Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir,
annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
„ENGINN vill bera neina ábyrgð, engin skýring
fæst og ekki neitt. Mér finnst ótrúlegt hvernig
komið er fram við mann í þessu kerfi,“ segir móðir
í Hafnarfirði sem komst nýlega að því að lögheim-
ili ólögráða sonar hennar hafði verið fært til Nor-
egs að henni forspurðri.
Barnsfaðirinn er íslenskur en búsettur í Noregi
og gerðu foreldrarnir samkomulag um að piltur-
inn, sem er 16 ára gamall, myndi dveljast hjá föð-
ur sínum í nokkra mánuði í sumar. „Hann hefur
greinilega eitthvað misskilið mig því hálfum mán-
uði síðar segir hann mér að hann sé búinn að skrá
barnið í skóla í Noregi í haust. Svo fæ ég pappíra
frá sýslumanninum í Hafnarfirði um að meðlags-
greiðslur til mín séu felldar niður þar sem sonur
minn sé fluttur til Noregs.“
Að sögn konunnar var hennar samþykkis aldrei
leitað þegar heimilisfang sonarins var fært úr
landi, þrátt fyrir að hún hafi alla tíð farið með fullt
forræði en faðirinn haft umgengnisrétt um jól og
sumar. Hún segist furðu lostin yfir að breytingin
hafi komist í gegn án hennar vitneskju.
„Svo þegar ég fer að kanna málið bæði hjá
Tryggingastofnun og Þjóðskrá benda menn bara
hver á annan og gefa engin svör. Ég vil bara fá að
vita hvort það sé hreinlega svona auðvelt að ræna
börnunum og fara bara með þau úr landi?“
Hjá upplýsingaþjónustu Norrænu ráðherra-
nefndarinnar fengust þær upplýsingar að reglur í
Fluttur til Noregs án samþykkis móður
Lögheimili 16 ára gamals drengs var fært úr landi án vitneskju móður hans
sem fer með fullt forræði Móðirin er ósátt við að engin skýring fáist í kerfinu
Noregi virtust vera lausari í reipunum en hér-
lendis. „Almenna reglan á Íslandi er sú að ef um
barn yngra en 18 ára er að ræða þá þarf samþykki
frá báðum foreldrum eða þá staðfestingu frá
sýslumanni eða öðrum á því að viðkomandi for-
eldri sé með fullt forræði. Þetta er því eitthvað
sem er gert í óþökk við kerfið hér,“ segir Alma
Sigurðardóttir verkefnisstjóri.
Á heimasíðu Skatteetaten, sem heldur utan um
þjóðskrá í Noregi, segir hinsvegar í reglum að
hver sem er yfir 18 ára aldri geti á netinu tilkynnt
um flutning annars fjölskyldumeðlims á heimil-
inu. Þaðan gæti verið komin sú gloppa í kerfinu
sem gerir mögulegt að færa lögheimili ólögráða
barns án vitneskju forræðisforeldris á Íslandi.
Ekki fengust svör frá Þjóðskrá vegna málsins.
Í HNOTSKURN
»Á Íslandi hefur fjöl-skyldumeðlimur ekki
heimild til að færa heimilis-
fang barns án samþykkis for-
ráðamanns.
»Meðlagsgreiðslur fráTryggingastofnun falla
niður ef barn er ekki lengur
skráð á framfæri móttakanda
og eins ef móttakandi og
barn flytja frá Íslandi.
»Móðirin þarf nú sjálf aðskrá son sinn inn í landið
aftur en hann sneri aftur
heim í ágúst.
STOFNSKRÁ Styrktarsjóðs Wat-
anabe, sem er nýr styrktarsjóður við
Háskóla Íslands (HÍ), verður und-
irrituð af stofnandanum Toshizo
Watanabe og Kristínu Ingólfsdóttur
rektor í hátíðarsal Háskóla Íslands í
dag. Stofnframlag Watanabe til
sjóðsins er þrjár milljónir Banda-
ríkjadala (um 276 milljónir íslenskra
króna).
