Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Friðrik Guð-mundur Ket-
ilsson fæddist á
Jaðri við Bolung-
arvík 21. júní árið
1923. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 7. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Ketill Magn-
ússon, f. 16.8. 1885,
d. 25.1. 1962, og
Guðlaug Jónsdóttir,
f. 23.7. 1893, d. 11.7.
1988. Friðrik var
sjötti í röðinni af 13 systkinum en
hin eru Elín Lovísa, f. 1912, d.
1920, Sumarlína, f. 1914, d. 1944,
Þórunn, f. 1916, d. 1962, Magnús
Ágúst, f. 1918, d. 1983, Lovísa, f.
1921, Vilhjálmur Guðmundur, f.
1926, d. 1939, Karl, f. 1927, d. 1927,
Elías Þórarinn, f. 1928, Skúli, f.
1930, Lilja Fanney, f. 1932, Guð-
laugur Ketill, f. 1934, og Sigríður
Hulda, f. 1936.
Hinn 6.9. 1947 gekk Friðrik að
eiga Laufeyju Bergrós Árnadótt-
ur, f. 4.10. 1924. Foreldrar Lauf-
á Hólum og lauk þar námi árið
1943. Þá fluttist hann til Akureyr-
ar og hóf nám í húsasmíði og lauk
sveinsprófi árið 1947 og síðar
meistaraprófi. Mestan sinn starfs-
aldur vann hann við byggingar af
ýmsum toga, bæði á Akureyri og í
nágrenni en einnig vítt og breitt
um landið. Um tíma stundaði hann
einnig byggingarvinnu á Græn-
landi og í Kaupmannahöfn. Árin
1956-1957 byggði Friðrik hús
handa fjölskyldu sinni í Rauðumýri
10 en þar bjó hann ásamt Laufeyju
konu sinni þangað til að kveðju-
stund kom. Þar rak hann um 20
ára skeið skerpingarþjónustu eða
til ársins 1995. Eftir að Friðrik
hætti atvinnurekstri hafði hann
nægan tíma til að sinna hugð-
arefnum sínum sem snerust um að
safna frímerkjum, merktum um-
slögum og smádóti af ýmsum toga.
Þá lærði hann bókband og eign-
aðist tæki til að binda inn og skipta
bækurnar sem hann hefur bundið
hundruðum. Þá hafði hann gaman
af spilamennsku og sótti félagsvist
á meðan heilsan leyfði. Friðrik var
einnig virkur í félagsstarfi aldr-
aðra á Akureyri.
Útför Friðriks fer fram frá Gler-
árkirkju á Akureyri í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
eyjar voru hjónin
Árni Þorleifsson, f.
20.2. 1893, d. 29.12.
1979, og Guðrún
Jónsdóttir, f. 12.5.
1895, d. 24.7. 1985.
Börn Friðriks og
Laufeyjar eru: 1)
Árni Ketill, f. 7.1.
1946, d. 5.5. 1948. 2)
Júlíus Fossberg, f.
10.5. 1947. Börn hans
eru Jón Valgeir, f.
28.12. 1965, Hreiðar
Ingi, f. 29.7. 1966,
Friðrik Geirdal, f.
22.1. 1970, og Jarþrúður Hólmdís,
f. 16.12. 1986. 3) Árni Ketill, f. 8.11.
1952, kvæntur Gígju Hansen, f. 7.2.
1953. Börn þeirra eru Laufey, f.
26.12. 1969, og Jón Baldvin, f. 14.6.
1973. 4) Arnar Magnús, f. 19.4.
1954. Börn hans eru Anna Berg-
rós, f. 24.4. 1972, Halla Berglind, f.
16.6. 1975, Signý Berg, f. 7.9. 1983,
og Atli Bergþór, f. 22.11. 1992.
Barnabarnabörnin eru átján.
Friðrik ólst upp hjá foreldrum
sínum og systkinum í Bolungarvík.
Átján ára fór hann í Bændaskólann
Elsku afi. Það er dapurt að kveðja
góðan mann þó að ljóst hafi verið
hvert stefndi. Okkur var brugðið
þegar þú greindist með krabbamein í
upphafi árs en barátta þín var hetju-
leg til síðasta dags. Þú vildir alltaf
vera vel klæddur þegar stúlkurnar
úr heimahjúkruninni komu. Það var
enginn sjúklingabragur á því. Okkur
er minnisstæður einn sumardagur-
inn þar sem þér var heldur heitt.
