Fréttablaðið - 18.04.2009, Side 62

Fréttablaðið - 18.04.2009, Side 62
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] apríl 2009 A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið AÐ TJALDABAKI Fimm nýjar þýðingar koma út á vef Bókmenntafræði- stofnunar HÍ snemma í næstu viku. Um kveðskap á þjóðtungu eftir Dante Alighieri, í ritstjórn Gott- skálks Jenssonar og þýðingu Kristjáns Árnasonar; Mimesis. Framsetning veruleikans í vestrænum bókmennt- um eftir Erich Auerbach, ritstjóri er Torfi H. Tulinius en Gauti Kristmanns- son er aðalþýð- andi; Fagurfræði og miðlun. Úrval greina og bókakafla eftir Walter Benjamin, í ritstjórn Ástráðs Eysteinssonar en Benedikt Hjartarson er aðalþýðandi; Svört sól. Geðdeyfð og þunglyndi eftir Juliu Kristeva. Dagný Kristjánsdóttir ritstýrir og Ólöf Pétursdóttir þýðir; Hið póstmóderníska ástand. Skýrsla um þekkinguna eftir Jean-François Lyotard. Ritstjóri er Björn Þorsteins- son en Guðrún Jóhannsdóttir þýðir. Bækur Háskólaútgáf- unnar hafa hlotið nokkurn fjölda tilnefninga til verð- launa frá því í desember síðastliðnum. Lauga vegurinn kallast viðamikið verkefni á vegum sex myndlistarmanna, sem saman reka listamannahúsið START ART, og samanstendur af myndlistarsýn- ingu, gjörningi og bók. Sýningin og gjörningurinn eru tileinkuð þeim konum sem þvoðu þvott í gömlu Þvottalaugunum í Laugardal. Sýningunni verður hleypt af stokkunum 15. maí næst- komandi. Sýning nemenda Myndlista- skólans í Reykjavík opnar í dag í Listasafni Íslands. Nemendurnir kynntu sér verk Magnúsar Pálssonar á sýningunni Nokkrir vinir fyrir skemmstu. Afraksturinn af þessu samstarfsverkefni fræðsludeildar Listasafnsins og Myndlistaskólans í Reykja- vík má nú sjá á vinnustofu barna á jarðhæð safnbygg- ingarinnar við Fríkirkjuveg. Sýningin verður opnuð á laugardag kl. 13.00 að viðstöddum listamanninum sjálfum og stendur til 3. maí. Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangurs ríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 4. maí Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Hilton Reykjavík Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is fyrir konur og karla Sjöfn Sigþórsdóttir hjúkrunarfræðingur og María Kristjánsdóttir lögmaður Námskeiðið er frábær leið til að auka styrk, úthald og hreyfigetu. Við erum betur í stakk búnar að takast á við krefjandi verkefni Ég breytti um LÍFSSTÍL og þú getur það líka. Búinn að missa yfir 20 kíló á tveimur og hálfum mánuði og er enn að léttast Gissur Ísleifsson tölvunarfræðingur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.