Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 27
kappreiðahesta landsins og réð ríkj-
um jöfnum höndum í Völundi, Fáki,
á Sveinsstöðum og í Sigluvogi 9. Ní-
an var ævintýraland byggt hópi hlát-
urmildra, kraftmikilla og fjörugra
einstaklinga þar sem segja má að
hafi ríkt stanslaus gleði árum saman.
Sveinn var gjafmildur og gestris-
inn, allir voru velkomnir, jafnt fé-
lagar barna hans sem við frænd-
systkinin í næsta húsi. Sveinn gat
verið hrjúfur í viðmóti ef honum mis-
líkaði og ég man að sumir vina minna
voru hálfsmeykir við þennan mikil-
úðlega mann. En ég sem hafði í
bernsku aldrei upplifað annað en
blítt viðmót frá hans hendi gat ekki
annað en glott að þessum viðbrögð-
um. Ég vissi sem var að undir yfir-
borðinu leyndist vænn maður sem
var ekki hræddur við að sýna tilfinn-
ingar sínar.
En þessum glaðlynda og fram-
takssama manni hentaði ekki að
finna þrek og þor láta undan elli
kerlingu eftir að starfsævi lauk.
Bakkus sem hafði verið velkominn í
gleðinni framan af sótti í sig veðrið
er á leið ævina. Í glímu sinni við
þennan bölvald minnti Sveinn á per-
sónu í harmleik, persónu sem hafði
allt sem einn maður kann að hafa af
kostum og atgervi en lýtur í lægra
haldi fyrir óumflýjanlegum örlögum
sem honum eru ásköpuð. Eins og í
öðru sem hann tók sér fyrir hendur
var Sveinn þarna stór í sniðum. En
þegar rofaði til kom Sveinn aftur í
ljós undan skugganum, minnugur,
fróður og félagslyndur sem fyrr.
Í sumar slóst ég í för með Ingu
Valborgu og Þórlaugu dóttur hennar
til Færeyja. Við gistum hjá gömlum
vinum þeirra Sveins og það fór ekki
á milli mála hve mikils þeir mátu
hann. Margoft var vitnað í hann og
harmað að honum hefði sjálfum ver-
ið ógerlegt að koma með. Þá gerði ég
mér betur grein fyrir því en áður hve
innihaldsríkt líf Sveins hafði verið og
hve miklu hann áorkaði, þá ekki síst
hve sterkum böndum hann bast vin-
um sínum.
Inga Valborg sér á bak maka sín-
um eftir hátt í sex áratuga hjóna-
band. Hún hefur ávallt staðið við hlið
manns síns og hugsað um hann af
sérstöku trygglyndi og fórnfýsi. Það
var erfitt skref fyrir hana þegar
Sveinn varð að vistast á Grund en
þar fór vel um hann og hún heimsótti
hann eins oft og færi gafst og tók
hann heim ef þess var nokkur kost-
ur. Það fór enda ekki á milli mála að
Sveinn elskaði sína konu og mat
hana mikils, hann sagði mér það ber-
um orðum eitt sinn þegar ég keyrði
hann upp í Mosfellsdal í desem-
bermánuði fyrir mörgum árum. Þau
voru einstaklega samhent hjón,
bestu vinir og miklir félagar í öllu
sem þau tóku sér fyrir hendur.
Foreldrar mínir bjuggu í þrjátíu
og átta ár í Sigluvogi 11 við hliðina á
Ingu og Sveini og þar áður sjö ár
steinsnar burtu í Efstasundi 97. Við
systkinin fjögur erum hvert um sig á
sama ári og fjögur yngstu börn
Sveins og Ingu. Við sem vorum á
sama ári lentum lengstum saman í
bekk og tengdumst vináttuböndum.
Þetta hefur verið löng samleið
tveggja náskyldra fjölskyldna sem
við þökkum fyrir nú þegar við sjáum
á eftir Sveini Kjartani með söknuði
og eftirsjá.
Sveinn Haraldsson.
Endurminningin merlar æ
í mánasilfri, hvað sem var
(Grímur Thomsen.)
