Morgunblaðið - 13.09.2008, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 13.09.2008, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 37 ✝ Lilja Þorleifs-dóttir fæddist á Gjögri í Stranda- sýslu 17. júní 1922. Hún andaðist á sjúkradeild Heil- brigðisstofnunar Vestmannaeyja 4. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Þor- leifur Friðrik Frið- riksson sjómaður á Gjögri, f. á Kjörvogi í Strandasýslu 8.9. 1891, d. 12.10. 1964, og Hjálmfríður Ragnheiður Sig- urbjörg Hjálmarsdóttir húsmóðir, f. á Gjögri 12.3. 1896, d. 15.7. 1973. Systkin Lilju eru: 1) Ingibjörg hús- móðir, f. 5.9. 1924, gift Magnúsi Þorgeirssyni vélstjóra, d. 3.7. 2001, börn þeirra eru Hjálmfríður Ragnheiður Sveinsdóttir, Þorgeir, Þorleifur, Snorri og Viðar Magn- ússynir. 2) Klara verkakona, f. 25.7. 1926, sonur hennar er Þor- leifur Jónsson. 3) Hjálmar raf- virki, f. 15.12. 1927, kvæntur Kristínu Björnsdóttur húsmóður, f. 22.5. 1925, börn þeirra eru Hjálmfríður Ingibjörg, Ólafur, Þorleifur og Soffía Birna. Fóst- ursystkin Lilju voru Sigrún Guð- mundsdóttir, f. 28.6. 1915, d. 26.8. 1998, og Auðunn Hafnfjörð Jóns- son, f. 24.12. 1936, d. 9.9. 2007. Lilja kom til Vestmannaeyja 1947 og giftist á aðfangadegi jóla 1948 Brynjúlfi Jónatanssyni raf- virkjameistara, f. í Vestmanna- eyjum 23.6. 1924 . Foreldrar hans voru Steinunn Brynjólfsdóttir hús- móðir, f. 4.5. 1887, d. 22.7. 1977, og Jónatan Snorrason mótoristi og trérennismiður, f. 6.9. 1875, d. 15.9. 1960. Börn Lilju og Brynjúlfs eru 1) Steinunn meinatæknir og leikskólakennara. Dætur þeirra eru Hjálmfríður Bríet, Friðbjörg Lilja og Jóhanna Brynja. 7) Bryn- hildur starfsmaður Byrs og nemi í HR, f. 10.1. 1960, gift Rafni Páls- syni rafvirkjameistara. Synir þeirra eru a) Páll Ívar, lofaður Helenu Rut Einarsdóttur, sonur þeirra er Einar Rafn, b) Jónatan Helgi, d. 1.5. 2006, og c) Snorri Benedikt. 8) Steinunn Jónatans- dóttir kjördóttir, hjúkrunarfræð- ingur, f. 20.9. 1973, gift Óðni Steinssyni, synir þeirra eru Rúnar Kristinn, Brynjar Ingi og Jónatan Árni. Lilja fluttist með fjölskyldu sinni að Litlanesi ung að aldri. Hún sótti sjóinn með afa sínum og starfaði við þvotta á Djúpavík á sumrin. Þar kynntist hún Brynj- úlfi síðar eiginmanni sínum, sem þar var rafvirki í síldarverksmiðj- unni. Lilja fluttist til Vest- mannaeyja haustið 1947 og hófu þau Brynjúlfur búskap. Fyrstu ár- in bjuggu þau í Breiðholti við Vestmannabraut ásamt foreldrum Brynjúlfs. Síðar fluttu þau í nýtt hús á Hólagötu 39 og bjuggu þar lengst af. Lilja var húsmóðir á stóru heimili og oftar en ekki voru rafvirkjanemar og vertíðarfólk hluti af heimilisfólki. Um tíma vann Lilja í þvottahúsinu Straumi og í Lifrarsamlaginu. Lilja studdi starf kvenfélagsins Líknar og slysavarnafélagsins Eykyndils alla tíð. Árið 1999 fluttust þau hjón í Kópavog og áttu góðar stundir í Trönuhjallanum með fjölskyldu sinni á höfuðborgarsvæðinu. Vor- ið 2006 fluttu þau aftur til Eyja og eignuðust fallegt heimili á Ás- hamri 5. Heilsu Lilju hrakaði vorið 2007 og síðustu mánuði ævi sinnar dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Útför Lilju fer fram frá Landa- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sálfræðingur, f. 30.9. 