Fréttablaðið - 18.04.2009, Side 66

Fréttablaðið - 18.04.2009, Side 66
38 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR Þetta er stefna framboðanna Kosið er til Alþingis eftir viku. Fréttablaðið lagði 24 spurningar fyrir forystumenn framboðanna sjö sem vilja á þing. Spurt er hvort ráðast beri í tiltekin verkefni, stór og smá, á nýju kjörtímabili. Beðið var um stutt og hnitmiðuð svör. Alþingiskosningar 1. Á að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið? 2. Á að taka upp annan gjald- miðil? 3. Á að vinna að uppbyggingu álvers í Helguvík? 4. Á að vinna að uppbyggingu álvers á Bakka? 5. Á að vinna að uppbyggingu olíuhreinsunarstöðvar í Arnar- firði? 6. Á að leggja á hátekjuskatt? 7. Á að hækka hefðbundinn tekjuskatt? 8. Á að hækka virðisaukaskatt? 9. Á ríkið að hefja innköllun fiskveiðiheimilda? 10. Á að stunda hvalveiðar í atvinnuskyni? 11. Á að hefja afnám verðtrygging- ar innar? 12. Á að endurskoða stjórnar- skrána? 13. Á að efna til stjórnlagaþings? 14. Á að ráðast í nýbyggingu Landspítalans? 15. Á að sameina Fjármálaeftirlitið Seðlabankanum? 16. Á að sameina ríkisbanka? 17. Á að sameina háskóla? 18. Á að ráðast í Sundabraut? 19. Á að flytja innanlandsflug frá Reykjavík til Keflavíkur? 20. Á að sameina starfsemi Land- helgisgæslunnar og Varnar- málastofnunar? 21. Á að auka framlög til þróunar- samvinnu? 22. Á að fækka íslenskum sendi- ráðum? 23. Á að sameina sveitarfélög með lagasetningu? 24. Á að einkavæða ríkisbankana? SPURNINGAR 1. Nei. 2. Við munum búa við krónuna áfram en upptaka annars gjald- miðils í samstarfi við aðrar þjóðir er kostur sem stjórnvöld þurfa að skoða til hlítar. 3. Já. 4. Já. 5. Já, Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram þeirri undirbún- ingsvinnu sem sveitarfélög á Vestfjörðum hafa staðið fyrir til að unnt verði að taka efnislega afstöðu til málsins. 6. Nei. 7. Nei. 8. Nei. 9. Nei. 10. Já. 11. Já, með því að unnt verði að bjóða fólki upp á þann valkost að taka óverðtryggð lán í aukn- um mæli. 12. Já. 13. Nei. 14. Já, Sjálf- stæðis- flokkurinn vill halda áfram undirbúningi að nýbyggingu Landspítala. 15. Já, það kemur til greina. 16. Já, en gæta verður að samkeppnissjónarmiðum. 17. Já, t.d. Háskóla Íslands og Háskól- ann á Hvanneyri. 18. Já. 19. Nei. 20. Það er einn þeirra kosta sem til greina koma við hagræðingu í ríkisrekstrinum. 21. Nei, ekki þegar ríkissjóður er rekinn með miklum halla. 22. Já. 23. Nei, sameining sveitarfélaga á að vera ákveðin í íbúakosningu. 24. Já, þegar rétt skilyrði skapast á að hefja undirbúning að sölu bankanna. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN 1. Já – til að fá skilmála sem þjóðin kýs um. 2. Já. 3. * 4. * 5. * 6. Já, t.d. á tekjur yfir milljón á mánuði. 7. Nei – en þrjú skattþrep. 8. Já, en ekki á allt. 9. Já. 10. * 11. Já. 12. Já, svo sannarlega. 13. Já, afdráttar - laust. 14. * 15. * 16. * 17. * 18. * 19. * 20. * 21. Já. 22. Já. 23. * 24. * * Afstaðan ræðst af mati og sann- færingu verðandi þingmanna hreyf- ingarinnar. BORGARAHREYFINGIN 1. Nei. 2. Eins og aðstæður í þjóðfélaginu eru í dag verðum við trúlega að búa við íslensku krónuna. 3. Já. 4. Já. 5. Upplýsingar skortir enn þá til að hægt sé að taka afstöðu til málsins. 