Morgunblaðið - 03.09.2008, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.09.2008, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EFTIR því sem umræðan um stóriðju og virkj- anir á Íslandi hefur undið upp á sig heyrist æ oft- ar að andstæð- ingar fram- kvæmdanna þori ekki að tjá skoð- anir sínar við fréttamenn. Á síðu 28 í Fréttablaðinu 30. ágúst mátti m.a. lesa: „Íbúarnir [í Tjörneshreppi], sem Fréttablaðið talaði við, óttast ál- versframkvæmdirnar og telja þær geta lagt jarðir sínar í eyði. Þeir vildu ekki allir koma fram undir nafni og vísuðu sumir til þess að í sveitinni, sérstaklega á Húsavík, væri því sem næst bannað með lög- um að vera á annarri skoðun en sveitarstjórnin. Nokkrir íbúar Húsavíkur höfnuðu einnig viðtals- beiðni blaðamanns.“ Á Vestfjörðum er sömu sögu að segja en þar hef ég heyrt talað um að fólk sé lagt í einelti fyrir að vera á móti olíuhreinsistöð. Í frétt sem birtist á RÚV 4. júní kom m.a. fram sú skoðun eins heimamanns að þeir sem væru á móti hugmyndinni gætu bara flutt í burtu. Þar kom einnig fram að andstæðingar vilji síður tjá sig í viðtali en fylgjendur. Er virkilega svo illa komið fyrir fólkinu hér á þessu landi að það eigi að troða mengandi verksmiðjum niður í flestum landshornum hvort sem mönnum líkar betur eða verr? Er nóg að alþjóðleg stórfyrirtæki veifi dollarabúntum (eða rúblum) til að sveitarstjórnir kikni í hnjánum og fái glýju í augun? Á náttúruverndarfólki dynja sí- fellt ókvæðisorð af ýmsu tagi og er það kallað umhverfisfasistar, öfga- menn sem ekki hlusta á nein rök eða jafnvel hryðjuverkamenn. Vinsælt er að tala um einhverja kaffi- húsamafíu sem heldur til í 101 Reykjavík og fer sjaldan austur fyr- ir Ártúnshöfða nema þá helst til að tína fjallagrös. Í 24 stundum á laug- ardaginn var kallaði hinn umboðs- litli fulltrúi Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur fram- kvæmdastjóra Landverndar „at- vinnumótmælanda“! Til að ljúka þessari drápu um yf- irgang og takmörkun tjáning- arfrelsis má að lokum rifja upp atvik í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar árið 2000. Þá tók 60 manna hópur úr samtökunum „Afl fyrir Austurland“ sig til og gekk í Náttúruvernd- arsamtök Austurlands gagngert til að koma í veg fyrir að ályktanir gegn stóriðju yrðu samþykktar inn- an félagsins og myndu í framhaldi af því birtast í fjölmiðlum. Ef þetta er framgangsmáti þeirra sem vilja stóriðju í öllum lands- hlutum, hver er þá hinn öfgafulli sem ekki hlustar á nein rök? Sam- kvæmt skoðanakönnun í Frétta- blaðinu 24. júní er töluverður minni- hluti landsmanna fylgjandi frekari virkjunum fyrir stóriðju, hvort held- ur sem spurt er á höfuðborgarsvæð- inu eða á landsbyggðinni. Ætlar há- vær minnihlutinn sér að þagga niður í meirihlutanum? SIGURÐUR HR. SIGURÐSSON, kvikmyndagerðarmaður. Einelti fyrir fullorðna? Frá Sigurði Hr. Sigurðssyni Sigurður Hr. Sigurðsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.isÞAÐ var skrítin upplifun að opna Moggann daginn eftir og lesa fyrirsögnina „Minntust ekki á kynþáttinn – þögn um þýðingu sigurs Obama fyrir blökku- menn“. Ekki bara vegna þess að því er ranglega haldið fram að ræðumenn á þinginu hafi ekki sagt „aukatekið orð“ um það, heldur vegna þess að greinarhöf- undur kaus að þegja sjálfur um þá djörfu ákvörðun Obama að þiggja tilnefninguna á 45 ára afmæli frægustu ræðu Martin Luther Kings, „Ég á mér draum.