Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FRÉTTASKÝRING Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞEGAR uppboðið á verkum Damien Hirst hófst á mánudag kom fljótlega í ljós að lausa- fjárkreppan virtist ekki hafa áhrif á verð dýrustu verkanna, þótt fullyrt sé að færri hafi boðið í verkin en venjan hefur verið á uppboðum á samtímaverkum á liðnum árum. „Við höfðum ennþá aðeins til ör- lítillar prósentu af mannfjölda heimsins,“ sagði Oliver Barker, yf- irmaður samtímalistasviðs Sothe- by’s í London. „En þetta er fágað fólk og á enn fé til að kaupa lista- verk.“ Aðferðafræði uppboðshússins þótti nýstárleg. Verkin voru sýnd í öllum höfuðstöðvum þess við Bond- stræti, eins og um yfirlitssýningu listamannsins væri að ræða. 21.000 gestir mættu. Sérfræðingar Sothe- by’s ferðuðust með valin verk og sýndu söfnurum, meðal annars til Bandaríkjanna og Indlands, mynd- bönd með verkum voru sett á You- Tube, og Hirst eyddi talsverðum tíma í það sjálfur að sýna völdum söfnurum verkin. Aðferðir uppboðshúsanna við sölu verka hafa verið að breytast á liðnum árum. Hinn virti, og oft skemmtilega önugi, gagnrýnandi Robert Hughes segir í grein í The Guardian að uppboðshúsin Christ- ie’s og Sotheby’s séu varla lengur aðgreinanleg frá galleristum: „Í rauninni vinna þau með og kynna lifandi listamenn, uppboð Hirst er bara eitt skref í þá átt að skera galleristana úr snörunni.“ Formaður Sambands listaverka- sala í Bandaríkjunum, galleristinn Roland Augustine, sem ég ræddi við í sumar, sagði að með hækkandi verði á listinni hefðu uppboðshúsin farið að hvetja fólk til að horfa á myndlist út frá spádómsgildi; að spá í hvað myndi hækka, á hverju væri hægt að græða. Augustine segist nú taka ákveðna afstöðu gegn uppboðshúsunum. „Með aggressífu eðli sínu hafa þau skap- að hálfblint eða einsýnt umhverfi. Uppboðshúsin leggja ekki lengur áherslu á tungumál listarinnar heldur á listina sem verslunarvöru,“ sagði Augustine. Galleristarnir buðu í verk Margra augu hvíldu á gall- eristum Hirst á uppboðunum, Larry Gagosian frá New York og Jay Jopling, eiganda White Cube- gallerísins í London. Segja má að þetta skref Hirst, að bjóða verkin upp beint, beinist fyrst og fremst gegn þeim. Þeir fá ekki lengur um- boðslaunin; Hirst fær mun stærri hlut í sinn skerf. Um leið er bent á að gallerist- arnir hafi átt þátt í að lyfta verði verka á uppboðinu. Og kannski ekki skrýtið, þar sem þeir eiga og liggja ennþá með fjölda verka, sem hækka að verðgildi með hækkandi markaðsvirði. Fullyrt er að Jopling hafði boðið í að minnsta kosti 20 verkanna á mánudagskvöldið og hreppt sum. Oliver Barker sagðist allt eins búast við því að Sotheby’s byði aft- ur beint upp verk úr eigu lista- mannanna sjálfra, svo vel hefði uppboð Hirst lukkast. Spurningin er bara hver leggur til þessi verk. Framkvæmdastjóri Hirst segir að þeir hyggist ekki endurtaka leikinn og víst er að fáir listamenn eru jafn frægir, safnaravænir og afkasta- miklir og Hirst. Ritstjóri listtímaritsins Burl- ington telur í samtali við The Times að uppboðið muni teljast „skemmti- legt frávik frá hinum raunverulegu viðskiptum frekar en grundvall- arbreyting á listmarkaðinum.“ Hirst sagður sjóræningi en snjall markaðsmaður Robert Hughes hefur verið stór- yrtur um uppboðið í greinum í The Guardian og margir bíða óþreyju- fullir eftir sjónvarpsþætti, sem hann verður með á 4. rás BBC á sunnudag, um Hirst og samtíma- listina. Hughes segist óttast að hann sé af síðustu kynslóðini sem hafi verið svo lánsöm að geta geng- ið inn í gallerí til að njóta mynd- listar, án þess að þurfa að hugsa um verðmiðann á verkunum. Hann segir Hirst og dýrin sem fljóta í formalíni í verkum hans, sýna og sanna að myndlist hafi glatað allri annarri merkingu en þeirri sem felst í verðmiðanum. Um fyrsta há- karlaverk Hirst sagði Hughes: „Þetta er snjallt markaðsbragð en sem listaverk er það fáránlegt.