Morgunblaðið - 03.09.2008, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
ÞAÐ var gríðarlegur reykur og það virðist hafa
verið heljarmikill bruni í bátnum,“ segir Karl Óskar
Geirsson, skipstjóri á Sæborg ÞH 55, að loknu
björgunarstarfi eftir að eldur kviknaði í fiskibátnum
Sigurpáli ÞH á Skjálfanda í gær. Sæborgin dró Sig-
urpál til hafnar á Húsavík en tveir skipverjar voru
um borð í hinum brennandi bát, bræðurnir Erling-
ur og Guðmundur Karlssynir. Tókst þeim að koma
sér um borð í björgunarbát en hlutu einhver bruna-
sár auk þess sem grunur var um reykeitrun. Þeir
voru fluttir á sjúkrahús á Húsavík.
„Vissi að það ryki ekki úr sjónum
nema eitthvað væri að“
Þegar Landhelgisgæslan fékk boð um eldsvoðann
kl. 10.18 var strax haft samband við bræðurna og
þeim sagt að sjósetja björgunarbátinn. Gæslan bað
síðan nærstödd skip að stefna til Sigurpáls. Mikill
viðbúnaður var settur í gang og fór björgunarbát-
urinn Jón Kjartansson á staðinn ásamt slökkviliði
og lögreglu. Klukkan 10.32 voru bræðurnir komnir
heilir á húfi í björgunarbátinn. Hófst síðan slökkvi-
starf um borð.
Þegar eldurinn kviknaði var Sæborgin í nokkurra
sjómílna fjarlægð og nýbúin að hífa. Skipstjórinn,
Karl Óskar, sá þá grunsamlegan reyk á haffletinum
og stefndi strax á vettvang, þótt hann væri ekki bú-
inn að heyra í talstöð hvers eðlis málið væri.
„Ég vissi að það ryki ekki úr sjónum nema eitt-
hvað væri að og setti á fulla ferð á bátinn,“ segir
hann. „Eldurinn var aftur í bátnum og brúin var
alelda auk þess sem það rauk úr lestinni líka.“
Veður var skaplegt við björgunina, NA-5 m/sek
og var Sæborgin um 20 mínútur á vettvang. „Það
var ekki stórmál að tengja á milli bátanna. Lög-
reglan og slökkvilið voru um borð í Sigurpáli og
ferjuðu spotta til okkar á gúmmítuðru. Við vorum
síðan um hálftíma að draga bátinn í land og það
gekk mjög vel.“
Sigurpáll ÞH er 26 tonna eikarbátur, smíðaður á
Akureyri árið 1972.
„Virðist hafa verið helj-
armikill bruni í bátnum“
Tveir bræður á Húsavík sluppu naumlega úr brennandi
fiskibát sínum á Skjálfanda og komust í björgunarbát
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarson
Björgun Þegar Sæborgin dró Sigurpál til hafnar rauk úr honum alla leið. Eldurinn kom upp í bátsskutnum.
FRAMKVÆMDIR við Óshlíðar-
göng á milli Bolungarvíkur og Hnífs-
dals hefjast formlega á morgun þeg-
ar sprengt verður fyrir göngunum í
fyrsta sinn. Mun Kristján L. Möller
samgönguráðherra verða viðstaddur
og eiga heiðurinn af fyrstu spreng-
ingunni en hún verður Bolungarvík-
urmegin. Vinnan við hinn enda gang-
anna hefst í næstu viku.
Undirbúningsvinna hefur staðið
yfir í sumar. M.a. hefur verið unnið
að forskeringum en í því felst að
komast að stafninum þar sem jarð-
göngin eiga að byrja. Áætlað er að
verkinu ljúki um miðjan júlí árið
2010 en um 50 manns verða að störf-
um við gangagerðina, að sögn Rún-
ars Ágústs Jónssonar, verkefna-
stjóra hjá Ósafli, sem hefur veg og
vanda af framkvæmdunum.
Óshlíðin ekki nægilega örugg
Að sögn Rúnars munu göngin
stytta leiðina milli Bolungarvíkur og
Ísafjarðar en öryggismál voru veiga-
mesti þátturinn í þeirri ákvörðun að
ráðast í gerð ganganna. Vegfarend-
um sé hætta búin í Óshlíðinni vegna
snjóflóða og grjóthruns. Áætlaður
kostnaður við göngin er um 3,5 millj-
arðar. ylfa@mbl.is
Sprengt
fyrir jarð-
göngum
Óshlíðargöngin verða
senn að veruleika
FIMMTÍU umsóknir hafa borist
Íbúðalánasjóði um frystingu lána
síðan byrjað var að bjóða upp á þann
kost um miðjan ágústmánuð. Þá var
tekin sú ákvörðun að heimila þeim
sem eiga tvær húseignir, en hafa
ekki getað selt aðra þeirra, að fresta
afborgunum af lánum af annarri eða
báðum eignunum. Að sögn Gylfa
Guðmundssonar, sérfræðings á lög-
fræðisviði Íbúðalánasjóðs, stendur
fólki til boða að frysta lánin í allt að
eitt ár.
Gylfi segir jafnframt að mjög mik-
ið hafi verið hringt og spurst fyrir
um frystinguna síðan tilkynnt var
um hana. Ljóst sé að margir sem
þurfi að borga af tveimur háum lán-
um séu í töluverðum vandræðum.
