Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 8. S E P T E M B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
255. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
REYKJAVÍKREYKJAVÍK
ÓLAFUR RAGNAR ER Á
DAGVAKT UM HELGINA
ÍÞRÓTTIR
Blaðauki um hand-
knattleik karla
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
08
-0
08
0
NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is
Leikhúsin
í landinu >> 37
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Flóð Framan við skálann í Langadal
var allt á kafi í gærmorgun.
„ÞETTA eru bara náttúruhamfar-
ir,“ sagði Berglind Guttormsdóttir,
skálavörður Ferðafélags Íslands í
Langadal í Þórsmörk, í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Það var
stjörnuvitlaust veður í nótt og ekki
stætt úti.“ Óveðrinu fylgdu gríðar-
legir vatnavextir. Klukkan sex í
gærmorgun var Þórsmörkin eins og
haf yfir að líta og sá hvergi á þurrt
frá Langadal og yfir að Álfakirkju.
Broddi Hilmarsson skálavörður
braust inn í Þórsmörk í gær. „Veg-
urinn er spilltur á stórum köflum.
Urð og grjót og algjört brölt,“ sagði
Broddi. Víða rann eftir vegstæðinu
og á 100 til 500 metra löngum köfl-
um var vegurinn horfinn en komið
nýtt landslag með fangstórum stein-
um. „Hér í Langadal hefur runnið
inn á hlað við skálana og upp að hús-
unum,“ sagði Broddi.
Í Langadal hafa dvalið 30 nem-
endur úr 10. bekk Húsaskóla í
Reykjavík. Til stóð að þeir færu
heim í gær en ferðinni var seinkað
vegna vatnavaxtanna þar til í dag.
Ekkert væsti um krakkana og voru
þau spennt yfir að fá aukadaga í
Þórsmörk, að sögn Berglindar. | 4
Eins og haf yfir að líta
Vegurinn í Þórsmörk hvarf á stórum kafla í veðurofsanum
Á tveimur uppboðum á verkum
eftir breska listamanninn Damien
Hirst í byrjun vikunnar seldi upp-
boðshúsið Sotheby’s 223 verk hans
fyrir 95,7 milljónir punda, eða um
15,7 milljarða króna. Það er hlutur
listamannsins eftir tveggja ára
vinnu við sköpun verkanna.
Sagt er að á tveimur dögum hafi
Hirst grætt meira en allir látnu lista-
mennirnir, sem eiga verk í Þjóð-
arlistasafni Breta, gerðu um sína
daga.
Hvaða áhrif munu þessi uppboð
hafa á listmarkaðinn? Mun samband
vinsælla listamanna við gallerí sín
breytast? Með þessari sölu sniðgekk
Hirst hið hefðbundna markaðskerfi
myndlistarinnar. » 18
Seldi fyrir 15,7 milljarða
„Stærsti
vandinn teng-
ist sorpi og
endurvinnslu
eða því hvern-
ig krakkarnir
henda frá sér rusli,“ segja Ólafur
Konráð Albertsson og Lilja Dögg
Tryggvadóttir um umgengnishætti
jafnaldra sinna í Fjölbrautaskól-
anum við Ármúla. Bæði sitja þau í
umhverfisnefnd skólans sem vinnur
að því að auka áhuga nemenda á
umhverfismálum. „Við sjáum þetta
t.d. í reykskýlinu hérna úti. Þar eru
þrjú stubbahús og kör sem hægt er
að henda í og tvær ruslatunnur að
auki. Samt er allt morandi í
sígarettustubbum á jörðinni.“ » 19
Ung umhverfisvernd
Keflvíkingar eiga mjög góða
möguleika á að verða Íslandsmeist-
arar í knattspyrnu í fyrsta skipti í
35 ár. Þeir unnu Breiðablik, 3:1, í
Landsbankadeildinni í gær en
keppinautarnir í FH steinlágu gegn
Fram, 4:1, seint í gærkvöld. Þar
með geta Keflvíkingar tryggt sér
meistaratitilinn á laugardaginn en
þeir mæta þá FH-ingum í Kapla-
krika og nægir eitt stig úr þeirri
viðureign. » Íþróttir
Keflavík í dauðafæri
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
ENGIN viðspyrna er fyrir lækkun krónunnar nú, sem
gefur til kynna að fjárfestar telja sig ekki geta treyst því
að hún veikist ekki enn frekar á næstunni. Allir virðast
sammála um að gengi krónunnar sé allt of lágt og að það
muni hækka þegar til lengri tíma er litið. Vandi fjárfesta
er hins vegar sá að enginn virðist geta spáð fyrir um þró-
un gengisins á næstu vikum og mánuðum og því fást fáir
til að kaupa krónur við þær aðstæður. Gengi krónunnar
lækkaði um 2,52% í gær og var lokagildi gengisvísitöl-
unnar 176 stig. Lækkunin var þó meiri innan dags og fór
vísitalan um tíma í tæp 179 stig.
