Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sveinn KjartanSveinsson fædd-
ist í Reykjavík 1.
júní 1924. Hann lést
á dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund hinn 11.
september sl. For-
eldrar hans voru
Sveinn M. Sveins-
son, forstjóri Völ-
undar, f. 17. októ-
ber 1891, d. 23.
nóvember 1951, og
kona hans, Soffía
Emelía Haralds-
dóttir, f. 8. maí 1902, d. 19. maí
1962. Systkini Sveins Kjartans eru
Haraldur, f. 15. júní 1925, Leifur,
f. 6. júlí 1927, og Bergljót, f. 10.
apríl 1935.
Sveinn kvæntist 27. maí 1950
Ingu Valborgu Einarsdóttur rönt-
gentækni, f. 29. nóvember 1928.
Foreldrar hennar voru Einar Ást-
ráðsson, héraðslæknir á Eskifirði,
og Guðrún Guðmundsdóttir. Ingu
og Sveini varð sjö barna auðið: 1)
Elst var Guðrún, f. 8. október
1950, d. 2. mars 1987, maki Ás-
mundur Gíslason. Börn þeirra eru
a) Guðrún Dadda, f. 12. október
1972, maki Brynjólfur Her-
mannsson, börn þeirra eru Guð-
rún, f. 9. október 2003, Kolbeinn,
f. 6. apríl 2005, og Kjartan, f. 3.
janúar 2007, b) Arna, f. 22. sept-
ember 1975, maki Borgþór Egils-
son. Synir þeirra eru Óskar, f. 15.
júlí 2003, og Heiðar Egill, f. 3.
febrúar 2006, c) Matthildur f. 22.
nóvember 1977, unnusti Hjálmar
Sigurðsson. Börn þeirra eru Tóm-
as Orri, f. 30. ágúst 2003, og Elín
Ása, f. 10. janúar 2006, d) Kjartan,
f. 26. janúar 1979. 2) Soffía
Sveinn Kjartan, f. 28. desember
1982, og b) Júlíana, f. 26. október
1986. Uppeldisdætur Einars, dæt-
ur Katrínar Theódórsdóttur af
fyrra hjónabandi, eru Harpa og
Ásta Sif Gísladætur, c) sonur Ein-
ars með Margréti Garðars er
Daníel, f. 23. ágúst 1982. 6) Sig-
urður Valur, f. 5. mars 1959, maki
Sigríður Héðinsdóttir, börn þeirra
eru a) Auður, f. 24. nóvember
1986, og b) Styrmir f. 20. janúar
1991.7) Þórlaug, f. 9. desember
1962, maki Guðmundur Vignir
Friðjónsson, dætur þeirra eru a)
Salka, f. 28. maí 1997, og b) Fann-
ey, f. 8. september 1998. Sonur
Þórlaugar með Júlíusi Hjörleifs-
syni er c) Jökull, f. 20. mars 1990.
Sveinn varð stúdent frá MR
1943. Hann lauk fyrrihlutaprófi í
verkfræði frá HÍ 1945 og prófi í
byggingaverkfræði frá DTH í
Kaupmannahöfn 1948, þar sem
hann var í stjórn í félagsskap ís-
lenskra stúdenta, auk þess dvaldi
hann við nám við MIT í Cam-
bridge í Bandaríkjunum 1951.
Hann starfaði sem verkfræðingur
hjá Vegagerð ríkisins 1948–1954
auk þess sem hann starfaði sjálf-
stætt sem slíkur. Hann var verk-
smiðjustjóri hjá timburversluninni
Völundi hf. 1954–1968 og forstjóri
fyrirtækisins frá 1968. Hann var í
stjórn og framkvæmdastjóri Iðn-
garða hf. frá 1964, í stjórn Verk-
fræðingafélags Íslands 1952–
1954, formaður stjórnar Rann-
sóknastofnunar byggingariðnað-
arins 1965–73, einn af stofnendum
og í stjórn Byggingariðjunnar, í
stjórn Finnsk-íslenska félagsins,
Suomi, og formaður hestamanna-
félagsins Fáks 1973–76. Hann
hafði yndi af útreiðum, átti fræga
kappreiðahesta, Þyt og Þjálfa, og
stundaði knattleiki sem ungur
maður, m.a. varð hann Íslands-
meistari í fótbolta 1944 með liði
sínu, Val.
