Morgunblaðið - 03.09.2008, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuters
Á flótta Þúsundir manna hafa flúið af „öryggissvæðum“ Rússa til Gori.
LEIÐTOGUM ríkja Evrópusam-
bandsins tókst að jafna ágreining
sinn um hvernig bregðast ætti við
hernaði Rússa í Georgíu en niður-
staða leiðtogafundarins í fyrradag
sýnir að sambandið er í tiltölulega
veikri stöðu gagnvart Rússlandi, að
mati fréttaskýrenda. Vladímír Pútín,
forsætisráðherra Rússlands, lýsti
niðurstöðunni sem sigri „heilbrigðr-
ar skynsemi“.
Helsta niðurstaða leiðtoga ESB
var að fresta viðræðum við stjórn-
völd í Rússlandi um nýjan sam-
starfssamning þar til rússneska her-
liðið í Georgíu færi af svæðum sem
það náði á sitt vald eftir átök við her
landsins í ágúst.
Fyrir fundinn vildu Bretar, Pól-
verjar og fleiri ESB-þjóðir harðari
aðgerðir gegn Rússum. Aðrar þjóðir,
þeirra á meðal Frakkar, Þjóðverjar
og Ítalir, voru tregari til að stofna
viðskiptatengslum við Rússa í hættu.
Embættismenn í Brussel lýstu
niðurstöðunni sem sigri fyrir einingu
ESB en nokkrir fréttaskýrendur
töldu hana til marks um vanmátt
sambandsins gagnvart Rússum. Sú
ákvörðun að fresta viðræðunum væri
veik málamiðlun, það minnsta sem
ESB hefði getað gert. bogi@mbl.is
Talin sýna vanmátt ESB
Niðurstaða leiðtogafundarins sögð til marks um veika stöðu ESB gagnvart
Rússlandi Vladímír Pútín segir niðurstöðuna vera sigur heilbrigðrar skynsemi
AP
Bros Stjórnarandstæðingar fagna á mótmælafundi fyrir utan stjórnarráðshúsið í Bangkok í gær. Mótmælendur hafa haft bygginguna á valdi sínu í viku.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
FORSÆTISRÁÐHERRA Taí-
lands, Samak Sundaravej, lýsti yfir
neyðarástandi í Bangkok í gær til
að geta heimilað hernum að gera
ráðstafanir til að binda enda á átök
stuðningsmanna og andstæðinga
stjórnarinnar eftir mestu götuóeirð-
ir í borginni í sextán ár.
Stjórnarandstæðingarnir saka
stjórnina um spillingu og telja Sam-
ak og ráðherra hans vera strengja-
brúður Thaksins Shinawatra, fyrr-
verandi forsætisráðherra sem var
steypt af stóli í valdaráni hersins
fyrir tveimur árum. Thaksin flúði
nýlega til Bretlands til að komast
hjá því að verða sóttur til saka í
heimalandinu fyrir spillingu.
Her Taílands hefur átján sinnum
tekið völdin í landinu í sínar hendur
frá árinu 1932 þegar komið var á
þingbundinni konungsstjórn.
Yfirmaður taílenska hersins,
Anupong Paochinda, boðaði til
blaðamannafundar í gær og lagði
áherslu á að markmið hersins væri
að komast hjá því að beita ofbeldi.
Hann sagði ekkert hæft í vangavelt-
um um að herinn væri að búa sig
undir nýtt valdarán.
Leiðtogi Lýðræðisbandalagsins
(PAD), samtaka sem standa fyrir
mótmælunum, hvatti stuðnings-
menn sína í Bangkok til að fara
ekki út úr stjórnarráðshúsi sem
þeir hafa haft á valdi sínu í viku.
Nokkrir fréttaskýrendur sögðu að
markmið bandalagsins væri að
stuðla að frekari átökum í von um
að herinn steypti ríkisstjórninni eða
að almenningur risi upp gegn
henni.
Auk þess að krefjast þess að for-
sætisráðherrann segi af sér vill
PAD að stjórnarskránni verði
breytt þannig að aðeins 30% þing-
manna landsins verði þjóðkjörnir,
en aðrir skipaðir á þingið með ein-
hverjum hætti. Bandalagið segir að
markmiðið með þessu sé að koma í
veg fyrir að spilltir stjórnmálamenn
geti komist til valda með því að
kaupa atkvæði.
Flokkurinn verði bannaður
Ríkisstjórnin varð fyrir enn einu
áfallinu í gær þegar yfirkjörstjórn
landsins lagði til að flokkur for-
sætisráðherrans yrði leystur upp og
bannaður vegna ásakana um að
hann hefði tryggt sér sigur í síðustu
þingkosningum í desember með því
að kaupa atkvæði. Ríkissaksóknari
Taílands þarf nú að taka afstöðu til
þess hvort ástæða sé til að skjóta
málinu til stjórnlagadómstóls lands-
ins. Verði það gert og staðfesti
dómstóllinn niðurstöðu kjörstjórn-
arinnar verður flokkur forsætisráð-
herrans bannaður og leiðtogum
hans meinað að gegna opinberum
embættum í fimm ár.