„Krónan mun líklega ekki styrkjast á ný fyrr en er-
lendir fjármálamarkaðir ná sér á strik. Á meðan fjár-
málakreppan heldur áfram að dýpka í Bandaríkjunum er
ekki útlit fyrir mikla styrkingu krónunnar,“ segir Þor-
varður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Ís-
lands. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar
Kaupþings, segist hins vegar telja að krónan eigi að snú-
ast á ný og að það geti gerst á næstunni. „Það kemst hins
vegar ekki ró á gjaldeyrismarkaðinn fyrr en séð hefur
verið fyrir endann á gjalddögum krónubréfanna og
óvissa minnkar á alþjóðamörkuðum,“ segir hann.
Krónubréf eru erlend skuldabréf í íslenskum krónum
og á næstu mánuðum koma slík bréf á gjalddaga að upp-
hæð um 130 milljarða króna. Verði þessi bréf ekki endur-
nýjuð myndast því umtalsverður þrýstingur á krónuna
og því er ekki útilokað að frekari veiking hennar sé fram-
undan. Tjörvi bendir hins vegar á að markaðurinn hafi
lengi vitað hvenær útistandandi krónubréf kæmu á gjald-
daga. „Því má gera ráð fyrir því að áhrifum gjalddaganna
hafi að einhverju leyti verið mætt nú þegar.“ Þýðir þetta
að lækkunina nú megi hugsanlega rekja til slíks undir-
búnings fjárfesta. Engu að síður er stærsti hluti vanda
krónunnar nú aðfluttur. Vandræði fjármálarisanna
Lehman Brothers, Merrill Lynch og AIG skutu fjár-
festum skelk í bringu. Það litla flæði fjármagns sem fyrir
var á erlendum mörkuðum þornaði upp og kostnaður við
lántöku rauk upp. Krónubréfaútgáfa byggist á miklum
vaxtamun milli Íslands og annarra landa, en þegar verð
lánsfjár hækkar svo mikið minnkar þessi vaxtamunur.
Fjárfestar hafa lítið
traust á krónunni
Framtíð krónunnar | Viðskipti
Krónan kolfellur
Krónan aldrei veikari
eftir 2,5% lækkun í gær
Úrvalsvísitalan lækkar
um 13,6% á 30 dögum
Miklar lækkanir á
erlendum mörkuðum
HLUTABRÉFAMARKAÐIR um
heim allan lækkuðu umtalsvert í
gær, eins og þeir hafa reyndar gert
flestir undanfarna daga. Sem fyrr
eru það áhyggjur af stöðu fjármála-
markaðarins sem valda lækkunum.
Þeir tveir stóru fjárfestingarbankar
sem eftir eru í Bandaríkjunum,
Goldman Sachs
og Morgan Stanl-
ey, lækkuðu mik-
ið í viðskiptum
gærdagsins.
Morgan Stanley
um 30% og Gold-
man um 18%. Er
nú talað um að
tími fjárfesting-
arbankanna sé
liðinn og að í
framtíðinni verði umfang gamaldags
viðskiptabanka meira. Þá verði fjár-
festar í fjármálageiranum að búa sig
undir að hagnaðartölur verði ekki
eins himinháar og þær hafa verið
undanfarin ár.
Þrátt fyrir að ástandið sé slæmt í
Bandaríkjunum og í Evrópu er það
þó sýnu verra í Rússlandi. Þar í landi
þurfti að loka fyrir viðskipti í kaup-
höll annan daginn í röð til að stemma
stigu við miklum lækkunum og flótta
fjármagns úr landinu.
Reyndar þurfti einnig að loka
gjaldeyrismarkaðnum í Ósló tíma-
bundið í gær vegna skorts á dollur-
um, sem ef til vill segir meira en
mörg orð um títtnefndan skort á
lausafé.
Dow Jones-vísitalan lækkaði um
4,06% og Nasdaq um 4,94%.
Hrun á
markaði
Tími fjárfestingar-
banka liðinn
Kauphöll Miðlari í
New York.
Fall krónunnar Gengi krónunnar hefur lækkað um 10,1% í september og hefur aldrei verið lægra. Það er rakið til
ólgu á erlendum fjármálamörkuðum. Athuga ber að á kortinu er kvarða snúið við til að sýna gengisfall krónunnar.
Gengisvísitala
íslensku krónunnar
í september 2008