6. Aðgerðir til bjargar stöðunni í þjóðfélaginu verða fyrst og fremst að byggjast á aukinni framleiðslu til gjaldeyrisöflunar og gjaldeyrissparnaðar, en auk þess niðurskurði útgjalda og hugsanlega skattahækkunum, t.d. með hátekjuskatti. 7. Sjá svar við spurningu 6. 8. Nei. 9. Já. 10. Já. 11. Já. 12. Já. 13. Já. 14. Nei, ekki að svo stöddu. 15. Ef það telst mögulegt og hag- kvæmt. 16. Miðað við núverandi ástand er ekki hægt að svara spurningunni með jái eða neii. 17. Nei. 18. Já. 19. Nei. 20. Já, ef ekki er unnt að leggja Varnarmálastofnun niður. 21. Nei, við höfum ekki efni á því eins og staðan er í þjóðarbúinu. 22. Já. 23. Nei, ekki með lagasetningu. 24. Það á að skoða þann möguleika að einkavæða t.d. einn banka. FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN 1. Nei, en ákvörðun ef til slíks kemur á að vera í höndum þjóðarinnar. 2. Nei. 3. Nei. 4. Nei. 5. Nei. 6. Já. 7. Nei, en breytt útfærsla hlýtur að koma til skoðunar. 8. Nei, en breytt útfærsla getur komið til skoðunar. 9. Hefja á viðræður og undirbúning breyttrar sjávarútvegsstefnu. 10. Nýja stefnu á að móta á grundvelli endurskoðaðra laga og niðurstöðu mats á heildarhagsmunum. 11. Já. 12. Já. 13. Já. 14. Móta á stefnu um framtíðar- úrlausn húsnæðismála LSH og hefja undirbúning framkvæmda. 15. Já. 16. Ekki tækt að svara að svo stöddu. 17. Ekki tækt að svara að svo stöddu. 18. Ekki tækt að svara að svo stöddu. 19. Nei. 20. Já. 21. Já, um leið og efnahagslegar forsendur leyfa. 22. Já. 23. Nei. 24. Nei. VINSTRI GRÆN 1. Framsókn er eini flokkurinn sem hefur bæði samþykkt viðræður og skilgreint hverju ekki má fórna. 2. Við náum ekki að fara í gegnum hefðbundna evruvæðingu á 4 árum. Það gæti þó skapast tæki- færi til einhliða upptöku erlends gjaldmiðils í samráði við AGS, fylgi sjóðurinn sömu stefnu hér og í Austur-Evrópu. 3. Hún er þegar hafin. 4. Ef fjárfestarnir eru til. 5. Það er ólíklegt að af þeim áform- um verði. 6. Nei, hann bitnar á ungu fólki sem er að byggja upp eignir. 7. Nei. 8. Nei. 9. Nei. 10. Já. 11. Já. 12. Já. 13. Já, það er tillaga Framsóknar. 14. Það gætu vel skapast aðstæður til þess að slík uppbygging yrði hluti af atvinnusköpun ríkisins. 15. Líklega er betra að hafa þessar eftirlitsstofnanir í tvennu lagi. 16. Það á að færa eignarhald á bönkunum að hluta til kröfuhafa bankanna. Framhaldið verður unnið í samráði við þá. 17. Ef það er beggja hagur. 18. Já. 19. Nei. 20. Ég veit það ekki. 21. Ef efnahagsaðstæður leyfa. 22. Ef aðstæður krefjast þess. 23. Nei. 24. Já, a.m.k. að hluta. FRAMSÓKNARFLOKKURINN 1. Já, sem fyrst. 2. Já, leggja á grunn að upptöku evru með aðildarumsókn að ESB. 3. Já, uppbyggingin er þegar hafin. 4. Nei, enda ólíklegt að fram- kvæmdaaðilar muni leita eftir slíku á kjörtímabilinu. 5. Nei, verkefnið hefur ekki verið á borðum stjórnvalda. 6. Það yrði neyðarúrræði. 7. Nei, ekki ef hægt er að fara aðrar leiðir til að mæta fyrirsjáanlegum halla á ríkisstjóði. Ef um hækkun tekjuskatts yrði að ræða er mikil- vægt að persónuafsláttur hækki á móti til að hlífa þeim sem hafa lágar og meðaltekjur. 8. Nei, ekki ef hægt er að fara aðrar leiðir til að mæta fyrirsjáanlegum halla á ríkissjóði. 9. Já, sátt þarf að nást um fiskveiði- stjórnunarkerfið. 10. Já, ef yfirstandandi hagsmunamat leiðir til slíkrar niðurstöðu. 11. Já, helst með upptöku evru. 12. Já. 13. Já. 14. Ef efna- hagslegar forsendur leyfa. 