Stungið var upp á að þú færir úr
vestinu en það vildirðu ekki því þú
varst vanur að vera í vesti og vildir
ekki breyta því. Ekki vildirðu heldur
fara úr skyrtunni því þú lést nú ekki
sjá þig á einhverjum stuttermabol.
Þú náðir að fagna 85 ára afmælinu
í sumar þar sem öll fjölskyldan kom
saman á góðviðrisdegi í bústaðnum
þeirra Árna og Gígju í Fnjóskadaln-
um. Það var þér og okkur hinum
ákaflega mikilvægt og þú lagðir
mikla áherslu á að mikið yrði myndað
og myndunum síðan dreift á milli
allra.
Þú varst alltaf tilbúinn að gera allt
fyrir okkur, hvort sem það var að
skutla einhverjum eitthvað, stytta
stundir með spilum eða horfa með
okkur á Tomma og Jenna þar sem þú
hlóst manna mest. Þú varst alltaf
tilbúinn að leggja þín verk til hliðar
og hlaupa til. Það eru ófá rommíin
sem spiluð hafa verið á eldhúsborð-
inu í Rauðumýrinni.
Verklaginn varstu með eindæm-
um. Öll verk voru unnin af natni og
með mikilli nákvæmni. Fyrir utan
stærri verk eru það smáatriðin sem
eru okkur ofarlega í huga. Hvernig
þú bjóst um og pakkaðir inn gjöfum
til okkar í sérsniðnum, heimatilbún-
um öskjum úr gömlum Kornflakes-
pökkum eða því sem fyrir lá.
Kjallarinn. Þú eyddir ófáum
stundunum þar. Alltaf allt í röð og
reglu. Frímerkin, umslögin, bækurn-
ar og smádótið allt sem þú smíðaðir
utan um. Að við tölum ekki um bæk-
urnar sem þú bast inn sjálfur. Alls
konar gamlar bækur sem þurfti að
endurnýja og svo heilu flokkarnir af
tímaritunum. Maður þurfti að ætla
sér góðan tíma ef maður ætlaði að
kíkja niður til þín. Það var svo margt
að skoða og svo margt sem þú þurftir
að segja frá.
Þú varst alltaf jákvæður úti í allt
og alla. Aldrei talaðir þú illa um
nokkurn mann. Öllu sem á gekk var
tekið með jafnaðargeði. Þér stóð
heldur ekki á sama og varst áhuga-
samur um það sem við vorum að
bralla hverju sinni. Það var alltaf
gaman að spjalla og oft var maður
bara hlustandi. Þú varst svo athugull
og minnugur og frásagnarhæfileikar
þínir voru með eindæmum. Þú mund-
ir vel eftir öllu sem þú heyrðir og sást
og áttir auðvelt með að segja öðrum
frá.
Elsku afi. Þú varst ömmu góður fé-
lagi alla tíð og þér var umhugað að
henni liði vel og hún nyti sín sem
best. Þið voruð mjög samrýmd hjón.
Þú rétt svo náðir að lifa 61 árs brúð-
kaupsafmælið ykkar. Nokkrum mín-
útum síðar kvaddir þú.
Elsku amma. Við biðjum guð að
styrkja þig í sorginni.
Takk fyrir allt, elsku afi. Minning-
in lifir.
Anna, Halla, Signý
og Atli Arnarsbörn.
Ég kynntist Friðriki árið 1997
þegar ég kom í fyrsta sinn í Rauðu-
mýrina með manninum mínum. Þar
fékk ég góðar móttökur og mér leið
strax eins og einni af fjölskyldunni.
Friðrik þurfti margs að spyrja og
hafði frá mörgu að segja. Ég man
ekki hvort það var í minni fyrstu eða
annarri ferð sem hann náði mér í
kjallarann.
Kjallarinn í Rauðumýrinni er full-
ur af alls kyns gersemum og þar
dundaði Friðrik sér við ýmislegt
handverk eftir að hann settist í helg-
an stein. Það var ekki í hans anda að
hafa ekkert fyrir stafni. Í kjallaran-
um batt hann inn bækur og blöð,
smíðaði alls konar hluti og lagfærði
og þar geymdi hann frímerkjasafnið,
pennasafnið og öll hin söfnin. Þar var
líka hægt að dunda sér við púsl og
ýmislegt fleira. Sannkallaður ævin-
týraheimur sem sonum mínum
fannst ákaflega spennandi.
