Morgunblaðið - 03.09.2008, Page 11

Morgunblaðið - 03.09.2008, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 11 FRÉTTIR 3-6 GSM símar og heimasími Með því að skrá símanúmer heimilisfólksins í Núllið þarf fjölskyldan ekki að borga krónu fyrir símtöl sín á milli innanlands. Hægt er að skrá þrjú til sex GSM númer notenda hjá Símanum og eitt heimanúmer. Skil- yrði er að notendurnir hafi sama lögheimili. Eitt númeranna má vera fyrirtækjanúmer og hringir heimilisfólkið þá í það fyrir 0 kr. Kostir Núllsins Enginn aukakostnaður eða auknar skuldbindingar fylgja því að vera í Núllinu. Heimilisfólkið skráir sig í þá áskriftarleið sem hentar best eða í Mitt Frelsi. Mitt Frelsisnúmer getur meira að segja hringt í öll hin númerin þótt inneignin sé búin! Kynntu þér skilmálana og skráðu fjöl- skylduna strax í síma 800 7000 eða á siminn.is! E N N E M M /S ÍA /N M 35 27 4 Núllið Í Núllinu þarf fjölskyldan ekki að borga krónu þegar hún hringir sín á milli • Það er Skráðu fjöl- skylduna í síma 800 7000 eða á siminn.is án tafar! 0kr. að hringja innan fjölskyldunnar - í i í i Í Núllinu þarf fjölskyldan ekki að borga krónu fyrir símtöl sín á milli innanlands. Hægt er að skrá þrjú til sex GSM númer heimilisfólks sem er hjá Símanum og eitt heimanúmer. Eitt númeranna má vera fyrir- tækjanúmer. Skilyrði er að allir hafi sama lögheimili og að a.m.k. eitt GSM nú er sé skráð í áskrift. i ll i Enginn aukakostnaður eða auknar skuldbindingar. Heimilisfólkið getur verið í áskrift eða með Mitt Frelsi. Mitt Frelsisnúmer getur hringt í öll hin númerin þótt inneignin sé búin. Kynntu þér skilmálana og skráðu fjölskylduna í Núllið í dag í síma 800 7000, á siminn.is eða í næstu verslun Símans. GERT er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist jafnt og þétt í september, einkum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Líklegt þykir að með- alatvinnuleysi ársins 2009 verði um eða yfir 3%. Þetta kom fram í ítarlegri saman- tekt Vinnumálastofnunar sem Jó- hanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun. Áætlað er að atvinnuleysi verði um 1,2% í lok ágúst eftir hægfara aukningu að undanförnu. Staðan er hins vegar betri víðast hvar á lands- byggðinni sé litið til næstu tveggja mánaða vegna aukinna fiskveiða og vinnslu við upphaf nýs kvóta- árs. Í fyrra var er- lent starfsfólk rúm 9% af vinnu- afli landsins, talið er að því muni fækka nokkuð í lok þessa árs. At- vinnulausum erlendum ríkisborgur- um hefur fjölgað töluvert síðustu mánuði, þeir voru 230 í júlí og fjölg- aði í ágúst en tölur liggja ekki fyrir. Aðgerðir Vinnumálastofnunar Vinnumálastofnun tekst á við auk- ið atvinnuleysi með ýmsum hætti. Greiningarvinna ráðgjafa er mikil- vægur þáttur auk þess sem á höf- uðborgarsvæðinu verður starfrækt- ur vinnuklúbbur. Þar fær fólk aðstoð við gerð ferilskráa og ýmsa ráðgjöf. Ráðist hefur verið í gerð rafrænn- ar skráningar atvinnulausra til að bæta þjónustu og auka sjálfshjálp. jmv@mbl.is Mun aukast jafnt og þétt  Atvinnuleysi var 1,2% í lok ágúst og telur Vinnumálastofnun að það muni aukast í september  Vinnumálastofnun telur sig vel í stakk búna til að taka á vandanum Í