Morgunblaðið - 13.09.2008, Síða 29
Hráskinkan er frá Parma og er ekki
flokkuð sem slík nema hún sé þaðan
og Parmiagno-osturinn sömuleiðis.
Hvert hérað hefur sínar hefðir og
ítölsk matargerð breytist úr héraði til
héraðs en landinn er fremur íhalds-
samur þegar kemur að matarborð-
inu. Þrátt fyrir að hægt sé að fá flest
matvæli, eins og grænmeti og ávexti,
allan ársins hring með alþjóðavæð-
ingunni, þá kjósa þeir fremur að
borða þær á sínum náttúrulega upp-
skerutíma og þá eru uppskriftirnar
eftir því.
Sjálf býr Halla Margrét stundum
til salöt undir íslenskum áhrifum fyr-
ir viðskiptavini barsins sem Ítölunum
finnast óvenjuleg þar sem hráefnin
eru ekki alltaf samkvæmt bókinni.
„Það er ákveðnar reglur sem Ítalinn
brýtur ekki. Þeir myndu t.d. aldrei
setja ananas á pitsu eins og við. Í
þeirra huga er ananas ávöxtur og
ávextir fara ekki á mat. Ég kemst
samt upp með að setja appelsínur í
salatið,“ segir hún hlæjandi og viður-
kennir að hinar íslensk-ítölsku sal-
atuppskriftir hennar njóti nokkurra
vinsælda.
Kaffihúsið eins og leikhús
Nafn barsins, Lundakaffi, á rætur
sínar að rekja til Íslands. „Paolo heill-
aðist af lundanum þegar hann kom til
Vestmannaeyja. Það skírskotar einn-
ig til leikhústrúðsins Pulcinella frá
Napólí, þess í hvíta búningnum með
svarta stóra nefið og hvítu hettunna.
Ítölum finnst lundinn minna á trúð-
inn og kalla hann La Pulcinella di
mare eða trúðinn við sjóinn.“
Halla Margrét segir Lundakaffi
vera dæmigerðan ítalskan hverfisbar
og slík kaffihús eru oft eins og leik-
hús. „Þeir eru mjög merkilegt fyrir-
bæri í ítalskri menningu, þar sem all-
ir þekkja alla. Bareigandi, eins og
Paolo, er oft allt í senn prestur og
sálusorgari, sálfræðingur og
skemmtikraftur. Paolo er óhræddur
við að segja sínar skoðanir við við-
skiptavinina, skamma þá jafnvel og
taka í gegn. Fyrir mér er þetta alveg
ný tegund af þjónustu,“ segir hún
hlæjandi.
„ Það er mikið rifist um pólitík, en
Paulo er hægrisinnaður í þessu
vinstra hverfi og var í framboði fyrir
hægri flokk í síðustu borgarstjórn-
arkosningum. Hann er því ekki alltaf
sammála viðskiptavinunum. Ég er
stundum dauðhrædd um að enginn
komi daginn eftir en alltaf er húsið
fullt,“ segir óperusöngkonan fjölhæfa
sem er vanari að syngja fyrir fullu
húsi en að rökræða.
,,Nei, ég tek nú ekki lagið fyrir við-
skiptavini á barnum en þeir fylgjast
vel með mér og eru afskaplega stoltir
af mér. Ég fæ stundum skeyti eða
blóm þegar ég syng langt í burtu eins
og núna í október, þegar ég syng í
konunglega óperuhúsinu Teatro Re-
gio í Torino. Eftir það kem ég heim
og held tónleika bæði í Reykjavík og
úti á landi, eflaust með góðum gest-
um en allir tengjast þeir líknarfélag-
inu Bergmáli sem mér finnst svo vert
að styrkja,“ segir Halla Margrét.
Vonandi gefst Íslendingum tæki-
færi í framtíðinni til að detta um mat-
ar- og menningarþúfurnar á Ítalíu
undir leiðsögn óperusöngkonunnar
og heimsækja skrautlegt Lunda-
kaffið hennar.
Dæmigerður hverfisbar Íslenskan
og ítalskan bræðing er að finna á
kaffihúsi þeirra hjóna.
Nei, ég tek nú ekki lagið
fyrir viðskiptavini á barn-
um en þeir fylgjast vel
með mér og eru afskap-
lega stoltir af mér.
Hugmyndin Nafn kaffihúsins, Caf-
fetteria La Pulcinella eða Lundakaffi
á rætur sínar að rekja til Íslands.