“ Það er engin furða þótt það fari fram hjá erlendum blaðamönnum að strax þegar Michelle Obama segir, Ég, „systir“ (s.s. svört kona), frá suðurhluta Chicago (einu illræmdasta fátækrahverfa svertingja í Bandaríkjunum) er hingað komin, þrumar þýðing dagsins í bandarískum eyrum. En hvernig töluðu ræðumenn um draum Kings, að „einn góðan dag munu menn vera dæmdir ekki út frá hörundslit heldur per- sónueinkennum sínum“? Ted Ken- nedy sagði, „Barack Obama bindur enda á gömlu pólitíkina sem gekk út frá kynþætti, kyni, deilum milli hópa... Draumurinn lifir.“ Sömuleiðis benti Bill Clinton á „sögulegt tækifæri Baracks“ sem ávöxt jafnréttishreyfing- arinnar og lofaði, „Barack Obama mun leiða okkur frá sundr- un til vonar.“ Hillary Clinton undirstrikaði Móse-þemað, þegar hún varaði við hvað andstaðan vegna kynþáttar Baracks gæti orðið mikil og vitnaði í næstfræg- asta leiðtoga svert- ingja í sögu Banda- ríkjanna, Harriet Tubman: „þegar þið heyrið hundgána á eftir ykkur, haldið áfram!“ En Obama, sem byggði sjálfur varlega á þeim grundvelli, endaði með langri tilvitnun í ræðu Kings og loks með hvatningu sem berg- málar í bréfum postulanna, „Höld- um fast við játningu vonar okkar án þess að hvika,“ en tilvitnunin er úr Bréfi til Hebrea, 10. 23-24, sem endar: „Hvetjum hvert annað til kærleika og góðra verka.“ Boðskapur þingsins var að hug- takið „kynþáttur“ ætti ekki leng- ur við. Gat varla verið þýðing- armeiri. „Draumurinn lifir“ Sarah M. Browns- berger skrifar um þýðingu tilnefn- ingar Baracks Obama fyrir blökkumenn » Boðskapur þingsins var að hugtakið „kynþáttur“ ætti ekki lengur við. Gat varla verið þýðing- armeiri. Sarah Brownsberger Höfundur er rithöfundur. EVRÓPUSAM- BANDIÐ hefur það að upphaflegu mark- miði að efla þjóðríkin í Evrópu, tryggja frið meðal þeirra og koma í veg fyrir framtíðarkreppu þjóðríkjanna í al- þjóðavæddum heimi. Að þessu er unnið á vettvangi ESB. Um þetta votta talsmenn írska þjóð- hyggjuflokksins Fi- anna Fail og skoska þjóðhyggjuflokksins Scottish National Party. Sama segja forystumenn Finna og Eista, Kýpverja og Maltverja. For- ystumenn Baska og Bretóna, Andalús- íumanna og Katalóna, Elsass- manna og Sikileyinga segja hið sama. Og nú heyrast sömu raddir frá Slóveníu og Austur-Evrópu. Smáþjóðir Evrópu hafa aldrei áður haft slíkan vettvang til að láta til sín taka.Á þingi Evrópu- sambandsins hljóma allar þessar ólíku raddir. Þingið hefur alls ekki nægileg völd eða nægilegt lýðræð- islegt lögmæti. En meðal ástæðna þess er að þjóðríkin vilja ekki af- henda meiri völd til nýrrar mið- stjórnar í höfuðstöðvum ESB. Togstreitan milli þjóðríkjanna og nýju höfuðstöðvanna er fróðlegt athugunarefni og henni er alls ekki lokið. Stjórnmálaöflin á þingi Evrópu- sambandsins hafa smám saman verið að mynda Evrópuhópa eftir almennum pólitískum línum. Með- al flokkahópanna á þinginu er einn sem heitir „Evrópa þjóð- anna“ og leggur þyngsta áherslu á þjóðleg viðhorf til sameiginlegra málefna og á að verja hags- muni þjóðanna. Annar flokkahópur heitir „Óháðir lýðræð- issinnar“ og berst ein- arðlega gegn tilhneig- ingum til sterkara miðstjórnarvalds og gegn hugmyndum um