Sveinn verður jarðsunginn frá
Langholtskirkju í dag kl. 15.
Emelía, f. 25. október
1951, fyrrverandi
maki Ólafur Örn
Jónsson, þeirra börn:
a) Inga Valborg, f. 6.
júlí 1967, maki Einar
Eyjólfsson. Synir
Einars af fyrra sam-
bandi eru Steinar og
Grétar. Dóttir Ingu
með Gunnari Jón-
assyni er Edda Rún,
f. 5. nóvember 1984.
Sambýlismaður
Eddu Rúnar er Gylfi
Björnsson og dóttir
þeirra er Júlía Dís, f. 6. júní 2007,
b) Freyja Margrét, f. 7. ágúst
1975, dóttir hennar er Soffía Líf
Freyjudóttir, f. 19. maí 1997, c)
Baldvin Örn, f. 20. nóvember
1981, d) Ólafur Örn, f. 26. mars
1986. 3) Sveinn Magnús, f. 15.
október 1953, sambýliskona Auð-
ur Elísabet Guðmundsdóttir,
þeirra dætur: a) Elsa Valborg, f.
26. desember 1984, b) Guðrún
Tara, f. 2. febrúar 1987, c) Elísa-
bet Birta, f. 24. ágúst 1991. Sonur
Sveins með Modestu Gonzales
Cano er d) Ivan Kári, f. 19. sept-
ember 1978, maki Amelia Samuel.
4) Guðmundur Gestur, f. 30. mars
1955, a) sonur hans með Ásrúnu
Ásgeirsdóttur er Rúnar Geir, f.
15. mars 1976, b) sonur hans með
Ingu Þóru Stefánsdóttur er Stefán
Freyr, f. 14. desember 1977, c)
dóttir hans með Margréti Ástu
Guðjónsdóttur er Halldóra Rann-
veig, f. 31. ágúst 1987, og d) sonur
hans með Eddu Waage er Stein-
dór Gestur, f. 7. júlí 1998. 5) Einar,
f. 3. október 1956, sambýliskona
Arnhild Mølnvik. Börn Einars með
Katrínu Theódórsdóttur eru a)
Ég má til með að minnast föður
míns með nokkrum orðum.
Sveinn var iðulega upptekinn
maður og gustaði af honum hvar sem
hann fór. Hann var stjórnsamur að
eðlisfari og vildi láta hlutina ganga í
kringum sig. Sumir jafnvel óttuðust
hann, en það voru þá þeir sem ekki
höfðu tækifæri til að kynnast innvið-
unum. Hann var ætíð vinur litla
mannsins og mátti ekkert aumt sjá.
Hann átti mikil samskipti við fólk
víða um land vegna timbursölu og
var greiðvikinn þegar kom að fjár-
mögnun timburkaupa til útihúsa eða
hlöðubygginga. Var talað um að
bændur, þá sérstaklega fyrir austan,
væru ætíð með augun opin ef þeir
skyldu sjá hesta sem hentuðu Sveini,
til að launa greiðann, en hestarnir
urðu að vera nokkuð stórir og sterk-
ir og ekki ósvipaðir honum sjálfum í
fasi og lund og komast vel áfram.
Hann eignaðist marga góða hesta og
er Þytur Sveins í Völundi þeirra
þekktastur, en hann var fljótastur
allra hesta um árabil á stökki. Marg-
ir áttu góðar stundir í sumarhúsi
þeirra hjóna upp við Elliðavatn,
Sveinsstöðum, þar sem hann hafði
aðstöðu fyrir hestana og var Bakkus
þar oft með í ráðum, enda var þeim
nokkuð vel til vina, þó sumum fynd-
ist Bakkus heldur frekur á fóðrið.