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 29
HVER hefur ekki heyrt óendanlega
oft það heilræði að velja tröppurnar í
stað lyftunnar. Nú hafa rannsak-
endur við háskólasjúkrahúsið í Genf
sýnt fram á að með því að velja tröpp-
urnar þá minnki líkurnar á því að
maður látist fyrir aldur fram um 15%.
77 starfsmenn sjúkrahússins fengu
það hlutverk að nota stigana á ferð-
um sínum milli hæða í stað lyftunnar.
Var kyrrsetufólk sem hreyfði sig í
minna en tvo tíma á viku valið til að
taka þátt í rannsókninni. Þátttak-
endur flökkuðu síðan fótgangandi
milli hæða og gerðu allt frá því að
fara samtals á milli fimm hæða yfir
daginn og upp í 23 hæðir, en tilraunin
náði yfir 12 vikna tímabil og luku 69
af 77 þátttakendum tilrauninni. Eftir tröpputímabilið hafði blóðþrýstingur
þátttakenda fallið, súrefnisnýting lungna aukist, kólesteról lækkað, mitt-
ismálið minnkað og eins höfðu þátttakendurnir lést. Samanlagt drógu allar
þessar jákvæðu breytingar, að sögn dr. Philippe Meyer sem fór fyrir rann-
sókninni, úr líkum á ótímabæru andláti um 15%.
Vonast Mayer nú til að geta gert ýtarlegri rannsókn á stærri hópi.
Tröppurnar lengja lífið
Tröppugangur Það felst holl hreyf-
ing í því að velja stigann.
Þegar þetta birtist gæti staðan í
fyrstu deildinni verið sú að ÍBV verði
búið að tryggja sér sæti í efstu deild í
knattspyrnu karla að ári. Áttu Eyja-
menn að leika gegn KS/Leiftri fyrir
norðan í gærkvöldi og með sigri gull-
tryggja Eyjamenn efstu deildar sæt-
ið. Takist það ekki eiga þeir tvo
möguleika á ná þessum langþráða
áfanga sem mun gleðja margt Eyja-
hjartað því krafan hér á bæ er að ÍBV
eigi að vera meðal þeirra bestu.
En það spila fleiri knattspyrnu en
fullorðnir karlar og Eyjamenn eru
stoltir af sínum stelpum í öðrum
flokki kvenna sem urðu Íslandsmeist-
arar eftir sannfærandi sigur á Vals-
stúlkum á mánudaginn, 3:1. Öll mörk
ÍBV skoraði Kristín Erna Sigurlás-
dóttir sem þarna sækir í fótspor Mar-
grétar Láru sem uppalin hjá ÍBV þó
nú spili hún með Val. En það er sama
hvort liðið er Valur, ÍBV eða bara
eitthvert annað félag, ungar stúlkur í
knattspyrnu eiga frábæra fyrirmynd
í Eyjakonunni og íþróttamanni árs-
ins, Margréti Láru Viðarsdóttur.
Það eru fleiri sem gerðu það gott
hjá ÍBV í knattspyrnunni í sumar því
strákarnir í fimmta flokki karla geta
líka fagnað frábærum árangri í sum-
ar. Peyjarnir unnu til silfurverðlauna
í tveimur flokkum, A og C sem verður
að teljast góður árangur hjá liði sem
kemur frá svona litlu bæjarfélagi.
Áætlanir eru uppi um að byggja
hús undir Þekkingarsetur við smá-
bátahöfnina í Vestmannaeyjum en
mjög er farið að þrengja að starfsemi
þess að Strandvegi 50. Bæjarstjórn
stefnir að byggingu á 2.400 m2 húsi
og er hugmyndin að þar verði bæði
þekkingarsetur og Sæheimar sem
stendur m.a. fyrir Náttúru- og fiska-
safn sem þarna fær inni. Þekkingar-
setrið er menntunar- og hátækniklasi
sem að standa 36 fyrirtæki, m.a. há-
skólar á Íslandi, Vestmannaeyjabær,
Matís, Hafró, Hitaveita Suðurnesja,
Vinnslustöð og Ísfélag. Tilgangurinn
er að stuðla að aukinni þekkingu og
fjölbreytni atvinnulífs í Vestmanna-
eyjum með fræðslustarfi, vísinda-
rannsóknum og nýsköpun.