1948, d. 19.8. 2008, gift Halldóri Guð- bjarnasyni viðskipta- fræðingi. Börn þeirra eru a) Lilja Dóra, gift Jónasi Friðriki Jónssyni, börn þeirra Steinunn Dóra og Jónas Rafn- ar, b) Elín Dóra, gift Atla Knútssyni, synir þeirra Halldór Andri og Valur Björn, og c) Brynjúlfur Jón- atansson kjörsonur. 2) Ragnheiður skrifstofustjóri, f. 22.2. 1952, gift Smára Grímssyni rafvirkjameistara, dætur þeirra eru a) Sigrún Elsa, lofuð Vilhjálmi Goða Friðrikssyni, börnin þeirra eru Smári Rúnar Róbertsson, Ragnheiður Anna Róbertsdóttir og Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir, b) Sigríður Bríet, lofuð Sigurði Sigurðssyni, og c) Steinunn Lilja, lofuð Kristni Matthíassyni. 3) Hjálmar rafvirkjameistari, f. 22.3. 1953, kvæntur Margréti Ársæls- dóttur sjúkraliða, börn þeirra eru a) Ragnheiður Bríet, lofuð Arto Olavi Rokolampi, dætur þeirra Gabríella Margrét, Erika Mikaela og Emelie Lilja, b) Ársæll, giftur Matthíasi Matthíassyni, c) Jóna Heiða og d) Þorgils Árni. 4) Jón- atan rafvirkjameistari, f. 11.3. 1954, d. 17.3. 1984, fyrri kona hans hét Árný Sigríður Baldvinsdóttir, d. 19.5. 1979, þeirra börn eru Steinunn og Bynjúlfur. Síðari kona hans var Heiða Th. Krist- jánsdóttir. 5) Anna, starfsmaður á röntgen í Domus Medica, f. 13.7. 1955. 6) Rúnar Páll, starfsmaður Valitors og sýningarmaður í Há- skólabíói, f. 9.8. 1958, kvæntur Eddu Sigurbjörgu Jóhannsdóttur Það var gott að alast upp á Hóla- götunni og fasti punkturinn í tilver- unni var mamma. Hún var alltaf til staðar, með heit- an mat í hádeginu og mjólk og kökur þegar maður kom heim úr skólanum. Ef hún var ekki heima þá hafði hún farið í kaffisopa til vinkvennanna í nágrenninu, en það var mikið af góðu fólki sem bjó þarna í kring og sam- gangur á milli húsa var oft mikill. Síðan þegar ég eignaðist maka og börn tók mamma þeim opnum örm- um og var til staðar þegar eitthvað bjátaði á. Eins og fyrrum hópuðust börnin á Götuna, eins og það var kall- að, til ömmu eftir skólann, af því að amma var alltaf heima og tilbúin með mjólkurglas og meðlæti handa þeim. Það var líka vinsælt að arka uppeftir til ömmu og afa að horfa á barnaefnið á laugardags- og sunnudagsmorgn- um, oft fékk hundurinn okkar líka að fara með. Það gilti einu hver var á ferð, öllum var tekið opnum örmum, mönnum sem og málleysingjum. Á sumrin tíðkaðist það að fara í sumarfrí upp á land og keyra um landið, jafnt byggð sem óbyggðir, í þá daga var ferðast með tjald, svefn- poka og prímus. Mamma var oftar en ekki í fallegri dragt á þessum ferða- lögum og alltaf gat mamma töfrað fram kræsingar, hvernig hún fór að því vissi ég ekki alltaf, það var bara eins og hún sveiflaði sprota. Ef ekki viðraði til að gista í tjaldinu þá vissi hún oftast um einhverja ættingja í þeim landshluta sem við vorum stödd í sem hægt var að banka uppá hjá, og auðvitað gistum við þar í flat- sæng á stofugólfinu. Já, mamma var einstök kona og við vorum heppin að eiga hana að. Þau eru mörg minningabrotin sem koma upp í hugann á þessum vega- mótum lífsins. Elsku mamma, ég veit það verður vel tekið