Sveinn hafði gott lag á að nýta
mannskapinn í kringum sig. Oft var
það að þegar vinir okkar barnanna
þurftu að doka við kom hann þeim í
vinnu við að hreinsa lauf af sund-
lauginni sem var í garðinum í Siglu-
voginum eða þá að þeir voru farnir
að taka til í bílskúrnum. Sveinn var
ljóðelskur. Oft veiddi hann vini
barnanna sem voru í heimsókn inn á
kontór til sín og lét þau lesa upp ljóð
eða flutti sjálfur með tilþrifum.
Margir vinanna minnast enn þessara
stunda. Þetta voru yfirleitt tilfinn-
ingaljóð um ástina og hetjudáðir
manna og hesta. Sveini þótti afar
vænt um tungumálið og þreyttist
aldrei á að leiðrétta menn í kringum
sig. Sveinn lifði frekar hátt, var mik-
ið umleikis og lét mikið að sér kveða
hvar sem hann fór. Hann virti og
naut náttúrunnar til hins ýtrasta og
kunni nöfn á flestum bæjum og fjöll-
um þar sem hann hafði farið um.
Hann var ævintýramaður sem ferð-
aðist víða um heim og alls staðar
eignaðist hann vini sem jafnvel
sendu börn sín til Íslands í framhald-
inu sem þau hjónin tóku ætíð vel á
móti. Sveinn var orðinn nokkuð
saddur og sáttur lífdaga undir það
síðasta og hélt reisn fram á síðustu
stundu. Hann þeysir nú eflaust á
fákum fríðum um fagra dali, glaður í
bragði og léttur í lund með hundinn
Gæsk á harða spretti á eftir og vasa-
pelinn er varla langt undan. Ég lýk
þessari kveðju með einu af uppá-
haldsljóðum hans: Þytur eftir Jón á
Bægisá.
Þyt leit ég fóthvatan feta,
foldhark og moldsparkið þoldi.
Grjót fauk og gat vakur skotið,
gekk tíðum þrekk hríð á rekka.
Rauk straumur, ryk nam við himin,
rétt fór en nett klár á spretti.
Ei sefast ákafa lífið,
öll dundu fjöll, stundi völlur.
Sveinn M. Sveinsson
og fjölskylda.
Elsku afi minn.
Mér barst símtal í vikunni um að
þú værir orðinn veikur og sennilega
kominn tími til að kveðja. Við þessi
orð komu gamlar minningar fljót-
andi fram um stundir okkar saman.
Ein fyrsta minning mín er þegar þú
kenndir mér vísuna „Fagur fiskur í
sjó“. Þú sagðir hana með þvílíkri frá-
sagnargleði, að spenningurinn var
slíkur í hvert sinn að þegar orðin „á
litlu höndina detta“ komu þá æpti
maður upp og oftar en ekki hafðir þú
vinninginn. Þegar ég fer með vísuna
fyrir mín börn þá kemur þú alltaf í
huga mér og munt örugglega ávallt
gera. Önnur minning er frá einu
sumrinu sem ég var hjá ykkur ömmu
í Sigluvoginum. Þá sagði ég þér frá
því hversu erfitt mér fannst að læra
að synda. Það var eins og við mann-
inn mælt, þú gafst þig ekki fyrr en
þér tókst að kenna mér að synda
„rétt“, eins og þú orðaðir það. Það
sem við krakkarnir skemmtum okk-
ur oft vel í lauginni góðu í Sigluvog-
inum. Í kjölfarið rifjuðust upp fyrir
mér sögurnar sem þú sagðir mér svo
oft um æskuárin þín á Sveinsstöðum.
Ég sé ljóslifandi fyrir mér mannýga
nautið sem náði í afturendann á þér
og kastaði þér svo tugi metra … eins
og sagan hermdi. Aldrei þreyttist ég
á að hlusta á sögurnar þínar. Þegar
ég eltist þá komu ferðasögur frá ár-
unum í Danmörku og Frakklandi.
