Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 11 FRÉTTIR iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 buxum Ný sending af Bjóðum 10% kynningarafslátt og kaupauka Velkomin á kynningu í Hygeu Smáralind í dag fimmtudag og föstudaginn 19. sept. milli kl. 13 og 17 Sjáanlegur munur eftir 3 mínútur... Krem og maski sem fletta árum af húð þinni; Sléttari, stinnari og greinilega unglegri húð. Kringlan, sími 533 4533 Smáralind, sími 554 3960 Cellular Resurfacing Dive Deeper 08 Tækninámsstefna í Smárabíó 9-10 október Microsoft sérfræðingar, ekki missa af þessu! Nánari upplýsingar og skráning í síma 544 4500 og www.ntv.is/divedeeper Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ÁÆTLUNARBÍLAR SBK sem ganga á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins eru net- tengdir. Farþegarnir sem margir eru nemendur hjá Keili eða í há- skólunum í Reykjavík geta því ver- ið í þráðlausu netsambandi með fartölvunum sínum á meðan farið er á milli. Netsambandið í áætlunarbíl- unum sem merktir eru Reykjanes Express er sett upp að frumkvæði eigandans, SBK. „Við vorum að færa viðskipti okkar til Nova og þeir komu með þessa lausn,“ segir Ólafur Guðbergsson, fram- kvæmdastjóri SBK. Búnaðurinn sem til þarf er fyrirferðarlítill og er komið fyrir í hanskahólfi bílsins. Farþegar sem hafa með sér far- tölvu geta tengst netinu endur- gjaldslaust. SBK fer átta ferðir á dag, virka daga milli Reykjanesbæjar og höf- uðborgarsvæðisins. Alltaf er komið við á háskólasvæðinu og farinn aukahringur um svæðið í þremur ferðum. Keilir sem er með háskóla- kennslu á Vallarheiði og leigir þar út íbúðir fyrir háskólanema af höf- uðborgarsvæðinu hefur samning við SBK um strætisvagnaferðirnar. Gjaldið er innifalið í leigu og skóla- gjöldum hjá Keili. Runólfur Ágústs- son, framkvæmdastjóri Keilis, tók því fagnandi þegar SBK kom með hugmynd um nettengingu í rút- unum við endurnýjun samninga í haust. Segir hann gott að nemend- urnir geti nýtt ferðatímann til að vinna. Gott að nýta tímann Nemendur sem fara á milli alla virka daga og oft um helgar líka verja drjúgum tíma í rútunni, að minnsta kosti tíu klukkutímum á viku eða sem svarar heilli vinnu- viku í mánuði. „Mér finnst frábært að geta nýtt tímann í rútunni,“ segir Sóley Lúð- víksdóttir sem er í frumkvöðlanámi hjá Keili en býr í Reykjavík. Hún segist alltaf taka tölvuna með sér og er ánægð með að geta nýtt tím- ann til að skoða póst frá kenn- urunum og skipuleggja daginn. Hún þurfi þá ekki að hefja vinnuna í skólanum á því. Ekki er gert ráð fyrir tölvum í innréttingum bílanna og segist Sóley vera með fartölvuna í kjöltunni. Hún sé ekki óvön því. Nemendur nýta strætó Reykjanesstrætóinn er vel nýtt- ur. Runólfur segir að könnun Keilis hafi sýnt að meira en helmingur íbúa á gamla varnarliðssvæðinu á Vallarheiði nýti þjónustu hans en það sé mun meira en reiknað var með í upphafi. Ólafur hjá SBK segir að netteng- ingin hafi reynst vel. „Okkar menn eru undir stýri og fylgjast ekki með. Við vitum ekki annað en far- þegarnir séu að læra,“ segir Ólafur þegar hann er spurður að því hvort einhver vandamál hafi komið upp varðandi notkun á netinu. Nettengd á Reykjanesbrautinni Morgunblaðið/Kristinn Heimanámið? Kristján Stefánsson notar nettenginguna í rútunni til að ná sér í