Morgunblaðið - 13.09.2008, Síða 35

Morgunblaðið - 13.09.2008, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 35 Heimili og hönnun Glæsilegt sérblað tileinkað heimili og hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 19. september. • Svefnherbergið. • Litir. • Gardínur, púðar, teppi og mottur. • Sjónvarp, hljómtæki og útvarpstæki. • Blóm, vasar og kerti. • Arnar og pallaupphitun. • Þjófavarnir. Meðal efnis er: • Hönnun og hönnuðir. • Innlit á heimili. • Lýsing. • Sniðugar og ódýrar lausnir. • Lítil rými. • Stofan. • Eldhúsið. • Baðið. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni um heimili, hönnun og lífsstíl. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 15. september. ÞAÐ var gaman að opna Moggann í morgun (8. sept.) og reka augun í svargrein Kristins E. Hrafnssonar við þeim skrifum sem ýmsir hafa lát- ið frá sér fara um væntanlegan Listaháskóla við Laugaveg. Ég fagna allri umræðu um málið og er tilbúin að skoða röksemdir bæði með og á móti staðsetningunni. Því miður er Kristinn ekki alveg á þeim bux- unum. Hann ásakar „menntaða og marktæka listamenn“ um „áhuga- leysi/ þekkingarskort/leti“ og „sleggjudóma“ þegar þeir voga sér að koma með mótbárur gegn stað- setningu nýbyggingarinnar. Mér er bæði ljúft og skylt að benda Kristni á ýmislegt varðandi mína afstöðu til málsins og leiðrétta atriði sem hann virðist hafa misskilið. Í fyrsta lagi setti ég fram spurn- ingu um hvort staðsetning Listahá- skólans við Laugaveg væri starfi hans nauðsynleg. Ég hef aldrei sagt að listnemendur gætu ekki lært við verslunargötu, aðeins að þeir þyrftu ekki að vera við verslunargötu til að geta stundað sitt nám. Ég þykist aft- ur á móti vita að þeir þurfi gott næði og mikið rými. Verður það fyrir hendi í byggingunni? Gefur þessi reitur nægi- legt vaxtarrými fyrir stofnunina þegar litið er til framtíðar? Það er dýrt að byggja stórt, en ennþá dýrara að byggja of smátt. Það er nokkuð langur vegur frá því að önnur staðsetning þyrfti að skoðast sem útskúfun í „gettó utan við samfélagið“ eins og Kristinn orðar það. Er íslenskt sam- félag einskorðað við Laugaveg? Þá sjaldan ég á erindi þangað á ég sam- leið með bölvandi ökumönnum í leit að stæði eða vindbörðum vegfar- endum á hraðferð milli bíla og búða, nema yfir hásumarið þegar ferða- mennnirnir fylla gangstéttirnar. Ís- lenskt samfélag er annað og meira en Laugavegurinn. Listaháskóli getur dregið að sér fólk og átt gefandi sam- skipti við það þótt hann sé staðsettur annars staðar. Hvað varðar þá hugmynd að Listaháskólinn gæti átt samleið með öðrum menntastofnunum á há- skólastigi virðist Kristni hún harla fá- ránleg. Ég læt öðrum eftir að leiðrétta hug- myndir hans um tengslaleysi Háskóla Íslands við samfélagið, en bendi á að þar er einnig lesið og rætt um heimspeki, listfræði og bókmenntir, þar er samfélagið líka skoðað og greint. Það skyldi þó aldrei vera að þess- ar stofnanir gætu haft gagn hver af annarri, að háskólanem- ar gætu lært sitthvað af starfinu í listaháskólanum og öfugt? Meðal röksemdanna sem Kristinn telur upp fyrir staðarvalinu eru einmitt mögu- leikar á auknu samstarfi við helstu menningarstofnanir, þar á meðal há- skóla. Lái mér hver sem vill að sjá þarna mótsögn í máli hans. Ég ýjaði líka að því að rómantískar staðalhugmyndir um listnema virtust svífa yfir vötnunum í umræðunni. Mér finnst alls ekki „slæmt mál að þeir blandi geði við þjóð sína þegar þeir hafa til þess stund“ þótt ég efist um að þeir hafi mikinn tíma til kaffi- húsaspjalls við vegfarendur á Lauga- veginum. Auðvitað væri hið besta mál að þessir vegfarendur myndu slæðast inn á sýningu þegar þeir eru hvort sem er á rölti í „öðrum erinda- gjörðum (ef einhverjum)“, eins og Kristinn segir. Ég er samt