Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 13
Nýkomið stórglæsilegt glænýtt 324 fm einbýli (skráð 308 fm) m. aukaíb. og stórum jeppabílskúr á frábærri 1150 fm sjávareignarlóð á Álftanesi. Húsið er glæsilega innréttað með vönduðum eikarinnr., steinflísum, eikarparketi, glæsil.eldhús með öllum tækjum (m.a. kaffivél, gufusuðuofn, örbylgjuofn, uppþv.vél og fl.) 160 innfeldum halogenljósum, 50 fm útsýnissvölum (lagt f. potti) Panorama útsýni allur fjallahringurinn og flóinn, 5 svefnherb., auka 2ja herb. íb. m. sérinng. og m.fl. Áhv. 75 millj. 40 ára erlent lán. Mjög hagst.að taka yfir í dag. Skipti skoðuð. Ásett verð 115 m. Lækkað verð nú 99,9 millj. Opið hús í dag fimmtudag milli kl. 20 og 21 Blikastígur nr 19 - Álftanesi Sjávarlóð Einstök útivistarparadís Opið hús í dag, fimmtudag milli kl. 20.00-21.00. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 13 FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is TRYGGINGAFÉLÖGIN höfðu í nógu að snúast í gær við að svara fyrirspurnum og skoða tjón hjá viðskiptavinum sínum. Afar hvasst var seint í fyrrakvöld og aðfaranótt miðvikudagsins og fylgdi óveðrinu mikil úrkoma. Hjá VÍS og Sjóvá fengust þær upplýsingar að til- kynningarnar vörðuðu allt frá brotnum rúðum og skemmdum á bílum til vatnstjóns á innbúi. Fæst síðastnefndu tjónanna fást hins vegar bætt, eða innan við 5% að mati Sjóvár. Vatnstjón algengust Þá höfðu nokkrir tugir tilkynn- inga borist Sjóvá en enn fleiri fyr- irspurnir verið lagðar fram. Til- kynnt var um fá foktjón en engar skemmdir á húsum. Flest vörðuðu tjónin vatnsflóð þar sem niðurföll eða þakrennur voru stíflaðar en þau tjón þurfa húseigendur að bera sjálfir. Hjá Sjóvá fengust þær upp- lýsingar að innan við 5% þeirra húseigenda sem urðu fyrir vatns- tjóni mættu eiga von á bótum þar sem í um 95% tilvika mætti rekja tjónið til vanhirðu. Síðla í gær höfðu yfir 100 símtöl borist VÍS. Yfirleitt var um fyr- irspurnir að ræða en tilkynnt var um nálægt 40 tjón á höfuðborg- arsvæðinu. Engar tilkynningar bárust um skaða á skipum eða öðru tengdu sjónum eða höfnum en tals- vert var um tilkynningar vegna vatnsleka gegnum veggi og þök sem enginn bótaréttur er fyrir. Þak og gluggar haldi vatni Í tryggingarskilmálum VÍS og Sjóvá segir að félögin bæti tjón vegna vatns sem skyndilega og óvænt streymi úr leiðslum húsa og eigi upptök innan veggja þeirra. Félögin bæti hins vegar ekki tjón vegna úrkomu nema hún sé svo mikil að frárennslisleiðir hafi ekki undan og vatn flæði inn í húsnæði hins vátryggða eða það þrýstist upp um frárennslisleiðslur. Tjón vegna vatns frá þökum, þakrennum eða svölum er aldrei bætt. Þau svör fengust að reiknað væri með því að þak, veggir og gluggar héldu vatni og vindum. Gæta þarf að niðurföllum Í ofsaveðri líkt og því sem skall á í fyrrakvöld eru íbúðir á jarðhæð og í kjallara í mestri hættu á vatns- tjóni. Leki inn í þær íbúðir þarf að meta hvort tjónið stafi af því að holræsi hafi ekki haft undan vatns- flaumnum eða illa hafi verið hirt um að hreinsa niðurföll. Í fyrrnefnda tilfellinu eiga hús- ráðendur rétt á bótum en ekki í því síðarnefnda. Sé sjálft húsið óþétt, drenlagnir lélegar eða stíflaðar sem og þak-, svala- og kjallaranið- urföll, situr fólk sjálft uppi með tjónið. