði Grindavíkurbæjar og Saltfisks- setursins og hefst klukkan 13 við Stóru-Bót, þar sem nýtt söguskilti verður vígt. Gangan tekur 1 til 2 klukkutíma en stoppað verður víða á leiðinni og fræðst um sögu staðanna. Ómar Smári Ármanns- son og Sigrún Franklín munu sjá um fræðsluna. „Þetta er sjötta söguskiltið sem verður vígt hér á svæðinu,“ segir Sigrún. „Ómar Smári á veg og vanda af þeim, teiknar kortin og aflar upplýsinganna sem hann setur á skiltin. Á þessu svæði sem við göngum um í dag er heilmikil saga, til dæmis um Junkerana svo- kölluðu. Það voru þjóðverjar sem voru hér á svæðinu á 14. og 16. öld en þarna sjást minjar eftir gerði þar sem þeir héldu sig. Svo er mikil saga um Grindavíkurstríðið og virkið þar sem Íslendingar, Danir og þjóðverjar tóku sig til undir forystu Jóhanns Breiða og drápu Englendinga sem voru þar árið 1532,“ segir Sigrún. Gangan er liður í viðburða- og menningardagskrá Saltfisks- setursins og Grindavíkurbæjar og verður mikið um að vera í Grinda- vík í dag í tengslum við Ferða- fögnuðinn. Nánar má kynna sér dagskrána á www.grindavik.is. - rat Menningarganga um Gerðavelli Hestarétt á Skyggni. MYND/ÓMAR SMÁRI ÁRMANNSSON Hestaáhugamenn fyrir norðan þurfa ekki að láta sér leiðast í dag. Þeir ættu að skella sér í reiðhöllina á Akureyri þar sem stórveislan Fákar og fjör fer fram. Stórveislan Fákar og fjör verð- ur haldin í reiðhöllinni á Akur- eyri í dag, laugardaginn 18. apríl. Samkvæmt upplýsingum á vef Akureyrar hafa skipuleggjendur mótsins orðið varir við gífurleg- an áhuga fyrir mótinu og því að vænta góðrar stemningar. Veislan hefst klukkan hálfníu um kvöldið með formlegri vígslu- athöfn á reiðhöll Léttis og tveggja tíma sýningaratriðum. Þar munu nokkrir af bestu ræktendum og keppendum landsins sýna listir sínar með sinn besta hestakost. Samkvæmt fréttinni munu jafn mörg góð hross og knapar líklega ekki hafa komið saman á Norður- landi í langan tíma. Fyrr um daginn verður Gunnar Arnarsson í Auðsholtshjáleigu með ræktunarspjall á léttu nótunum. Þá mun Eyþór Einarsson, kenndur við Syðra-Skörðugil, vera með kennslu í byggingardómum, bæði bóklega og verklega. Um helgina er Skíðalandsmót Íslands líka haldið í Hlíðarfjalli. Mótið hófst í gær, föstudag, og stendur fram á sunnudag. Það er því nóg um að vera á Akureyri þessa helgina fyrir alla fjölskyld- una. - hhs Hestaveisla á Akureyri í dag Í dag fer stórveislan Fákar og fjör fram í reiðhöllinni á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. VIÐEYJARSTOFA er opin frá klukkan 13.30 til 17.00 í dag og hægt að fá sér kaffi og með því. Boðið verður upp á fría leiðsögn um eyjuna frá 13.15 og frá 14.00 til 16.30 er opinn smíðavöllur fyrir börnin. Tr y g g v a g ö t u 19 • 101 R e y k j a v í k S í m i 5 62 5 0 3 0 • w w w . k o l a p o r t i d . i s Kolaportið er OPIÐ laugardaga og sunnudaga frá kl. 1100-1700 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.