Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 72
44 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR
ALBERT EINSTEIN (1879-1955)
LÉST ÞENNAN DAG.
„Aðeins tvennt er óend-
anlegt, alheimurinn og
heimska mannsins, og ég er
ekki viss um það fyrra.“
Albert Einstein var einn
þekktasti vísindamaður
20. aldarinnar. Hann fékk
Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði
árið 1921.
Hjálparsveit skáta í Kópavogi var stofn-
uð fyrir fjörutíu árum af félögum skáta-
félagsins Kópa. „Sveitin hefur síðan þá
vaxið gífurlega, í upphafi vorum við í
einu horni Hafnarskemmunnar en nú
höfum við lagt alla skemmuna undir
okkur,“ segir Íris Marelsdóttir, formaður
hjálparsveitarinnar, sem hefur verið
félagi í sveitinni í þrjátíu ár.
Íris segir sveitina hafa þróast mjög
bæði hvað varðar búnað, mannskap og
þekkingu. „Við áttum í fyrstu aðeins
einn bíl en eigum núna fimm stóra og
vel útbúna bíla, tvo báta, tvo snjóbíla,
auk kajaka og vélsleða,“ segir Íris en
mest finnst henni þó muna um þá þróun
sem hefur orðið á fatnaði þessi þrjátíu
ár. „Mun auðveldara er að vera á fjöll-
um í dag því í gamla daga var maður í
bómullarstakk og lopapeysu. Í dag getur
maður valið um flís, goretex, merinóull,
þykkt og þunnt föðurland,“ segir Íris
glaðlega og bætir við að einnig hafi til-
koma GPS-tækisins orðið til að auðvelda
allar ferðir á fjöll.
Um þrjú hundruð félagar eru skráðir
í Hjálparsveit skáta í Kópavogi en Íris
segir um sextíu til áttatíu vera mjög
virka í starfinu. Á síðasta ári sinnti
sveitin sextíu útköllum en hjálparsveit-
in sinnir útköllum á sjó, í fjöru og á landi
auk þess sem starfandi er fjallasveit.
„Við leggjum áherslu á að vera fjölhæf,
fljót á vettvang og fagleg,“ segir Íris en
mikil áhersla er lögð á góða fræðslu og
fjölda námskeiða fyrir félaga sveitar-
innar.
Á afmælisárinu verður ýmislegt
brallað. Fyrst af öllu verður þó haft opið
hús í Hafnarskemmunni í dag þar sem
boðið verður upp á ýmislegt skemmti-
legt fyrir alla fjölskylduna.
„Með þessum fræðsludegi viljum
við þakka fyrir þann stuðning sem við
höfum fengið í gegnum árin,“ segir Sig-
urður Jónsson, sem er í þjálfunarráði
sveitarinnar og hefur haft veg og vanda
af því að skipuleggja viðburðinn. „Í
öllum krókum og kimum skemmunnar
verða fróðleiksmolar, verkleg kennsla,
myndasýningar, örnámskeið og stuttir
fyrirlestrar við allra hæfi,“ útskýrir Sig-
urður en sem dæmi má nefna fyrirlestra
um eldamennsku á fjöllum, hvernig skal
klæða sig rétt, umfjöllun um GPS-still-
ingar og ferðasögu með myndum.
„Svo er búið að skipa barnapíunefnd
þannig að börnin hafi eitthvað fyrir
stafni meðan foreldrarnir hlusta á fyr-
irlestra eða kynna sér annað sem er í
boði,“ segir Sigurður en farið verður
með börnin í bátsferðir, þau fá að nota
klifurvegg og fara í ratleiki.
Opið hús Hjálparsveitar skáta í Kópa-
vogi verður í Hafnarskemmunni að
Bryggjuvör 2 í dag frá klukkan 9 til 18
og er aðgangur ókeypis. Nánari upplýs-
ingar um dagskrána má nálgast á vefsíð-
unni www.hssk.is. solveig@frettabladid.is
HJÁLPARSVEIT SKÁTA Í KÓPAVOGI: MEÐ OPIÐ HÚS Á 40 ÁRA AFMÆLI
Gleði, fræðsla og fyrirlestrar
TIL HJÁLPAR Íris Marelsdóttir, formaður Hjálparsveitar skáta í Kópavogi, og Sigurður Jónsson sem hefur haft veg og vanda af því að skipuleggja
opinn dag fyrir almenning, sem haldinn verður í dag í Hafnarskemmunni við Kópavogshöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
timamot@frettabladid.is
Þennan dag árið 1906 reið
sterkur jarðskálfti yfir San
Fransico í Bandaríkjunum.
Skjálftinn, sem mældist um
8 stig á Richterskalanum,
varð snemma morguns en
hundruð manna dóu þegar
fjöldi bygginga hrundi til
grunna. Skjálftinn fannst
allt frá suðurhluta Oregon-
ríkis til Los Angeles.
