Morgunblaðið - 03.09.2008, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ræða GeirsH. Haardeforsætis-
ráðherra um efna-
hagsmál á Alþingi
í gær mun að öll-
um líkindum hafa jákvæð
áhrif á efnahagslífið. Hún
stuðlaði sömuleiðis að því að
styrkja stöðu forsætisráð-
herrans sjálfs, sem hefur legið
undir nokkru ámæli und-
anfarið fyrir aðgerðaleysi í
efnahagsmálum.
Upptalning forsætisráð-
herra á aðgerðum rík-
isstjórnar og Seðlabanka í
efnahagsmálunum und-
anfarna mánuði sýnir að sú
gagnrýni á ekki við rök að
styðjast. Til ýmissa ráða hefur
verið gripið til að styrkja hag-
kerfið. Forsætisráðherra boð-
aði nýja lántöku erlendis til að
styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn
og sýndi fram á að gjaldeyr-
isforðinn hefur meira en tvö-
faldazt síðan í júní.
Mikilvægustu tíðindin í
ræðu forsætisráðherra voru
þau að tekið verði nýtt lán að
upphæð um 30 milljarðar
króna. Það er ekki hátt hlut-
fall af þeirri heimild, sem rík-
issjóður hefur til lántöku, en
það er jákvætt að kjör lánsins
eru mun hagstæðari en
skuldatryggingaálag rík-
issjóðs gefur til kynna. Það er
mjög mikilvægt að ríkissjóður
sýni að hann geti tekið lán á
hagstæðum kjörum við núver-
andi aðstæður og ætti að
stuðla að því að aðrir, þar á
meðal íslenzku bankarnir,
sigli í kjölfarið og fái lán á
hagstæðari kjörum.
Skuldatryggingaálag á lán-
um bæði bankanna og rík-
issjóðs hefur verið í hrópandi
ósamræmi við raunverulega
stöðu þeirra og í raun fyrst og
fremst til merkis um ákveðinn
ímyndarvanda íslenzka fjár-
málakerfisins. Þessi lántaka
ríkisins er vonandi til merkis
um að sá vandi fari minnk-
andi.
Forsætisráðherra gaf í
skyn að frekari aðgerðir væru
væntanlegar í því skyni að
draga úr lausafjárerfiðleikum
fjármálafyrirtækja og auka
fjármálastöðugleikann og
boðaði að frá þeim yrði greint
í fjárlögum og stefnuræðu
hans í byrjun október.
Athyglisvert var hversu
samstiga formenn stjórn-
arflokkanna voru í umræðum
á Alþingi í gær um að frekari
virkjun vatnsafls og jarðhita
væri nærtækasta leiðin til að
koma Íslandi upp úr núver-
andi efnahagslægð.
Geir H. Haarde talaði um að
nýta orkulindirnar á arðbær-
an, en jafnframt
„umhverfislega
ábyrgan og sjálf-
bæran hátt“. Ingi-
björg Sólrún
Gísladóttir talaði
um að stefnan í virkjana-
málum ætti að byggjast á
rammaáætlun um verndun og
nýtingu náttúrusvæða.
Á þessu tvennu er í raun
enginn munur. Eftir umræð-
urnar um Kárahnjúkavirkjun
dettur í raun engum í hug að
samstaða gæti náðst um
virkjanir, sem yllu stórskaða
á náttúru landsins. En auðvit-
að rúmast margar virkjanir
innan ramma þess ábyrga og
sjálfbæra, þótt stundum
mætti ætla annað af málflutn-
ingi þeirra, sem ekki mega
heyra virkjun eða verksmiðju
nefnda án þess að sjá rautt.
Í umræðunum í gær ræddi
forsætisráðherra lítið sem
ekkert um gjaldmiðilinn. Ut-
anríkisráðherra talaði hins
vegar opinskátt um fílinn í
stofunni og sagði einfaldlega
að krónan nyti ekki trausts og
hefði ekki gert lengi. Þetta
blasir við hverjum sem vill sjá
það.
Réttilega hefur verið bent á
að það sé engin skyndilausn í
efnahagsmálum að skipta um
gjaldmiðil. Við verðum að
vinna okkur út úr vandanum
með öðrum ráðum. Spurn-
ingin um gjaldmiðilinn snýr
að því hvort hægt sé að
tryggja aukinn stöðugleika til
langframa eða hvort við sitj-
um áfram uppi með gjald-
miðil, sem er berskjaldaður
fyrir sveiflum og spákaup-
mennsku. Hvort krónan sé
dæmd til að sveiflast áfram
upp og niður, með tilheyrandi
óþægindum fyrir almenning
og fyrirtæki í landinu. Þótt nú
sé brýnast að taka á vand-
anum til skemmri tíma litið,
er þetta spurning sem verður
ekki umflúin.
