Morgunblaðið - 03.09.2008, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Veiðar Áhafnir flestra síldveiðiskipanna
safna nú kröftum fyrir komandi átök.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
tilkynnti um 250 milljón evra lán-
töku ríkissjóðs, þegar hann flutti
skýrslu um efnahagsmál á Alþingi í
gær. Er lánið að jafnvirði 30 millj-
arða króna og á mun hagstæðari
kjörum en skuldatryggingarálag á
ríkissjóð gefur til kynna.
Geir tilkynnti jafnframt um þátt-
töku Íslands í samkomulagi Evrópu-
sambandsins um viðbrögð við fjár-
málakreppu með það að markmiði
að auka stöðugleika á Evrópska
efnahagssvæðinu. Um er að ræða
aðild að samningi, sem útbúinn var
meðal aðildarríkja Evrópusam-
bandsins, m.a. um viðbrögð ef eitt
land lendir í fjármálakreppu.
Ekki lagalega bindandi
Samkvæmt upplýsingum frá fjár-
málaráðuneytinu og Seðlabankanum
er samkomulagið ekki lagalega
bindandi fyrir löndin sem standa að
því.
Evrópusambandslöndin gengu frá
samkomulaginu í júní sl. en það fól í
sér endurnýjun á sambærilegu eldra
samkomulagi. Fjármálaráðuneyti,
fjármálaeftirlit og seðlabankar Evr-
ópusambandslandanna taka þátt í
samkomulaginu auk sömu stofnana
frá EES-ríkjunum Íslandi, Noregi
og Liechtenstein. Verður gengið frá
aðkomu þeirra mjög fljótlega.
Það er ávinningur fólginn í því
fyrir íslenska ríkið að vera í sam-
starfi við önnur ríki með þessum
hætti, en samstarfið þýðir ekki að
eitt land geti farið ofan í vasa skatt-
greiðenda annars lands.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Samkomulagið snýr að fyrir-
byggjandi aðgerðum í fjármála-
kreppu og hvernig tekið verði á
vandamálum sem geta komið upp og
snerta fleiri en eitt land.
Samkomulagið á að stuðla að því
að aðgerðir þeirra, sem að sam-
komulaginu standa, verði með þeim
hætti að ríkin sem í hlut eiga verði
síður fyrir fjármálaáföllum og geti
tekið með samræmdari hætti á
vandamálum.
Samstiga Norðmönnum
Evrópusambandslöndin gerðu
með sér sambærilegan samning árið
2005. Íslendingar og Norðmenn
höfðu tekið þá afstöðu að taka þátt
þegar samningurinn sætti endur-
skoðun, sem nú hefur orðið að veru-
leika. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er góð samstaða
meðal íslenskra stjórnvalda sem í
hlut eiga; þ.e fjármálaeftirlitsins,
Seðlabankans og fjármála- og for-
sætisráðuneytis, um aðild Íslands að
samningnum.
Gjaldeyrisforðinn aukinn
Ríkissjóður tekur 30 milljarða lán Ísland, Noregur og Liechtenstein ganga inn í samkomulag
Evrópusambandsins um sameiginlegar aðgerðir í efnahagsmálum og viðbrögð í fjármálakreppu
Morgunblaðið/Golli
Forsætisráðherra Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í gær þátttöku Íslands í samkomulagi ESB um við-
brögð við fjármálakreppu með það að markmiði að auka stöðugleika á Evrópska efnahagssvæðinu.
„ÞETTA er mjög gott merki um að við getum brotist út
úr þessu umsátri um íslenska fjármagnsmarkaðinn,“
segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, um lántöku ríkissjóðs.
„Þetta sýnir að við erum ekki ofurseld þessu fárán-
lega háa skuldatryggingarálagi sem hefur valdið okkur
miklum skráveifum. […] Það er mikilvægt að ríkið haldi
áfram á sömu braut og taki fleiri lán af þessu tagi,“ bæt-
ir Vilhjálmur við. Hann segir að bankarnir ættu að geta
fylgt í kjölfarið með lántöku á eðlilegum kjörum. „Bank-
arnir fá eðlilegan aðgang að lánsfé ef ríkið er að fá lán á þessum kjörum.
Þetta eru því mjög jákvæð tíðindi.“
„Getum brotist úr umsátri“
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA
„ÞAÐ skiptir auðvitað máli að það náist samningar á
hagstæðari kjörum en skuldatryggingarálagið gefur til
kynna. Við höfum samt okkar efasemdir um að lausn á
efnahagsvandanum felist í lántöku,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ.
Djúpstæður vandi
„Það hefði verið mun betra ef við hefðum byggt upp
gjaldeyrisvaraforða á eigin getu frekar en lántökum. Ég
ætla samt ekki að gera lítið úr því að þetta getur verið
áfangi í því að skapa ákveðinn trúverðugleika og getur stuðlað að því að
ríkissjóður njóti þess lánstrausts sem hann á að njóta. Ég óttast samt að
vandi okkar sé djúpstæðari en svo að hann verði leystur með aukinni
skuldsetningu ríkissjóðs,“ segir Gylfi. Hann segist samt vonast til þess að
þetta lán hafi það í för með sér að bankarnir fái nú lán á hagstæðari kjör-
um, sem muni síðan skila sér í hagstæðari kjörum til einstaklinga og fyr-
irtækja í landinu.
Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ
Betra að byggja á eigin getu
„ÞAÐ verður erfitt að taka upplýsta afstöðu til þess hvaða
áhrif þetta hefur fyrr en nákvæmir skilmálar lánsins
liggja fyrir og hvernig lánið er upp sett,“ segir Jón Bjarki
Bentsson, hagfræðingur í greiningardeild Glitnis. „Fjár-
mögnun fjármálafyrirtækja bæði vestanhafs og í Evrópu
er mjög erfið þessa dagana og það hjá bönkum sem hafa
mun lægra skuldatryggingarálag en íslensku bankarnir.