“ Um uppboðin sagði Hughes að ef eitthvað væri sérstaklega athygl- isvert við þau, þá væri það sá reg- inmunur sem væri á verði verkanna og hæfileikum Hirst. „Hirst er í raun sjóræningi og hæfileikar hans birtast í því hvernig honum hefur tekist að blekkja svo margt fólk sem tengist listheiminum... til að dásama frumleika hans og mik- ilvægi „hugmyndanna“ sem birtast í verkunum.“ Og Hughes bætir við að sjái hann verk eftir Hirst meðal verka safnara, sé það merki um leiðinlegan smekk! Vitaskuld skrifar Hughes út frá eigin smekk, og hann hefur ekki mikið álit á hinum ungu fjölda- framleiddu myndlistarstjörnum, eins og Hirst og Koons. En við- brögðin á uppboðunum færa heim sanninn um að myndlistarvísitalan haggast ekki svo auðveldlega – á síðustu áratugum er hún stöðugri en vísitala kauphallanna. Hinir ríku kaupa samtímamyndlist sem fjár- festingu og einnig sem sýnilega staðfestingu á stöðu sinni í heim- inum. Nú er bara og bíða og sjá hver fer næstur framhjá gall- eríunum, eða hvort uppboð Hirst hefur einungis verið „skemmtilegt frávik“. Breytingar á listmarkaði?  Með uppboðum sniðgekk Damien Hirst galleríin  Myndlistarvísitalan stöðugri en vísitala kauphall- anna  Robert Hughes segir myndlist hafa glatað annarri merkingu en þeirri sem felst í verðmiðanum Reuters Rándýr listamaður Hirst stillir sér upp fyrir framan myndavélarnar, við verk sem seldist á 180 milljónir króna. „FRAMTÍÐIN er björt fyrir alla,“ segir í yfirlýsingu breska myndlistarmannsins Damien Hirst að afloknu sögulegu tveggja daga uppboði á 223 verkum sem hann og starfsmenn hans sköpuðu á síðustu tveimur árum. Vissulega hlýtur framtíð Hirst að vera björt, enda fær hann á annan tug milljarða króna í vasann fyrir verkin – upphæð sem enginn myndlistarmaður fyrr eða síðar hefur fengið í einu lagi. Áhrif á gallerírekstur? Hinsvegar má spyrja hvaða áhrif framtak lista- mannsins muni hafa á hinn hefðbundna gall- erírekstur, eins og hann hefur þróast á liðnum ára- tugum. Þar sem galleristinn selur verkin fyrir listamanninn, kynnir hann einnig og vinnur náið með honum – fyrir allt að helming söluandvirðis verk- anna. Er list Hirst svo mikils virði? Einnig má fara út í listfræðilegar spurningar, eins og listrýnar fjölmiðla um allan heim varpa fram og reyna að svara þessa dagana: Er list Hirst virkilega svo mikils virði? Í fréttum af uppboðinu kemur fram að færri bandarískir safnarar buðu í verk en gert var ráð fyr- ir. Hinsvegar voru kaupendur frá Rússlandi, Miðaust- urlöndum og Indlandi áberandi. Um þriðjungur þeirra sem keyptu voru nýir viðskiptavinir uppboðs- hússins. Samtímalist dýrari en eldri list Á liðnum áratug hefur samsetning kaupendahóps dýrustu samtímalistarinnar verið að breytast. Nýrík- ir safnarar frá fyrrnefndum löndum verða sífellt meira áberandi, sem og hverskyns sjóðsstjórar og bankastjórnendur, en eldri og rótgrónari safnarar munu ekki lengur taka þátt í kapphlaupinu um dýr- ustu og vinsælustu verkin. Enda hefur verð á sam- tímamyndlist á uppboðum margfaldast á þessum ár- um. Samtímalistin hefur orðið umtalsvert dýrari en verk hinna eldri látnu meistara. Björt framtíð fyrir alla OPNUNARTÓNLEIKAR Tíbrár veturinn 2008–2009 voru ekki af síðri endanum að þessu sinni. Fyrsta efnisskrá vetrarins sam- anstóð af heildarflutningi allra einleiks- píanóverka Þorkels Sigurbjörnssonar, sem fagnar nú 70 ára afmæli og jafnframt um hálfrar aldar starfsferli. Þorkell er án efa