Forsætisráðherra hefur
boðað úttekt á gjaldmiðils- og
peningamálum og utanrík-
isráðherra tók í gær undir að
slík úttekt færustu sérfræð-
inga væri brýn. Það myndi
enn styrkja tiltrú á stefnu rík-
isstjórnarinnar í efnahags-
málum ef hafizt yrði handa
fljótlega um þá vinnu.
Það skiptir máli í tengslum
við umræðurnar um efna-
hagsmál, sem bæði Geir H.
Haarde og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir bentu á í gær; að
þótt efnahagsástandið hafi
versnað hafa Íslendingar það
enn harla gott. Engin neyð er
í efnahagsmálum þjóðarinnar
– en vissulega afar krefjandi
verkefni.
Ræðan hafði jákvæð
áhrif á efnahagslífið
og stöðu ræðu-
mannsins}
Efnahagsmálin
og fíllinn í stofunni
Í
stað þess að berjast gegn framgangi
sósíalismans í heiminum og fyrir
auknu frelsi fólks hefði Margaret
Thatcher, fyrrverandi forsætisráð-
herra Bretlands, átt að vera heima að
sinna börnunum sínum.
Að minnsta kosti mátti skilja á þann veg
grein hér í Morgunblaðinu á sunnudaginn und-
ir titlinum „Fjölskyldan ekki í fyrsta sæti. Þar
endurómaði gagnrýni, sem Thatcher hefur
mátt sæta í Bretlandi að undanförnu.
Þar er beinlínis gefið í skyn að ógæfa sonar
hennar sé henni að kenna og hún hafi vanrækt
dóttur sína. Sagt er að Margaret Thatcher hafi
ekki verið neinn sérfræðingur í uppeldi barna.
„Upptekin af því að ráðleggja öðrum um barna-
uppeldi virðist Margaret hafa gleymt að ala
upp sín eigin,“ stóð í sunnudagsblaðinu.
Konur hafa í áratugi barist til áhrifa í atvinnulífi og
stjórnmálum. Það hefur ekki verið þrautalaus barátta en
sem betur fer borið árangur. Thatcher er sjálf gott dæmi
um það.
Ein af þeim hindrunum sem konur hafa þurft að yf-
irstíga er samviskubitið yfir því að sinna ekki heimilinu
eins vel á meðan. Aukin þátttaka karla á þeim vettvangi
hefur þó auðveldað hugarfarsbreytingu í þessum efnum.
Gagnrýni eins og sú, sem nú kemur fram á Thatcher, er
til þess fallin að ýta frekar undir ranghugmyndir um kon-
ur sem vilja ná árangri í starfi. Verið er að viðhalda þeirri
goðsögn að á meðan vanræki þær það hlutverk sem þeim
beri fyrst og fremst að sinna; heimilisstörf og
barnauppeldi. Hvenær fá karlmenn, sem hafa í
gegnum aldirnar eytt miklum tíma í starfs-
framann, slíka gagnrýni? Hvenær er sagt að
karlmaður á framabraut setji ekki fjölskyld-
una í fyrsta sæti?
Margaret Thatcher braust til valda í karla-
heimi breskra stjórnmála á sjötta áratug síð-
ustu aldar. Hún varð fyrsti kvenmaðurinn til
að gegna stöðu forsætisráðherra Bretlands ár-
ið 1979. Gjörðir hennar voru vissulega um-
deildar en áhrifin meiri en margra karla sem á
undan fóru. Það er enn að koma í ljós í dag.
Af hverju tala þeir, sem kenna sig við fem-
ínisma, ekki meira um afrek Thatcher? Skyldi
það vera vegna þess að Thatcher hugsaði fyrst
og fremst um rétt einstaklinganna óháð kyni?
Skyldi það vera vegna þess að hún væri ósammála sósíal-
ismanum sem gegnsýrir kvenréttindaumræðu þessa dag-
ana? Sú umræða snýst fyrst og fremst um það hvernig
beita megi valdi ríkisins í þágu ákveðins þjóðfélagshóps.
Er ekki Margaret Thatcher lifandi dæmi þess að konur
geta barið niður ósýnilega múra sem eru enn til staðar?
Eru það ekki uppbyggilegri skilaboð til dætra okkar, að
þær geti náð þangað sem þær vilja á eigin verðleikum án
sérstakra forréttinda í skjóli ríkisvaldsins?
Margaret Thatcher er mikilvæg fyrirmynd sem verður
að vera hægt að benda á. Fái einstaklingurinn að njóta
hæfileika sinna án afskipta hins opinbera getum við öll
unnið að markmiðum okkar. bjorgvin@mbl.is
Björgvin
Guðmundsson
Pistill
Móðir Thatcher
Uppljóstranir hrista
upp í varaforsetavali
FRÉTTASKÝRING
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þ
ekkti John McCain, for-
setaefni repúblikana,
óvenjulega fortíð flokks-
systur sinnar Söruh Palin
nógu vel þegar hann kaus
að gera hana að varaforsetaefni sínu í
haust?