Það finnast fáir kaupendur að skuldabréfum og það er
ástand sem hefur reynst langvinnara og þrálátara en
menn bjuggust við.“
Vongóðir um lækkun skuldatryggingarálags
Að sögn Jóns Bjarka eru menn vongóðir um að skuldatryggingarálag rík-
issjóðs lækki nokkuð við þessa lántöku. Aðstæður á mörkuðum þurfi samt að
batna þó nokkuð áður en íslensku bankarnir geti farið að sækja sér lánsfé
með hefðbundinni skuldabréfaútgáfu. „Það er samt mikilvægt að senda þessi
skilaboð út á markaðina og þessi lántaka ætti að auðvelda frekari lántöku
ríkissjóðs og lántöku bankanna þegar þar að kemur,“ segir Jón Bjarki.
Auðveldar frekari lántöku
Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá Glitni
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
NÝTT gjaldeyrislán, sem rík-
issjóður er að ganga frá núna upp á
30 milljarða króna, kemur ekki til
með að breyta mjög miklu fyrir ís-
lenskt efnahagslíf fyrst um sinn. Er
mun fremur um að ræða vörðu á
lengri vegferð, segja sérfræðingar
sem Morgunblaðið ræddi við.
Hvers vegna var ekki tekið
stærra lán?
Úr því lánið var á svo góðum kjör-
um kunna margir að velta fyrir sér
hvers vegna ekki var tekið stærra
lán. Skýringarnar á því eru einfald-
lega þær að það hentar mjög vel að
byggja upp gjaldeyrisvaraforðann í
skömmtum og ekki er þörf á að taka
stærra lán í augnablikinu, að því er
fram kom í viðtölum við menn innan
stjórnkerfisins í gær.
Litið er svo á að lánið sé sterk vís-
bending um að skuldatrygg-
ingarálagið á ríkissjóð sé of hátt.
Ættu íslensku bankarnir því að geta
fylgt þessu eftir með lántöku á hag-
stæðari kjörum en nú bjóðast. Lán-
takan er því ákveðin forskrift að við-
miði, sem erlendar lánastofnanir
munu nota þegar íslenskar fjár-
málastofnanir leita eftir lánum.
Lán til íslenskra banka á hag-
stæðum kjörum ættu að skila sér,
undir öllum eðlilegum kring-
umstæðum, í betri kjörum bankanna
til íslenskra neytenda.
Eftir töku lánsins mun gjaldeyr-
isvaraforðinn nema um 300 millj-
örðum króna. Ef teknar eru með í
reikninginn mögulegar lánalínur
Seðlabankans við erlenda seðla-
banka, sem eru 1.500 milljónir evra
samtals, er gjaldeyrisvaraforðinn
því tæplega 500 milljarðar króna.
Forðinn hefur fimmfaldast síðan um
mitt ár 2006. Það er hins vegar ein-
föld skýring á hluta af þeirri hækk-
un, forðinn hefur stækkað sökum
gengislækkunar, því þegar gengi
krónunnar lækkar þá eykst virði
forðans í krónum talið.
370 milljarðar standa eftir af
heimild ríkisstjórnarinnar
Í lok maí á þessu ári veitti Alþingi
ríkisstjórninni heimild til lántöku til
styrkingar gjaldeyrisvaraforðanum
og útgáfu ríkisbréfa upp á allt að 500
milljarða króna. Af þeirri upphæð
hefur þegar verið tilkynnt um útgáfu
ríkisbréfa upp á 75 milljarða og hafa
40 milljarðar nú þegar verið nýttir.
Jafnframt hafa verið gefnir út víxlar
til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann
fyrir um 25 milljarða.
Með láninu, sem tilkynnt var um í
gær, hefur verið ráðstafað um 130
milljörðum af þeim 500 milljörðum
sem heimild var gefin fyrir. Standa
því eftir um 370 milljarðar af um-
ræddri heimild.
Gjaldeyrisvaraforði ríkisins nemur um 500 milljörðum króna eftir lántökuna
Lánið breytir litlu fyrst um sinn
Morgunblaðið/Ómar
Gjaldeyrisforði Ef teknar eru með í reikninginn lánalínur Seðlabankans
við erlenda seðlabanka, er gjaldeyrisvaraforðinn tæplega 500 milljarðar.
Af hverju er mikilvægt að auka
gjaldeyrisvaraforðann?
Gjaldeyrisvaraforðinn er varúðar-
sjóður þannig að ef eitthvað kemur
upp á í íslensku efnahagslífi þá hefur
ríkið lausafé til að bregðast við.
Þannig er hægt að halda gjaldeyr-
ismarkaði stöðugum. Þetta er ákveð-
ið öryggi og trygging fyrir þjóðina.
Gjaldeyrisvaraforðinn á að sýna getu
ríkissjóðs til að bregðast við áföllum.
Hvað verður um þessa peninga
sem teknir voru að láni?
Stærstum hluta þessa fjármagns er
haldið á reikningum erlendis þar
sem það safnar innlánsvöxtum.
Hverju breyta þessir 30 milljarðar
fyrir íslenskt efnahagslíf?
Að hluta til er lántakan pólitísk
ákvörðun. En þetta mun þó hafa þær
afleiðingar að bankarnir hafa líklega
greiðara aðgengi að lánsfé á hag-
stæðari kjörum. Mjög líklega er þetta
varða í vegvísi hjá ríkissjóði og frek-
ari lántaka í þrepum því væntanlega
á döfinni.
S&S