Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 15 FRÉTTIR FÓLK um allan heim er hvatt til þess að senda friðarskilaboð á sms- skilaboðum, tölvupósti, mynd- böndum og ljósmyndum í þágu mál- staðar Alþjóðlega friðardagsins 21. september nk. Sameinuðu þjóðirnar standa að baki herferðinni en skila- boðin eru ætluð leiðtogum ríkja heims sem hittast á leiðtogafundi á Allsherjarþingi SÞ 23. september nk. Á vefsíðunni www.peace- day2008.org er tekið við tölvupósti og sms-skilaboðum sem senda má á hvaða tungumáli sem er. Skilaboð um frið EVRÓPSK samgönguvika var í fyrradag sett í Foldaskóla í Reykja- vík, en samgönguvikan er einnig haldin í um 2.000 borgum í Evrópu. „Við viljum skapa umræðu um fjölbreytileika í samgöngum. Bíll- inn er bara einn möguleiki, það eru margir möguleikar innan hvers flokks, til dæmis reiðhjól, rafknúin hjól, vetrarhjól, sumarhjól, liggj- andi hjól og samanbrotin hjól,“ seg- ir Pálmi Freyr Randversson verk- efnastjóri evrópskrar samgöngu- viku. Hann nefndi einnig forgangs- braut fyrir strætó sem opnuð verður í vikunni og mun bæta sam- keppnisstöðu strætisvagna í borg- inn. Grafarvogur verður það hverfi sem áhersla verður lögð á að þessu sinni. „Grafarvogur er barnmargt hverfi og ætlum við að leggja áherslu á öruggar samgöngur fyrir börn og ýmsa aðra þætti eins og að hvetja íbúa til að nýta sér að fara samferða til og frá vinnu,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Miðgarðs, og bendir á að færst hafi í vöxt að nágrannar samnýti bíla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vistakstur Rallkappar reyndu fyrir sér í vistakstri í Foldaskóla. Fjölbreytni í samgöngum NÝTT eftirlitsmyndavélakerfi hef- ur verið tekið í notkun í Sundlaug Kópavogs. Starfsmenn sundlaugar- innar og sérfræðingar frá norska fyrirtækinu Davo AS hafa nýverið lokið við uppstillingu og fínstillingu á kerfinu. Myndavélarnar eru staðsettar undir vatnsyfirborðinu og tengdar tölvu sem gerir viðvart ef maður liggur hreyfingarlaus á botninum í meira en 15 sekúndur. Laugar- vörður getur þá þegar í stað greint á tölvuskjám hvar viðkomandi er í nauðum staddur og getur komið honum til bjargar, segir í frétt frá Kópavogsbæ. Eftirlit í Sundlaug Kópavogs bætt Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is INGÓLFUR H. Ingólfsson, fjár- málaráðgjafi og eigandi Spara.is, ráðleggur sparifjáreigendum að dreifa áhættu sinni sem mest og reyna að tryggja öryggi sinna pen- inga. Það sé best gert með því að velja hávaxtareikning í banka eða geyma peninga á peningamark- aðsbréfum. Hans fyrsta ráðlegging er þó að sleppa verðbréfunum og kaupa frekar gull eða silfur, sé þess kostur. Nú þegar verðbólga er 14,5% og hæstu vextir óverð- tryggðra innláns- reikninga kring- um 15-16% er raunávöxtun á slíku sparifé lítil sem engin. Verðtryggðir reikningar bera yfirleitt 6-7% vexti en eru bundnir til lengri tíma. Ing- ólfur bendir á að ef spár greining- ardeilda og Seðlabankans ganga eft- ir þá eigi verðbólgan að lækka á næsta ári og stýrivextir um leið. Þá muni væntanlega myndast betri raunávöxtun. „En það er rétt að við núverandi aðstæður er ekki feitan gölt að flá. Þá er fyrst og fremst að hugsa um öryggi peninganna. Hvar er það mest? Öryggið er mest inni á banka- reikningi, einkum hjá netbönkunum. Hingað til hefur verið mikið öryggi á peningamarkaðsreikningum en þar eru farin að blikka svo mörg ljós að ég myndi aðeins hugsa mig um og færa peningana að hluta inn á bankareikning,“ segir Ingólfur og vísar þar til þess að peningamark- aðssjóðir hafi verið að kaupa bréf og víxla hjá íslenskum fyrirtækjum sem eigi mörg hver undir högg að sækja. Fari illa geti tapast peningar að hluta inni í sjóðum sem skipt hafa við fyrirtæki í vanda. Sótt í gullið öryggi Ingólfur ráðleggur fólki að forð- ast hlutabréfakaup við núverandi aðstæður. Frekar mælir hann með hrávörum eins og gulli eða silfri, þó