Allra vænst þótti mér um frásögn
þína um hvernig þið amma kynntust
á leið ykkar til Hornafjarðar. Það
var svo fallegt að hlusta á þig og
fylgjast með hvernig ásjón þín
breytist í unga ofur-ástfangna
manninn sem fékk tár í augnkrókana
þegar hann sagði frá ástinni sinni –
hún Inga mín, og svo týndirðu orð-
unum þegar tilfinningarnar tóku yf-
irhöndina.
Það var oft og tíðum sem mér
fannst ekki mikið til þín koma, afi
minn, og það ræddum við okkar á
milli, á tímum með hörðum og há-
værum orðum. Bakkusinn hafði því
miður oftar en ekki yfirhöndina síð-
asta hluta ævi þinnar. En sem betur
fer rofaði til á tímum eins og í ferð-
inni austur og í brúðkaupinu okkar
Binna í fyrra sumar á Sveinsstöðum.
Þú varst svo kátur og glaður, að það
geislaði af þér. Fólk sagði mér eftir
á, að þú hafir sagt þeim skemmti-
legar sögur af Sveinsstöðum og
öðru. Þú áttir með okkur virkilega
yndislegan dag.
Kvöldið eftir símtalið fór ég til þín
út á Grund og sat hjá þér. Ég var
nýbúin að segja þér frá öllum minn-
ingunum sem rifjuðust upp fyrir mér
kvöldið áður þegar ég áttaði mig á
því að kveðjustundin var runnin upp.
Ég hélt í hönd þína og strauk þér um
vangann þegar þú sofnaðir í síðasta
sinn. Þetta var mjög friðsæl og falleg
stund. Guð veri með þér, afi minn, og
veiti þér styrk í þinni hinstu för.
Megi hann einnig vaka yfir henni
ömmu minni.
Ástarkveðjur frá Binna mínum og
krökkunum, Guðrúnu, Kolbeini og
Kjartani
Dadda.
Nú er hann afi Sveinn fallinn frá.
Það fær mann til að hugsa til baka,
um þær góðu stundir sem ég átti
með honum. Ég er fædd og uppalin á
Hornafirði en amma og afi áttu alltaf
heima í Reykjavík, lengst af í Siglu-
voginum. Þau komu oft að heim-
sækja okkur austur og við dvöldum
oft heima hjá þeim í Sigluvoginum.
Það var alveg ógleymanlegt að koma
í Sigluvoginn og það sem gerði það
mest spennandi fyrir okkur krakk-
ana var sundlaugin í garðinum. Þar
lærði ég nú mörg sundtökin sem afi
var öflugur í að kenna okkur. Hann
lagði t.d. mikið upp úr því að við
lærðum að stinga okkur rétt ofan í
laugina og oft var hann dómarinn og
reyndi að leiðrétta okkur. Á góðum
dögum var ósjaldan farið 7-8 sinnum
í sundlaugina á dag.
Það var líka hægt að verða sér úti
um pening með því að vinna fyrir
afa, t.d. með því að finna inniskóna
hans, þrífa bílinn og taka til í eldhús-
inu svo eitthvað sé nefnt. Oft var far-
ið í bíltúr með afa en hann keyrði
alltaf á 60 km hraða á þjóðvegum
landsins og skildi aldrei af hverju all-
ir væru að flýta sér svona þegar bíl-
arnir brunuðu framhjá. Svo var farið
í leiki í bílnum, oftar en ekki stærð-
fræðileiki, hugsa sér hlut eða eitt-
hvað sem reyndi á hugann. Ég man
eftir því þegar ég fékk að fara í 60
ára afmælið hans afa alein í flugvél
því líklega hafa mamma og pabbi
ekki komist. Ég átti síðan að fara
heim strax daginn eftir en gat það
ekki þar sem ég lagðist í pest. Þá
kom afi og lagði höndina á ennið á
mér og sagðist vera að lækka hitann,
það þótti mér gott.