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÍSLENSK tryggingafélög sum hver og fyrirtæki á borð við Landsvirkjun hafa verið í viðskiptum við trygging- arisann AIG með endurtryggingar sínar. Um óveruleg viðskipti hefur verið að ræða í tilvikum Sjóvár og TM en VÍS og Vörður segjast ekki vera í viðskiptum við AIG. Segja talsmenn félaganna að fjárhagslegur styrkleiki sinna endurtryggjenda sé mikill og góður en fylgst sé náið með þeim þessa dagana. Stærstu viðskiptin hafa að líkind- um verið við Landsvirkjun en AIG var meðal endurtryggjenda á fram- kvæmdatíma Kárahnjúkavirkjunar. Að sögn Einars Kristjánssonar, deild- arstjóra fjármálasviðs Landsvirkjun- ar, er AIG ekki lengur í hópi endur- tryggjenda eftir að rekstrartrygging tók gildi fyrr á þessu ári vegna virkj- unarinnar. Um nokkra aðila er að ræða í Bandaríkjunum og Evrópu og segir Einar þá alla vera trygga og ekki í vanda, eftir því sem best sé vit- að. Ekki reyni heldur á þessa aðila nema ef til stórtjóns kemur. Ef eitt- hvert tryggingafélag fái lækkað láns- hæfi eða rúlli yfir þá sé hægt að segja upp endurtryggingu á samningstíma og velja annað félag. Þorvarður Sæmundsson hjá Sjóvá segir viðskiptin við AIG frá skrifstof- unni í Kaupmannahöfn hafa verið óveruleg og viðskiptavinir Sjóvár verði ekki fyrir neinum skakkaföllum, enda eigi vandi AIG ekki rót sína í hefðbundinni tryggingastarfsemi heldur vegna fjárhagslegra ábyrgða sem féllu á félagið. Hjálmar Sigurþórsson hjá TM seg- ir félagið dreifa sínum endurtrygg- ingum sem mest og það komi sér vel við núverandi aðstæður. Um afar lítil viðskipti sé að ræða við AIG. Guðmundur Örn Gunnarsson, for- stjóri VÍS, segir félagið ekki hafa ver- ið í viðskiptum við AIG. Atburðirnir í Bandaríkjunum hafi því engin bein áhrif á endurtryggingar hjá VÍS eða viðskiptavini félagsins. Hið sama var að segja hjá Verði. „En umrót sem þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á allt viðskiptalíf. Við störfum með fjölda evrópskra endurtryggjenda sem við teljum mjög trausta, enda hefur tryggingarekstur sem slíkur staðið traustum fótum þrátt fyrir umrót á fjármálamörkuðum. Vandamál AIG eiga sér hins vegar aðrar orsakir,“ segir Guðmundur Örn hjá VÍS. Íslensk tryggingafélög skaðast ekki þrátt fyrir einhver viðskipti við AIG með endurtryggingar Endurtryggði Kárahnjúka Reuters Tryggingar Fjölmörg félög eru í viðskiptum við AIG með endurtryggingar. Eftir Helga Kristjánsson Ólafsvík | Margur hefur notið unaðar við laxveiðiárnar á þessu mesta veiðisumri sögunnar. Slík var stund á hallanda degi síðsumars við Sauð- hyl í Haffjarðará. Gjarnan er vaðið yfir ána þar sem hún rennur með hjalandi kliði ofan við veiðistaðinn. Það eykur á niðinn, að þarna reka nokkrir þrjóskir steinar beran kollinn upp úr straumnum. Handan árinnar er sem opnist glæstur salur. Við blasir langur, stoltur