Fréttablaðið - 18.04.2009, Side 94
66 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT
2. ágætt, 6. frá, 8. sigti, 9. skamm-
stöfun, 11. tveir eins, 12. hroki, 14.
svall, 16. tónlistarmaður, 17. eru, 18.
stansa, 20. tveir eins, 21. djamm.
LÓÐRÉTT
1. lengdareining, 3. klaki, 4. ófrægðar-
pappír, 5. skítur, 7. ávöxtur, 10. óvild,
13. blaður, 15. yfirhöfn, 16. hugfólg-
inn, 19. skammstöfun.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. fínt, 6. af, 8. sía, 9. rek, 11.
ðð, 12. dramb, 14. slark, 16. kk, 17.
séu, 18. æja, 20. ff, 21. rall.
LÓÐRÉTT: 1. yard, 3. ís, 4. níðbréf, 5.
tað, 7. ferskja, 10. kal, 13. mas, 15.
kufl, 16. kær, 19. al.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Gunnar Eyjólfsson.
2 Brenton Birmingham.
3 Ólafur F. Magnússon.
Yrsa Sigurðardóttir
Aldur: 45 ára.
Starf: Verkfræðingur hjá Verkís.
Stjörnumerki: Meyja.
Fjölskylda: Ég á tvö börn, eiginmann
og eitt barnabarn.
Búseta: Ég bý úti á Seltjarnarnesi.
Yrsa fær frábæra dóma fyrir bók
sína Sér grefur gröf í breska stór-
blaðinu The Indipendent.
Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á
höfuðborgarsvæðinu, er sem betur
fer umhugað um að menn hafi
staðreyndir á hreinu – ekki síst þær
sem snúa að sér og sínu. Þannig
er Stefán afkastamikill í framlögum
sínum á Wikipedia-alfræðiorðabók-
inni á netinu og hefur breytt ýmsu
þar sem betur má fara. Þannig
hefur Stefán lagað upplýsingar um
Jón H.B. Snorrason, Hörð Jóhann-
esson, lögreglustjórann á höfuð-
borgarsvæðinu, það er sig sjálfan,
auk þess sem Stefán hefur leiðrétt
upplýsingar um Morfís-keppnina.
En þar eru til dæmis tíundaðir
þekktir einstaklingar
sem hafa tekið þátt
svo sem Sigmar
Guðmundsson,
Inga Lind Karlsdóttir,
Sigurður Kári, Eyrún
Magnúsdóttir, Stefán
Pálsson, Ólafur
Teitur, Gísli
Marteinn
og … Stefán
Eiríksson.
Fréttablaðið greindi frá því að hin
einstæða hljómsveit Tiger Lillies væri
væntanleg til landsins og ræddi af
því tilefni við aðdáanda listamann-
anna, hana Valdísi Óskarsdóttur
kvikmyndagerðarmann. Valdís er
ekki ein um að kunna að meta
Tiger Lillies því uppselt er að verða
á tónleika þeirra. Þá heyrist úr
herbúðum Listahátíðar
að mikil sókn sé í
miða á Lhasa de
Sela, Hjaltalín og
Daníel Bjarnason
auk þess sem
uppselt er að verða
á Deborah
Voight.
Kristrún Heiða Hauksdóttir,
kynningarstjóri Þjóðleikhússins,
hefur ákveðið að söðla um og
ráðið sig til starfa hjá For-
laginu. Er henni þar
ætlað að fylla skarð
Sifjar Jóhannsdótt-
ur, sem er á leið
í barneignarleyfi,
og Atla Bollasonar
sem ku vera á
leið í nám.
- jbg, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Ég er að læra að ganga í þriðja
skipti. Er kominn upp, er með fjög-
urra punkta staf en get lítið hreyft
mig,“ segir Jóhann Sigmarsson
kvikmyndagerðarmaður – sem
gegnir nafninu Jonni Sigmars.