ekki alveg með á hreinu hvaða Laugaveg hann á við, það eru varla margir sem ganga þar um sér til hugarhægðar og ynd- isauka nema helst á hlýjum sum- ardögum þegar Listaháskólinn er mér vitanlega í fríi. Kannski eru hönnuðirnir svo framsýnir að þeir geri ráð fyrir mildara loftslagi í fram- tíðinni. En að öllu gamni slepptu er hugmyndin um byggingu sem býður í bæinn og kallar á samspil listnema og annarra borgara góðra gjalda verð. Hún þarf bara betra og miklu meira pláss en þarna býðst og hún þarf alls ekki að vera við Laugaveg- inn til að þrífast. Okkur sem borið hafa fram mót- rök gegn staðsetningu nýbygging- arinnar er borið á brýn að hafa ekki kynnt okkur hugmyndafræðilegar forsendur verksins. Þær leitast Kristinn við að setja fram í grein sinni. Ef ég skil hann rétt eru þær í hnotskurn þessar: Innri hlutföll eru það eina sem hægt er að skoða þegar listaverk er metið. Þannig skoðuð er nýbyggingin glæsilegt mannvirki. Götumynd er ekki listaverk í sjálfu sér og því breytingum háð. – Mér finnst nokkuð sérkennilegt að stilla upp þessari sýn á hið einangraða listaverk sem beri að skoða úr tengslum við allt annað en sjálft sig um leið og áhersla er lögð á að stað- arvalið sé mikilvægt einmitt vegna tengslanna við umhverfið. Mín niðurstaða af þessari umfjöll- un er einföld: Það er búið að ákveða að nýbyggingin skuli sett niður við Laugaveginn, hvað sem hver segir. Ástæðurnar geta svo verið pólitískar, efnahagslegar, hugmyndafræðileg- ar, útópískar … kannski allt þetta í senn. Okkur „lindarheilunum“ sem erum að ybba okkur með einhver mótrök er réttara að hafa okkur hæg. En mikið langar mig til að fá út- skýringu á þessu skemmtilega orði sem Kristinn notar, ég finn það ekki í orðabókinni. Ég sé fyrir mér heila þar sem hugmyndir streyma fram eins og óbeislaðar lindir … kannski gott tákn fyrir listaháskóla? Laugavegurinn eða gettóið? Ragnheiður Gestsdóttir fjallar um væntanlegan listaháskóla og skoðanir Kristins E. » Gefur væntanleg staðsetning Listahá- skóla stofnuninni nægi- legt vaxtarrými þegar litið er til framtíðar? Er íslenskt samfélag ein- skorðað við Laugaveg? Ragnheiður Gestsdóttir Höfundur er rithöfundur og myndlistarmaður. UNDANFARIÐ hafa fjölmiðlar birt fréttir af laxveiðiferð helstu áhrifamanna Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) sem farin var skömmu áður en þreif- ingar hófust um sam- runa Reykjavíkur Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy (GGE) síð- astliðið haust. Haukur Leósson, sem þá var stjórnarformaður OR, bauð Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, þá- verandi borgarstjóra, Birni Inga Hrafnssyni, varformanni stjórnar OR og REI á þeim tíma, og Guð- laugi Þór Þórðarsyni, heilbrigð- isráðherra og fyrrverandi stjórn- arformanni OR, ásamt eiginkonum þeirra í laxveiði í Miðfjarðará, einni dýrustu laxveiðiá landsins. Hvað skyldi hafa vakað fyrir Hauki Leós- syni með þessu rausnarlega boði? Var hann að undirbúa jarðveginn fyrir samruna REI og GGE eða einfaldlega að gera vel við vini og samstarfsmenn? Var boðsferðin gjöf eða mútur? Sam- kvæmt þeim upplýs- ingum sem komið hafa fram í fjölmiðlum eru málsatvik ekki alveg ljós og því ekki gott að segja til um hvort heldur er. Almennt séð felast mútur í því að borið er fé (eða fémæti) á emb- ættismann eða starfs- mann sem hefur trún- aðarskyldum að gegna til að hafa áhrif á dóm- greind hans/hennar, hegðun eða framgöngu. Þegar boðið er upp á peninga, fylgdarkonur eða önnur hlunnindi með þetta í huga er aug- ljóslega um mútur að ræða. Á hinn bóginn getur verið vandasamt að greina þann ásetning sem býr að baki gjöfum. Stundum þykir við hæfi og sjálfsögð kurteisi að gefa gjafir en í öðrum tilvikum er ásetn- ingurinn sá að hafa áhrif á stjórn- valds- eða