Þegar æskuvinur fellur frá,
mæddur af ásókn ellinnar, reikar
hugurinn ósjálfrátt til bernsku– og
æskuáranna og lætur huggast við
birtu endurminninganna frá því ævi-
skeiði, þegar lífsgleðin var fölskva-
lausust og hvers konar áhyggjur
hurfu jafn skjótt og dögg fyrir
geislum morgunsólarinnar.
Við Sveinn kynntumst fyrst þegar
við settumst, ungir drengir, á skóla-
bekk í æfingadeild Kennaraskólans.
Hún var þá til húsa í Grænuborg, ný-
byggðu skólahúsi rétt austan við
Landspítalann, en þar voru ungir,
framsæknir kennarar að reyna nýjar
aðferðir í kennslu og skólastarfi. Frá
þeirri stundu áttum við Sveinn eftir
að sitja í bekk saman samfellt næstu
tíu árin, fyrst í æfingadeildinni og
síðan sex ár í gamla Menntaskólan-
um við Lækjargötu, uns við lukum
þar stúdentsprófi frá stærðfræði-
deild vori 1943. Eins og sannir fóst-
bræður sátum við saman í tímum,
lásum saman undir lokaprófið og
lukum því með nánast sömu ein-
kunn, hann þó ívið hærri!
Sveinn var bráðger og þróttmikill
þegar á unga aldri, vel að íþróttum
búinn, kappsamur, áræðinn að
hverju sem hann gekk og ófús að
láta hlut sinn, hvort sem var í leik
eða starfi. Og þótt hann væri glett-
inn og oft stríðinn gagnvart þeim
sem lágu vel við höggi, var hann að
eðlisfari tillitssamur og forðaðist að
sýna þeim yfirgang sem minna
máttu sín. Námsmaður var Sveinn
með ágætum og jafnvígur í öllum
greinum, en mest yndi fannst mér
hann alltaf hafa af tungumálum og
samanburði þeirra. Ekki þurfti það
þó að koma á óvart að hann skyldi
ákveða að feta í fótspor nafna sinna,
föður síns og afa, sem báðir voru for-
ystumenn í byggingariðnaði, og
velja sér byggingarverkfræði sem
háskólanám og að ævistarfi.
Að loknu stúdentsprófi skildi leið-
ir, þegar við fóru til náms hvor í sínu
landi og síðan til starfa á ólíkum
sviðum. Vináttuböndin voru þó jafn-
traust og fyrrum, þótt samveru-
stundirnar væru færri. Með áhuga
sínum og lífsgleði lagði Sveinn ætíð
mikið af mörkum til að efla og við-
halda sambandi okkar samstúdent-
anna. Höfum við bekkjarsystkinin
alla tíð hist reglulega, en með fráfalli
Sveins er nú höggvið stórt skarð í
þann fámenna hóp sem eftir stendur.
Um leið og ég þakka samfylgd
gamals vinar, tryggð hans og góð-
vild, og minnist glæsimennsku hans
og mannkosta, flyt ég Ingu Valborgu
og hinum fjölmörgu afkomendum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Jóhannes Nordal.
Þegar ég hugsa til Sveins í Völ-
undi sé ég fyrst eftir að hafa ekki
heilsað upp á hann hér rétt hjá mér
úti á Grund síðustu misserin. Svo
koma upp í hugann minningar sem
sífellt hafa aukist að verðmæti. Hér
eru nokkrar:
Kennslustund í skrautreið á ísi
lögðu Elliðavatni með tilheyrandi til-
sögn í taumhaldi og ásetu. Kennslan
í taumhaldi átti sér víðari skírskotun
en bara til sambandsins við hrossið.
Spilakvöld á Skjólbrautinni.
Hvöss skoðanaskipti pabba, Svenna
og hinna spilafélaganna um heppi-
legasta útspil gegn sex gröndum,
sem greinilega áttu ekki að standa,
og hin ljúfa löð yfir kaffinu á eftir. Í
yfirsetu notaði Sveinn tímann til að
kenna mér að hoppa á rassinum. Það
kann ég enn og í ljósi líkamsburða
kennarans efast ég ennþá um að
Newton hafi haft alfarið rétt fyrir
sér.