15. Já, ef menn komast að því að slíkt væri skyn- samlegt. 16. Já, ef menn komast að því að slíkt væri skynsamlegt. 17. Nei, ekki að frumkvæði ríkisins. 18. Já, ef efnahagslegar forsendur leyfa. 19. Nei, fyrst þarf að ákveða um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 20. Já, ef menn komast að því að það sé skynsamlegt. 21. Já, ef efnahagslegar forsendur leyfa. 22. Já, ef menn telja slíkt hagkvæmt. 23. Nei, ekki nema sátt náist um slíkt við Samband íslenskra sveitar- félaga. 24. Já, a.m.k. að hluta, ef það verður metið skynsamlegt við endurreisn fjármálakerfisins og efnahagslegar forsendur leyfa. Rétt að meta hvort ekki sé skynsamlegt að hafa a.m.k. einn ríkisbanka áfram. SAMFYLKINGIN 1. Við eigum að fá að vita hvað er í boði frá Evrópu- sambandi, hvaða kostir og gallar eru við aðild. Einstök atriði á síðan að leggja fyrir þjóðina í gegnum Almannaþing (sjá www.xp.is) og þannig mun þjóðin kveða upp sinn úrskurð um hvort samningurinn er hagstæður eða ekki. 2. Við eigum að fá hingað til lands færustu hagfræðinga heims, sem eru með sérþekkingu á gjaldmiðlamálum eins og t.d. George Soros og fá þá til að skoða hvaða raunhæfu möguleikar eru fyrir því að innleiða nýjan gjaldmiðil á Íslandi. Ef ranglega yrði staðið að gjald- miðlaskiptum gæti slíkt valdið enn meiri vandamálum við að leysa úr efnahagsvandanum. 3. Við eigum að skoða alla raunhæfa möguleika í atvinnuuppbyggingu en um leið gæta þess að valda ekki óbætanlegu umhverfistjóni. 4. Við eigum að skoða alla raunhæfa möguleika í atvinnuuppbyggingu en um leið gæta þess að valda ekki óbætanlegu umhverfistjóni. 5. Við eigum að skoða alla raunhæfa möguleika í atvinnuuppbyggingu en um leið gæta þess að valda ekki óbætanlegu umhverfistjóni. 6. Við eigum að markaðssetja Ísland erlendis til að laða hingað nýja starfsemi frá erlendum fyrirtækjum sem eykur atvinnu og býr til nýja skattstofna. 7. Útilokað er að sækja meiri skatta til til heimila sem mörg hver berjast í bökkum. 8. Nei, virðisaukaskattur hér er þegar með því hæsta sem þekkist. 9. Já. 10. Já 11. Við eigum að fá hingað til lands færustu hagfræðinga heims til að endurskipuleggja hagkerfið og finna raunhæfar leiðir úr verð- tryggingunni. 12. Já, m.a. að koma á beinu og milliliðalausu lýðræði þar sem fólkið fær völdin. 13. Hægt að leysa þetta með rafrænu þingi eins og lýst er á xp.is um Almannaþing. 14. Það á að hagræða í öllum stofnunum og standa vörð um góða heilbrigðisþjónustu. 15. Já. 16. Það á að endurskipuleggja bankana í samvinnu við erlendar fjármálastofnanir, það er eina leiðin til að tryggja að Ísland einangrist ekki frá fjármálaheiminum. 17. Það á gera úttekt á því hvort hægt er að hagræða þessum stofnunum. 18. Nei. 19. Nei, a.m.k. ekki strax því slíkt yrði líklegast kostnaðar- auki til skemmri tíma litið. 20. Já. 21. Nei, ekki í augnablikinu. 22. Já, loka þeim og reka þessa starfsemi úr utanríkisráðu- neytinu. 23. Þetta er málefni sveitarstjórna. 24. Já, ríkið á að stunda slíkan atvinnurekstur, en slík einkavæðing þarf að vera gerð með ábyrgum hætti. LÝÐRÆÐISHREYFINGIN Borgarahreyfingin er þverpólitískt framboð um tiltekin grundvallaratriði. Mat og sannfæring þingmanna ræður afstöðu til annarra mála. Hreyfingin hafnar hefðbundnum leiðtogastjórnmálum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.