berghamar, klyfjaður lagleg- um grassöðli um miðju. Með berg- inu er svo gríðarmikill hylur með jöfnum straumi. Hann geymir mergð laxa sem stökkva hér og þar. Veiðifélaginn kastar. Fljótlega svignar stöngin því lax hefur tekið fluguna. Eftir hetjulega baráttu ját- ar fallegur hængur sig sigraðan. Hann gæti verið nálægt 10 pundum með stóran krók og djarflegan svip. Laxinum er gefið líf. Hann er augnablik að jafna sig. Ekki virðist hann stór í jaðri þessa mikla hyls. Hann er bara eins og feitt, keilulaga strik. Hvað eru mörg slík í ánni allri? Loks sveigir fiskurinn bolinn, blakar sporði og syndir út í græn- golandi dýpið. Hann mun fá sér maka og kveikja ótal ný líf. Miklar líkur eru þó á að eftir hrygninguna muni hrafnar og tófur rífa hræ hans á eyrum árinnar. Hann hefur þá skilað sínu. Veiðifélaginn kastar á ný. Ham- arinn gnæfir, laxar stökkva. Og sí- fellt niðar áin að ósi. Hamarinn gnæf- ir, laxar stökkva Síðsumarstemning við laxveiðiána „TJÓNIÐ nemur hundruðum þúsunda,“ segir Sveinbjörn Guðjohnsen hjá Bílabúð H. Jónssonar á Smiðjuvegi í Kópavogi. Mikið vatn lak meðfram lofti bílabúðarinnar og skemmdust vörur, innréttingar, tölvur o.fl. Bílabúð- in er á jarðhæð í tveggja hæða húsi. Á efri hæð er verkstæði en gengt er í það af götu hinum megin við innganginn í bílabúðina. Stórt bílaplan er þar sem og við húsið hinum megin við götuna frá verkstæðinu. „Vatnið af þak- inu þar rann niður á götuna, yfir hana og inn á planið hjá verkstæðinu á hæðinni fyrir ofan mig. Vatn rann af fleiri hundruð fermetrum af planinu hér fyrir ofan og inn í húsið, yfir gólfin á efri hæðinni og lak niður loftið.“ Settar voru upp viftur og annar búnaður til að þurrka upp mesta vatnið og rakann og var staðan seinnipartinn í gær „flott“ að mati Sveinbjörns. Tjónið verður bætt af Sjóvá sem Sveinbjörn segir hafa brugðið skjótt við og staðið sig vel. Hundraða þúsunda tjón Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fyrrverandi trampólín Ýmislegt fauk til í óveðri sem gekk yfir landið í fyrrinótt, t.a.m. trampólín á Akureyri. Fæst tjónin bætt  Nokkuð um vatnstjón vegna ofsaveðursins í fyrrakvöld  Flest vegna vanrækslu húseigenda og fást því ekki bætt AIG, American International Group, er stærsta trygginga- félag heims og átjánda stærsta fyrirtæki í heimi, með eignir sem metnar eru á 90 þúsund milljarða króna. Starfsmenn eru um 116 þúsund í 130 löndum. Lausafjárvandi félagsins er hins vegar gríðarlegur og fjárþörfin metin á 75 milljarða dollara, jafnvirði um 6.900 milljarða króna. Eins og fram hefur komið veitti bandaríski seðlabankinn 85 milljarða dollara neyðarlán til AIG og eignaðist um leið nærri 80% í félaginu. Eru þetta sögð einhver mestu inngrip sögunnar af hálfu seðlabank- ans. Hlaut neyðarlánið blessun fjármálaráðherra Bandaríkj- anna. Skipt hefur verið um for- stjóra í brúnni og reiknað með að AIG þurfi að losa sig við ein- hverjar eignir. AIG er stærsti styrktaraðili hins stjörnum prýdda knatt- spyrnuliðs, Manchester United. Risi í neyð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.