Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 19
Flokkun Rafhlöðu- tunnan í skólanum kemur sér vel. foreldrar mættu líka taka sig á í uppeldinu hvað þetta varðar. Þeir krakkar, sem sækja umhverf- isfræðiáfangann eru þó sammála um að átak þurfi í umhverfismálum, að þeirra sögn. „Það er hins vegar mis- jafnt hvað fólk er tilbúið til að leggja mikið á sig,“ segir Ólafur. Lilja telur það þó ekki þurfa að vera stórt vandamál. „Kennarinn okkar, hún Heiða Björk, setur þetta þannig upp að það eigi að vera auðvelt að leggja sitt af mörkum. Það á ekki að þýða neina byltingu í lífinu heldur venji fólk sig smátt og smátt á að flokka mjólkurfernur, gefa vistvænar gjafir eða nota umhverfisvænni sam- göngur.“ Ólafur kinkar kolli. „Það þýðir ekki að maður megi bara ganga í fötum sem gerð eru úr hampi heldur eiga litlu breytingarnar að verða hluti af venjulegu rútínunni.“ Fyrstu verkefnin felast hins vegar í því að lagfæra sorpmál og um- gengni unga fólksins. „Já og að virkja krakkana til að vera með,“ segir Lilja en Ólafur orðar þetta öðruvísi: „Að fá þau til að hugsa.“ fræðiáfangann vissi ég heldur ekki mikið um umhverfisvernd þótt ég hafi reyndar verið meðvit- aður um að henda rusli í tunnur og flokka það.“ Lilja er ekki eins skilningsrík í garð samnemenda sinna. „Mér finnst ótrúlegt að krakkarnir spyrja iðulega hvers vegna í ósköpunum þeir ættu að endurvinna? Ég þarf virkilega að leggja áherslu á að það sé fyrir þá sjálfa, en ekki fyrir ein- hvern sem gæti grætt á þessu seinna. Mér finnst þetta mjög ráð- andi hugsun hjá fólki – hvort sem það er hjá ömmu og afa eða bara í unglingahópnum.“ Auðvelt að taka þátt Það er því ekki vanþörf á að hrista svolítið upp í jafnöldrum þeirra, segja þau Lilja og Ólafur. „En það skiptir máli hvernig hlutirnir eru kynntir,“ segir Ólafur. „Það þarf að nota nútímalegar aðferðir og setja hlutina í þannig búning að umhverf- isvernd líti ekki út fyrir að vera gamaldags, heldur ung og spræk.“ Lilja tekur undir þetta. „Um leið og maður nær að snerta ákveðna punkta verða krakkarnir virkir og finnst þetta áhugavert en það þarf að kveikja þennan neista. Það er eins og ekkert komi frá heimilun- unum,“ segir hún og ýjar að því að daglegtlíf Það er alltaf tilefni til að birtakrummavísur. Pétur Georg Guðmundsson rithöfundur orti á sínum tíma: Iðni krumma, ást og trú eru dyggðir sem við heiðrum. Alla daga björg í bú ber hann heim úr öðrum hreiðrum. Þá Margrét Jónsdóttir skáld- kona: Úti krunkar krumma skinn. Kuldatíð hann spáir. Þeim verður langur veturinn sem vorið heitast þráir. Lilja Gottskálksdóttir frá Þang- skála heyrði „krásarhljóð“ í krumma, en frá því segir á Vísnavef Skagfirðinga, og orti: Menjatróðan mæla fer, munu þjóðir sanna. Krásar hljóð í krumma er. Krumma gróða spáir hér. Að síðustu þrjár krummavísur sem fundust á gömlum miða: Þessi penni þóknast mér því hann er úr hrafni; hann hefur skorið geiragrér Gunnlaugur að nafni. Pennann reyna má ég minn, mér það enginn banna kann. Þennan einan fínan finn, fann eg engan betri en hann. Skriftin mín er skökk og ljót, skatnar að því hlæja eins og þá krummi klórar í snjó þá kemur hrafn heim til bæja. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Krummi og krásarhljóð |fimmtudagur|18. 9. 