Morgunblaðið - 03.09.2008, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.09.2008, Qupperneq 36
Þetta er eins og að hafa hlaðna byssu í kjaftinum og puttann á gikknum … 40 » reykjavíkreykjavík  Liðsmenn Sig- ur Rósar hvíla nú lúin bein eftir fyrsta legg heimstúrs en næsta umferð fer af stað í Banda- ríkjunum 17. september næstkom- andi. Hinn litríki umboðsmaður sveitarinnar, John Best, hefur verið að blogga um túrinn á vefsíðu sveit- arinnar og fer þar á miklum kost- um. Hann nefnir m.a. á einum stað að Jónsi hafi átt í löngu og djúp- spöku spjalli við Kevin Shields, leið- toga hinnar áhrifaríku nýrokks- veitar My Bloody Valentine, eftir tónleika á Oya-hátíðinni í Noregi. MBV-limir höfðu komið til hátíð- arinnar degi áður en hún átti að spila, gagngert til að sjá Sigur Rós. Best segir frá því að Jónsi hafi eðli- lega verið nokkuð upp með sér eftir þennan fund, enda forfallinn MBV- aðdáandi (hlustið bara á fyrsta lag Sigur Rósar, „Fljúgðu“ frá 1994, sem er að finna á safndisknum Smekkleysa í hálfa öld). Segir Best svo að hann og Jónsi hafi stungið því á bakvið eyrað að spyrja Shields hvort hann væri til í að leggja hönd á plóg varðandi væntanlegt Sigur Rósar-endurhljóðblöndunarverk- efni sem þeir séu „lauslega farnir að hugsa um“. Sigur Rós gaf einmitt út slíka plötu árið 1998 sem kallast Von brigði en þar fóru nokkrir inn- lendir listamenn höndum um efni Sigur Rósar. Það skyldi þó ekki vera að Sigur Rós ætli að marka tíu ára afmæli þeirrar plötu með Von brigðum II? Og í ljósi stöðu sveit- arinnar í dag ætti henni ekki að verða skotaskuld úr því að fá þungavigtarfólk úr bransanum til að véla um. Hrærð Sigur Rós?  Bedroom Community-hópurinn/ útgáfan heldur sitt mánaðarlega kvöld á Kaffibarnum í kvöld. Fjög- ur myndbönd hópsins, sem Milano Film Festival hefur valið til sýn- ingar, verða sýnd en auk þess munu BC-félagar leika tónlist af ýmsum toga. Kvöldið hefst kl. 21.00. Myndrænn Kaffibar Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ELÍSABET Ronaldsdóttir hefur unnið við kvik- myndagerð í rúmlega 20 ár og komið víða við. „Ég byrjaði að svara í símann hjá Sýn í gamla daga, sem þá var kvikmyndafyrirtæki en ekki sjónvarpsstöð eins og hún varð seinna. Ég hætti svo fljótlega á símanum og fór að vinna þar við allt mögulegt sem tengist kvikmyndagerð,“ seg- ir Elísabet. Hún menntaði sig í faginu í London og reyndi fyrir sér sem tökumaður í nokkur ár, enda hafði hún í upphafi ætlað að starfa í þeim anga kvikmyndaiðnaðarins. „En svo fór ég að klippa og klippti mikið þætti fyrir sjónvarp, t.d. heimildarmynd um Dag Sigurðarson sem Kári Schram leikstýrði. Það var fyrsta stóra verk- efnið mitt.“ Sumarið varð sjö ár Valdís Óskarsdóttir klippari sá þá mynd, varð mjög hrifin og bað Elísabetu í framhaldinu að koma með sér til Danmerkur til þess að klippa þar barnamynd. Það teygðist úr dvölinni þar. „Ég ætlaði bara að fara þangað yfir sumartím- ann með krakkana að klippa, en þetta urðu sjö ár.“ Valdís Óskarsdóttir hefur skapað sér mjög gott orð sem klippari og nú nýlega sem leikstjóri í Sveitabrúðkaupi og Elísabet segist hafa notið góðs af því. „Þó ég hafi verið komin af stað þá var frábært að fá þennan stuðning. Svo er hún náttúrulega hafsjór af fróðleik og flott fyr- irmynd, þannig ég hef grætt á því.