Morgunblaðið - 03.09.2008, Page 43

Morgunblaðið - 03.09.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 43 Í tilefni af Vísindavöku 2008 efnir Rannís til teiknisamkeppni barna 6-9 ára og 10-12 ára. Efni myndanna skal vera „Vísindin í daglegu lífi“ Myndum skal skilað fyrir 15. september til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Verðlaun verða veitt á Vísindavöku 26. september 2008. Nánari upplýsingar á... ...www.rannis.is/visindavaka Skilafrestur er til 15.sept. 2008 H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n MENNTAMÁLA RÁÐUNEYTIÐ FYRSTA lagið af væntanlegri barnaplötu með lögum og textum Braga Valdimars Skúlasonar, þ.e. Braga Baggalúts, hefur borist mönnum til eyrna og heitir því skemmtilega og mjög svo íslenska nafni „Pabbi minn er ríkari en pabbi þinn“. Platan heitir Gilligill, sem er auðvitað mjög barnalegt líka. Hljómsveitin sem sér um undir- leik heitir þó öllu vígalegra nafni, Memfismafían, og það er Kiddi í Hljóðrita sem stjórnar upptökum. Stórskotalið söngvara syngur lög Braga, þau Sigtryggur Baldursson (einnig þekktur sem Bogomil Font), Magga Stína, Sigríður Thorlacius úr Hjaltalín, Sigurður Guðmundsson úr Hjálmum, Gummi Baggalútur, Snorri í Sprengjuhöllinni og stór- söngvararnir þjóðkunnu Egill Ólafs- son og Björgvin „Bo“ Halldórsson. Lagið „Pabbi minn er ríkari en pabbi þinn“ er flutt af þeim Agli, Bo, Möggu Stínu og Siggu. Í lagatexta er tekist á við sígildan ágreining nútímabarna, nefnilega hvor eigi ríkari pabba. Virðist sem hér sé komin plata í anda Hrekkju- svínaplötunnar alræmdu, sem margir Íslendingar á fertugsaldri undu löngum stundum við að hlusta á, á 8. áratug síðustu aldar. Má segja að þar hafi börn fengið heldur sósíalískt efni í hlustir, hér kemur textadæmi: „Finnst þér ekki skrítið/ hvað sumir vinna lítið/ en fá þó mik- ið“ og svo „Elsku pabbi, ekki kaupa bíl“. Það er engu líkara en sterkur þráður liggi milli platnanna, ef marka má fyrsta tóndæmið af verki Braga, fyrrnefnt lag. Hér kemur brot úr texta lagsins. „Elsku litli engillinn/það er eng- inn ríkari en pabbi þinn/ ég á millj- arða í massavís/og marmarahöll í Paradís. Er með hagstæða afkomu eigin fjár/ arðsemi fjármagns var góð í ár/ég á átján skip á sjó/og eyj- una Borneó.“ Miðað við fyrsta tón- dæmi af plötunni virðist stefna í af- burða barnaplötu. helgisnaer@mbl.is Átján skip á sjó og eyjan Borneó Morgunblaðið/Árni Sæberg Baggalútur Bragi Valdimar Skúlason kann að semja fyrir börnin. Bragi Baggalútur tekur á efnishyggj- unni í barnalagi Um plötuna Lög unga fólksins með Hrekkjusvínum frá árinu 1977, fengið af vefnum Tónlist.is. „Árið 1977 leiddu saman hesta sína tvær af virtustu hljómsveitum áttunda áratugarins, Spilverk þjóðanna og Þokkabót. Afrakst- urinn varð platan Lög unga fólks- ins sem af mörgum er talin ein besta barnaplata sem gefin hefur verið út hérlendis og í raun er hún fyrir alla aldurshópa. Textar Péturs Gunnarssonar eru innihaldsríkir en sú hefur kannski ekki alltaf verið raunin þegar semja á efni fyrir börn. Lög plöt- unnar eru öll eftir þá Valgeir Guð- jónsson og Leif Hauksson. Hrekkjusvínin auk Valgeirs og Leifs voru skipuð Eggerti Þorleifs- syni, Magnúsi Einarssyni, Agli Ólafssyni, Diddú, Ingólfi Steinsyni og Ragnari Sigurjónssyni. Það var síðan hinn góðkunni Jónas R. Jónsson sem sá um upptökur fyrir sveitina.“ Þokkabót og Spilverk þjóðanna SPÆNSKA leikkonan Penélope Cruz segist aldrei hafa orðið ást- fangin af samstarfsmanni, þó svo hún hafi átt í sambandi við leikarana Matthew McConaughey, Tom Cruise og Javier Bardem. Öllum hefur hún leikið með í kvikmyndum, þ.e. Zahara, Vanilla Sky og Vicky Cristina Barcelona. Hún hafi orðið ástfangin af þeim síðar, eftir að tök- um lauk. Cruz segir þá félaga hafa verið vini hennar í fyrstu en ástin kviknað upp úr vináttunni. Cruz og Bardem léku í nýjustu mynd Woo- dys Allens, Vicky Cristina Barcelona sem frumsýnd var í sumar. Þau höfðu þó áður leikið saman í kvik- mynd, Jamón, jamón, sem frumsýnd var árið 1992. Þar léku þau eldheita elskendur. Reuters Í Cannes Penelope Cruz mætir til frumsýningar á Vicky Cristina Barcelona. Penélope hefur aldrei orðið ástfangin við tökur LEIKARINN George Clooney stóð í gær fyrir fjáröflun í Genf til styrkt- ar forsetaframbjóðanda demókrata, Barack Obama. Hundruð þús- unda dollara komu í kassann frá um 170 stuðningsmönnum. Hver og einn er talinn hafa greitt þúsund dollara fyr- ir aðgöngumiða að hana- stélsveislu leikarans. 75 greiddu að auki tíu þús- und dollara hver fyrir kvöldmáltíð með Clooney. Skipuleggjandi fjáröfl- unarinnar, Charles Adams, sagði flesta gest- ina hafa flogið frá öðrum borgum til Genfar, m.a. Los Angeles, Prag og London. Clooney hefur dvalið í Feneyjum sein- ustu daga, sótt þar kvik- myndahátíð og kynnt nýjustu mynd Coen- bræðra, Burn After Reading. Clooney styrkir Obama Pólitískur George Clooney styður framboð Baracks Obama, líkt og fleiri stjörnur. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.