Viska-símenntunarmiðstöð, sem nú
er að hefja starf á haustönn, hefur
undanfarin ár opnað fólki í Eyjum
dyr að námi á flestum skólastigum,
auk fjölda námskeiða sem í boði eru á
hverju ári. Þetta hafa Eyjamenn
kunnað að meta, bæði hafa þeir nýtt
sér möguleikann á fjarnámi og líka
verið duglegir að sækja námskeið.
Meðal þess sem boðið er upp á er
réttindanám í verðbréfum, viðbrögð
við svefnleysi, íslenskunám fyrir út-
lendinga, hvernig á að klæða sig og
matargerð þar sem fólk fær að kynn-
ast leyndardómum kartöflunnar, vín-
smökkun og súpugerð.
Áþriðjudaginn, 9. september, voru
tíu ár liðin frá því að háhyrningurinn
Keikó kom til Vestmannaeyja. Keikó
fæddist við Íslandsstrendur 1976, en
var fangaður þremur árum síðar og
seldur til þjálfunar í Bandaríkjunum.
1993 sló Keikó í gegn í kvikmyndinni
Free Willy og lék einnig í tveimur
framhaldsmyndum. Heill hópur vís-
indamanna og aðstoðarfólks fylgdi
Keikó til Vestmannaeyja þar sem til
stóð að þjálfa hann og sleppa að því
búnu. Í desember 2003 greindist há-
hyrningurinn með lungnasjúkdóm
sem varð honum að bana við Noregs-
strendur hinn 12. desember sama ár.
Guðrún VE-122 hefur kvatt heima-
höfn í Eyjum. Báturinn hefur verið
mikið happafley og þjónað Eyja-
mönnum vel, auk þess að vera e.t.v.
þekktastur fyrir að veiða Keikó á sín-
um tíma. Báturinn var byggður í
Brattvaag í Noregi 1964 og yfir-
byggður árið 1989. Skipinu var siglt
frá Eyjum áleiðis til Álasunds í Nor-
egi. Ásar í Hafnarfirði áttu og gerðu
Guðrúnu út fyrstu 24 árin og var hún
þá Guðrún GK 37, síðar VE-122 og
var þá í eigu Sæhamars í 20 ár, eða
frá 1988 er hún var keypt til Eyja.
Guðrúnu var lagt fyrir um ári og hef-
ur legið í Vestmannaeyjahöfn síðan.
VESTMANNAEYJAR
Ómar Garðarsson
Minn draumur er að bjóða Ís-
lendingum upp á gourmet mat-
ar- og menningarferðir til Ítalíu,
þar sem ekki væri aðeins farið á
veitingahús heldur einnig fylgst
með framleiðslu hráefnanna,
ostsins og hráskinkunnar og
haldin stutt námskeið um
ákveðna þætti matargerðarlistar
Ítala, bæði mat og vín. Hún er
svo einstök og margbreytileg og
það er svo mikil stemning í
kringum hana,“ segir Halla Mar-
grét af ástríðu. Ég hafði sam-
band við vinkonu mína, hana
Guðrúnu Sigurðardóttur í
Íslandtours í Lecco og við erum
að skipuleggja slíkt ævintýri fyr-
ir Íslendinga í haust og vor.“
www.islandtours.it
Margbreytileg matarmenning
Fundur um málefni aðstandenda geðsjúkra
Glímutök geðsjúkdóma
á aðstandendum
18. september á Grand Hótel Reykjavík kl. 19:00-20:30 í samvinnu
AstraZeneca, Geðhjálpar og Geðsviðs LSH.
annt um líf og líðan
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra setur fundinn.
Fundarstjóri: Þórgunnur Ársælsdóttir, geðlæknir.
18:30-19:00 Hressing og skráning.
Fyrirlesarar:
19:00-19:40 Pete Earley, aðstandandi og höfundur bókarinnar CRAZY: a Father´s
Search Through America´s Mental Health Madness sem tilnefnd var til
Pulitzer bókmenntaverðlaunanna 2007.
19:40-19:55 Rebbi og græni frakkinn - ætluð börnum geðsjúkra.
19:55-20:15 Hulda Dóra Styrmisdóttir, aðstandandi: „Hafa skal það sem betra reynist“
20:15-20:30 Samantekt/Umræður
Skráning á fund:
Katrín Sveinsdóttir sími 535-7186
katrin@veritascapital.is
í síðasta lagi fyrir 17. sept.