Ég minnist þess líka þegar afi las
fyrir okkur ýmis ævintýri uppi í
rúminu hans og ömmu eða sagði
okkur hin ýmsu ævintýri, mér hefur
stundum orðið hugsað til þessara
stunda þegar ég reyni að segja börn-
um mínum ævintýri en hugmynda-
flugið er ekki alltaf til staðar.
Í seinni tíð fór heilsu afa að hraka
en alltaf fannst mér jafnkostulegt
hvað sælkerinn var ríkur í honum,
það besta sem hann fékk var ís,
súkkulaði og fleira sætt.
Elsku afi, nú hefurðu fengið hvíld-
ina góðu, vonandi tekur mamma á
móti þér þarna uppi.
Matthildur.
Fáir hafa haft meiri áhrif á líf mitt
en Sveinn K. Sveinsson og þá um leið
kona hans, Inga Valborg Einars-
dóttir.
Vorið 1969, þá nýorðinn átján ára
gamall, varð ég fyrir því lífsins láni
að kynnast elsta barni þessara heið-
urshjóna, Guðrúnu eða Gunnu eins
og hún var alltaf kölluð. Úr þessum
kynnum okkar Gunnu varð til ein
órofa samleið sem lauk við andlát
hennar 2. mars 1987, börn okkar
urðu fjögur og barnabörnin orðin sjö
í dag.
Ég kom í Sigluvog 9 ofan af Soga-
veginum, lítt reyndur pjakkur en
fullur af lífsáhuga. Það var mikil
upplifun fyrir mig að koma í Siglu-
voginn, þar var alltaf mikið um að
vera, líf og fjör. Á vissum tímum var
heimili þeirra Sveins og Ingu eins og
umferðarmiðstöð, fólk kom og fór í
sífellu, hvort heldur gestir á vegum
þeirra hjóna eða barnanna, allir voru
aufúsugestir. Þarna kynntist ég
fjölda fólks og minningarnar úr
Sigluvoginum eru eins og stórt safn
af stuttmyndum eða örsögum.
Frá vorinu 1969 til hausts 1975
eða þegar við Gunna fluttumst bú-
ferlum austur á Hornafjörð voru
samskipti okkar Sveins býsna mikil.
Á þessum árum voru annirnar mikl-
ar hjá Sveini við stjórnvölinn á einu
stærsta fyrirtæki landsins og heim-
ilið stórt í Sigluvoginum. Það kom
oftar en ekki í hlut okkar Gunnu að
sjá um akstur á milli staða og fljót-
lega færðist hlutverkið yfir á pjakk-
inn með bíladelluna.
En flestar samverustundir okkar
Sveins tengdust hestunum. Ég var
ólatur við að sinna gegningum og
þeir voru margir útreiðartúrarnir
okkar frá Sveinsstöðum við Elliða-
vatn að ótöldum lengri hestaferðum
á sumrin. Kynni mín af Sveini settu
sjóndeildarhringinn í nýjar víddir og
stærstan part af lífsleikni minni á ég
honum að þakka. Sveinn gat verið
kröfuharður en aldrei ósanngjarn og
samskipti okkar voru alla tíð farsæl
og samband okkar afar traust.
Mikill öðlingur er á brott farinn,
eftir stend ég hrærður í huga, fullur
þakklætis fyrir samfylgdina.
Kæra Inga, megi allir góðir andar
efla þig og styrkja í sorginni.
Ásmundur Gíslason.
Árið var 1980 þegar ég kom inn í
fjölskyldu Sveins og Ingu en þá var
enn ekki farið að hausta í lífi Sveins,
afa barnanna minna. Enda þótt okk-
ur mæðgum væri vel tekið í fjöl-
skyldunni fannst mér maðurinn ekki
árennilegur í byrjun, en það breytt-
ist þegar ég kynntist honum nánar.