gögn og lesa yfir. Hann breiðir úr sér þegar hægt er. Hinum megin við ganginn er félagi Kristjáns úr japönskunni í Háskóla Íslands, Birgir Konráðsson. Nemendur og leigjendur stúdentaíbúða hjá Keili á gamla varnarliðssvæðinu og aðrir farþegar geta notað ferðatímann til að vinna eða sækja afþreyingu á netinu JÓHANNA Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, bauð palestínska flóttafólkið sem kom hingað til lands fyrr í mánuðin- um frá Al-Wall- eed flóttamanna- búðunum í Írak, velkomið í mót- töku sem bæjar- stjórn Akraness hélt því í gær. Ráðherra sagði að hún dáðist að hug- rekki og vilja- styrk kvennanna sem hefðu þurft að mæta ótrúlegum erfiðleikum, ofbeldi og hættum undanfarin ár, búa við skelfilegar aðstæður í flóttamannabúðunum í Al-Walleed og síðan að skiljast við nána ætt- ingja í búðunum til að flytjast til fjarlægs lands, að því er fram kem- ur á vef ráðuneytisins. . Ráðherra óskaði konunum og börnum þeirra gæfu og velfarn- aðar í nýju landi. Hún sagði að flóttamönnum hefði almennt liðið mjög vel hér og orðið virkir þátt- takendur í íslensku samfélagi. Ís- land hefur tekið á móti flóttafólki í hópum allt frá árinu 1956 og á síð- asta áratug hefur verið tekið á móti hópum nær árlega, að því er segir á vef félagsmálaráðuneytis- ins. Þá þakkaði ráðherra öllum þeim sem tekið hafa þátt í undirbúningi vegna komu flóttafólksins. Flóttafólki fagnað Jóhanna Sigurðardóttir „Ég fann strax að eitthvað vantaði þegar ekki var netsamband í rút- unni einn morguninn og varð hálf- eirðarlaus,“ segir Kristján Stef- ánsson, íbúi í stúdentaíbúðum Keilis á Vallarheiði og nemi í jap- önsku við Háskóla Íslands. Hann fer á milli með rútunni og er þar í netsambandi. Kristján segist nota tímann til að læra heima og koma undirbúinn í skólann. Þá sé þægilegt að geta litið á tölvupóstinn sinn og fylgst með fréttum á mbl.is eða annarri afþreyingu. Kristján segist þurfa að vakna snemma á morgnana til að taka rútuna í skólann enda taki það oft klukkutíma og stundum meira að komast frá Vallarheiði að Háskóla Íslands. Það fari eftir veðri, um- ferð og hversu oft sé stoppað. „Það er þægilegt að geta vaknað almennilega með því að opna tölv- una og undirbúa daginn. Maður er þá betur upplagður fyrir skólann þegar þangað er komið.“ Kristján segir að ekki séu nærri allir með fartölvurnar opnar í rút- unni. „Ég held að það hljóti allir að vita af þessum möguleika, þetta spyrst fljótt út. Ekki er víst að allir þurfi að hafa tölvuna með í skól- ann eða nenna kannski ekki að opna hana fyrir svona stuttan tíma,“ segir Kristján og bætir því við að sumir nýti ferðatímann frek- ar til að sofa. Varð eirðarlaus þegar sambandið rofnaði ALÞJÓÐLEGT háskólanámskeið í sjávarspendýrafræði er nú í fyrsta sinn kennt við Rannsókna- og fræða- setur Háskóla Íslands á Húsavík í samvinnu við St. Andrews-háskóla í Skotlandi. Fjórtán háskólanemar frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýska- landi, Indlandi og Íslandi sækja námskeiðið, flestir meistaranemar. Í fyrstu lotu hafa nemarnir verið um borð í bátum Norðursiglingar og safnað gögnum um hvali og höfrunga á Skjálfanda; auk þess sem fylgst hefur verið með ferðum dýranna úr vitanum við Húsavík. Læra um hvali á Húsavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.