Jonni er að ganga í gegnum þá
einstæðu lífsreynslu að læra að
ganga í þriðja skipti á ævinni. Hinn
3. mars varð Jonni fyrir fólsku-
legri og tilefnislausri árás en hann
var þá á leið á Kaffi París með tölv-
una sína. „Þetta var klukkan níu
að kvöldi og þá kom einhver bíll
fyrir aftan mig, flautaði og flaut-
aði og ég sneri mér við og spurði
hvað væri að? Þá kom einhver út
og síðasta sem ég sá var að einhver
hljóp að mér og henti mér af öllu
afli niður í götuna. Svo stungu þeir
af.“ Sem betur fer voru vitni og
bílnúmer náðist. Lögreglan hafði
þannig upp á misyndismönnunum
og Jonni hefur kært.
Afleiðingar árásarinnar eru þær
að Jonni mjaðmagrindarbrotnaði
og dvelur hann nú á sjúkrahótel-
inu á Rauðarárstíg þar sem hann
er í endurhæfingu. Hefur verið í
göngugrind en styðst nú við staf.
Að læra að ganga er ekkert nýtt
fyrir Jonna.
„Já, ég lærði náttúrulega að
ganga þegar ég var lítill. Eins og
flest önnur börn. Svo fékk ég heila-
himnubólgu fimm ára gamall og
lamaðist. Ég er með réttu rétthent-
ur en varð að æfa mig í að gera allt
með vinstri í staðinn,“ segir Jonni
sem var rúmfastur í nokkra mán-
uði í kjölfar heilahimnubólgunn-
ar. Hann fór þaðan í hjólastól sem
hann gat ekki einu sinni ýtt sjálfur
og svo á hækjur. Og heilahimnu-
bólgunni fylgdi að Jonni er spast-
ískur. „Ég lærði fyrst að hoppa á
einni löpp og svo kom þetta að ég
gat farið að geta stigið með. Það
var í annað skipti.“
Og nú er þriðja skiptið yfirstand-
andi og Jonni gerir ráð fyrir því
að nýju göngulagi fylgi nýr stíll.
Jafnvel hattur og frakki. Jonni átti
fertugsafmæli á spítalanum. Hann
hefði gjarnan viljað halda upp á
það annars staðar en fékk heim-
sóknir. Jonni þurfti í kjölfar árás-
arinnar að gangast undir uppskurð
sem er í frásögur færandi: „Út af
spasmanum stjórna ég ekki vöðv-
unum hægra megin, fékk vöðva-
krampa og þá gliðnaði brotið. Sem
var ekki mjög gott,“ segir Jonni.
Hann var því sprautaður niður
með morfíni og þurfti að fasta 17
klukkutíma fyrir uppskurð. „Þeir
þorðu ekki að svæfa mig út af spa-
smanum þannig að ég var vakandi
í uppskurðinum. Meðan þeir voru
að bora í, negla, festa skrúfur og
járnplötur í mjöðmina á mér. Ég
fann ekkert fyrir þessu en var eins
og í öðru herbergi að fylgjast með
splattermynd þar sem blóðið sull-
aðist úr mér.“
Jonni vinnur nú að næstu mynd
sinni, Skarð, sem fjallar um vega-
gerð úti á landi. Hann þekkir það
að gera myndir án styrkja og bíður
eftir grænu ljósi frá Kvikmynda-
miðstöð Íslands. „Ég veit ekki hve-
nær þetta gæti farið í tökur. Ég er
að bíða eftir græna ljósinu. þarf
maður ekki alltaf að hafa græna
ljósið?“ segir Jonni – á kunnugleg-
um tímamótum.
jakob@frettabladid.is
JÓHANN SIGMARSSON: UPPSKURÐUR MINN EINS OG SPLATTER-MYND
Lærir að ganga þriðja sinni
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er nú unnið að því á
bak við tjöldin að fá rappar-
ann Sean John Combs, betur
þekktan sem Puff Daddy eða
Diddy, til landsins. Ekki þó
til að halda tónleika heldur
til að gera tónlistarmynd-
band. Fréttablaðið hafði
samband við stærstu
framleiðslufyrirtæk-
in í kvikmynda- og aug-
lýsingageiranum og fékk
staðfest hjá einu þeirra að
það væri í samningavið-
ræðum við aðila tengda
rapparanum. Eftir því
sem Fréttablaðið kemst
næst er veik staða krón-
unnar ein helsta ástæðan
fyrir því að leikstjórann Hype
Williams langar að koma með
verkefnið til Íslands. Krónan
er nú í sögulegu lágmarki en
gengi hennar gagnvart doll-
aranum er 128,7, sam-
kvæmt vef Kaup-
þingsbanka.