Lýst sem spilltri leikbrúðu
Forsætisráðherra Taílands á í vök að
verjast vegna ásakana um atkvæðakaup
Í HNOTSKURN
» Lýðræðisbandalagið,PAD, sem stendur fyrir
mótmælunum, nýtur einkum
fylgis í Bangkok og fleiri
borgum Taílands. PAD á einn-
ig öfluga bakhjarla í yfirstétt-
inni.
» Bandalagið nýtur hinsvegar lítils stuðnings í
dreifbýlinu þar sem flokkur
Samaks Sundaravejs forsætis-
ráðherra og forvera hans,
Thaksins Shinawatra, hefur
verið öflugur.
"
#
"
$
%
!"
&''
(
(
) + "*
!
+ '
,--
!
" "
+ "
'
%
+ .
+ !
! )
* '
%
! )
/
!."
.
"
!
"#$
0 )
!
1
*
%& '()*+
'!,- (-./)
'/
, &*&, +*
'%-
' %
'
)-
- 00- %* ' - ,1* ') &%--
%* +
,&$2
*01')%' '&)---
&')3'
%&'
)4 :4;:<=>
?
-;@*
A
%)*?*
56!7 872!9
2*
.)
! (
.
.
%
(
. . ++
" )
(3
'
) (
." (
4
!
* '
5.
.
! "
!
"'
KVENKYNS reykingamenn geta
átt á hættu að fá hjartasjúkdóma um
sama aldur og karlkyns reykinga-
menn, en allajafna fá konur hjarta-
sjúkdóma mun seinna á lífsskeiðinu
en karlar.
Þetta sýnir ný rannsókn sem gerð
var af vísindamönnum við sjúkrahús
í Lillehammer í Noregi. Rannsóknin
leiddi í ljós að reyklausir karlar
fengu að meðaltali fyrsta hjartaáfall-
ið 72ja ára en 64 ára ef þeir reyktu.
Reyklausar konur fengu hins vegar
að meðaltali fyrsta hjartaáfallið 81
árs en 66 ára ef þær reyktu.
Þegar tekið hafði verið tillit til
annarra þátta, sem geta orsakað
hjartaáfall, kom í ljós að konur sem
reykja eiga á hættu að fá hjartaáfall
nærri 14 árum fyrr en konur sem
ekki reykja. Hjá körlum er munur-
inn sex ár.
Talið er að kvenhormón verndi
konur gegn hjartasjúkdómum og
geri það að verkum að þær fá sjúk-
dómana seinna en karlar. Með reyk-
ingum telja vísindamennirnir líklegt
að konur fari fyrr á breytingaskeiðið
og verði því berskjaldaðri gegn
hjartaáföllum. jmv@mbl.is
Reykingar
veikja vörn
kvenna
Konur fá hjartaáfall
mun fyrr ef þær reykja
AP. Jerúsalem. | Ísraelsku leyniþjón-
ustumennirnir sem náðu Adolf Eich-
mann frá Argentínu árið 1960 létu
Josef Mengele,
hinn illræmda
lækni úr útrým-
ingarbúðum nas-
ista, afskiptalaus-
an til þess að
stefna ekki hand-
töku Eichmanns í
hættu. Mikilvæg-
ara þótti að ná
Eichmann, en
hann hafði yfirumsjón með skipu-
lagningu og starfsemi útrýmingar-
búða nasista í Þriðja ríki Þýskalands.
Rafi Eitan, einn ísraelsku leyni-
þjónustumannanna, greindi frá
þessu í gær.
Hann sagði að leyniþjónustunni
hefði verið kunnugt um að Mengele
byggi ásamt konu sinni í íbúð í Bue-
nos Aires á sama tíma og þeir sátu
fyrir Eichmann.
Mengele náðist aldrei og lést árið
1979. Hann sá um að flokka fanga
sem komu í útrýmingabúðirnar auk
þess sem hann gerði grimmilegar til-
raunir m.a. á börnum. Hann fékk við-
urnefnið „Engill dauðans“.
Eichmann var fluttur til Ísraels og
tekinn af lífi, fundinn sekur um morð
á 6 milljónum gyðinga. jmv@mbl.is
Engill dauð-
ans slapp
Josef Mengele
KÖTTURINN Bella, sem á heima í
Arizona í Bandaríkjunum, lifði af
rúmlega 100 km bílferð liggjandi á
varadekki undir pallbíl eiganda
síns.
Gil Smith var á leiðinni á fund og
þegar hann steig út úr bílnum á
leiðarenda, tveimur og hálfri
klukkustund síðar, heyrði hann
aumingjalegt mjálm berast undan
bílnum og fann köttinn sinn liggj-
andi á varadekkinu.
Bella var skjálfandi hrædd og í
losti en hafði haft vit á að stökkva
ekki undan bílnum á ferð.
Smith-hjónin eiga mörg dýr en
Bella er í sérstöku uppáhaldi. Gil
afboðaði því viðskiptafundinn til að
aka Bellu sinni aftur heim og hlúa
að henni. jmv@mbl.is
Farandkött-
urinn Bella