Morgunblaðið - 03.09.2008, Page 21
Í HNOTSKURN
»Þeir hjálmar semseldir eru hér á
landi uppfylla flestir
öryggiskröfur. Það
skiptir þó miklu máli
að stilla þá rétt og
endurstilla reglulega.
» Hjálmar hafatakmarkaðan líf-
tíma. Einnig skyldi
skipta um hjálm ef
hann verður fyrir
hnjaski. Betra er að
nota þunna lamb-
húshettu undir hjálm-
inn en húfu því þá
situr hjálmurinn
kyrr ef þú dett-
ur.
» Ekki ætti aðlíma eða
tússa utan á hjálm-
inn. Það getur
skemmt ytra byrði
hans og haft áhrif á
virkni hans.
Fjóla hefur hjólað mikið í sumar og segir
það valda sér áhyggjum hversu margir hjóli
hjálmlausir. Það sé löngu tímabært að við
látum af pjattinu. „Það var leiðinlegt, til
dæmis í Hjólað í vinnuna átakinu í vor, að
sjá hversu margir hjóluðu hjálmlausir því
það er einfaldlega ekkert vit í slíku. Þetta er
einföld hlíf sem hefur margsannað gildi sitt,
enda er það engin tilviljun að hjálmarnir
eru hannaðir eins og þeir eru. Lögun þeirra
byggir á áratugalangri þróun og prófunum
þar sem tekið er tillit til þeirra slysa sem
hjólreiðamenn lenda helst í.
Til eru reglur um notkun hlífðarhjálms
við hjólreiðar barna og gilda reglurnar fyr-
ir börn yngri en 15 ára. Ísland
hefur fengið mikið hrós
fyrir setningu þeirra á
á hinum Norð-
urlöndunum. En
auðvitað ætti reglu-
gerðin að ná yfir alla.
Sérstaklega núna
þegar fólk er farið
að hjóla meira, bens-
ínverð er hátt og yf-
irvöld beinlínis
hvetja fólk til að nota
þennan samgöngu-
máta.“
Látum af pjattinu
Í HNOTSKURN
» Öll hjól ættu að hafa hvítt ljós að framanog rautt ljós að aftan svo ökumenn og
aðrir vegfarendur sjái á hvaða leið hjólið er.
» Glitauga á að vera á fótstigi.» Teinaglit á að vera framan og aftan áhjólinu.
» Endurskinsborðar og endurskinsvestigera hjólreiðamanninn sýnilegri
» Eigi að hjóla reglulega í haust og veturer full ástæða til að skipta yfir á nagla-
dekk eða grófari dekk.
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Áhaustin verða flest hjólreiðaslys, sam-kvæmt nýlegri frétt í danska dagblaðinuBerlingske Tidende. Þó að við Íslend-ingar séum ekki jafnduglegir og Danir
að nýta okkur þennan farkost er engu að síður full
þörf á að yfirfara hjólið eigi að hjóla áfram yfir
haust- og vetrarmánuðina.
„Skólar hafa margir hverjir leyft hjólreiðar út
september og þá er það á ábyrgð foreldra að sýna
ábyrgð og fara yfir hjólið með krökkunum. Það er
nefnilega allt annað að hjóla í maí en september,“
segir Fjóla Guðjónsdóttir hjá Forvarnahúsi Sjóvá.
Hún segir sýnileikann mikilvægan á þessum
árstíma. „Lýsing er ekki talin nauðsynleg yfir
sumarmánuðina, en þegar skammdegið færist yfir
skipta ljósin og glitaugun miklu máli.“
Samkvæmt reglugerð 57/1994 ber hjólreiðafólki
að hafa ljós og teinaglit framan og aftan á hjólinu,
sem og glitaugu á fótstigi. Bjalla skal enn fremur
vera á hjólinu, lás, bremsur að framan, jafnt sem
aftan og keðjuhlíf – svo fatnaður hjólreiðamanns-
ins flækist ekki.
„Þó þess sé ekki sérstaklega getið í reglugerð-
inni teljum við hjá Forvarnarhúsi Sjóvá að fatn-
aður hjólreiðamannsins þurfi líka að vera í lagi.
Endurskinsborðar sem smella má utan um
buxnaskálmar eru til dæmis góð hugmynd, sem og
endurskinsvesti. Mikið af útivistarfatnaði er raun-
ar þegar í skærum neonlitum og því vel sýnilegt,
en það er samt aldrei slæm hugmynd að bæta fleiri
endurskinsmerkjum á fatnaðinn,“ segir Fjóla og
bætir við að endurskinsmerkin sé auðvelt að nálg-
ast í apótekum og vefnaðarvöruverslunum.
Æskilegast er að skipta um dekk sé meiningin
að hjóla áfram í haust og vetur, yfir á nagladekk
eða grófari dekk.
„Svo verða menn náttúrulega alltaf að meta að-
stæður. Þegar snjór er og slabb og ekki búið að
ryðja þá er það ekki endilega besta hugmyndin að
fara hjólandi upp Ártúnsbrekkuna,“ segir hún.
„Hjólreiðamenn verða nefnilega líka að sýna varúð
á stígum jafnt sem götum.“
Morgunblaðið/Kristinn
Endurskinsvesti Það er góður kostur að nota endurskinsvesti þegar dimma tekur, þó
útivistarfatnaður í skærum neonlitum sjáist oft ekki síður vel.
Vetrarbúnaður Glitauga á fótstigi, ljós og teinaglit er nauðsynlegur búnaður fyrir hjólreiðamanninn yfir vetrarmánuðina, ásamt endurskinsmerkjum.
Sýnileiki hjólreiðamannsins mikilvægur
hreyfing
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 21
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
34
98
9
Nú höfum við opnað nýja Vínbúð í Skútuvogi 2 og
aukum þar með þjónustu okkar við viðskiptavini.
vinbudin.is
Kjartan Björnsson frá Hraunkotií Aðaldal orti í bændaferð á
Írlandi fyrr í sumar:
Í dag oss veitist vegleg sjón,
víst eru sagnir slyngar.
Ökum hér um feðrafrón,
frjálsir Íslendingar.
Kristín Bjarnadóttir frá
Syðri-Brúnavöllum var einnig
með í för og sendi Kjartani
kveðju:
Kjartan vísum kann á skil
kæti vekur sanna.
Ætli’ hann reki ættir til
írskra landnámsmanna?
Og hún bætti við:
Um írska tign ei efast skal,
né upphefð þér til handa
en eflaust finnst í Aðaldal
einhver norræn blanda.
Kjartan talaði um það í ferðinni
að sig vantaði hrút og Sigurjón
Þórarinsson brást snöggt við,
keypti forláta hrút, að vísu úr gleri,
og gaf Kjartani. Hann fékk
auðvitað vísu að launum:
Nú er ég á grænni grein,
gleði á ferðaþingi,
eignaðist ég hrútinn Hrein
frá hressum Austfirðingi.
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Af bændum og Írlandi