“ Síðustu sjö árin hefur hún verið búsett á Ís- landi og er sest að til frambúðar. Hún hefur komið að gerð margra af bestu myndum sem gerðar hafa verið á Íslandi á þessum árum. „Ég hef fengið sum stærstu tækifærin í gegnum Balt- asar og Agnesi Johansen sem er framleiðandi hjá honum.“ Hún vinnur nú hörðum höndum við nýjustu mynd Baltasars, Run For Her Life. „Okkur leið- ist ekki og við sitjum sveitt við að klippa.“ Þegar þeim verkefnum sleppir sem hún vinn- ur að núna er framhaldið óráðið hjá Elísabetu. „Ég er voða afslöppuð með það. Annað hvort koma fleiri bitastæð verkefni í klippivinnunni eða þá að maður fer bara að gera eitthvað ann- að. En það lítur svosem ekki út fyrir að ég þurfi þess, það er allt að blómstra í íslenskri kvik- myndagerð og fullt að gera. Íslensk kvikmynda- gerð hefur gengið í gegnum mjög erfið tímabil, en það er fólk sem hefur brotist í gegnum þau og býr nú yfir mjög mikilli reynslu og þekkingu.“ Byrjaði á símanum  Elísabet Ronaldsdóttir klippir margar af bestu kvikmyndunum sem gerðar eru hér á landi  Situr nú sveitt við vinnslu á nýjustu mynd Baltasars Kormáks Morgunblaðið/Ómar Upptekin Elísabet Ronaldsdóttir á vinnustofunni með kvikmyndina Reykjavík - Rotterdam eftir leikstjórann Óskar Jónasson í tölvunni. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is NÆSTA föstudag mun harð- kjarnasveit frá Ítalíu, af öllum löndum, troða upp í Kaffi Hljóma- lind. Sveitin kallast Raein og afl- aði sér mikils fylgis í ítölsku pönk- senunni og víðar fyrir ástríðufulla tónleika og öflugt, melódískt „screamo“-rokk (sjá fylgju hér til hliðar). Sveitin starfaði af miklu offorsi árin 2000 til 2004 og gaf út ógrynni af efni. Hana þraut svo örendi árið 2005, ekki vegna tón- listarlegs ágreinings heldur voru meðlimir fluttir hingað og þangað um Ítalíu og því erfitt að halda sveitinni gangandi. Sveitin fór svo aftur af stað fyr- ir alvöru síðasta haust og út er komin ný plata, Nati da Altri Padri (2008). Nú er sungið á ítölsku í stað ensku og tónlistin orðin bæði margbrotnari og mel- ódískari. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.00 og kostar 800 kr. inn. Einnig leika Gavin Portland, Rökkurró og Skítur. Ítalskur harðkjarni Öskrandi melódískir Ítalska harðkjarnasveitin Raein er frá norðurítalska bænum Forli en meðlimir eru gamlir vinir frá því í barnæsku. ELÍSABET hefur unnið við fjöldann allan af sjónvarpsþáttum og kvikmyndum og meðal þess efnis sem hún hefur klippt undanfarin ár er:  Hafið (með Valdísi Óskarsdóttur)  Allir litir hafsins eru kaldir  Blóðbönd  Mýrin  Duggholufólkið  Brúðguminn  Reykjavík – Rotterdam  Run For Her Life Af klippiborði Elísabetar HVERGI er undirstefnufrum- skógurinn jafn þéttur og í þungarokksfræðum. „Screamo“ stefnan sem Ítalarnir leggja sig eftir er leidd af „emo“-stefnunni svokölluðu, tilfinningaríkri rokk- tónlist (emo=emotional) sem nýtur töluverðra vinsælda hjá unglingum í tilvistarkreppu (helstu bönd: My Chemical Rom- ance, Fall Out Boy). „Screamo“ er einfaldlega hrárri og hávaða- samari útgáfa af „emo“ eins og nafnið gefur til kynna. Hvað er „screamo“?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.