Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Orð dagsins: Hver er sá, er mun gjöra
yður illt, ef þér kappkostið það sem
gott er? (1Pt. 3, 13.)
Kunningi Víkverja mætti á leikhjá íþróttafélagi fyrir nokkru
til að styðja við bakið á ungum syni
sínum. Fleiri foreldrar voru á hlið-
arlínunni og fór vel á með öllum áður
en leikurinn hófst. Spjallað var um
vetrarstarfið framundan, hvernig
haga ætti fjáröflun og hvort senda
ætti drengina út á land til æfinga-
leikja.
Þegar leikurinn hófst skiptu hins
vegar nokkrir foreldranna um ham
og hófu að kalla og hrópa – oft á sína
eigin syni. „Lokaðu markinu, mað-
ur!“ hrópaði einn á meðan annar gól-
aði: „Ertu sofandi, drengur!“ Fleiri
„leiðbeiningar“ í þessum dúr fengu
að fjúka. „Út af með stelpurnar“
kallaði svo einn pabbinn og hristi
höfuðið. „Það ætti að segja þessum
strákum að ef þeir ætla að spila eins
og stelpur þá eigi þeir bara betur
heima í búningsklefanum að brjóta
saman þvott en inni á velli.“ Nokkrir
tóku undir þetta með hrossahlátri.
Það er nefnilega það. Að spila eins
og stelpa er auðvitað það alversta
sem hægt er að segja við stráka. Að
sögn þessa ágæta manns. Og að þvo
þvott er auðvitað eina refsingin sem
virkar. Foreldrar á hliðarlínunni
geta verið alveg makalausir.
x x x
Víkverji nýtir sér þjónustuhundaleikskólans Voffaborgar
reglulega. Hundur Víkverja hagar
sér líkt og leikskólabarn þegar hann
mætir í skólann á morgnana. Hann
hleypur rogginn inn, heilsar glað-
lega upp á „fóstrurnar“ og skokkar
svo til leikfélaganna sem taka hon-
um fagnandi. Í lok dags fær Víkverji
svo skýrslu um hegðun hvutta í skól-
anum. Borið hefur á því að hann sé
eigingjarn á leikföng, enda einbirni
og dekraður sem slíkur. Þá á hann
það til að stelast til að stríða hinum á
leikskólanum en veit upp á sig
skömmina þegar upp kemst. Fyrir
hefur komið að hvutti hafi verið sett-
ur í skammarkrókinn þegar leik-
urinn hefur gengið of langt. Þá talar
Víkverji yfir hausamótunum á hon-
um og voffi lofar bót og betrun. vík-
verji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 ragur, 8 fen, 9
tekur, 10 háð, 11 byggja,
13 fiskar, 15 spaug, 18
sjaldgæft, 21 kjána, 22
fallegur, 23 skattur, 24
ísaumur.
Lóðrétt | 2 melhryggur,
3 étast af ryði, 4 lag-
vopn, 5 mergð, 6 reiðar,
7 skjótur, 12 afkomanda,
14 lengdareining, 15
hæfileiki, 16 ráfa, 17
undirnar, 18 margir, 19
vætlaði, 20 kögur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 umbun, 4 hopar, 7 skott, 8 leður, 9 ask, 11
takt, 13 Erla, 14 ólétt, 15 fjöl, 17 akir, 20 til, 22 suddi, 23
jússa, 24 arðan, 25 ferli.
Lóðrétt: 1 umsát, 2 brokk, 3 nota, 4 hólk, 5 púður, 6
rorra, 10 stéli, 12 tól, 13 eta, 15 fiska, 16 önduð, 18 kæs-
ir, 19 róaði, 20 tign, 21 ljúf.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Vel melduð slemma.
Norður
♠Á32
♥9875
♦94
♣DG65
Vestur Austur
♠D976 ♠1085
♥K6 ♥ÁDG10432
♦G86 ♦10
♣K1093 ♣87
Suður
♠KG4
♥--
♦ÁKD7532
♣Á42
Suður spilar 6♦.
