Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 12
                                              ! " ! #                                             !                        " #$ %%& '(  $# )(*+, + ** $# ,#( -$ & '(          FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is NÚ styttist í að allri jarðgangagerð vegna Kárahnjúkavirkjunar ljúki. Einungis eru eftir um það bil 100 metrar af gerð svonefndra Grjót- árganga og brátt verður þar slegið í gegn. Þetta er óneitanlega sögulegur áfangi virkjunarframkvæmdanna því hér er um að ræða síðasta áfang- ann í alls 73 kílómetra jarðganganeti Kárahnjúkavirkjunar. Öll aðrennslis- og miðlunargöng sem boruð hafa verið eru gríðarleg framkvæmd. Ef lengd þeirra er lögð saman jafngildir það jarðgöngum sem næðu í beinni línu frá miðborg Reykjavíkur austur undir Hellu á Rangárvöllum eða langleiðina upp á Snæfellsnes. Það tæki bifreið sem ekið er á hámarkshraða Hvalfjarð- arganganna rúma klukkustund að fara göngin á enda og tvær dagleiðir væru það fyrir mann að fara á hesti þessa lengd virkjunarganganna. Reikna má með að gangi allt að óskum ljúki jarðgangagerðinni eftir viku ef tekið er mið af framgangi gangagerðarinnar að undanförnu, sem hefur verið um 100 metrar á viku upp á síðkastið. Ætla að ljúka öllum stórum verkefnum fyrir veturinn Allar framkvæmdir á svæðinu vegna Jökulsár- og Hraunaveitu ganga vel þessa dagana og leggja menn kapp á að ljúka öllum stærri verkum fyrir veturinn að sögn Sig- urðar Arnalds, upplýsingafulltrúa Kárahnjúkavirkjunar. Að sögn hans verður hins vegar unnið að ýmsum lokafrágangi á svæðinu næsta sumar Vatnsborð Ufsarlóns hækkaði hægt og bítandi eftir að lokum var rennt fyrir botnrás undir Ufs- arstíflu. Lokan var síðan opnuð að hluta og þess gætt að fylla hægt í lónið í öryggisskyni. Inntakslónið er nú fullt en það er einn ferkílómetri að stærð. Unnið var alla seinustu viku við að flytja fyllingarefni og koma því fyrir í Kelduárstíflu og nú eru komnir í stífluna þrír fjórðu hlutar heildarfyllingar, segir á heimasíðu Kárahnjúkavirkjunar. Þá hefur verið unnið af krafti við Grjótáryfirfallið en veður og flóð í ánni settu þar strik í reikninginn. Þegar vinnu við stíflugerð í Kelduá er lokið fer vatnið í jarðgöngum til vesturs yfir í Jökulsá í Fljótsdal. Er nú gert ráð fyrir að Kelduá verði veitt um þessi göng um næstu helgi. Verður unnt að ljúka byggingu stífl- unnar í Kelduá í haust að sögn Sig- urðar. Er að því stefnt að fyrir jól hafi svo myndast miðlunarlón í Kelduá, svonefnt Kelduárlón, sem verður 7,5 ferkílómetrar þegar það er fullt. Grjótárgöngin liggja á milli Grjót- ár og Kelduár og verða 1.665 metrar að lengd. Fjöldi starfsmanna er við framkvæmdirnar þessa dagana. Alls eru hátt í 300 manns á vegum Ístaks við vinnu á svæðinu. Morgunblaðið/Steinunn Slá í gegn Nú styttist í að lokið verði við gerð Grjótárganga en gerð þeirra er síðasti áfangi í alls 73 kílómetra jarðganganeti Kárahnjúkavirkjunar. Slá í gegn eftir 73 km  Gerð Grjótárganga að ljúka  Samanlögð göng vegna Kárahnjúkavirkjunar næðu frá Reykjavík að Hellu  7,5 ferkílómetra Kelduárlón myndast fyrir jól  ,#  * %(./, 0,                    !     "   #   $ %   &      $ %              ! Í HNOTSKURN »Með gerð Hraunaveitu erfjórum þverám Jökulsár í Fljótsdal veitt í Ufsarlón um göng, það er Kelduá, Grjótá, Innri-Sauðá og útrennsli úr Sauðárvatni. »Göngin frá Hálslóni aðFljótsdalsstöð eru lengst í jarðganganetinu eða 39,7 km og Jökulsárgöngin úr Ufs- arlóni 13,3 km. Jarðgöng sem tilheyra virkjuninni eru alls um 73 km að lengd og þar af var 47,1 km heilboraður. 12 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir hælisleitanda sem var handtekinn 11. september á dvalarstað hæl- isleitenda í Njarðvík. Ástæða hand- tökunnar var sú að tilkynnt hafi verið frá öðrum íbúum að þeim stæði ógn af manninum sem hefði hótað þeim með hnífi og hann lagt hendur á annan hælisleitanda. Maðurinn hafði verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 24. október í Héraðsdómi Reykjaness en Hæsti- réttur taldi að ekki væru leiddar að því nægjanlegar líkur að maðurinn hefði gefið rangar upplýsingar um hver hann væri. Þá þóttu gögn málsins ekki fullnægjandi til að álykta með nægjanlegri vissu að af manninum stafaði slík hætta að nauðsynlegt væri að grípa til gæsluvarðhalds. Rökstuddur grunur um rangar upplýsingar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum byggði kröfu sína um að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald á því að rökstuddur grunur léki á að hann hefði gefið rangar upplýs- ingar um hver hann væri og að hann ætti að hafa sýnt af sér hegð- un sem gæfi til kynna að af honum gæti stafað hætta. Í gögnum málsins er að finna upplýsingar um að hælisleitandinn hafi gengið undir sama nafni, bæði í Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi, en hann kveðst vera frá Vestur- Sahara. Ekki hafa verið leiddar lík- ur að því að þær upplýsingar séu rangar. Þá eru gögn málsins ekki fullnægjandi til að álykta megi með nægilegri vissu að af manninum geti stafað slík hætta að nauðsyn- legt sé að grípa til gæsluvarðhalds. mbl.is Laus úr gæslu- varðhaldi Ljósmynd/Víkurfréttir Úr haldi Maðurinn var handtekinn á dvalarstað hælisleitenda í Njarðvík. Eftir Alfons Finnsson Ólafsvík | „Stóri sunnan“ tók á móti ráðherrum, alþingismönnum og fleiri gestum sem sóttu Dvalarheim- ilið Jaðar heim. Tilgangur heim- sóknarinnar var að láta verða af því að taka fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunarheimili við Jaðar. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra tók fyrstu skóflustung- una og honum til að stoðar voru Hrannar Björn Arnarsson, aðstoð- armaður félagsmálaráðherra, og Ásbjörn Óttarsson, forseti bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar. Rok og rigning var á meðan þessir jarðvegsflutningar fóru fram en menn létu það ekki á sig fá enda bú- ið að bíða lengi eftir þessum gleði- degi. Í máli Kristins Jónassonar bæj- arstjóra í kaffisamsæti eftir athöfn- ina kom fram að nú þegar væri búið að semja við Stafnafell ehf. um jarð- vegsvinnuna og í byrjun október mundi Framkvæmdasýsla ríkisins bjóða út byggingu hússins sjálfs. Standa vonir til að framkvæmdir við bygginguna hefjist í nóvember og þeim verði vonandi lokið í byrjun árs 2010. Nýbyggingin verður rúmir 1.100 fm á tveimur hæðum og hin glæsilegasta bygging, það eru VA- arkitektar sem hanna húsið. Á Dvalarheimilinu Jaðri eru nú 10 hjúkrunarrými, 2 dagrými og 5 dval- arrými en eftir stækkun standa von- ir til að hægt verði að bjóða upp á 23-25 dvalar- og hjúkrunarrými auk þess sem aðstaða fyrir starfsfólk verður mun betri. Byrjað var að huga að stækkun árið 2001 og á fjárlögum fyrir árið 2006 var fyrst gert ráð fyrir fjárveit- ingu til verksins svo að segja má að aðdragandi skóflustungunnar hafi tekið sjö ár. Dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík stækkað Morgunblaðið/Alfons

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.