Sveinn var hávaxinn og myndar-
legur maður á velli. Hann gat oft
verið fljótfær og þá hranalegur í við-
móti en mátti í raun aldrei neitt
aumt sjá. Hann var stór í andanum
og átti auðvelt með að lyfta sér yfir
hið smáa í lífinu sem gerir mennina
svo undurlitla. Ég varð aldrei vör við
að hann tæki ofan fyrir fólki ein-
göngu vegna stöðu þess eða áhrifa í
þjóðfélaginu, þvert á móti bar hann
virðingu fyrir þeim sem lánast hafði
að vera trúir sjálfum sér enda þótt
það kostaði þá stöðu utan samfélags-
ins.
Í hestaferðum með Sveini kom
alltaf skemmtilega á óvart hvernig
þessi stóri ábúðarmikli maður gat
breyst í auðmjúkan lærisvein
frammi fyrir einsetumanni eða konu
í afskekktum dölum þessa lands sem
hann var jafnan fundvís á og hélt
tryggð við. Mannúð var aldrei langt
undan enda var gengið út frá því í
stjórnartíð Sveins í Völundi að
starfsmenn ættu rétt til starfans
eins lengi og þeir vildu og treystu
sér til að standa í fæturna, enda
sýndist mér þegar ég kom í timb-
urportið í fyrsta sinn að enginn
stafsmanna væri undir áttræðu.
Sveinn hafði ást á landinu; og
hann skipti um ham á fjöllum. Með
skarkala hins daglega lífs að baki
skynjaði hann lífsmátt stundarinnar;
maður og hestur urðu eitt og fyrr en
varði spruttu fram vísur og annar
kveðskapur. Mér fannst alltaf töfr-
um líkast hversu öruggur hann var á
áttum og rataði vel í óbyggðum.
Sveinn bar virðingu fyrir náttúru
landsins og tók fremur á sig krók en
að fara yfir viðkvæman mosa og lítt
snortið land og á áningarstöðum
lagðist hann fyrir og var sofnaður
áður en hann lagði höfuð á ilmandi
lyngið.
Ég minnist svo margra skemmti-
legra stunda með Sveini og Ingu,
hvort sem setið var inni á kontór í
Sigluvoginum á síðkvöldum þar sem
talið barst jafnt að ættfræði, sögu
sem bókmenntum eða á ferðalögum í
Danmörku þar sem Sveinn hafði ver-
ið námsmaður á sínum yngri árum.
Á góðum stundum var Sveinn sann-
kallaður stemnings- og gleðimaður.
Í samræðum voru fornsögurnar
Sveini hugleiknar, en frúin var jafn-
víg á alla strauma og stefnur. Heim-
ilið í Sigluvoginum var menningar-
heimili þar sem gleðin ein réð ríkjum
og allir voru jafnir.
Nú þegar komið er að ferðalokum
fyllist ég þakklæti fyrir samfylgdina
þar sem Sveinn var oftar en ekki
gefandinn.
Ég votta fjölskyldunni samúð
mína, einkum Ingu sem nú sér á bak
kærum eiginmanni sínum.
Katrín Theodórsdóttir.
Þegar ég var lítill drengur fannst
mér Sveinn Kjartan, eldri bróðir föð-
ur míns, stórbrotinn maður. Allt sem
honum viðkom var stórt í sniðum,
hann var hávaxinn og sterkur, hann
átti sjö börn, óteljandi vini, fljótustu
Sveinn Kjartan
Sveinsson
„Hvað er þversumman af
þessu bílnúmeri fyrir framan
okkur?“ spurði Sveinn K.
föðurbróðir minn mig er við
ókum eftir Skúlagötunni fyr-
ir meira en hálfri öld.
Það vissi ég ekki þá eins
og svo margt annað sem ég
veit heldur ekki í dag.
Hitt veit ég þó að mér
þótti afskaplega vænt um
Svein K. sem var hrjúfur að
utan en mjúkur að innan.
Blessuð sé minning hans.
Lilja Leifsdóttir.
HINSTA KVEÐJA