Eykarmenn náðu góðri forystu í
fyrstu lotu bikarúrslitaleiksins við
Breka jarðverk. Spilið að ofan var
einn sveifluvakinn, en þar komust Jón
Baldursson og Þorlákur Jónsson í
ágæta tígulslemmu, sem fór forg
Austur á góðan sjölit í hjarta, en Júl-
íus Sigurjónsson lét 2♥ duga, ef til
vill í ljósi þess að hann var á hættu
gegn utan hættu. Þorlákur gat þá
sýnt tígulinn eðlilega á þriðja þrepi.
Jón sagði 3♥ í leit að 3G, en Þorlákur
sneri því upp í slemmuleit með 4♥ á
móti. Sigurður Vilhjálmsson í vestur
doblaði út á ♥K, doblið gekk til Þor-
láks og hann redoblaði til að sýna
fyrstu fyrirstöðu. Jón sagði 4♠ og
Þorlákur 6♦.
Tólf léttir slagir með því að vinna
úr laufinu.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Sem bardagamaður dýrahringsins
verðurðu alltaf jafn hissa þegar þú ert í
værukæru skapi. Núna nennirðu bara
ekki að slást – það kemur seinna.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú verður sífellt uppteknari. Þú get-
ur ekki lengur reitt þig á léleg kerfi eða
ónáðað vini. Annað hvort er að bíta á jaxl-
inn eða breyta einhverju.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú hefur svo mikla orku að þú
verður að eyða hluta hennar í líkams-
æfingar. Frami þinn er ráðgáta sem
þarfnast lausnar. Svörin koma þegar þú
einbeitir þér að öðru.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þér er umhugað um fjölskyldu og
börn. Þú ert reiðubúinn til að færa fórnir
til að geta kennt öðrum. En þú verður líka
að vita að leiðsögninni er fylgt.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú ert í miklum framkvæmdaham.
Þú hefur svo margar góðar hugmyndir
núna að þú gætir auðveldlega slegið í
gegn með einni þeirra.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Samskipti þín við þína allra nán-
ustu þarfnast mikilla tilfinningagáfna
þessa dagana. Sem betur fer hefurðu nóg
af þeim. Það er líka hlustað á þig.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú getur aðstoðað þegar missætti
kemur upp. Þú ert snillingur þegar kom-
ast þarf að samkomulagi, því þú sérð hvað
hver og einn hefur fram að færa.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú hefur verið í sigurskapi frá
því þú fórst fram úr. Hvort sem þú vilt
vinna leik eða hjarta ertu mjög einbeittur.
Þú trúir því að það muni verða öllum til
góðs.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Fólk virðist verða drama-
tískara í návist þinni. Ástvinir setja á svið
þvílíkar uppákomur! Þú einn skilur þeirra
innri gaman- og harmleikjaleikara.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú gerir þér sífellt betur grein
fyrir því að tilverur í öðrum víddum hafa
áhrif á líf þitt. Á hljóðum stundum sérðu
greinilega það sem þú sást ekki áður.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þér hefur tekist að verða hluti
af aðstæðum sem þig dreymdi mikið um
að komast í. Og nú pælirðu í því hvers
vegna þú hélst að þetta yrði frábært.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú ert reynslunni ríkari, snöggur
og vitur. Haltu augunum opnum og vertu
í viðbragðsstöðu. Þú færð tækifæri til að
rubba af hlut sem sumir eru ár að klára.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
18. september 1939
Skömmtun hófst á brauði,
korni, kaffi og sykri, skömmu
eftir upphaf síðari heimsstyrj-
aldarinnar. Mánaðarskammt-
ur af kaffi var 250 grömm á
mann.
18. september 1968
Portúgalska knattspyrnuliðið
Benfica keppti við Val á Laug-
ardalsvellinum í Reykjavík.
Áhorfendur voru 18.243, en
það var vallarmet. Leiknum
lauk með jafntefli, ekkert
mark var skorað. Meðal leik-
manna Benfica var hinn
heimsfrægi Eusebio.
18. september 1977
Sprenging varð í flugelda-
verksmiðju á Akranesi. Tveir
menn létust. Skemmdir urðu á
tuttugu nálægum húsum.
18. september 1977
Jón L. Árnason, 16 ára
menntaskólanemi, varð heims-
meistari sveina í skák. Hann
tapaði aðeins fyrir Garry
Kasparov sem lenti í þriðja
sæti. Jón varð stórmeistari ár-
ið 1986.
