Morgunblaðið - 03.09.2008, Síða 20

Morgunblaðið - 03.09.2008, Síða 20
Þunguð Varast ber að takmarka hitaein- ingafjölda verulega á meðgöngu. konur oft víðum fötum, en í dag býðst þeim mikið úrval af þröngum óléttufatnaði sem jafnvel er merktur frægum hönnuðum. Tískan er þó dýru verði keypt í tilfelli kvenna sem þjást af þungunarstoli, því heilsu móður og barns er ógnað þegar móð- irin fær ekki næga næringu. Konur með þungunarstol sneiða oft hjá mjólkurvörum. Þá tekur fóstrið kalk sem það þarfnast úr tönnum og beinum móður- innar, og í alvarlegum tilfellum kalk- og D- vítamínskorts verða læknar varir við beina- sjúkdóma hjá móður og barni. „Hér áður fyrr var talað um að konur misstu tönn fyr- ir hvert barn sem þær eignuðust,“ segir Pat O’Brien fæðingarlæknir í London. „Ástæð- an er sú að barnið tekur næringu sem það þarfnast frá móðurinni borði hún ekki nóg.“ Nýtt hugtak er á sveimi um konur semóttast svo mjög að þyngjast á með- göngu, að þær borða lítið og hreyfa sig óhóflega mikið. Talað er um að þær þrói með sér þungunarstol (pregorexia). Samkvæmt vefriti The Daily Mail, snýst þungunarstol ekki um löngun til að losa sig við meðgöngukíló á undraverðum hraða líkt og Hollywood-stjörnur gera sumar eftir barnsburð. Hugtakið á frekar við um konur sem takmarka verulega hitaeiningafjölda og stunda mikla líkamsrækt á meðgöngu. Talið er að þróun meðgöngutískufata spili ákveðið hlutverk hvað varðar þung- unarstol. Í gamla daga klæddust óléttar Stíf líkamsrækt getur líka verið varasöm. Þunguðum konum er yfirleitt ráðlagt að ganga, hjóla eða synda, en minnka við sig þolfimi og erfiðar æfingar. Ástæðan er sú að liðbönd hjá þunguðum konum eru mýkri og því meiri hætta á meiðslum. Samkvæmt bandarískri rannsókn sem birt var í The British Medical Journal, eignast konur sem stunda ákafa líkamsrækt léttari börn en þær sem hreyfa sig minna. Þungunarstol er ekki eins algengt og of- fita, en það fylgir því líka áhætta að þyngj- ast of mikið á meðgöngu. Of þungum kon- um er hætt við meðgöngueitrun, en hún getur verið lífshættuleg fyrir móður og eykur líkur á fyrirburafæðingu. Konur sem eru með BMI stuðul yfir 30, eru fjórum sinnum líklegri til að þróa með sér með- göngusykursýki en konur í kjörþyngd. Þungunarstol heilsa 20 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Lilju Þorsteinsdóttur liljath@mbl.is ÁÍslandi, sem og annars staðar, verðakonur með átraskanir barnshafandiog í sumum tilvikum er það með-gangan sem hrindir af stað átröskun sem ef til vill var undirliggjandi fyrir. Nína Björg Magnúsdóttir, ljósmóðir, skrifaði lokaverkefnið Átraskanir barnshafandi kvenna fyrir rúmu ári. Hún segir að konur með átrask- anir eigi í frekari erfiðleikum með að verða barnshafandi en konur almennt. „Þær hafa síð- ur egglos því sjúkdómurinn hefur áhrif á horm- ónastarfsemi þessara kvenna og oft þurfa þær sálræna aðstoð áður en þær geta orðið þung- aðar. Þær sem veikjast á meðgöngu hafa líklega undirliggjandi einkenni sem koma frekar í ljós þegar þær byrja að þyngjast. Allt að 5% kvenna eru með átraskanir á meðgöngu og margar þeirra eru veikar fyrir þungunina. Það kom mér á óvart við lestur erlendra heimilda hversu margar konur sem leita sér aðstoðar vegna ófrjósemi eru með undirliggjandi átröskun, en þær fá þá gjarnan hormónagjöf til að örva egg- los.“ Afneitun algeng „Þungunin hjálpar ekki konunum að takast á við veikindin, þvert á móti. Þær afneita því líka oft að ófrjósemin tengist átröskuninni,“ segir Nína Björg. „Þungaðar konur með átröskun skiptast gjarnan í tvo hópa á meðgöngutím- anum. Sumar hugsa mikið um það að borða nóg fyrir barnið og ná að halda sjúkdómnum niðri. Eftir fæðingu detta þær því miður oft í gamla farið og jafnvel ennþá neðar, en þá vilja þær ná af sér meðgöngukílóunum. Aðrar eru það langt leiddar að þær þyngjast lítið sem ekkert. Þær eiga líka erfitt eftir fæðingu og rannsóknir sýna að þær eiga í miklum erfiðleikum með að ná bata.