á móti þér þar sem þú ert núna, minningin um þig lifir með okkur öllum. Við kveðjum þig með miklu þakk- læti og virðingu. Brynhildur. Lilja tengdamóðir mín var Strandamanneskja, fædd á Litlanesi á Gjögri 17. júní 1922. Litlanes var lítil jörð út úr landi Kjörvogs sem að- eins dugði til framfærslu einnar kýr og fáeinna kinda. Hjálmar faðir hennar stundaði fyrst og fremst sjó- róðra á trillu sinni og ýmsa land- vinnu sem til féll til framfærslu fjöl- skyldunnar. Af samtölum okkar Lilju varð mér ljóst, að líf þeirra þarna norður frá var efnahagslega erfitt og halda þurfti vel á spöðunum til að sjá fjölskyldunni fyrir brýnustu nauðsynjum. Börnin urðu því snemma að taka til hendinni til að létta undir með foreldrunum og Lilja var því ekki gömul þegar hún var fyrst send af bæ í vist. Þegar síld- arverksmiðjan í Djúpavík var í full- um gangi, safnaðist þangað á sumr- um hópur ungs fólks til starfa. Árin 1946 og -47 vann Lilja við verksmiðj- una og þar starfaði líka ungur maður úr Eyjum, Brynjúlfur Jónatansson, sem var að læra rafvirkjun. Með þeim Lilju tókust náin kynni og haustið 1947 flutti hún með honum til Eyja og giftu þau sig á aðfangadag 1948. Fyrir nýgift fólk á þessum tíma var erfitt að koma yfir sig þaki. Þau bjuggu því fyrstu hjúskaparár sín inni á gafli hjá foreldrum Brynjúlfs og þar fæddust þeim fyrstu 5 börnin. Tvö þau síðustu fæddust svo eftir að fjölskyldan var flutt í nýtt hús. Síðar á lífsleiðinni tóku þau hjón að sér Steinunni Jónatansdóttur, sonar- dóttur þeirra, og ólu upp sem sitt barn. Nær öll háskólaár mín starfaði ég á sumrum í Eyjum og bjó á heimili tengdaforeldra minna ásamt eigin- konu og elsta barni. Þótt þar bættust við tveir nýir fjölskyldumeðlimir og fjöldinn orðinn 11, virtist Lilju lítið muna um þessa viðbót. Öll verk léku í höndum hennar og hún var ósér- hlífin og hafði vanist því úr æsku að ganga í öll störf sem þurfti að vinna. Lilja hafði yndi af ræktun garðs síns, en slíkt var ekki alltaf auðvelt á stað eins og í Eyjum. Ekki þurfti nema eitt suðaustanrok til að eyði- leggja í einni svipan fallegt blóma- beð. Aldrei gafst hún þó upp, því slíkt var ekki háttur hennar. Hún gat verið þrjósk og fór það sem hún ætl- aði sér. Hún var ættrækin og vinföst og hafði gaman af að heimsækja ætt- menni sín og vini víðsvegar um land- ið. Á yngri árum ferðuðust tengda- foreldrar mínir mikið hér innanlands og síðar á lífsleiðinni tóku við ferðir til útlanda og naut Lilja þessara ferðalaga mjög. Hin síðari ár fór heilsu hennar hrakandi, einkanlega síðasta árið þegar hún var orðin rúmliggjandi á sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum. Hún andaðist aðfara- nótt 4. september sl., þrotin að kröft- um. Að leiðarlokum þakka ég tengda- móður minni allt það sem hún var mér. Ég kom inn á heimili hennar tvítugur og hún tók mér eins og syni og hefði ég ekki viljað eiga öðruvísi tengdamóður. Hún var ákaflega raungóð kona og var börnum mínum mikil og góð amma. Síðastliðin ár hefur tengdafaðir minn alfarið helg- að sig umönnun hennar af framúr- skarandi alúð og dugnaði. Bið ég góðan Guð að styrkja hann og aðra ástvini