Sean John Combs
er þekktur fyrir að
gera íburðarmik-
il myndbönd þar sem kostnaður
nemur oft nokkrum tugum
milljóna. Hann tilkynnti
nýverið að ný plata væri
væntanlega frá honum,
sú fyrsta síðan Press
Play kom út árið 2006.
Disknum hefur
verið gefið nafnið
Last Train to Paris
og er væntanleg í
allar betri plötu-
búðir þann 22.
september. Sam-
kvæmt fyrstu
fréttum verður
engin hörgull á þekkt-
um gesta-röppurum,
en meðal þeirra sem
hafa verið nefndir til
sögunnar má nefna Íslandsvininn
50 Cent og stórstjörnuna Kanya
West. Leikstjóri myndbandsins,
Hype Williams, er ákaflega vin-
sæll meðal r&b-tónlistarmanna
en meðal skjólstæðinga hans eru
skötuhjúin Jay-Z og Beyoncé.
Williams fékk sérstök heið-
ursverðlaun á MTV-verð-
launahátíðinni árið 2006.
- fgg
Unnið að komu Puff Daddy til Íslands
HÁLFA LEIÐ TIL
ÍSLANDS Sean John
Combs er kominn
hálfa leið til Íslands
en nú standa yfir
samningaviðræður
um að gera mynd-
band hér á landi.
GESTASÖNGVARI Kanye West
verður meðal gesta á nýjustu
plötu Sean John Combs.
„Nei, það hvarflar ekki að mér, það væri
svona svipað og að skila Ólympíugullinu,
þetta er æðsti heiður sem hægt er að veita
íslenskum listamanni og eitthvað sem ég
vann mér inn löngu áður en ég fór að vas-
ast í þessu framboði,“ segir Þráinn Bertels-
son, frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar.
Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum bank-
ar hreyfingin ansi fast á alþingisdyrnar og
Þráinn á raunhæfa möguleika á að komast
inn á þing. Ef það gengur eftir myndi hann
annars vegar þiggja laun sem heiðurslista-
maður og hins vegar sem alþingismaður.
Þráinn hefur hins vegar svör á reiðum
höndum. „Ég afsalaði mér engum borgara-
legum réttindum þegar ég tók við þessari
viðurkenningu og hef ekki í hyggju að láta
hana frá mér ef ég verð kjörinn inn á þing,“
útskýrir Þráinn sem segist líða alveg ágæt-
lega í þeirri baráttu sem nú er fram undan.
Þegar maður er að berjast fyrir réttlátum
og góðum málstað sem fær góðan hljóm-
grunn hjá fólki þá leiðir það af sjálfu sér að
manni líður vel,“ segir Þráinn og bætir því
við að fátt hafi komið honum á óvart í því
pólitíska karpi sem nú einokar alla helstu
fjölmiðla landsins. „Nema kannski þessi
spurning, hvort ég ætli að afsala mér þess-
um launum. En hún hefði kannski ekkert átt
að gera það því mannleg illska eða heimska
eiga ekki að koma mér á óvart.“
- fgg
Afsalar sér ekki heiðurslaunum listamanna
EINS OG AÐ SKILA ÓLYMPÍUGULLI Það hvarflar ekki að
Þráni Bertelssyni að skila heiðurslaunum listamanna
verði hann kjörinn á þing. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VA
LLI
JONNI SIGMARS Í kjölfar fólskulegrar
árásar sem leiddi til mjaðmagrindar-
brots þurfti Jonni að læra að labba í
þriðja skipti á ævinni.
KÍKTU VIÐ
Á IÐAVÖLLUM
(áður Eden)
Glæsilegt kaffihlaðborð
laugardag og sunnudag
frá kl. 14:00
Heitir réttir, brauðtertur,
rjóma og súkkulaðitertur,
kaffi, heitt súkkulaði,
ávaxtasafi fyrir börnin.