18. september 1993
Landslið Íslands í handknatt-
leik, skipað leikmönnum 21
árs og yngri, varð í þriðja sæti
á heimsmeistaramóti í
Egyptalandi. Meðal leikmanna
voru Ólafur Stefánsson og Sig-
fús Sigurðsson.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Ólafur Þ. Hall-
grímsson sókn-
arprestur á Mæli-
felli í Skagafirði
er sjötugur í dag,
18. september.
Hann verður með
opið hús á heimili
sínu, laugardag-
inn 4. október
næstkomandi frá kl. 16.
70 ára
„ÉG hef alltaf verið mikið afmælisbarn og er byrj-
uð að minna fólk á það í vikunni á undan að þessi
dagur sé nú í vændum,“ segir Guðrún Edda Guð-
mundsdóttir laganemi sem fagnar 25 ára afmæli
sínu í dag.
Guðrún Edda ólst upp í Hafnarfirði og Þingholt-
unum en bjó einnig um fjögurra ára skeið í Sviss
ásamt foreldrum sínum og talar því þýsku. Hún
lauk stúdenstprófi frá Verslunarskóla Íslands
2003 og stundar nú meistaranám í lögfræði við
Háskóla Íslands. Utan námsins hefur Guðrún
Edda alltaf verið virk í félagsmálum og var m.a.
skemmtanastjóri Orators, félags laganema, auk þess að sitja í stjórn
enda segir hún nauðsynlegt að líta stundum upp úr bókunum.
„Ég fer líka stundum á hestbak og skíði og reyni að ferðast reglu-
lega til útlanda. Er einmitt nýkomin frá New York þar sem ég heim-
sótti vinkonu mína og fór líka til Sviss í ágúst. En annars finnst mér
skemmtilegast að vera bara með fjölskyldu og vinum.“
Í þeirra félagsskap ætlar Guðrún Edda einmitt að að halda upp á af-
mælið í dag. Ætlunin er að hafa opið hús fyrir vini og vandamenn í
eftirmiðdaginn en fara auk þess út að borða bæði í hádegi og að
kvöldi og njóta þess að vera stjarna dagsins. „Ég er alveg á því að fólk
eigi að fá að eiga þennan dag og býst að sjálfsögðu við því að allir
hringi og sendi kveðjur,“ segir Guðrún Edda og hlær. una@mbl.is
Guðrún Edda Guðmundsdóttir er 25 ára í dag
Bíður eftir afmæliskveðjum
dagbók
Í dag er fimmtudagur 18. september,
262. dagur ársins 2008
Reykjavík Emilíana Guðrún
fæddist 1. maí kl. 1.52. Hún
var 12 merkur og 50 cm
löng. Foreldrar hennar eru
Anton Gylfi Pálsson og
Hanna Andrésdóttir.
Reykjavík Helen Silfá fædd-
ist 16. júní kl. 14.11. Hún vó
3.340 g og var 49 cm löng.
Foreldrar hennar eru Hildur
Erla Björgvinsdóttir og
Snorri Gunnar Steinsson.
Nýirborgarar
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4
Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 Rd7 8.
h5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 e6 11.
Bf4 Da5+ 12. Bd2 Dc7 13. O–O–O
Rgf6 14. Re4 Rxe4 15. Dxe4 O–O–O 16.
g3 Bd6 17. c4 Rf6 18. De2 c5 19. Bc3
cxd4 20. Rxd4 a6 21. Kb1 Hd7 22. Rb3
Dc6 23. Bxf6 gxf6 24. c5 Be7 25. Hxd7
Dxd7
Staðan kom upp í áskorendaflokki
Skákþings Íslands sem lauk fyrir
skömmu í húsakynnum Taflfélags
Reykjavíkur í Faxafeni 12. Þórir Bene-
diktsson (1887) hafði hvítt gegn Jó-
hanni H. Ragnarssyni (2157). 26. c6!
Dd5 svartur hefði einnig staðið illa að
vígi eftir 26… bxc6 27. Ra5. 27. Hd1
Df5+ 28. Ka1 b5 29. De3 Hd8 30.
Hxd8+ Bxd8 31. Da7 Bc7 32. Da8+ og
svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
;)Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is