Lilju. Blessuð sé minning hennar. Halldór Guðbjarnason. Enn eitt skarð er höggvið í stór- fjölskylduna. Fyrir örfáum dögum kvöddum við Steinunni mágkonu og í dag kveðjum við Lilju tengda- mömmu. Ég kynntist Lilju um haustið 1973 þegar ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Binnu, eða eins og þú sagðir svo oft: að ég hefði komið upp Hólagötuna og stolið henni. Þær voru ógleymanlegar stund- irnar á „Götunni“ eins og við köll- uðum heimilið, m.a. páska- og jóla- boðin þar sem borðin svignuðu undan kræsingum og ekki má gleyma sögum og kvæðum frá æsku- stöðvunum. Við móðurmissi minn reyndist þú mér styrk stoð, alltaf traust eins og Heimaklettur og það var gott að leita ráða hjá þér þegar á þurfti að halda. Mér er minnisstætt þegar við fór- um í blíðskaparveðri á tónleika sem haldnir voru í Kerinu í Grímsnesi, þó þér hafi ekki fundist þörf á að klappa fyrir öllum hafðir þú lúmskt gaman af tónlistinni, og þú elskaðir að fara í góðan bíltúr. Ég kveð Lilju með söknuði og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Kveðja Rafn Elsku amma mín, þó að þú hafir kvatt þennan heim mun minningin um þig lifa áfram í hjarta okkar. Í þessum löngu veik- indum þínum barðist þú eins og hetja, en við vissum þó báðar að einn daginn myndu leiðir okkar skilja. Á þessari stundu þykja mér allar þær minningar sem ég á um þig dýr- mætar og ofarlega í huga. Það veitir mér ró að rifja þær allar upp og skrifa sumar þeirra á blað. Þar sem ég á bara góðar minningar um þig veita þær mér ákveðinn styrk á þess- um erfiðu stundum. Þegar ég hugsa til baka eru mér alltaf efst í huga þeir dagar sem ég ákvað að labba heim til afa og ömmu á Hóló í stað þess að fara beint heim eftir skóla. Oftast mátti finna ilminn af nýbökuðu bakkelsi og oftar en ekki var nefið látið ráða ferðinni. 17. júní á hverju ári kom öll fjöl- skyldan saman hjá þér. Þá varst þú búin að baka og dekka borð og skella upp dýrindis veislu án þess að depla auga. Þú sagðir alltaf að öll þjóðin væri að halda upp á afmælið þitt, enda ekkert skrítið, þú værir fædd löngu áður en Ísland fékk sjálfstæði. Á hverjum jólum, eftir að allir höfðu opnað pakkana sína, var farið á Hólagötuna. Þar var afi búinn að útbúa heitt súkkulaði og þú búin að bera á borð allar þær sortir sem þú hafðir bakað. Vorum við krakkarnir látnir stilla okkur upp í stiganum og afi tók eina stigamynd. Þegar megnið af fjölskyldunni tók þá ákvörðun að flytja til Reykjavíkur og setjast þar að ákváðuð þið afi að selja Hólagötuna og fylgja á eftir. Alltaf var jafn hlýtt og gott að koma til ykkar á Trönuhjallann. Alltaf var eitthvað í boði þó að afi hafi tekið við bakstrinum eftir að þú veiktist. Ég verð þó að viðurkenna það að alltaf sakna ég þess að geta ekki komið við á Hólagötunni. Nokkrum árum seinna þegar heilsuleysið fór að ágerast fluttu þið aftur til Eyja og keyptuð ykkur fal- lega íbúð í Áshamrinum. Ég er mjög þakklát að hafa fengið að annast þig og hugsa um þig þessa síðustu mánuði og ég held að ég geti aldrei þakkað Steinunni og stelpun- um á sjúkrahúsinu fyrir að gefa mér það tækifæri. Ég gæti haldið endalaust áfram að skrifa minningar