meiri sambandsumsvif í Evrópusambandinu. Einn þeirra flokka sem mest hafa beitt sér gegn ofvexti mið- stýringar í Evrópu- sambandinu er danska stjórnmálahreyfingin „Junibevægelsen“. En reynslan hefur haft þau áhrif á júnímenn- ina dönsku að þeir eru ekki lengur andvígir ESB eða gegn aðild Dana að því. Júní- hreyfingin danska telur úrsögn úr ESB enga lausn eða framtíðarleið og ekki heldur að upplausn ESB yrði til góðs fyrir þjóðir Evrópu. Stefna og þróun Júníhreyfing- arinnar er athyglisverð. Reynslan af Evrópusambandinu hefur kennt þeim að ESB nær árangri og stefnir til langrar framtíðar. Hreyfingin hefur skipt um skoðun og styður nú ESB, framtíð- arþróun þess og aðild Dana að því. En Júníhreyfingin gagnrýnir forystu ESB hiklaust og ein- arðlega og berst af alefli fyrir auknu lýðræði og opnara stjórn- kerfi og gegn tilraunum margra aðila í ríkjandi forystu ESB til að auka miðstýringuna. Íslendingar ættu að kynna sér þetta danska stjórnmálaafl. Junibevægelsen í Danmörku Jón Sigurðsson skrifar um Evrópumál Jón Sigurðsson » Júníhreyf- ingin hefur skipt um skoðun og styður nú ESB, framtíð- arþróun þess og aðild Dana að því. Höf. er fv. formaður Framsóknarflokksins. AÐALSTEINN Guðmundsson var maður nefndur, bóndi á Laugabóli í Mosdal í Arnarfirði drjúgan hluta 20. aldar. Hann var einn af þessum vestfirsku karakterum sem nú eru fáir eftir slíkir. Aðalsteinn batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Þjóðsagnapersóna, vel máli farinn og ritfær. Fáir vissu að Alli á Laugabóli hélt dagbækur í ára- tugi, þar sem hann skráði hugs- anir sínar, frásagnir af daglegu búskaparamstri og samskiptum við sveitunga og samferðamenn. Þar fékk hver sitt, bæði þvegið og óþvegið. Það stóð ekki steinn yfir steini hjá sumum eftir að Alli hafði sagt sannleikann eins og hann horfði við frá hans bæj- ardyrum. Svo brann bærinn ofan af bóndanum á Laugabóli, háöldr- uðum, til kaldra kola. Þá missti hann allt sitt, þar á meðal megnið af áratuga dagbókum. Fáeinir ár- gangar björguðust þó naumlega úr eldinum með óútskýrðum hætti og geta menn lesið hluta af þeim á prentuðum bókum. Þar er margt með svipuðum formerkjum og hjá Matthíasi Johannessen fv. rit- stjóra sem skrifað hefur dag- bækur sínar á Netinu næstliðin misseri. Og annað eiga þeir sam- eiginlegt, Alli á Laugabóli og Matthías ritstjóri. Þeir segja báðir sannleikann eins og hann horfir við þeim. Sá sannleikur gerir þá frjálsa. En oft má satt kyrrt liggja, einkum ef það á ekki við rök að styðjast og trúnaðarsamtöl eru ætíð vandmeðfarin. Samtal Matthíasar við íslensku þjóðina á Netinu er einstaklega áhugaverð lesning, hvalreki, þó nokkuð lang- dreginn sé á köflum. Matthías kemur til dyranna eins og hann er klæddur og dregur fátt eða ekkert undan. En oftast eru tvær eða fleiri hliðar á flestum málum. Matthías yrði sjálfsagt síðasti maður til að neita því. Það geta allir sem vilja lesið út úr ferli hans hjá Morgunblaðinu. Og á það við þá báða ritstjórana, Matthías og Styrmi. Manngildið, innra gildi mannsins, er hinn rauði þráður í skrifum Matthíasar. Þar ber margt á góma. Hann sjálfur ætlar sér til dæmis ekki að hafa með sér stórar fjárfúlgur þegar hann hverfur úr heimi hér, eins og sumir menn stefna að leynt og ljóst. Hjá Matthíasi er það hinn góði