“ Nína Björg hefur sjálf orðið vör við sjúkdóm- inn í sinni vinnu. „Nýverið hitti ég konu sem var langt undir sinni kjörþyngd og hún hafði aðeins þyngst um þrjú kíló á allri meðgöngunni. Sam- kvæmt skýrslum viðurkenndi hún ekki vand- ann, en hún hafði ítrekað fengið ráðleggingar varðandi mataræði. Læknir, ljósmóðir og nær- ingarráðgjafi voru tilbúin til að hjálpa henni en konan þáði enga aðstoð. Það er svo algengt að konur með átraskanir afneiti veikindum sínum en þessi kona var greinilega mikið veik.“ Konur með átraskanir á meðgöngu eiga oft erfiðari fæðingu en aðrar. „Þær eiga til dæmis frekar á hættu að rifna alvarlega á spangar- svæði og eru í frekari hættu á miklum blæð- ingum eftir fæðinguna,“ segir Nína og bætir því við að einhver áhætta sé líka fyrir barnið. „Það er aukin hætta á fyrirburafæðingu og fylgikvill- um hjá barninu. Börn þessara kvenna fæðast oft léttari en önnur börn, keisaratíðni er hærri og auknar líkur eru á inngripum í fæðingu. Þess má einnig geta að konurnar eru í meiri hættu á að upplifa erfiðleika eftir barnsburð, svo sem síður árangursríka brjóstagjöf og tilfinninga- legt ójafnvægi. Rannsóknir hafa sýnt að stúlku- börn þessara kvenna eru í þrisvar sinnum meiri hættu á að þróa með sér lystarstol einhvern tíma á lífsleiðinni sem síðan hefur sömu áhrif á börn þeirra. Sjúkdómurinn getur því þróast á þennan hátt á milli kynslóða. Því er svo mikil- vægt að konur nærist vel á meðgöngutímanum til að sporna gegn sjúkdómnum. “ Mikilvægt að skima fyrir átröskun Nínu Björgu finnst mikilvægt að ljósmæður skimi markvisst fyrir átröskunum og spyrji konur opinna og beinna spurninga um það hvort þær hafi verið með átröskun eða þjáist af henni nú. „Best væri að nota staðlaða spurningalista, en ég birti þá í lokaverkefninu mínu. Það hefur frekar verið einblínt á barnshafandi konur í yfirþyngd. Oftast er verið að hafa eftirlit með að konur þyngist ekki of mikið, enda er það al- gengara. Það má samt ekki gleyma konum sem eru með átraskanir. Ég hef komist að því að margar konur almennt sem eru í kjörþyngd eða aðeins yfir kjörþyngd kljást við lotugræðgi og kasta upp. Það er erfitt að sjá það á þeim og þá eru þær síður spurðar. Þess vegna finnst mér mikilvægt að ljósmæður í mæðraeftirliti fái vitneskju um líkamsímynd allra barnshafandi kvenna, reglur þeirra í tengslum við mataræði og næringarvenjur. Þá er hægt að halda betur utan um þær konur sem þurfa á því að halda og það er ekki síður mikilvægt eftir barnsburð. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/hag Ljósmóðirin Nína Björg Magnúsdóttir segir mikilvægt að ljósmæður skimi markvisst fyrir átröskunum og spyrji konur opinna og beinna spurninga. Glíma við átraskanir á meðgöngu Þegar kona sem þjáist af átrösk- un verður barnshafandi, verður erfiðara fyrir hana að fela sjúk- dóminn. Ljósmæður fylgjast gjarnan með þyngd kvenna á meðgöngu og vexti fóstursins og eru lærðar í að koma auga á einkenni átraskana. Í HNOTSKURN » Átröskunum er almennt skipt upp íþrjá flokka en þeir eru: lystarstol, lotu- græðgi og átröskun, ekki nánar skilgreind, stundum kölluð ódæmigerð átröskun. » Átraskanir eru oft falinn sjúkdómurog margir gera sér ekki grein fyrir því hversu útbreiddur hann er. » Átraskanir eru ein algengasta geð-röskunin hjá ungum konum nú um stundir og hafa orðið mun meira áberandi í samfélaginu og eftirspurn eftir meðferð- arúrræðum hefur aukist mjög. »Átraskanir eru mjög flóknir sálrænirsjúkdómar og sérlega erfiðir fyrir kon- ur á meðgöngutímanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.