Gylfi segist ekki vita hve margir séu
í þeim sporum að þurfa að greiða af
tveimur húseignum en af umsókna-
fjöldanum að dæma hljóti það að
vera ansi margir. Þá megi ráða af
fyrirspurnunum að umsóknum eigi
eftir að fjölga talsvert. ylfa@mbl.is
Mikill
áhugi á
frystingu
50 umsóknir um að
fresta afborgunum
AFL starfsgreinasamband hefur
kært árás Horsts Wolfgangs Müllers,
veitingahaldara á Cafe Margret við
Breiðdalsvík, á Sverri Mar Alberts-
son, framkvæmdastjóra sambands-
ins. Árásin átti sér stað á mánudag og
kom í kjölfar fréttar 24 stunda um
veitingastaðinn. Müller hefur sjálfur
haldið því fram í fjölmiðlum að Sverr-
ir stundi atvinnuróg og sé útlendinga-
hatari.
Raunar er ofsögum sagt að Müller
hafi ráðist á Sverri en hann mun hafa
öskrað á hann og rutt gögnum af
skrifborði hans.
Í frétt á vef AFLs segir m.a. að
sambandið hafi margoft þurft að hafa
afskipti af launamálum og framkomu
veitingamannsins á undanförnum ár-
um. „Þegar AFL leitaði upplýsinga
hjá skattyfirvöldum í júlímánuði í ár
kom í ljós að enginn starfsmanna
Café Margaret var á staðgreiðslu-
skrá,“ segir m.a. í fréttinni.
Lét öllum
illum látum
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
LÖGREGLA hleraði ekki síma eða
skoðaði tölvupóst mótmælenda við
Kárahnjúkavirkjun og aðrar stór-
iðjuframkvæmdir. Þetta segir í
nýrri skýrslu dómsmálaráðherra
um aðgerðir gegn mótmælendum
sem dvöldu á Kárahnjúkasvæðinu
og í námunda við álverið á Reyð-
arfirði sumarlangt árin 2005-2007.
Þingflokkur Vinstri grænna óskaði
eftir skýrslunni en fram kemur að
nítján mál séu skráð þar sem lög-
regla beitti einhvers konar þving-
unarúrræðum. Ríflega hundrað
mótmælendur voru handteknir en í
sumum tilvikum voru einstaklingar
handteknir oftar en einu sinni. 83
fengu stöðu sakbornings og af
þeim voru meira en 80% útlend-
ingar. Rúmur helmingur þeirra
var ákærður og af þeim málum
sem er þegar lokið hafa þrír verið
sýknaðir en 34 sakfelldir. Sektir
voru á bilinu 50-200 þúsund krónur
og að auki voru átta mótmælendur
dæmdir í skilorðsbundið fangelsi.
Lögregla hindraði ekki
matarflutninga
Uppi hafa verið ásakanir um að
lögregla hafi reynt að koma í veg
fyrir að matarbirgðum væri komið
í tjaldbúðir mótmælenda við Kára-
hnjúka. Í skýrslunni segir að sam-
kvæmt skráðum gögnum frá lög-
reglustjórum hafi engin slík
tilraun verið gerð af hálfu lög-
reglu. Einstöku sinnum tók lög-
regla myndir á vettvangi en sam-
kvæmt skýrslunni var tilgangurinn
að hægt væri að tengja sakborn-
inga á óyggjandi hátt við atburði
og staði.
Rúmlega 100 mótmælendur voru handteknir í tengslum við mótmæli við Kárahnjúkavirkjun
og álverið á Reyðarfirði Rúmlega helmingur var ákærður Sektir á bilinu 50 - 200.000 krónur
Símar voru ekki hleraðir
Morgunblaðið/ÞÖK
Vatn Þegar Kárahnjúkalón fylltist var þessi foss meðal þess sem fór á kaf.
Í HNOTSKURN
» Mótmælendur höfðust viðá Austurlandi í þrjú sum-
ur í röð til að mótmæla Kára-
hnjúkavirkjun og byggingu
álvers á Reyðarfirði.
» Lögregla var ítrekaðsökuð um harðræði og til-
efnislausar þvingunar-
aðgerðir.
» Markmiðið með skýrslu-beiðni Vinstri grænna var
að afla upplýsinga um hvort
lögregluaðgerðir í tengslum
við umræddar mótmæl-
endabúðir hefðu staðist
stjórnarskrá.
DÓMSMÁLARÁÐHERRAR Norð-
urlanda hittust á fundi í Ystad í Sví-
þjóð í gær, þar sem baráttan gegn
barnaklámi var meginviðfangsefni.
Ráðherrarnir eru sammála um að
herða þurfi aðgerðir gegn barna-
klámi á netinu og var þeim kynnt
áætlun norrænu ríkislögreglustjór-
anna í þá veru. Þær aðgerðir voru
samþykktar á fundi ríkislögreglu-
stjóra í Reykjavík í síðasta mánuði.
Jafnframt gerðu Björn Bjarnason
og Knut Storberget, dómsmálaráð-
herra Noregs, grein fyrir ákvörðun
ríkisstjórna sinna um aðildarum-
sókn að Prüm-lögreglusamstarfi
ESB, en þeim ákvörðunum var vel
tekið af Frökkum, sem fara með for-
mennsku í ráðherraráðinu. and-
ri@mbl.is
Barist gegn
barnaklámi