þekktastur fyrir ódauðleg söng- og kórverk sín sem hafa löngum verið í uppáhaldi hjá sönghópum landsins. Efnisskrá tónleikanna var í rökréttri tíma- röð og var því byrjað á Der Wohltemperierte Pianist (eða vel stillta píanóleikaranum) frá árinu 1971. Öruggur, skýr og fagmannlegur píanóleikur hinnar íslensk–bandarísku Kríst- ínar Önnu Taylor náði fram öfgakenndum andstæðum verksins, í styrkleika, púls og karakter. Álíka öfgar voru að heyra í SO (1973), þar sem lamdir sfz hljómar og æð- isgengin óreiða kristölluðu enn frekar síð- rómantísk og blíð hughrif annarra kafla verksins. Í Tónleikaferðum (1972) mátti m. a. heyra módernískan kontrapunkt móts við alda- gamla íslenska laglínu sem þekktust er við ljóð Eysteins Ásgrímssonar, Liljuna. Til fróð- leiks var í efnisskrá skerpt á því að laglínan birtist árið 1780 í ritgerð Frakkans Jean Benjamin Laborde um „forna og nýja tón- list“, og var skráð eins og hinn hálærði Ís- lendingur Jón Ólafsson frá Grunnavík söng hana. Tvíhljómsendurtekningar hinnar sund- urleitu en bráðskemmtilegu Chaconnette (1985) og ólík laglínutilbrigði hennar byggðu upp góða spennu sem annars er ekki á hvers manns færi að skapa. Sísláttur endurtekinna nótna þráláts stefj- ar í MA KKNOTT (1993) trekkti taugarnar og bjó hlustanda undir Sindur (2000) sem aldrei náði jarðtengingu, svo svífandi var verkið og píanóleikur innblásinn. Það var að lokum frumflutningur á Kesa (2008), sem batt enda á galaveislu kvöldsins. Titill verks- ins er dregið úr nafni píanóleikarans, en inn- an þröngs og laggóðs tímaramma bar hæst minnisstætt stef, óvenjulegt pedalstapp og skemmtileg tvísöngsraddsetning. Píanótónlist Þorkels er nokkuð ólík þeirri tónlist sem hann hefur samið fyrir aðra hljóð- færa- og sönghópa og hljómar ekki alltaf jafn þýð í eyrum. Það sem virðist þó alltaf ein- kenna tónlist afmælisskáldsins er hversu mannleg hún er. Hvort sem hún gælir strax við eyra hlustandans eða ekki, alltaf virðist vera hægt að tengja við hana. Prýðisgóðar píanóstemmur TÓNLIST Salurinn Opnunartónleikar Tíbrár – Píanóstemmur Þorkels. Kristín Jónína Taylor píanóleikari flutti öll einleiks- píanóverk Þorkels Sigurbjörnssonar (1938). Efnis- skrá: Der Wohltemperierte Pianist, Tónleikaferðir, SO, Hans variationer, Chaconnette, MA KKNOTT, Sindur og Kesa (frumflutningur). Sunnudaginn 7. september 2008 kl. 20. Píanótónleikarbbbmn Alexandra Kjeld  Þegar seinni hluta upp- boðsins á verkum Damien Hirst lauk hjá Sotheby’s á þriðjudag, höfðu selst verk eftir hann frá síðustu tveimur árum fyrir 95,7 milljónir punda, eða um 15,7 milljarða króna. Þá bætast við um 2,5 milljarðar sem Sotheby’s fær í sinn hlut.  Í yfirlýsingu frá Sotheby’s segir að fyrra met í sölu verka eftir einn listamann á uppboði hafi verið slegið, en það var sett árið 1993 þegar 88 verk eftir Picasso seldust fyrir um 20 milljónir dala, sem er einungis um 15% þess sem Hirst fær í sinn hlut.  Dýrasta verkið, Gyllti kálf- urinn, olli vonbrigðum upp- boðshaldara þegar það seldist fyrir 10,3 milljónir punda, eða nokkuð undir hæsta mats- verði sem var 13 milljónir punda. Hefði það náðst, væri kálfurinn næst dýrasta lista- verkið eftir lifandi listamann. Jeff Koons heldur öðru sæt- inu; Blöðrublóm hans seldist á 12,9 milljónir punda.  Dýrasta verkið er eftir Lucien Freud, en það var sleg- ið rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich fyrir 2,7 milljarða króna á dögunum.  Blaðamaður The Guardian segir að á tveimur dögum hafi Hirst grætt meira en allir listamennirnir í Þjóðlistasafni Breta hafi gert samanlagt meðan þeir lifðu. Hirst fær á ann- an tug milljarða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.