um hana ömmu mína þar sem hún var með hjarta úr gulli úr gulli og vildi allt fyrir okkur krakkagríslingana gera, en læt þetta nægja. Dreymi þig sólskin og sumarfrið, syngjandi fugla og lækjarnið. Allt er hljótt, allt er hljótt ástin mín, góða nótt. (Ási í Bæ.) Vil ég þakka starfsfólkinu á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum fyrir umönnun og auðsýnda samúð á þessum erfiðu stundum. Elsku afi, pabbi og systkini, Guð geymi ykkur og veri ykkur styrkur og stoð. Hvíl í friði, elsku amma mín, Jóna Heiða. Lilja Þorleifsdóttir Mig langar að kveðja Ingimar Frið- riksson, vin og læriföður minn, í hinsta sinn. Ingimar var hreint ótrú- legur maður. Ég kynntist honum fyrst í gegnum fjölskyldutengsl, en við kynnumst svo síðar fyrir alvöru þegar ég hóf störf hjá þeim hjónum, Ingimari og Systu. Það er eins og það hafi verið í gær þegar Ingimar bað mig að hitta sig heima í Stapas- íðunni og sýna mér smáhugmynd, sem reyndar síðar varð að miklu meira en smáhugmynd. Á stofu- borðinu var stílabók og penni. Á ✝ Björgvin Ingi-mar Friðriksson framkvæmdastjóri fæddist á Selá á Ár- skógsströnd 31. jan- úar 1951. Hann lést á heimili sínu 29. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Gler- árkirkju 9. sept- ember. síðu eitt í stílabókinni var blýantsteikning af verslun og á þeirri næstu var teiknað lógó, þetta var Lita- land. Okkur samdist um að ég starfaði hjá þeim hjónum í þrjá mánuði, svona meðan væri verið að koma þessu nýbakaða fyrir- tæki á legg. Þetta var árið 1996, en mánuð- urnir þrír urðu að átta árum, hreint frábær- um árum. Það var ekki að ástæðulausu að þessir þrír mánuðir urðu að átta árum, betri vinnuveitendur er ekki hægt að hugsa sér. Þau hjón voru ekki ein- ungis vinnuveitendur heldur afar góðir vinir og ég er ekki frá því að þegar ég varð fyrir föðurmissi mín- um þá hafi Ingimar að vissu leyti gengið mér í föðurstað. Það var al- veg sama hvað bjátaði á, alltaf end- aði það með spjalli við Ingimar. Það var svo gott að tala við þennan ynd- islega mann. Hann var ávallt tilbú- inn að hlusta og ráðleggja eða leggja lið. Ingimar var einstaklega góður maður, öfundarlaus með öllu, maður sátta og samninga, alveg ein- stakur ljúflingur. Margar góðar stundir áttum við saman, bæði í leik og í starfi. Ein ánægjuleg hefð sem gaman er að minnast var að oftar en ekki eftir vinnu á föstudögum þá fórum við saman í pottinn í Tungu- síðu, Ingimar, Ómar, Maggi og ég. Þar áttum við notalega stund, spjöll- uðum um heima og geima, hlógum mikið og gerðum grín. Að pottferð- inni lokinni röltum við í Stapasíðuna þar sem Systa bar fram hreint stór- kostlegar heimabakaðar, hvítlauks- hjúpaðar pizzur, já góðar minningar þetta. Ég þakka fyrir að hafa verið svo heppinn að fá að kynnast Ingimar og að hafa eytt með honum frábær- um stundum. Kæra Systa, Elli, Óm- ar, Eva og fjölskyldur. Ég og fjöl- skylda mín vottum ykkur dýpstu samúð. Ingimar, þú lifir í hjörtum okkar, hvíldu í friði. Birkir. Björgvin Ingimar Friðriksson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800                         

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.