Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 23 Hvað er að frétta? Konurnar í þingflokki sjálfstæðismanna höfðu mikinn áhuga á að fá fréttir af Ragnheiði Elínu Árnadóttur, en hún gengur með barni. Fæðandi konur búa við nokkra óvissu þessa dagana en ljósmæður hafa boðað verkfall og krefjast þess að fá greidd laun í samræmi við menntun. Golli Blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 2. september Alþýðuhetju lagt lið Jafn leitt og það var að heyra af framkomunni við alþýðuhetjuna Ástþór á Melanesi var jákvætt og gott að heyra að Mjólka hefði komið honum til bjargar. Held að öllum hafi blöskrað hvernig var komið fram við manninn, lamaðan bónda, sem er að reyna að sinna sínum búverkum og störf- um af veikum mætti með þó miklum styrk. Og auðvitað er það fyrirtækinu Mjólku til sóma að leggja Ástþóri lið með þessum hætti. En þarna sést vel hvað skiptir miklu máli að fjalla um svona mál opinberlega. Meira: stebbifr.blog.is Óli Jón | 2. september Ætlað samþykki ...Við eigum skilyrðislaust að festa það í lög að heil- brigðisyfirvöld hafi sjálf- krafa rétt til þess að taka líffæri úr látnu fólki nema skýr yfirlýsing hins látna um hið gagnstæða liggi fyrir. ... Því skora ég á málsmetandi menn að festa ætlað samþykki í lög og stuðla þannig að bættri heilsu landsmanna. Sú ráðstöfun myndi einnig létta þrýstingi af aðstandendum sem virðast frekar hall- ast að því að neita yfirvöldum um leyfi til líffæratöku. ... Meira: olijon.blog.is VIÐBURÐARÍKASTA vika í sögu handknattleiks á Íslandi er nú að baki. Landslið karla í handknattleik og stjórn HSÍ vilja með örfáum orðum þakka fyrir þá gríðarlegu samstöðu og stuðning sem við höfum fundið fyrir frá þjóðinni allri. Íþróttamenn eru ávallt stoltir af því að keppa undir merkjum Íslands og á Ólympíuleikum getur heilbrigt þjóð- arstolt verið mikill drifkraftur til ár- angurs. Það var landsliðinu í hand- bolta mikils virði að finna stuðning forseta landsins og ráðherra íþróttamála á keppn- isstað í Kína. Leikmenn leyfðu sér margir að túlka það sem táknræna nærveru þjóð- arinnar allrar, enda sá liðið jákvæðni í hverju horni, eins og landsmenn þekkja. Landslið karla í handknattleik hefur áður fundið meðbyr hjá þjóðinni en líklega aldrei eins sterkt og á þessum leikum. Þegar kom að því að taka á móti silf- urverðlaunum var það stór stund fyrir leik- menn og hópinn allan. En þær mögnuðu móttökur sem liðið fékk, þegar íslenska þjóðin fagnaði heimkomunni, tóku öllu fram sem þessi hópur hefur áður upplifað. Ráð- herra íþróttamála lofaði okkur góðum mót- tökum þegar heim kæmi, en engan okkar óraði fyrir því að hún og hennar ráðuneyti, ásamt borgaryfirvöldum, gætu skipulagt heila „þjóðhátíð“ með svo skömmum fyr- irvara. Handboltalandsliðið og handknattleiks- hreyfingin vilja láta í ljós þakklæti fyrir stuðninginn, móttökurnar og þá jákvæðu strauma sem við höfum fundið. Sá fjárhags- legi styrkur sem nú berst handboltanum í landinu gefur auk þess von um fleiri þjóðhá- tíðir í framtíðinni. Íslensk þjóð er að læra að láta ekkert „bíb“ skemma einbeitinguna og einblínir þess í stað á jákvæðni og metnaðarfull markmið. Takk fyrir okkur – og áfram Ísland. Eftir Guðmund Ingvarsson og Ólaf Stefánsson »Handboltalandsliðið og handknattleikshreyfingin vilja láta í ljós þakklæti fyrir stuðninginn, móttökurnar og þá jákvæðu strauma sem við höfum fundið. Guðmundur Ingvarsson Guðmundur er formaður HSÍ, Ólafur er lands- liðsfyrirliði. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sifurhafar Íslenska landsliðið í handknattleik stillir sér upp á gólfi Þjóðarhallarinnar í Peking eftir að hafa tekið við silfurverðlaununum á Ólympíuleikunum. Ólafur Stefánsson Með þakklæti og handboltakveðju HÁTTVIRTUR fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen. Í ljósi yfirvofandi verkfalls ljósmæðra finnum við okkur knúnar til að senda ykkur ráðamönn- um þjóðarinnar nokkrar línur og hvetja ykkur til að semja sem allra fyrst við ljósmæður svo ekki þurfi að koma til verkfalls. Hversu oft stæra Íslendingar sig ekki af því að hafa eitt besta heilbrigðiskerfi í heiminum? Ástandið á fæðingardeildum um land allt er svo sannarlega ekki til fyrirmyndar þessa dagana. Hversu langt þurfa ljósmæður að ganga og hversu miklum áhyggjum þarf að bæta á okkur barnshafandi konur sem eigum von á okkur á næstu dögum og vikum til að fá laun þessarar mikilvægu kvennastéttar leiðrétt? Það er nógu mikið fyrir okkur konur að hugsa um og hafa áhyggjur af, þótt ekki leggist svo á okkur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli ljósmæðra að auki. Þrátt fyrir áhyggjur okkar styðjum við ljós- mæður í sinni baráttu alla leið. Það er vitað að laun ljósmæðra eru með þeim lægstu innan BHM þótt nám þeirra sé eitt það lengsta sem krafist er hjá háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum og er það til háborinnar skammar. Gott dæmi um það er dæmi sem Bára Hildur Jóhannsdóttir ljósmóðir bendir á í pistli sínum á vefsíðu Ljósmæðrafélags Íslands en þar tekur hún dæmi um ljósmóður sem leggur á sig sex ára háskólanám og hins vegar lögfræð- ing sem leggur á sig fimm ára háskólanám og að lögfræðingurinn skuli vera með rúmlega 30% hærri laun en ljósmóðirin, sem er með líf okkar kvenna og barna okkar í höndunum á hverjum degi. Það er því að okkar mati gjörsamlega eðlileg krafa ljósmæðra að fá nám sitt og starf metið í samræmi við aðrar sambærilegar stéttir hjá ríkinu. Af hverju þurfa laun í umönnunar- stéttum (í flestöllum tilfellum kvennastéttir) alltaf að vera til háborinnar skammar? Eins og Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, segir eru þær „að bjarga heilbrigðiskerfinu frá miklu stærri vanda síðar, það er manneklu í ljósmæðrastétt“. Það er vitað mál að það verður erfitt að fá ljósmæður til starfa og hreinlega að fá fólk (konur) til að mennta sig sem slíkar þegar laun- in eru ekki í samræmi við lengd námsins. Það er örugglega ekki freistandi að leggja á sig sex ára háskólanám vitandi að maður eigi ekki eftir að geta lifað á þeim launum sem í boði eru. „Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta.“ Er ekki rétt að þetta standi orðrétt í stjórn- arsáttmála ríkisstjórnarinnar síðan í maí á sl. ári? Er það ekki nákvæmlega þetta sem ljós- mæður eru að biðja ykkur um? Hvað varð um að efna þessi loforð ykkar? Við biðjum ykkur því hér með um að end- urmeta störf þessarar stéttar og borga ljós- mæðrum í samræmi við nauðsyn þeirra og sýn- ið að þið berið virðingu fyrir störfum þeirra og ábyrgð þeirra við að koma börnunum okkar klakklaust í heiminn. Hvar værum við án þeirra? Það þarf ekki að koma til verkfalls! Frá tuttugu verðandi mæðrum » Við biðjum ykkur því hér með um að endurmeta störf þessarar stéttar og borga þeim í samræmi við nauðsyn þeirra og sýnið að þið berið virðingu fyrir störfum ljós- mæðra og ábyrgð þeirra við að koma börnunum okkar klakk- laust í heiminn. Margrét Jóna Ísólfsdóttir – settur dagur 1.9. Erna Sif Ólafsdóttir – settur dagur 1.9. Anna Rósa Harðardóttir – settur dagur 2.9. Erla Steinunn Árnadóttir – settur dagur 8.10. Emilía Björg Óskarsdóttir – settur dagur 9.9. Helga Hrönn Jónasdóttir – settur dagur 9.9. María Jóhannsdóttir – settur dagur 11.9. Dagný Ágústsdóttir – settur dagur 12.9. Iðunn E. Kristinsdóttir – settur dagur 14.9. Lilja Björg Sigurjónsdóttir – settur dagur 14.9. Brynja Garðarsdóttir – settur dagur 16. 9. Arndís Pétursdóttir – settur dagur 18. 9. Agnes Linda Þorgeirsdóttir – settur dagur 20. 9. Kristrún Helga Marinósdóttir – settur dagur 22. 9. Líf Gunnlaugsdóttir – settur dagur 26. 9. Hrafnhildur Karla Jónsdóttir – settur dagur 4.10. Olga Rannveig Bragadóttir – settur dagur 4.10. Dýrleif Jónsdóttir – settur dagur 6. 10. Kristín Þóra Ólafsdóttir – settur dagur 17. 10. María Fjóla Björnsdóttir – settur dagur 23. 10.. Opið bréf til fjármálaráðherra Morgunblaðið/Golli Nýtt líf Verðandi mæður biðja um að störf ljósmæðra séu metin að verðleikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.