orðstír sem svífur yfir vötn- um. Hann mælti fyrir minni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri 17. júní fyrir nærri 10 árum. Matthías sagði þá: Það er ekki hin full- komna standmynd sem hrærir hjörtu okkar og snertir við þjóð- ernisvitund okkar, heldur sú mennska sem fylgir fullhuganum, hvort sem er á Alþingi, í vísindum eða annars staðar. Eitt lítið dæmi úr dagbókum Matthíasar, af hundruðum dæmi- sagna, má til með að nefna hér. Hann birtir prívat bréf frá Jakobi F. Ásgeirssyni, þar sem hann fjallar um síðustu daga föður síns, Ásgeirs Jakobssonar, blaðamanns og rithöfundar. Jakob segir: „Það var föður mínum mikils virði það sem þið skrifuðuð í Reykjavík- urbréf bæði nú fyrir jólin og fyrir síðustu jól. Það má segja að þetta sé eina opinbera viðurkenningin sem pabbi hefur fengið fyrir bæk- ur sínar.“ (1996) Þetta er und- arlegt að lesa, því Ásgeir Jak- obsson skrifaði margar frábærar bækur og hefði svo sannarlega átt skilið alls konar viðurkenningar fyrir þær. Tvær bóka Ásgeirs skulu nefndar: Einars saga Guð- finnssonar og Tryggva saga Ófeigssonar. Saga þessara útgerð- armanna var ævintýri. Hvorugur þeirra erfði fé, en þeir erfðu dyggðir, eins og Einar sagði eitt sinn svo skemmtilega. Báðar áð- urnefndar bækur Ásgeirs Jak- obssonar eru ein samfelld dæmi- saga um karlssynina úr kotinu sem óbilandi kjarkur og áræði, samfara drengskap og heiðarleika og hófsemi var þeirra eiginleiki. Þessar bækur ættu í rauninni að vera skyldulesning fyrir ungdóm- inn í dag, sem sjaldan fær að dýfa hendi í kalt vatn. Lýsingar Ás- geirs í Einarssögu á lífinu í Bol- ungarvík á kreppuárunum eru skólabókardæmi um algjöra fá- tækt. Þá kom mannsbragðið í ljós. Ásgeir segir á sinn skemmtilega hátt: „Peningar sáust varla; einstaka forstandsmaður lumaði máski á nokkrum krónum, en yfirleitt vóru menn algerlega peningalausir. Þegar ungan mann vantaði aura til að komast á ball, var farið til Ein- ars eða Bjarna (Eiríkssonar kaup- manns) og beðið um 2–5 krónur. Stundum áttu þeir slíkar fjárhæðir ekki til í fórum sínum, þó að þeir væru allir af vilja gerðir. Einn af mönnum Einars, sem hann vildi gjarnan hjálpa, bað hann eitt sinn um 5 krónur fyrir balli, en þær vóru Einari ekki handbærar, kassinn tómur. Fékk hann þær lánaðar hjá kunningja sínum fyrir manninn. Eitt sinn á þessum árum kom sjómaður til Einars og bað hann um tvær krón- ur. „Hvað ætlarðu að gera með þær?“ spurði Einar. „Mig langar á ballið í kvöld,“ sagði pilturinn. „Það kostar ekki nema krónu og fimmtíu inn,“ sagði Einar. „Já, en kaffið fyrir dömuna kostar 50 aura,“ sagði pilturinn. Það vissi Einar að var satt og fiskaði einhvers staðar upp tvær krónurnar.“ Umræddar bækur Ásgeirs Jak- obssonar ætti að gefa út aftur í handhægum búningi. Og þær ættu að vera skyldulestur í öllum há- skólum á Íslandi. Ef saga þessara brautryðjenda gleymist og ann- arra þeirra líka, er einfaldlega vá fyrir dyrum í landinu. Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa Hallgrímur Sveins- son skrifar um dag- bækur Hallgrímur Sveinsson »Manngildið, innra gildi mannsins, er hinn rauði þráður í skrifum Matthíasar. Þar ber margt á góma. Höfundur er bókaútgefandi og starfs- maður á plani á Brekku í Dýrafirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.