Friðrik eltist ákaflega vel og var
mjög virðulegur maður. Heimili
þeirra hjóna í Rauðumýri ávallt til
fyrirmyndar og garðurinn hinn
glæsilegasti. Friðrik greindist með
krabbamein síðastliðinn vetur og
lagðist þá inn á sjúkrahús í fyrsta
sinn, það segir mikið um manninn.
Hann tókst á við veikindin með reisn
og í sumar hélt hann upp á 85 ára af-
mælið í faðmi fjölskyldu og vina. Það
var dýrmæt stund fyrir okkur öll.
Við fjölskyldan erum því miður
víðsfjarri í dag þegar Friðrik er til
moldar borinn. En hann er í hjörtum
okkar og við minnumst hans með
djúpri virðingu.
Kæra Laufey og aðrir aðstand-
endur – ég sendi ykkur innilegar
samúðarkveðjur.
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.
Elsku Friðrik
Mig langar að minnast þín í nokkr-
um orðum. Þú varst alltaf til staðar
þegar ég leitaði til þín. Við hjónin
fórum vestur til Bolungarvíkur með
þér og Laufeyju í júlí 2005 og leigð-
um okkur íbúð. Við vorum svo hepp-
in með veður að þegar við fórum upp
á Bolafjall þá sáum við Vestfirði í
allri sinni dýrð, það var heiðskírt og
bærðist ekki hár á höfði, þá sagðir þú
að hvergi væri fallegra grjót en á
Vestfjörðum. Þessi ferð var svo vel
heppnuð í alla staði. Gaman var að
sjá þig og Ella bróður þinn þegar við
fórum upp að steininum sem er til
minningar um bæinn Jaðar þaðan
sem þið eruð. Við sáum að þið fóruð á
flug aftur í tímann.
Þú hefur alltaf verið mikill Bolvík-
ingur í þér, þú náðir að fylgjast með
þegar sprengd var fyrsta sprengjan
fyrir Óshlíðargöngunum Bolungar-
víkurmegin.
Ég vil þakka þér allar góðar
stundir sem við höfum átt saman og
ég veit að þú ert á góðum stað þar
sem ljósið og kærleikurinn er.
Innilegar samúðarkveðjur, elsku
Laufey.
Gígja.
Alla mína ævi hefur afi í Rauðu-
mýri verið fastur punktur í tilver-
unni. Alltaf hef ég getað heimsótt afa
og ömmu, spjallað og þegið kaffi og
meðlæti sem hvergi fæst annars
staðar. Í æsku minnist ég afa míns
sem harðduglegs sívinnandi manns
sem vann verk sín í hljóði og skipti
sér lítið af dægurþrasi. Ekkert gat
haggað verkum sem þurfti að sinna
og vönduð vinnubrögð voru hans ær
og kýr. Hann var smiður og hag-
leiksmaður og vann víða. Hann reisti
ýmsar byggingar, vann við virkjanir
og byggði m.a. stúkuna á knatt-
spyrnuvellinum á Akureyri.
Á unglingsárum mínum kynntist
ég ástríðu afa á hvers kyns hand-
verki og tók hann upp á því að safna
hverdaglegum hlutum. Í augum
hans þurftu hlutir ekki að kosta mik-
ið af peningum til að vera merkilegir.
Afi minn var snillingur í að raða upp
og skipuleggja söfnin sín og gera þau
þannig úr garði að allir hlutir nutu
sín vel.
Hin síðari ár varð mér betur og
betur ljóst hvað þessi maður hafði
verið mikil stoð og stytta innan fjöl-
skyldunnar gegnum árin. Alltaf var
hann til staðar ef á þurfti að halda.
Upp úr miðri síðustu öld byggði
hann hús fjölskyldunnar upp á eigin
spýtur með harðfylgi sínu og útsjón-
arsemi. Hann handmokaði fyrir
grunninum sem er afrek út af fyrir
sig, smíðaði innréttingarnar, múraði
og svo framvegis. Stendur húsið enn
vel fyrir sínu og hefur alltaf verið
ömmu og afa til sóma.
Það kom mér alltaf á óvart hversu
vel afi var að sér í öllum málum, það
var sama um hvað var rætt, hann
hafði alltaf eitthvað til málanna að
leggja. Meira að segja ræddi ég ný-
lega við hann um tölvur og þó hann
hefði aldrei notað tölvu sjálfur þá
áttaði hann sig á notagildi þeirra og
hvaða bylting þetta væri.