Þessi spurning er nú á allra vörum í
Bandaríkjunum eftir uppljóstranir
um bakgrunn stjórnmálakonunnar
frá Alaska sem McCain kaus flestum
að óvörum að taka fram yfir marga
þjóðþekkta repúblikana.
Byrjum á fjölskyldu Palin.
Fjölskylduhagir frambjóðenda
vega þungt í huga margra íhalds-
samra kjósenda á bandi repúblikana
og sú frétt fór því eins og eldur í sinu
um fjölmiðlana vestanhafs að dóttir
Palin, hin 17 ára gamla Bristol Palin,
væri komin fimm mánuði á leið.
Heyra mátti saumnál detta í saln-
um þegar Palin skýrði frá þessu á
flokksþingi repúblikana á mánudag.
Og ekki nóg með það. Skömmu síðar
dreifðu vefsíður hliðhollar demókröt-
um þeim rógi um netið að fjögurra
mánaða gamall sonur Palin, Trig,
væri í raun sonur Bristol.
Slúðrið var vandlega valið.
Þannig er sonur Söruh með Down-
heilkennið og hefur sú staðreynd að
hún kaus ekki að fara í fóstureyðingu
þótt til vitnis um staðfastlega and-
stöðu hennar við að mæður láti eyða
fóstrum, aðgerð sem margir trúaðir
íhaldsmenn vestanhafs álíta einhverja
mestu synd sem mæður geta framið.
Stuðningur Palin við að dóttir
hennar ali barnið og gangi að eiga
barnsföður sinn þykir undirstrika
þessa grundvallarafstöðu.
Róttæk fortíð
Ýmislegt annað í bakgrunni Palin
hefur orðið tilefni vangaveltna um að
McCain kunni að hafa orðið á í mess-
unni með varaforsetavali sínu.
Repúblikanar hafa hamrað á vin-
skap Barack Obama, forsetaefnis
demókrata, við róttæka blökkumenn
á sínum tíma og það veldur því nokkr-
um titringi að Palin, sem er 44 ára
gömul, skuli upp úr þrítugu hafa
gengið til liðs við Independence
Party, róttækan flokk í Alaska sem
barist hefur fyrir aðskilnaði frá ríkja-
sambandinu.
Við þetta bætist svokallað
„Troopergate“ mál, sem lýtur að
ásökunum þess efnis að Palin hafi
beitt sér fyrir því að fyrrverandi
eiginmanni systur hennar skyldi vik-
ið úr starfi ríkislögreglumanns.
Þótt talsmenn Palin hafi vísað
ásökunum á bug kann málið að valda
frekari usla síðla í októbermánuði,
nokkrum dögum fyrir forsetakosn-
ingarnar 4. nóvember, þegar niður-
stöðu opinberrar rannsóknar á brott-
vikningunni er að vænta.
Fyrir neðan beltisstað
Töluvert þótti bera á rætni í kosn-
ingabaráttunni fyrir fjórum árum og
reyndi Obama þegar í stað að taka
umræðu um dóttur Palin af dagskrá,
með þeim orðum að halda skyldi fjöl-
skylduhögum frambjóðendanna utan
við kosningarnar.
Þrátt fyrir það skynjuðu demó-
kratar tækifærið og voru sporhundar
flokksins gerðir út af örkinni til að
þefa uppi eitthvað misjafnt í bak-
grunni varaforsetaefnisins.
Repúblikanar þykja hafa verið
óvenju svifaseinir og er fullyrt að lög-
fræðingateymi flokksins, sem ætlað
er að fínkemba fortíð Palin, hafi mætt
til Alaska aðeins deginum áður en
valið lá fyrir á föstudag.
Til að bæta gráu ofan á svart hefur
verið grafið upp að maður hennar
Todd hafi verið handtekinn fyrir ölv-
unarakstur fyrir 22 árum, en líkt og
það sem ofan greinir hefur það sett
spurningarmerki við það hvort
McCain hafi ígrundað val sitt nógu
vel.
AP
Fjölskyldan Bristol Palin (f.v.) heldur á Trig litla. Hjá henni eru systur
hennar Willow og Piper og faðirinn Todd. Bróðirinn Track er víðs fjarri.
Sarah Palin veifar kjósendum. Fyr-
ir aftan hana standa John McCain
og dóttir hennar Bristol, sem held-
ur á bróður sínum Trig. Myndin af
Bristol fyrir neðan er tekin af henni
í búningi framhaldsskólans Juneau-
Douglas í febrúarmánuði í fyrra.
Hún gengur nú með barni, flestum
utan fjölskyldunnar að óvörum.
EINKAMÁL Í
ELDLÍNU
››
AP
Reuters