viðskiptaákvarðanir ein- hvern tíma í framtíðinni. Hér varða ásetningurinn og þau viðbrögð sem vænst er mestu. Ef gjöfin er gefin með þeim ásetningi að hafa áhrif á hegðun eða framgöngu fellur hún undir mútur. Ef gjöfin hefur áhrif á hegðun hvort sem henni er ætlað það eða ekki virkar hún sem mútur. Ef gjöfin hefur engin áhrif á hegð- un í framtíðinni virkar hún ekki sem mútur en erfitt getur reynst að sýna fram á að gjöf hafi ekki haft nein áhrif. Spurður um tilefni boðsferð- arinnar segir Haukur Leósson að hann fari árlega í veiði ásamt hópi fyrrverandi vinnufélaga og að nokk- ur sæti hafi losnað í umræddri ferð og hann því ákveðið að bjóða þeim Vilhjálmi, Birni Inga og Guðlaugi Þór með í ferðina. Annað hefur hann ekki látið hafa eftir sér í þessu sambandi. Þriggja daga veiðiferð í Miðfjarðará fyrir hjón kostar 600 þúsund krónur svo að heildarkostn- aður vegna ferðarinnar hefur numið tæpum tveimur milljónum króna. Haukur greiddi þó ekki nema fjórð- ung þeirrar upphæðar úr eigin vasa. Baugur sem átti öll veiðileyfin í ánni þessa daga greiddi það sem á vantaði. Boðsferðin dýra var því að mestu kostuð af Baugi sem var langstærsti hluthafinn í GGE í gegnum eignarhlut félagsins í FL Group en ekki Hauki Leóssyni. Auk þess fór Stefán Hilmarsson, fjár- málastjóri Baugs og gamall sam- starfsmaður Hauks, með í ferðina. Að sögn Vilhjálms voru málefni REI og GGE ekki rædd í ferðinni. Í tilsvörum Hauks Leóssonar kemur ekkert fram um raunveru- legan ásetning hans með boðsferð- inni, t.d. hvers vegna hann bauð þeim þremenningum en ekki ein- hverjum öðrum. Afsláttarkjörin sem hann naut af hálfu Baugs vekja jafnframt spurningar. Getur verið að þau hafi haft einhver áhrif á störf hans sem stjórnarformanns OR í tengslum við samrunaferlið og aðdraganda þess þar sem Baugur átti ríkra hagsmuna að gæta? Vil- hjálmur, Björni Ingi og Guðlaugur Þór segjast ekki hafa vitað betur en ferðin væri í boði Hauks Leóssonar og ekki hafa haft hugmynd um að Baugur stæði þarna að baki. En jafnvel þótt við gefum okkur að Haukur og Baugur hafi ekki haft neitt misjafnt í hyggju með boðs- ferðinni gæti hún engu að síður hafa haft áhrif á Vilhjálm og Björn Inga – að þeim hafi á einhvern hátt fundist þeir standa í þakkarskuld fyrir boðið hversu óljós sem slík til- finning kann að vera og það síðan haft áhrif á dómgreind þeirra eða framgöngu í samrunaferlinu (Guð- laugur Þór stóð utan við samruna- ferlið, a.m.k. formlega séð). Hvað sem líður öllum ásetningi er hugs- anlegt að boðferðin hafi virkað sem mútur, bæði hvað varðar Hauk sjálfan og félaga hans sem þáðu boðið. Það var því misráðið hjá Vil- hjálmi, Birni Inga og Guðlaugi Þór að þiggja boð Hauks Leóssonar. Gerðir manna í æðstu valdastöðum eiga að vera hafnar yfir allan vafa. Boðsferðin hefur rýrt trúverð- ugleika þeirra og skaðað orðspor Orkuveitu Reykjavíkur. Trúverð- ugleikinn er fjöregg stjórnmála- mannsins og án hans stendur lítið eftir eins og segir í leiðara Morg- unblaðsins frá 26. ágúst síðast- liðnum þar sem fjallað er um gjafir og siðareglur. Skráðar siðareglur á borð við þær sem bíða staðfestingar fyrir borgarráði hefðu sennilega komið í veg fyrir að þessi umdeilda ferð væri farin. Slíkar reglur veita þeim stjórnmálamönnum og emb- ættismönnum sem átta sig ekki á því af eigin rammleik hvað er rétt og hvað rangt í siðferðilegum efn- um bæði aðhald og leiðsögn. Boðsferðir, gjafir og mútur Stefán Erlendsson skrifar í tilefni veiðiferðar í Miðfjarðará » Það var því misráðið hjá Vilhjálmi, Birni Inga og Guðlaugi Þór að þiggja boð Hauks Leós- sonar. Gerðir manna í æðstu valdastöðum eiga að vera hafnar yfir allan vafa. Stefán Erlendsson Höfundur er stjórnmálafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.