Afi hélt upp á 85 ára afmælið sitt í
sumar og þó veikindin væru farin að
segja til sín þá sló honum enginn út í
glæsileika enda enginn flottari en afi
þegar hann klæddi sig upp á.
Þó afi sé nú horfinn á braut mun
hann ávallt skipa sérstakan sess í
mínu lífi. Afi hefur í gegnum tíðina
kennt mér margt og fyrir það er ég
þakklátur. Ég sakna hans sárt og
þykir miður að vera ekki í aðstöðu til
að fylgja honum síðasta spölinn. Ég
flyt ömmu og fjölskyldunni allri góð-
ar kveðjur frá Kanada.
Blessuð sé minning afa í Rauðu-
mýri.
Hreiðar Júlíusson.
Friðrik Ketilsson
Það var alltaf gaman að heim-
sækja Friðrik langafa í
Rauðumýrina, fara niður í
kjallara og skoða alla penn-
ana. Einn penninn var alveg
eins og göngustafur. Það var
líka gaman að vera í ruggu-
stólnum og horfa á teikni-
myndir með langafa og púsla.
Nú er langafi uppi á himni
hjá guði og englunum. Við
munum sakna hans.
Brynjar Leó og Egill Ari.
Elsku afi minn.
Nú er komið að kveðju-
stund. Á stund sem þessari
sækja að mér margar minn-
ingar. Ég er þakklát fyrir að
eiga allar þessar góðu og fal-
legu minningar um þig í
hjarta mínu. Ég er þakklát
fyrir það sem þú kenndir
mér. Elsku afi minn, takk fyr-
ir allt. Minning þín mun lifa í
hjarta mínu.
Laufey.
HINSTA KVEÐJA
✝ Þórður KristjánGuðmundsson
fæddist á Reykja-
nesi í Árneshreppi
15. október 1934.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Víð-
inesi 3. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Guðmundur
Lárentínus Sigurðs-
son, f. 20. maí 1890,
d. 26. febrúar 1959,
og Guðrún Guð-
mundsdóttur, f. 20.
maí 1890, d. 31. júlí 1952. Þórður
var yngstur þriggja alsystkina hin
eru Guðmundur, f. 23. ágúst 1919,
d. 3. júní 2001, og Ingibjörg, f. 11.
júní 1926, d. 2. október 1994. Hálf-
systur Þórðar voru Þórey Vatndal
27. september 1957, maki Úlfar
Eyjólfsson, f. 27. mars 1946, sonur
þeirra er Árni Geir, f. 14. desember
1986. Sonur Oddnýjar er Hilmar
Vilberg Gylfason, f. 14. maí 1980,
maki Helga Möller Magnúsdóttir, f.
20. febrúar 1978, sonur Helgu,
Marteinn William Elvarsson, f. 1.
júní 2002. 3) Guðmundur Egill, f. 7.
nóvember 1959, kvæntist Sólveigu
Jónu Jónasdóttur, þau slitu sam-
vistum. Börn þeirra eru a) Birgir, f.
30. október 1980, unnusta Katrín
Jóna Kristinsdóttir, f. 27. sept-
ember 1983, sonur þeirra er Styrm-
ir Snær, f. 10. október 2006. b)
Erna, f. 16. júlí 1983. c) Steinar, f.
15. apríl 1990. 3) Þórunn Selma, f.
22. ágúst 1962, maki Tryggvi
Magnús Þórðarson, f. 13. nóvember
1956, synir þeirra Þórður Magnús,
f. 6. apríl 1993, og Egill Andri, f. 16.
september 1997.
Fyrri sambýliskona Þórðar var
Hulda Símonardóttir og seinni
Kristín Kristjánsdóttir.
Útför Þórðar verður gerð frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Einarsdóttir, f. 1915,
d. 1916, og Jóhanna
Guðmundsdóttir, f.
1916, d. 1975.
Þórður kvæntist
Guðlaugu Snólfs-
dóttur, f. 19. maí 1932,
d. 27. febrúar 2005.
Þau slitu samvistum.
Börn þeirra eru Guð-
rún Elfa, f. 2. júlí 1956,
giftist Þorsteini LaVo-
que, þau slitu sam-
vistum. Börn þeirra
eru: a) Ingvi Örn, f. 1.
ágúst 1976, maki Sig-
ríður Rún Tryggvadóttir, f. 30. jan-
úar 1975, börn þeirra eru Ísold
Gná, f. 1. ágúst 1997, Mikael Nói, f.