Miklir eldar brutust út í kjöl-
far skjálftans en ekki reynd-
ist unnt að slökkva þá þar
sem vatnsæðar borgarinnar
höfðu orðið fyrir skaða. Til
að hefta eldana sprengdu
slökkviliðsmenn upp heilu
húsaraðirnar í borginni.
Herlið var kallað út til að
aðstoða við hjálparstarf
en fékk einnig þau fyrir-
mæli að skjóta alla þá sem
reyndu að fara rænandi og
ruplandi um skemmd og
yfirgefin húsin.
Hinn 20. apríl voru 20 þús-
und flóttamenn, sem voru
innilokaðir vegna eldanna,
fluttir yfir á skipið USS
Chicago.
Hinn 23. apríl var búið að
slökkva flesta eldana. Talið
er að um 3.000 manns hafi
dáið í hamförunum og að
um 30 þúsund byggingar
hafi eyðilagst.
ÞETTA GERÐIST: 18. APRÍL 1906
Jarðskjálfti skekur San Fransisco
Foreldrahús fagnar í dag
tíu ára afmæli sínu en af-
mælisdagurinn var 8. apríl
síðastliðinn. „Við verðum
með gleði og skemmtileg-
ar uppákomur milli tvö og
fimm í dag. Foreldrahús er í
gömlu Rúgbrauðsgerðinni í
Borgartúni 6 en við verðum
bak við húsið með grillað-
stöðu í dag. Við sýnum húsið,
verðum með töframann, and-
litsmálun og góðgæti fyrir
alla,“ segir Díana Ósk Ósk-
arsdóttir, IDCT áfengis- og
vímuefnaráðgjafi hjá For-
eldrahúsi.
„Ástæðan fyrir að við
höldum upp á afmælið er
sú að Foreldrahús hefur
verið að dafna og gera góða
hluti. Vímulaus æska varð til
fyrir 22 árum og Foreldra-
hús út frá því. Fyrir tíu
árum voru tekin 232 viðtöl
við foreldra það árið en árið
2007 voru tekin hér 1.989
viðtöl það árið þannig að
aukningin hefur verið gríð-
arleg. Þá erum við bara að
tala um viðtölin. Svo höfum
við verið með sjálfsstyrk-
ingarnámskeið sem færst
hafa verulega í aukana og
erum við með um 35 nám-
skeið á árinu og förum með
námskeið í skólana. Síðan er
eftirmeðferð sem hefur líka
blómstrað,“ útskýrir Díana
Ósk og nefnir að ungmenni
hafi vaxið í eftirmeðferð í
sínu nýja, heilbrigða lífi.
Öflugt starf for-
eldrahúss í tíu ár
RÁÐGJAFI Díana Ósk Óskarsdóttir
segir starfsemi Foreldrahúss hafa
blómstrað síðustu ár og horfir
hún björtum augum til framtíðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Nítján nemendur útskrifast úr tón-
listardeild Listaháskóla Íslands nú í
vor. Því stendur nú yfir röð útskrift-
artónleika en fyrstu tónleikarnir
voru 31. mars og þeir síðustu verða
14. maí næstkomandi.
Næstu tónleikar í röðinni verða
mánudaginn 20. apríl. Þá verða tón-
smíðatónleikar í Salnum í Kópavogi.
Þar verða frumflutt verkin Norð-
austur eftir Harald Rúnar Sverr-
isson, Kveðjusöngur eftir Helgu
Ragnarsdóttur og Veikleikar eftir
Hauk Ísfeld Ragnarsson en þau eru
öll að útskrifast í vor með BA-próf í
tónsmíðum. Stjórnandi á tónleikun-
um er Úlfar Ingi Haraldsson. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 20.
Útskriftartónleikar Listaháskólans
eru kjörið tækifæri til að skyggnast
inn í framtíð íslensks tónlistarlífs,
en margir þeirra nemenda sem þar
koma fram hafa þegar vakið athygli
sem efnilegir listamenn, og stefna
ýmist að því að hella sér út í atvinnu-
lífið, eða í framhaldsnám við virtar
erlendar stofnanir.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir en flestir tónleikanna fara
fram í Salnum í Kópavogi.
Nemar frumflytja verk í Salnum
ÚTSKRIFTARNEMAR Haraldur, Helga og
Haukur.
MERKISATBURÐIR
1872 Jarðskjálftar valda stjór-
tjóni á Húsavík. Meira en
hundrað manns verða
húsnæðislausir.
1903 Eldur kemur upp í hús-
inu Glasgow, sem stóð
milli Fishersunds og Vest-
urgötu í Reykjavík, en það
var stærsta hús bæjarins.
Ekki varð við eldinn ráðið
en fólk bjargarðist með
naumindum.
1944 Hermann Jónasson er kos-
inn formaður Framsóknar-
flokksins í stað Jónasar
Jónassonar frá Hriflu.
1971 Magnús Torfi Ólafsson
sigrar í spurningaþætti út-
varpsins „Veistu svarið?“
Í júní sama ár er hann
kjörinn á þing og verður
menntamálaráðherra í
júlí.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson