Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MENGAÐ mjólkurduft hefur nú valdið dauða þriggja barna í Kína og að minnsta kosti á sjöunda þús- und barna hefur veikst. Þar af eru um 160 með alvarlega nýrnabilun. Er málið orðið að þjóðarhneyksli en sagt er, að eitrunin stafi af því, að kínverskir framleiðendur hafi blandað efninu melamin í fóður en það hefur þau áhrif, að við mælingu virðist próteininnihald þess vera meira en það er í raun. Efnið hefur fundist í mjólkuraf- urðum 22 mjólkurstöðva og óttast er, að fyrrnefndar tölur um sjúk og látin börn séu aðeins forsmekkurinn að því, sem koma muni. Hneykslið komst fyrst í fréttirnar 10. þessa mánaðar þegar ríkisfjöl- miðlarnir skýrðu frá því, að 14 börn í Gansu-héraði hefðu fengið nýrna- steina eftir að hafa neytt mjólkur eða mjólkurdufts. Var þá talið, að mengunina mætti rekja til Sanlu- mjólkurstöðvarinnar og hafa nokkr- ir yfirmenn hennar verið handtekn- ir. Nú er hins vegar ljóst, að málið er miklu víðtækara og enn einn áfellisdómurinn yfir kínverskri mat- vælaframleiðslu. Á síðasta ári varð kínverskt fóður hundum og köttum í Bandaríkjunum að bana en Evrópusambandið bannar allar kín- verskar afurðir unnar úr dýrum. Foreldrar skelfingu lostnir Málið hefur valdið mikilli skelf- ingu meðal foreldra ungbarna í Kína og hafa þeir flykkst með börn- in sín í skoðun. Sumir hafa hætt að nota mjólk og mjólkurafurðir þótt erfitt sé og þungaðar konur þora ekki lengur að drekka mjólk af ótta við að skaða fóstrið. Þá nota aðrir innfluttar afurðir þótt þær séu miklu dýrari. Margar kínversku mjólkurstöðv- anna hafa stöðvað framleiðsluna, þar á meðal Mengniu-stöðin, sem danska mjólkurvörufyrirtækið Arla rekur í samvinnu við Kínverja. Ped- er Tuborgh, framkvæmdastjóri þess, segir, að hneykslið ógni ekki aðeins kínverskri mjólkurfram- leiðslu, heldur sýni hve ástandið í kínverskum landbúnaði sé grafal- varlegt. Þar vaði uppi sviksemi og siðleysi. AP Óttast um börnin Foreldrar ungbarna í Kína hafa flykkst með þau þúsundum saman í læknamiðstöðvar til að kanna hvort þau hafi orðið fyrir nýrnaskaða af völdum mengaðrar mjólkur. Talið er, að þetta mál muni hafa alvar- legar afleiðingar í för með sér fyrir kínverskan mjólkuriðnað og raunar alla kínverska landbúnaðarframleiðslu. Menguð mjólk veldur skelfingu í Kína Efninu melamin var blandað í fóður til að það virtist próteinríkara en það veldur nýrnabilun í ungbörnum Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Í BRETLANDI þar sem mikill drykkjuskapur er orðinn að alvar- legu þjóðarmeini hafa sérfróðir menn skipað í níu flokka þeim, sem eiga við mestan vanda að glíma. Þar má finna einmana fólk og karlremb- ur og margt þar á milli. Áætlað er, að drykkjuskapurinn kosti breska heilbrigðiskerfið 446 milljarða ísl. kr. árlega og er þá allur annar kostnaður, t.d. löggæslunnar, ótalinn. Árlega þarf að leggja inn 50.000 ungar manneskjur vegna of- neyslu áfengis. Vegna þessa ætla stjórnvöld að herða róðurinn gegn drykkjuskapnum þótt ljóst sé, að þar verður um mikinn barning að ræða. „Hjá mörgum er drykkjan orðin svo snar þáttur af lífinu og þeirra eigin sjálfsmynd, að þeim mun finn- ast sem það jafngildi því að afneita sjálfum sér að stilla drykkjunni í hóf,“ sagði tals- maður breska heilbrigðisráðu- neytisins. Hverjir drekka mest? Flokkarnir níu eru þessir: 1. Streituslökun. Þeir, sem drekka til að slaka á eft- ir erfiðan dag. Oft millistéttarfólk. 2. Félagsskapurinn. Þeir, sem finnst þeir verða að vera með. Venjulega millistéttarfólk. 3. Nautnaseggir. Oft fráskilið fólk, sem á uppkomin börn og stundum með vott af sýniþörf. 4. Karlremburnar. Karlmenn á ýms- um aldri, sem verja mestum frí- tíma sínum á kránni. 5. Kunningsskapurinn. Þeir, sem telja, að vínið sé lykillinn að því að halda sambandi við vini og kunn- ingja. 6. Öryggisþörf. Þráin eftir öryggi og að tilheyra einhverjum hópi. Oft karlmenn rétt komnir yfir miðjan aldur, ósjaldan í skrifstofu- eða líkamlegri vinnu. 7. Leiðindi. Þeir, sem drekka vegna þess, að þeim dettur ekkert annað í hug í eigin leiðindum. 8. Þunglyndi. Áköf þrá eftir öryggi, fólk á öllum aldri og af öllum stig- um. 9. Jaðarhópar. Þeir, sem líta á krána sem sitt annað heimili og eru yfir- leitt fljótir að ljúka úr glasinu. svs@mbl.is Bretar skilgreina ofdrykkjuna Vínið er oft hluti af sjálfsmyndinni. Amre Moussa mun fjalla um deilu Ísraels- og Palestínumanna, friðarferlið og aðkomu Arabaríkjanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ávarpar fundinn. Fundarstjóri: Þórir Guðmundsson. Föstudagur 19. september kl 12:15 - 13:15. Hátíðarsalur Háskóla Íslands. Fundurinn fer fram á ensku. Amre Moussa Utanríkisráðuneytið heldur opinn umræðufund með framkvæmdastjóra Arababandalagsins Amre Moussa Melamin er lífrænt efni, sem notað er í iðnaði, til dæmis til að fram- leiða hart og óbrjótanlegt plast og einnig lím. Er það mjög köfnunar- efnisríkt en köfnunarefni í fóðri þykir gefa góða vísbendingu um próteininnihald þess. Erlendir fréttamenn í Kína segja, að þar séu mikil viðskipti með efnið, sem er malað í duft og blandað saman við lélegt fóður. Börnin, sem hafa veikst, hafa drukkið mengaða mjólk í þrjá til sex mánuði en fyrstu eituráhrifin birtast í því, að börnin fara að leggja af. Síðan taka við uppköst og nýrnabilun. Einn sérfræðingur orðaði það þannig, að þegar eitur- áhrifin væru komin á ákveðið stig, mætti segja, að nýrun spryngju. Hvað er melamin? Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is TZIPI Livni, utanríkisráðherra Ísr- aels, var kjörin leiðtogi stjórnar- flokksins Kadima í gær, samkvæmt kjörtölum sem birtar voru í gær- kvöldi. Sigurinn gæti orðið til þess að Livni fetaði í fótspor Goldu Meir og yrði fyrsta konan í 34 ár til að gegna embætti forsætisráðherra Ísraels. Livni er fimmtug, lögfræðingur að mennt og mun eitt sinn hafa verið meðal njósnara ísraelsku leyniþjón- ustunnar Mossad. Hún er nú valda- mesta kona Ísraels frá því að Golda Meir var forsætisráðherra landsins á árunum 1969 til 1974 eftir að hafa verið utanríkisráðherra. Fær 42 daga Efnt var til leiðtogakjörsins eftir að Ehud Olmert forsætisráðherra ákvað að láta af embætti til að ein- beita sér að því að hreinsa sig af spillingarákærum. Livni fær nú 42 daga til að mynda nýja stjórn og tak- ist henni það ekki áður en sá frestur rennur út eiga að fara fram þing- kosningar þremur mánuðum síðar. Livni fæddist í Tel Aviv 8. júlí 1958. Faðir hennar, Eitan Livni, var á sínum tíma háttsettur í Irgun, harðlínusamtökum sem börðust gegn yfirráðum Breta í Palestínu áð- ur en Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Samtökin voru meðal stofn- enda Likudflokksins. Móðirin var líka í Irgun og Livni ólst því upp í fjölskyldu þar sem hamrað var á hugmyndinni um „Stór-Ísrael“ sem ná ætti til allra landsvæða Palest- ínumanna. Seinna þegar Livni var ráðherra í stjórn Ariels Sharons sannfærðist hún þó um að hann hefði rétt fyrir sér í því að eina leiðin til að standa vörð um Ísrael sem ríki gyðinga væri að láta af hendi eitthvað af því landi sem Ísraelar hernámu 1967. Livni var meðal fyrstu ráð- herranna sem gengu úr Likud- flokknum ásamt Sharon til að stofna Kadima árið 2005. Sem utanríkisráðherra hefur Livni farið fyrir samninganefnd Ísr- aela í viðræðum við Palestínumenn en hún hefur ekki viljað skýra frá því hvað verið er að ræða núna. Starfaði fyrir Mossad í París Eftir að Livni lauk lögfræðinám- inu var hún um tíma liðsforingi í her Ísraels. Hún starfaði einnig í fjögur ár fyrir leyniþjónustuna Mossad og dvaldi í París þegar hún var á þrí- tugsaldri. Heimildum ber ekki sam- an um hvaða hlutverki hún gegndi. Sumir segja að hún hafi tekið þátt í leit að hryðjuverkamönnum í Evr- ópu en aðrir að hún hafi aðeins dvalið í athvarfi fyrir njósnara Mossad og gegnt því hlutverki að láta líta út fyr- ir að þetta væri aðeins venjuleg íbúð. Gæti fetað í fótspor Meir Livni kjörin leiðtogi Kadima í Ísrael Reuters Sigurvegari Tzipi Livni utanríkisráðherra fyrir utan kjörstað í Tel Aviv í gær. Hún sigraði Shaul Mofaz samgönguráðherra í leiðtogakjöri Kadima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.