13. janúar 2002, og Úlfur Elí, f. 5.
nóvember 2007. b) Sylvía Heiður, f.
8. ágúst 1978. 2) Oddný Snjólaug, f.
Elsku Þórður frændi. Nú er komið
að kveðjustund og þín er sárt saknað.
Síðastliðin þrjú ár hefur þú barist við
illvígan sjúkdóm sem hafði betur. Ár-
neshreppur á Ströndum var þér of-
arlega í huga og þú þráðir að fara
heim. Nú ert þú kominn heim þar sem
ástvinir taka á móti þér. Við bjuggum
saman hjá afa og ömmu í Djúpuvík en
þegar húsið heima brann sluppum við
út og urðum þá gestir í Naustvík hjá
vinafólki sem ætíð hefur haldið
tryggð við okkur síðan.
Þú varst 15 ára þegar þú yfirgafst
heimabyggð og fórst suður til sjós og
gerðir það að þínu ævistarfi. Þið Lúlla
bjugguð fjölskyldunni yndislegt
heimili á Ölduslóð. Eftir sambúðarslit
við Lúllu rofnuðu tengsl þín við börn-
in, það fannst mér sorglegt. Í mínum
huga varstu bitur og þér leið ekki allt-
af vel. Þú lentir í slysi á sjónum og í
kjölfar þess hrakaði heilsu þinni. Þú
hættir á sjó og byrjaðir að vinna við
beitingar. Þar eignaðist þú trausta
vini, þá Palla og Garðar.
Áhugamál þín tengdust dýrum,
bókbandi og tónlist. Þér fannst gott
að fara út í náttúruna og að fara til
berja var ómissandi þáttur á hverju
hausti. Þegar þú áttir 70 ára afmæli
mætti öll fjölskyldan og góðir vinir.
Endurnýjuð kynni við börn þín gerðu
þennan dag að gleðidegi. Ári síðar var
þér vart hugað líf og leið þín lá inn á
líknardeid. Þar dvaldist þú í tæpt ár
og eignaðist heimili og góða vini og
lærðir að sauma út. Það starf inntir
þú samviskusamlega af hendi hvern
dag. Farið var með þig vítt og breitt í
hjólastólaferðir, þú fékkst sjúkra-
þjálfun og andlega næringu með góðu
fólki. Þú varst mjög hryggur að
kveðja líknardeild og hræddur við ný
heimkynni í Víðinesi enda algerlega
bundinn við hjólastól. Það átti ekki
við þig að vera heftur að frelsi en þú
tókst því með þögninni.
Í Víðinesi var vel hugsað um þig og
þú eignaðist vini sem þér fannst gott
að spjalla við, þ.á m. Fjólu djákna.
Eftir hverja heimsókn frá börnum og
barnabörnum varst þú léttari í lund.
Lauga og Þóra frá Naustvík voru tíðir
gestir ásamt Njáli. Starfsfólk frá líkn-
ardeild hélt líka ótrúlegri tryggð við
þig. Þú komst oft í heimsókn í Dalhús
enda var ykkur Stefáni ávallt vel til
vina. Eftir að hendurnar gáfu sig þá
varð tónlistin þín afþreying. Aldrei
heyrði ég þig kvarta utan einu sinni
en það var þremur vikum fyrir fráfall
þitt. Þá gast þú ekki lengur saumað,
lesið eða horft á sjónvarp. Kvalirnar
voru óbærilegar. Sem betur fer þá
fékkst þú skjóta líkn og það var friður
og þjáningalaus svipur yfir þér að
kveldi 3. september er þú kvaddir
þennan heim.
Hvíl þú í friði, elskulegur vinur
minn og frændi. Elsku Guðrún Elfa,
Systa, Guðmundur, Selma og börn,
við Stefán sendum ykkur hugheilar
kveðjur með dýpstu samúð. Einnig
viljum við þakka góðum vinum Þórð-
ar á Líknardeild í Kópavogi og á
Hjúkrunarheimilinu í Víðinesi fyrir
ræktarsemi, hlýhug og líknandi með-
ferð. Megi Guð vera með ykkur öll-
um.
Olga.
Í dag fer fram útför móðurbróður
míns sem lést eftir erfið veikindi. Upp
í hugann koma margar ljúfar og góð-
ar minningar í samvistum við hann
frá því að ég var barn, og síðar er ég
kynnist honum þegar ég var orðin
fullorðin og hann veikur. Þórður var
Þórður Kristján
Guðmundsson