2008| mbl.is Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Þ að eru heitar umræður um loftslagsmál í um- hverfisfræðiáfanga FÁ þegar blaðamaður heim- sækir skólann í bítið á miðvikudagsmorgni þar sem Árni Finnsson, formaður Náttúruvernd- arsamtaka Íslands situr fyrir svör- um. Einn unglingurinn er að velta fyrir sér arðsemi Kárahnjúka- virkjunar, annar spyr hversu mörg ríki hafi skrifað undir Kyoto- sáttmálann og sá þriðji veltir því varfærnislega upp hvort rétt geti verið að vindgangur kúa ógni loft- hjúpnum? Hluti nemendanna í þessum áfanga situr í umhverfisnefnd skól- ans sem hefur fjölbreytt verkefni með höndum. „Hingað til höfum við mest verið í kynningarmálum og kynntum t.a.m. endurvinnslutunn- una á dögunum fyrir nemendum í til- efni af endurvinnsluvikunni,“ segir Ólafur Konráð Albertsson formaður. Lilja Dögg Tryggvadóttir ritari kinkar kolli: „Við erum líka að reyna að virkja nemendur í skólanum með okkur og höfum sett upp umhverfis- töflu með upplýsingum og öðru efni um umhverfismál. Eins sjáum við um hollustusjálfsalann sem selur bara lífrænt ræktaðar vörur frá Yggdrasil og fleira er á döfinni, eins og vinnuferð með krökkunum í um- hverfisnefnd Borgarholtsskóla í Al- viðru. Þar ætlum við að gista eina nótt og ein hugmyndin er að gera stuttmyndir í samstarfi við þá um umhverfismál, t.d. um líftíma sígar- ettustubba og áhrif þeirra á um- hverfið.“ Spara við sig handahreyfinguna Þau eru sammála um að meðal- unglingurinn þurfi að taka sig á í umhverfismálum. „Stærsti vandinn tengist sorpi og endurvinnslu eða því hvernig krakkarnir henda frá sér rusli,“ segir Ólafur og Lilja sam- sinnir. „Við sjáum þetta til dæmis í reykskýlinu hérna úti. Þar eru þrjú stubbahús og kör sem hægt er að henda í og tvær ruslatunnur að auki. Samt er allt morandi í sígarettu- stubbum á jörðinni. Það er eins og fólk hafi ekki hugsun á að taka þessi tvö skref sem þarf til að setja stubb- inn í tunnuna...“ „...já eða bara handahreyfinguna,“ heldur Ólafur áfram. „Þetta er ekkert voðalega flókið.“ Þau nefna einnig umgengn- ina í matsal skólans sem þyrfti að bæta. „Það má samt segja þeim til varn- ar að sumir átta sig ekki á hvað þetta er mikilvægt – þetta er bara spurning um að upplýsa,“ segir Ólaf- ur. „Þannig eru nýnemarnir greini- lega verstir í umgengni þannig að fræðslan í skólanum virðist bera ár- angur. Áður en ég fór í umhverfis- Umgengni og ruslavenjur eru stærstu vandamálin þegar kemur að umhverfisvenjum unglinga segja formaður og ritari umhverfisnefndar Fjölbrautaskólans í Ármúla. Bæði hyggjast þau beita sér fyrir bættu ástandi. Fræðsla Ólafur og Lilja segja brýnt að upplýsa unglinga um umhverfismál. Morgunblaðið/G. Rúnar Hollusta Lífræni sjálfsalinn í FÁ nýtur heilmikilla vinsælda meðal nemenda en allar vörur í honum fást einnig í heilsubúðum. Kennsla Fjörugar umræður urðu í síðasta umhverfisfræðitíma. Endurvinnsluvika Úrvinnslusjóðs stendur til 19. september og er sér- staklega beint að unglingum á aldrinum 16–20 ára. Að fá þau til að hugsa Fjölbrautaskólinn við Ármúla hefur um árabil rekið öfluga umhverfis- stefnu og innleiddi m.a. sérstaka samgöngustefnu við skólann í haust. M.a. hefur bílastæðum skólans verið lokað með slá svo aðeins þeir sem eru með sérstakan rafpassa hafa aðgang að þeim. Alls hafa 27 starfs- menn eða einn þriðji þeirra afsalað sér bílastæði sínu en í staðinn borg- ar skólinn þeim 18.300 krónur á önn, eða þá upphæð sem það kostar að fá sér græna kortið í strætó. Nemendurnir borga hins vegar 8.000 krón- ur á önn fyrir að fá stæði en hugmyndin er að þetta verði nemendum og kennurum hvatning til að koma gangandi, hjólandi eða með almennings- samgöngum til skóla. Þá er í boði sérstakur áfangi, Hjólað í skólann, en hann er hægt að velja í stað íþrótta og fá þá nemendur einingu fyrir að hjóla til og frá skóla. Afsala sér bílastæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.