Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 20
Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is S ú var tíðin fyrir ekki svo löngu að fólk gat farið í kaupfélagið og fengið matvörur fjölskyldunnar skrifaðar út á reikning sem greiddur var um mánaðamót. Sú var líka tíðin að ferðalangar með Ferðaskrifstofu Íslands gátu greitt 10–15% staðfestingargjald er ferð var bókuð, en beðið með að greiða sjálfa ferðina þar til 4 vikum fyrir brottför. Þetta greiðslufyrirkomulag stendur ekki til boða lengur hjá Úrvali Útsýn, Plús- ferðum og Sumarferðum, sem allar tilheyra Ferðaskrifstofu Íslands og er þróunin ekkert önnur en hjá matvöruverslununum áður að mati Þorsteins Guðjónssonar forstjóra. „Ég held að þetta fyrirkomulag heyri brátt sög- unni til og við í raun að taka skref inn í nútímann með þessu,“ segir Þor- steinn. Í greiðsluskilmálum Ferðaskrif- stofu Íslands er nú boðið upp á tvær leiðir. Annars vegar að greiða heildar- upphæð ferðarinnar í einni greiðslu strax við bókun, hinsvegar að greiða 50% og setja restina á rað- eða boðgreiðslur á kreditkorti í 2-24 mánuði með tilheyrandi vaxtakostnaði. Margir vilja eflaust sleppa við að hækka þannig heildarverð ferðarinnar en finnst að sama skapi óþægileg til- hugsun að greiða fyrirfram háar upphæðir fyrir ferð sem farin verður eftir hálft ár eða meira. Breytist ferðaplönin í millitíðinni áskilja ferðaskrifstof- urnar sér rétt til að halda eftir 50% af verði ferðar sé hún afpöntuð eftir meira en viku frá bókun og þótt ferðatryggingar kreditkortanna taki til for- falla af ýmsum ástæðum er þó eitt og annað ófyrirséð sem komið getur upp á nokkurra mánaða tímabili og fellur ekki undir tryggingaskilmálana. Segjum til dæmis sem svo að ferðaskrifstofan verði gjaldþrota í millitíð- inni. Hefðbundnar ferðatryggingar ná ekki til slíkra tilfella og þannig gæti ferð sem hleypur á hundruðum þúsunda farið í súginn þar sem ferðaskrif- stofurnar gangast þá ekki við ábyrgð. Aðspurður hvort athugandi sé að bjóða upp á einhvern milliveg fyrir þá sem bóka hvað lengst fram í tímann segir Þorsteinn það ekki hafa komið til tals þótt það gæti vissulega komið til greina. „Þetta hefur fallið í góðan jarðveg hjá okkur hingað til enda er fólk almennt að bóka með 2-3 mánaða fyrirvara. Við reynum að hafa reglurnar eins einfaldar og hægt er en ef það koma upp sérstök tilfelli þá reynum við að vinna með hverjum og einum.“ Tómar vélar vegna brottfalls Þorsteinn segir að hvatinn að breytingunni sé sá að fyrra fyrirkomulag hafi ekki virkað sem skyldi. „Það var því miður of mikið brottfall. Oftast var fólk að tryggja sér sæti í þeim brottförum sem mest ásókn var í og var þá að borga kannski 16 þúsund krónur fyrir ferð sem kostaði hálfa milljón. Fjórum vikum fyrir brottför fáum við svo að vita að fólk ætli ekki að fara og þá sitjum við uppi með tóm sæti í brottför sem var löngu fullbókuð.“ Jólavertíðin er sérstaklega slæm í þessu tilliti að sögn Þorsteins. Þegar viðskiptavinir tilkynntu með stuttum fyrirvara að þeir væru hættir við jóla- ferð hafi ekki verið nokkur leið að selja aftur í þau sæti aftur þar sem fólk geri almennt ekki ráðstafanir fyrir jólin á síðustu stundu og markaðurinn fyrir jólaferðir loki því snemma. Því fylgi líka hagræðing að þurfa t.d. ekki lengur að standa í úthringingum fjórum vikum fyrir brottför til að minna viðskiptavini á að tími sé kominn til að greiða ferðina. „En við viljum líka benda á að þetta gengur í báðar áttir, því þessi sömu greiðslukjör bjóðum við fólki sem bókar sér ferð með stuttum fyrirvara. Þótt þú værir að fara á morgun þá býðst þér að dreifa greiðslunni á mán- uðina eftir ferðina sem getur komið sér mjög vel fyrir suma.“ Pungað út fyrir jólafríinu mánuði fram í tímann Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í sól og sumaryl Margir skipu- leggja utanlandsferðir sínar með margra mánaða fyrirvara. Að þurfa að fullgreiða ferðina strax við pöntun er hins vegar ekki alltaf mögulegt. Fjórum vikum fyrir brottför fáum við svo að vita að fólk ætli ekki að fara og þá sitjum við uppi með tóm sæti. neytendur 20 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Only 16 lots left to build your new dream Orlando Vacation Home! Choose a 4 ,5 or 6 bedroom home, low down payment and financing available! Hurry and call your Orlando home experts today... LAST CHANCE Windsor Hills Resort Thorhallur Gudjonsson at Gardatorg - 896 8232 Meredith Mahn in Orlando at (321) 438 5566 www.LIVINFL.com „Ef þetta kemur skýrt fram í skilmálum þá er lítið hægt að setja út á það, það væri kannski annað ef skilmálum væri breytt á miðri leið,“ segir Þórunn Anna Árnadóttir hjá neytendaréttarsviði Neytendastofu. „Þér er náttúrulega í sjálfsvald sett hvort þú skiptir við þennan aðila eða ekki og það má í raun semja um hvað sem er. Ef fólk er ósátt þá er bara spurning um að skipta við annað fyrirtæki.“ Neytandinn ræður NÝR skyrdrykkur frá MS á Akureyri er væntanlegur á markað í dag, frábrugðinn öðrum slíkum því hvorki er í honum viðbættur hvítur sykur né sætuefni en hins vegar náttúrulegur agavesafi; úr mexíkóskum kaktusi. Auk þess er vert að geta þess að í hinum nýja skyr- drykk, sem kenndur er við KEA, er meira af mysupró- teini en í sambærilegum afurðum. „Mysuprótein eru talin holl og góð fyrir meltingarkerfið. Líkaminn á auðvelt með að vinna mysuprótein,“ segir Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkurbússtjóri. Þau Hrönn Dögg Maronsdóttir svæðissölustjóri segja líka meira af ávöxtum í þessum drykk en öðrum sambærilegum. Drykkurinn er í 250 ml dósum og fæst í þremur bragð- tegundum; með jarðarberjum og banönum; með hind- berjum og trönuberjum; og með papaja, ferskjum og ástaraldinum. „Þetta er annar nýi vöruflokkurinn frá MS á Akur- eyri – hinn er krakkaskyrið – sem við setjum á markað á þessu ári, þar sem sérstaklega er farið að óskum neytenda um minni sykur, og hugað að manneldis- sjónarmiðum,“ sagði Sigurður Rúnar í gær. Hvorki sykur né sætuefni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nýtt Hanna Dögg Maronsdóttir, svæðissölustjóri MS á Akureyri, með nýja drykkinn í verksmiðjunni í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.