Tilgangur Styrktarsjóðs Wat-
anabe er að veita styrki til skipti-
náms í Japan og á Íslandi, bæði nem-
endum í grunnnámi og
framhaldsnámi á háskólastigi, auk
þess að stuðla að skiptum á vísinda-
mönnum. Stjórnarmenn sjóðsins eru
þrír. Rektor HÍ skipar formann
stjórnar og Toshizo Watanabe og
Geir H. Haarde skipa einn stjórn-
armann hvor.
Toshizo Watanabe nam við
Brandeis-háskólann Bandaríkjunum
og var sjálfur skiptinemi. Að loknu
námi stofnaði hann Nikken-fyrir-
tækið. Watanabe kynntist Íslandi á
námsárum sínum. Hann var skóla-
bróðir Geirs H. Haarde og tókst með
þeim góð vinátta.
Nýr styrktar-
sjóður HÍ
GENGI bréfa deCode Genetics hélt
áfram að lækka í gær og var loka-
gengið 0,42 dalir. Hefur hlutabréfa-
verð deCode þá lækkað um 56,7% á
einni viku. Hafa fjárfestar áhyggj-
ur af lausafjárstöðu fyrirtækisins,
sem er sögð viðkvæm. Er ekki ljóst
hvernig félagið mun mæta fjár-
mögnunarþörf sinni, en við núver-
andi aðstæður á fjármálamörk-
uðum mun það eflaust reynast
þrautin þyngri. bjarni@mbl.is
Vandræði
hjá deCode
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ÍTREKAÐ hefur komið fyrir á und-
anförnum mánuðum að Fangels-
ismálastofnun hefur ekki getað tekið
á móti gæsluvarðhaldsföngum í ein-
angrun, þar sem allir einangr-
unarklefar hafa verið í notkun. Hefur
því verið gripið til þess neyðar-
úrræðis að vista fanga í fanga-
geymslum lögreglustöðva. Komi til
fleiri gæsluvarðhaldsúrskurða, s.s. í
dag má gera ráð fyrir að því úrræði
verði beitt að nýju.
Sautján einstaklingar sæta gæslu-
varðhaldi um þessar mundir. Af þeim
eru sjö í einangrun vegna rannsókn-
arhagsmuna. Fangelsismálastofnun
hefur yfir að ráða átta einangr-
unarklefum, og voru þeir allir í notk-
un í gær. Einangrunarklefarnir eru
einnig notaðir til að refsa afplán-
unarföngum sem brotið hafa af sér
innan veggja fangelsisins, eða fylgj-
ast sérstaklega með föngum sem
taldir eru hættulegir sjálfum sér.
Óheppilegt fyrirkomulag
„Það hefur komið fyrir nokkrum
sinnum á þessu ári,“ segir Erlendur
Baldursson, afbrotafræðingur hjá
Fangelsismálastofnun, spurður
hvort komið hafi upp tilvik þar sem
vísa hafi þurft gæsluvarðhalds-
föngum frá. „En það geta auðvitað
liðið margar vikur og mánuðir á
milli.“
Erlendur segir að ef upp kæmi al-
varlegt mál núna þar sem nokkrir
þyrftu að sæta einangrun væri ekki
hægt að verða við því. Hann segir
erfitt að búa við þessar aðstæður en
óljóst er hvenær nýtt gæslu-
varðhaldsfangelsi verður tekið í
notkun.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins, segir fanga-
geymslur lögreglunnar fyrst og
fremst hannaðar með þarfir og notk-
un lögreglu í huga. „Þetta er ekki
fyrirkomulag sem er heppilegt en
þetta eru aðstæður sem við búum við
í dag. En við erum ekki með klefa
fallna til afplánunar eða vistunar
gæsluvarðhaldsfanga.“
Jóhann R. Benediktsson, lög-
reglustjóri á Suðurnesjum, tekur í
sama streng. „Þetta er ekki gott fyrir
neinn. Þetta þýðir aukinn kostnað og
þessar aðstæður sem við höfum eru
slæmar fyrir þá sem lenda í þessu.“
Jóhann tekur þó fram að þetta hafi
ekki verið algengt. „Þetta kemur ein-
stöku sinnum fyrir en því miður hef-
ur þetta ítrekað komið fyrir á síðustu
mánuðum.“
Fimm inn, fjórir út
Oftar hefur verið fullt í einangr-
unarklefum á þessu ári en því síð-
asta, en eðli málsins samkvæmt skip-
ast veður skjótt í lofti þegar kemur
að úrskurðum gæsluvarðhalds. „Það
koma kannski fimm inn í dag, fjórir
út á morgun, þannig að þetta er mjög
misjafnt,“ segir Erlendur. Í ár hafa
mest verið hátt í þrjátíu ein-
staklingar í gæsluvarðhaldi.