að slíkur markaður sé nánast eng- inn hér á landi. Íslenskir verð- bréfamiðlarar hafi lítið sinnt þess- um markaði og auka þurfi þá þjónustu og bæta. „Gullverð fer hækkandi í heim- inum. Það hefur reglulega gerst í gegnum söguna, að um leið og þess- ir pappírsgjaldmiðlar okkar verða ótryggir þá sækja menn eftir örygg- inu í gulli. Það væri í raun mín fyrsta ráðlegging í dag, setjið svona 20-30% af ykkar sparifé í gull eða silfur,“ segir Ingólfur að endingu. Gull og silfur í stað fallandi hlutabréfa Reuters Glóir Gullstöngin rýkur upp í verði þessa dagana, á meðan hlutabréf falla. ÓVERÐTRYGGÐIR innlánsreikn- ingar bankanna eru flestir óbundn- ir og hæstu vextir á bilinu 15-16%. Þegar verðbólgan er 14,5% er raunávöxtunin lítil sem engin á þessum reikningum. Öðru gildir um verðtryggða innlánsreikninga, sem flestir bera 6-7% vexti. Þeir eru bundnir í að lágmarki þrjú ár í flestum tilvikum. Með verðtrygg- ingu er því alltaf gefin ákveðin raunávöxtun, sama hver verðbólg- an er. Í grein á Vefþjóðviljanum er bent á að sparifjáreigandi geti ekki aðeins átt von á engri raunávöxtun í svo mikilli verðbólgu, heldur taki ríkið 10% fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum, óháð því hvort um sé að ræða verðbætur eða vexti og óháð verðbólgu. Sparifjáreigendur greiði því skatt af engum raun- vöxtum. Skattur af engum vöxtum? Ingólfur H. Ingólfsson Ekki feitan gölt að flá, segir Ingólfur H. Ingólfsson um litla ávöxtun óverðtryggðra innlánsreikninga í 14,5% verðbólgu ÞING Landssambands ísl. verzlunarmanna – LÍV – verður haldið á Hótel KEA á Akureyri föstudag og laugardag. Þetta er seinni hluti þingsins en fyrri hlutinn var haldinn í Reykjavík 2. nóvember 2007 og fjallaði aðeins um kjara- og efnahagsmál. Aðalmálefni þingsins verða kjara- og efnahagsmál svo og breytingar á lögum sambandsins. „Forsendur kjarasamninga eru brostnar og mun þing- ið fjalla um verkefni vetrarins, sem er að leita leiða til að verja kjör fé- lagsmanna,“ segir í frétt frá LÍV. Meðal dagskráratriða á þinginu er erindi lektors við HR um „Traust – grundvöll samninga“, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greining- ardeildar Landsbankans, flytur erindið „Kreppa eða ekki kreppa? – Staða og horfur í efnahagsmálum“ og erindi Ólafs Darra Andrasonar, hagfræð- ings ASÍ, nefnist „Gamanið kárnar – Staða og horfur í kjaramálum“. Rétt til setu á þinginu eiga 73 fulltrúar frá verslunarmannafélögum og deildum verslunarmanna sem aðild eiga að LÍV. Í sambandinu eru 14 versl- unarmannafélög og deildir verslunarmanna víðsvegar á landinu með rúm- lega 32.000 fullgilda félagsmenn en þar af er VR langstærst. Kjaramálin rædd á þingi LÍV ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem flundra veiðist í Kópavogslæknum en það gerðist þó nýverið og barst fiskurinn Náttúrufræðistofu Kópa- vogs á dögunum. Flundran veiddist fyrir ofan tjörnina í Kópavogslæk. Er engum blöðum um það að fletta að hún hefur klakist úr hrygningu hér við land, segir í frétt á vefsíðu Náttúrufræðistofunnar. Flundra er einskonar nýbúi við Ísland, en hennar varð fyrst vart hér á landi í september 1999. Flundran sem veiddist í Kópavogs- læk var 5–6 cm löng og er því á fyrsta aldursári. Heimkynni flundru eru í norðaustanverðu Atlantshafi og hingað hefur hún líklega borist frá Færeyjum. Hún er botnlæg eins og aðrir flatfiskar og í sjó finnst hún frá fjöruborði niður á um 100 m dýpi. Hún sækir bæði í ísalt og ferskt vatn og lifir í árósum ásamt því að ganga upp í ár og læki en slíkt er óvenjulegt á meðal sjáv- arfiska. Vísbendingar eru um að flundra fjölgi sér mikið núna og breiðist hratt út við landið. Margir hafa af þessu áhyggjur, meðal ann- ars stangveiðimenn vegna hugs- anlegrar samkeppni við laxfiska um búsvæði og fæðu. Furðufiskur Nýbúi við Ísland. Flundra veiddist í Kópavogslæknum STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.