Skallagrímskvöld þar sem Egla
var lesin og Sveinn notaði tækifærið
í kaffinu til að skjóta á mig brellu-
spurningu um hvar Álftaneshrepp
væri að finna. Ég flaskaði á Mýr-
unum, gaf Bessastaðasvarið og man
alla tíð síðan hvar Egill Skallagríms-
son fór í fullorðinsboð fyrir aldur
fram. Þá kynntist ég líka hugmynd-
inni um bóklestur sem flokkaíþrótt.
Í vinnu hjá Sveini í Völundi lærði
ég að mæta í vinnu snemma á
morgnana. Það hefur komið sér vel.
Hjá Sveini og Ingu lærði ég sam-
heldni, umburðarlyndi, gestrisni og
síðast en ekki síst liðveislu.
Takk fyrir það.
Eiríkur Hjálmarsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og tengdasonur,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON
fóðurfræðingur,
Þinghólsbraut 22,
Kópavogi,
sem andaðist á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi fimmtudaginn 11. september, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn
19. september kl. 13.00.
Lilja Ólafsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Ingi Freyr Rafnsson,
Ólöf Ólafsdóttir, Stefán Halldór Magnússon,
Guðmundur Ólafsson,
Dagbjört Guðjónsdóttir.
✝
Ástkær bróðir okkar og mágur,
HÉÐINN BREIÐFJÖRÐ VALDIMARSSON
frá Miðvík í Aðalvík,
Hlíf 2,
Ísafirði,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði
fimmtudaginn 11. september.
Útför fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
20. september kl. 11.00.
Birna Unnur Valdimarsdóttir,
Birgir Breiðfjörð Valdimarsson, María Erla Eiríksdóttir.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
ELÍNBORG GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Vésteinsholti í Haukadal,
sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn
9. september, verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 19. september
kl. 13.00.
Guðmundur Jónsson, Magnea E. Auðunsdóttir,
Sigurlaug J. Jónsdóttir, Ólafur K. Guðmundsson,
Kristín Jónsdóttir, Haukur Björnsson,
Kristbjörg Jónsdóttir, Jón Hreiðar Hansson,
Vésteinn Jónsson, Þorbjörg Jónsdóttir,
Jón Friðrik Jónsson, Jenný L. Kjartansdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
✝
Kær vinkona og mágkona,
MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR,
Hlíðarvegi 42,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landakotsspítala föstudaginn
5. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Ólöf Haraldsdóttir,
Gíslína Einarsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, sonur og tengdasonur,
JUNYA NAKANO,
lést af slysförum þriðjudaginn 16. september.
Eyþór Eyjólfsson,
Satoshi Nakano, Yoshiko Nakano,
Eyjólfur G. Jónsson,Inga Jóna Sigurðardóttir.
✝
GISSUR BJÖRN EIRÍKSSON,
Hátúni 10,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn
12. september.
Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í
Reykjavík þriðjudaginn 23. september kl. 11.00.
Brjánn Franzson, Auður Dagný Jónsdóttir,
Bjarki Franzson, Sigríður G. Sigurðardóttir,
Örn Franzson, Hólmfríður Hermmert Sigurðardóttir
og börn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
mágkona, amma og langamma,
STEINUNN JÓHANNA HRÓBJARTSDÓTTIR,
Kambaseli 54,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 9. september.
Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn
19. september kl. 13.00.
Hróbjartur Jónatansson, Valgerður Jóhannesdóttir,
Pjetur Einar Árnason, Unnur Björg Hansdóttir,
Agnar Þór Árnason, Lára Ingólfsdóttir,
Áslaug Árnadóttir, Sigurður Páll Harðarson,
Luther C.A. Hróbjartsson, Kolbrún Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐMUNDUR ÓSKAR JÚLÍUSSON
bílamálarameistari,
áður til heimilis að
Holtagerði 52,
Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
þriðjudaginn 16. september.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn
24. september kl. 15.00.
Esther Árnadóttir,
Valdimar Karl Guðmundsson, Rebekka M. Sigurðardóttir,
Árdís Guðmundsdóttir Brekkan, Einar Brekkan,
Elín Rósa Guðmundsdóttir, Jón Rafn Valdimarsson,
Elfa Hrönn Guðmundsdóttir, Eyjólfur Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.