Fjöldi gæsluvarðhaldsdaga á lög-
reglustöðvum var 157 á síðasta ári en
46 árið 2006 og 12 árið 2005. Það sem
af er þessu ári eru það 75 dagar.
Oftar fullt í ár en í fyrra
Óvenjumargir sæta einangrun í gæsluvarðhaldi og eru allir klefar í notkun
Undanfarna mánuði hefur ítrekað þurft að notast við fangaklefa lögreglu
Frumathugun vegna stækkunar
fangelsisins Litla-Hrauns og einn-
ig vegna nýs skammtíma- og
gæsluvarðhaldsfangelsis ætti að
vera lokið í næsta mánuði. Erfitt er
þó um að spá hver næstu skref
verða.
Hvað varðar nýtt fangelsi á
höfuðborgarsvæðinu mun það rísa
í tengslum við nýjar höfuðstöðvar
lögreglu. Úr dómsmálaráðu-
neytinu fengust þau svör að unnið
væri að því í samvinnu við lög-
reglustjórann á höfuðborgar-
svæðinu að skipuleggja sameig-
inlega nýja lögreglustöð og gæslu-
og skammtímavistunarfangelsi.
Áður verður hins vegar ráðist í
stækkun á Litla-Hrauni og gert ráð
fyrir allt að þrjátíu nýjum klefum.
Ekki er hægt að nefna neinar dag-
setningar í þessum efnum.
Ekki hægt nefna neinar dagsetningar
SUND og aftur sund er málið hjá tólf grænlensk-
um krökkum sem eru nú í vikuheimsókn á Íslandi.
Þau fara í sundtíma tvisvar á dag í íþrótta-
miðstöðinni í Versölum í Kópavogi og þess á milli
eru þau í kennslustundum hjá jafnöldrum sínum í
Vatnsendaskóla. Komin er áralöng hefð fyrir því
að bjóða grænlenskum skólabörnum á sund-
námskeið á Íslandi. Krakkarnir í Vatnsendaskóla
hafa tekið vel á móti gestunum, segir Guðrún
Soffía Jónasdóttir skólastjóri. Og sundnemend-
urnir sjálfir eru afar ánægðir með heimsóknina
og íslensku gestgjafana sína í Vatnsendaskóla.
Efnileg grænlensk ungmenni í sundinu
RANNSÓKN lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu á tveimur elds-
voðum í Hafnarfirði fyrr á árinu
er lokið. Um var að ræða bíl sem
brann nærri Hvaleyrarvatni og
hesthús við Sörlaskeið sem varð
sömuleiðis eldi að bráð en um
milljónatjón var að ræða.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni þykir ljóst að tveir
karlar áttu þar hlut að máli en
fullvíst er talið að eldur hafi
kviknað af þeirra völdum í báðum
tilvikum. Mennirnir, annar um
tvítugt en hinn hálfþrítugur, voru
færðir til yfirheyrslu í fyrradag
og játuðu þeir hlutdeild sína sem
og að hafa áður stolið bílnum sem
um ræðir.
Játuðu
íkveikju í
Hafnarfirði