HNOTSKURN »Allt að 1.400 manns hefurverið sagt upp í hóp- uppsögnum á árinu. »Fjölgun atvinnulausra erlítil því mikið er um að fólk fái fljótt aftur störf. »Ráðnir hafa verið pólsku-mælandi starfsmenn hjá Vinnumálastofnun. Jóhanna Sigurð- ardóttir KOSTNAÐUR við ferð forseta Íslands, eigin- konu hans og rit- ara á Ólympíu- leikana í Peking var 2.777.276 krónur. Kostnaðurinn skiptist í far- gjöld, kr. 1.472.220, gist- ingu, kr. 896.880 og dagpeninga forseta og forsetaritara (fyrir skatt), kr. 408.176. Hótelkostnaður í Peking var mikill því kínversk stjórnvöld áskildu að þjóðhöfð- ingjar gistu á sérvöldum hótelum þar sem krafist var lágmarks- greiðslu. Hún var miðuð við tíu daga dvöl og hana varð að greiða þótt forseti dveldi skemur í landinu. Kínaferð vel á þriðju milljón Ólafur Ragnar Grímsson 66°NORÐUR hefur gert þriggja ára stuðn- ings- og samstarfs- samning við Íþrótta- samband fatlaðra. Samningurinn felur meðal annars í sér að 66°Norður styrkir íþrótta- sambandið með fatnaði. Íslenski hópurinn sem er á leiðinni á Ólympíuleika fatlaðra í Peking var viðstaddur undirskriftina. Fengu ís- lensku keppendurnir Grettis-boli frá 66°Norður en þeim munu þau klæð- ast meðan á leikunum stendur. 66°Norður styrkir ÍF MENNINGAR- og minningarsjóður kvenna ætlar að úthluta einstæðum mæðrum námsstyrk úr sjóðnum í haust. Verður styrkurinn veittur einstæðum mæðrum, 25 ára og yngri, sem hyggjast stunda nám á komandi vetri. Einkum verður litið til þeirra sem eru á leið í nám á ný eftir nokkurt hlé, skv. upplýsingum sjóðsins. Nemur styrkurinn 1 millj- ón kr. og áskilur stjórn MMK sér rétt til að úthluta fénu í einu lagi eða deila því á milli tveggja til þriggja kvenna. Ein milljón í námsstyrki BJÖRGVIN G. Sigurðsson við- skiptaráðherra fundaði í gær með Alistair Darling, fjármála- og bankamálaráðherra Bretlands. Á fundi þeirra bar m.a. á góma stöðuna á fjármálamörkuðum og framtíðarhorfur í fjármála- starfsemi. Ræddi við Darling KARLMAÐUR um þrítugt var handtekinn á mánudagskvöld eftir að lögregla höfuðborgarsvæðisins fann í íbúð hans 54 kannabis- plöntur. Að sögn lögreglu voru þær á lokastigi ræktunar. Var því stutt í að kannabisefnið hefði farið í sölu á götum borgarinnar. Íbúð mannsins, sem er í miðborg Reykjavíkur, er fremur lítil og var hún nánast undirlögð af plöntun auk tækja og tóla til ræktunar. Maðurinn játaði sök og einnig að framleiðslan var til sölu. Minnt á fíkniefnasímann Í tengslum við aðgerðina vill lög- regla minna á fíkniefnasíma lög- reglu og tollyfirvalda, 800-5005, en þar má koma nafnlausum ábend- ingum á framfæri. andri@mbl.is Með á sjötta tug plantna BRESKI akstursíþróttaklúbburinn HERO (hero.org.uk) verður á ferð um landið á 65 fornbílum dagana 7. til 12. september. Á sunnudaginn kl. níu mun borgarstjóri ræsa bíla frá ráðhúsinu í Reykjavík sem svo aka um Þingvelli, Gullfoss og Geysi áður en eiginleg keppni hefst sem er sambland af góðakstri og ökuleikni. Morgunblaðið/Valdís Thor Mikið djásn Björgvin Arnaldsson, starfsmaður Samskipa, virðir fyrir sér glæsilegan Bentley af árgerðin 1935. Fornbílar á ferð um Ísland

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.