Morgunblaðið - 03.09.2008, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 03.09.2008, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 9 KARLMAÐUR telst saklaus af því að hafa nauðgað heyrnarskertri konu í ölvímu í heimahúsi í maí 2007 að mati Héraðsdóms Reykjaness sem dæmdi í málinu í gær. Að mati dómsins tókst ríkissaksóknara ekki að sanna nauðgun og var maðurinn því sýknaður. Í málinu voru engin vitni og stóð því orð gegn orði. Sagðist maðurinn hafa haft samfarir við konuna með hennar vilja en hún hafði allt aðra sögu að segja. Sagðist hún ekkert hafa þekkt manninn en farið með honum heim til að fá áfengi. Sagðist hún hafa rankað við sér þegar mað- urinn var ofan á henni að hafa sam- farir við hana. Hún sagðist hafa ár- angurslaust reynt að fá hann til að hætta en um síðir tókst henni að losa sig og komast út úr íbúð hans. Fór hún á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum en vottorð þaðan benti ekki til þess að maðurinn hefði beitt hana líkam- legu ofbeldi. Á handleggjum hennar fundust marblettir en læknir sagði fyrir dómi að ekki væri hægt að full- yrða að konunni hefði verið haldið. Þegar ákærði var yfirheyrður sagðist hann hafa verið á rúntinum snemma morguns þegar konan hefði sest inn í bíl hans óboðin og spurt hann um sígarettur og bjór. Þau óku heim til hans og sagðist hann hafa haft samfarir við hana þar. Neitaði hann ásökunum um að hafa verið vondur við hana, heldur þvert á móti sýnt henni nærgætni á allan máta og ekki verið ölvaður. Dómurinn taldi framburð ákærða stöðugan og taldi ekkert hafa komið fram sem drægi úr trúverðugleika hans. Hins vegar var ósamræmi í framburði konunnar að mati dóms- ins. Málið dæmdu héraðsdómararnir Finnbogi Alexandersson, Arnfríður Einarsdóttir og Sveinn Sigurkarls- son. Verjandi var Brynjólfur Ey- vindsson og sækjandi Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari. Orð gegn orði Engin vitni voru í nauðgunarmáli og karlmaður var sýknaður í héraðsdómi STJÓRN kvennahreyfingar Sam- fylkingarinnar lýsti í gær yfir þungum áhyggjum af launadeilu ríkisins og ljósmæðra. Rifjað er upp í ályktun að stjórnarflokkarnir hafi þá stefnu að jafna óútskýrðan kyn- bundinn launamun hjá ríkinu. Semja þurfi um kjör handa ljós- mæðrum sem standist samanburð við sambærilegar karlastéttir. Það gæfi íslenskum konum von um að jafnréttismarkmið ríkisstjórn- arinnar stæðust. Skorað er á rík- isstjórnarflokkana að leiða kjara- deiluna til lykta „og standa þannig við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar um endurmat launa hefð- bundinna kvennastétta“. Bent er á að launakjör ljósmæðra sýni að hvorki þarfir né störf kvenna séu metin að verðleikum. Skora á ríkis- stjórnina Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Lakkúlpur KOMNAR AF TUR Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862                  !"#$% &'() $*( + (!) ,$) -$#) .(# / .(##0 .12!& $ .$%$3  4  &)'$* 2*#( *(' !   ($')!.()% .12!& 5(% %($%   67 6869 () :8;6666666  < =) (5 !.()% .())) ($$#) () ;666666   ($')!.()% .12!& 5(% %($%   67 ::>: () ;?6666666  < =) (5 !.()% .())) ($$#) () :6666666     12)$) .&) #(!$) @ 9 5) >667 12)$) () A.()% )B##%$) &# ,() ($ .(2 $ /!% A .12 ,() % (')#)($% 1 ($$ #)($% 4 &C #0''# 9 (3 (5,() >667 %($ !&$ ()   67 6869 &#    66666:D;>E     12)$) .&) #(!$) @ >: 51 >667 12)$) () A.()% )B##%$) &# ,() ($ .(2 $ /!% A .12 ,() % (')#)($% 1 ($$ #)($% 4 &#0''# >: A.(5,() >667 %($ !&$ ()   67 ::>: &#    66666:7:68        &)'$* 2*#( *(' ! 5  ,)"!$ $ .$%$3  E (3 (5,() >667 F50A 5(% / .12 &# / $ .$%$3  4  &)'$* 2*#( *(' ! (!) $ $) ,$ !< $)0'$ >< :;; (B0.1 -$# &# /) #/# (5 .$ % () $ 1 ($ () # % 4# 04 &'() $*(< % #(,)( 3 :< &A5$< .1=0A% &# 4 ($51% &'() $*(< GGG5&'()!$*((< !)5 $ &'# .12 (B0.1< E (3 (5,() >667 H           !  Átaksverkefnið Borgarbörn leggur áherslu á markvissa uppbyggingu þjónustu og fjölgun valkosta fyrir yngstu borgarbúana. Jafnframt er stefnt að fleiri og betri val- kostum í dagvistun allra barna fram að skólaskyldu með umbótum, uppbyggingu og auknum sveigjanleika í þjónustu. Þjónustutrygging er mánaðarleg greiðsla til for- eldra barna sem bíða eftir plássi í leikskóla eða hjá dagforeldri. Greiðsluna má t.d. nota til að greiða ættingja fyrir gæslu barnsins heima eða til að auðvelda foreldrum að taka lengra frí frá vinnu. Þjónustutryggingin nemur 35.000 kr. á mánuði. Sótt er um þjónustutryggingu á www.leikskolar.is. Byggjum upp fyrir Borgarbörn! Þjónustutrygging og fleiri kostir fyrir yngstu íbúana Nánari upplýsingar á www.leikskolar.is og í síma 411 1111 Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÉG ÞEKKI það af eigin raun að borgarfulltrúi Vil- hjálmur Þ. Vil- hjálmsson fylgir hvorki sannfær- ingu sinni í þessu máli eða stendur yfirleitt við orð sín. Það er ekkert að marka orð þín, borgarfulltrúi Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, og ég bíð spenntur eftir að sjá hvaða dúsu þú færð að launum fyrir hlýðni þína við flokkinn og einstaka sviksemi við mig,“ sagði Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavík- ur, í umræðum um tillögu sína um at- kvæðagreiðslu um framtíðarstaðsetn- ingu flugvallarins í Reykjavík. Vilhjálmur svaraði fyrir sig, sagði ummæli Ólafs dæma sig sjálf og bætti við að hann ætlaði ekki að hreyta fúk- yrðum í hann á móti. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kom jafnframt í pontu og sagðist ekki ætla að fara niður á plan Ólafs og sagðist neita að svara ómaklegum spurning- um hans um menn og málefni. Hanna Birna lagði hins vegar til frávísunartillögu sem samþykkt var með öllum atkvæðum borgarfulltrúa – utan Ólafs. Las um ágreininginn í leiðara Í umræðu um málefnasamning nýja meirihlutans kom Ólafur aftur upp í pontu. Hann sagðist þá fyrst hafa heyrt af ágreiningi um Bitru- virkjun innan síðasta meirihluta þeg- ar hann las forystubréf Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Fréttablaðsins. Ólafur sagði Þorstein einn af „höfund- um þess að síðari meirihluti sprakk“ og að honum hefðu aldrei verið settir úrslitakostir. Málefnasamninginn sagði Ólafur vera gráan og óskýran. Ólafur hellti sér yfir Vilhjálm Þ. Ólafur F. Magnússon AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.