Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 31 alla tíð sjómaður, þar til hann veikist en þá fór hann að beita. Oft var lífið honum erfitt en á margan hátt líka gott. Hann var mikill náttúruunn- andi, bestu stundirnar sem hann átti voru með hundinum sínum, og helst úti í náttúrunni. Eftir að hann veiktist hafði ég meira samband við hann og kom framan af oft til hans þegar hann lá á líknardeildinni og þar leið honum mjög vel. Síðan fór hann í Víðines og þá heimsótti ég hann minna. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við vottum börnum hans samúð okkar. Guð blessi þig, kæri Þórður. Minn- ingin lifir. Guðrún Magnúsdóttir. ✝ Jóhannes PállJónsson fæddist á Sæbóli í Aðalvík 9. desember 1930. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi þann 9. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Elinóra Guðbjartsdóttir, f. á Hesteyri 1.9. 1898, d. 4.8. 1971, og Jón Sigfús Her- mannsson, bóndi og sjómaður, f. á Læk í Aðalvík 29.6. 1894, d. 29.12. 1991. Börn þeirra eru auk Jóhannesar Páls: Her- mann, f. 14.7. 1919, d. 30.4. 1989, Ásgeir f. 7.12. 1920, Ásta f. 4.10. 1922, Bæring f. 16.2. 1924, Sig- urður f. 23.1. 1927, Guðrún f. 18.6. 1929, Sólveig f. 18.8. 1932, d. 9.3. 2002, og Inga Jóhanna f. 26.5. 1934. Hinn 12. júlí 1952 giftist Jó- hannes Páll eftirlifandi eiginkonu sinni Sólveigu Björgvinsdóttir, f. 3. september 1929. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Eyjólfs- dóttir, f. 18.11. 1904, d. 2.8. 2007, og Björgvin Helgason sjómaður, f. 10.7. 1904, d. 20.7. 1967. og flutti í framhaldi af því suður til Reykjavíkur með foreldrum sínum þegar byggðin í Aðalvík lagðist af og íbúar fluttu á brott. Þegar suður kom starfaði hann fyrst sem verkstjóri hjá Leð- urgerðinni, sem síðar varð Ríma, við framleiðslu á skóm, hönskum og öðrum tískufatnaði úr leðri. Hann hóf störf hjá lögreglunni í Hafnarfirði 1965, fyrst sem al- mennur lögreglumaður en var fljótlega ráðinn sem rannsókn- arlögreglumaður, sem varð hans ævistarf. Verkefni rannsóknarlög- reglunnar voru á þessum árum ansi víðfeðm. Umdæmið var gamla Gullbringu- og Kjósarsýsla frá Reykjanesi í vestri upp í Hval- fjarðarbotn. Jóhannes Páll var farsæll í starfi, réttsýnn, sam- viskusamur og lipur í mannlegum samskiptum. Jóhannes Páll var áhugamaður um margt. Í tæp þrjátíu ár söng hann fyrsta tenór í karlakórnum Þröstum, áratugum saman fór hann á hverjum morgni í sund og seinni árin var hann ástríðufullur golfleikari og fór meðal annars tvisvar holu í höggi. Hann var vel kynntur, þekkti ógrynni fólks og hafði áhuga á menningu og listum og mannlífi almennt. Útför Jóhannesar Páls fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag kl. 15. Jóhannes Páll og Sólveig eignuðust þrjár dætur og barnabörnin eru níu: 1) Björg f. 22.9. 1952, maki Sigurður Skagfjörð Stein- grímsson f. 20.8. 1954. Dætur þeirra eru a) Sólveig Hlín f. 12.8. 1981, sambýlis- maður Ríkarður Örn Ragnarsson f. 17.7. 1978, og b) María Lind f. 16.8 1989. 2) Signý f. 5.10. 1959, maki Magnús Ingi Ósk- arsson f. 11.4. 1960. Synir þeirra eru a) Óskar Ingi f. 17.9. 1986, sambýliskona Renata Sigurbergs- dóttir Blöndal, f. 8.2. 1985, b) Jó- hannes Páll, f. 27.1. 1992, og c) Árni Freyr, f. 29.7. 1997. 3) Sif, f. 3.8. 1964, maki Ingólfur Arnarson f. 23.4. 1963. Börn þeirra eru a) Steinar Páll, f. 10.2. 1990, b) Þorbjörg Hekla, f. 9.6. 1994, c) Jón Örn, f. 30.11. 2000, og d) Helgi Valur, f. 23.11. 2002. Jóhannes Páll ólst upp í for- eldrahúsum að Sæbóli og Læk í Aðalvík. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar 1947 Þú varst skjól okkar, þú varst traust okkar, þú varst fyrirmynd okkar, þú varst félagi okkar, þú varst stolt okkar. Þú kenndir okkur að trúa á gleðina, þú kenndir okkur að hafa skoðun, þú kenndir okkur að bera höfuðið hátt. Þú varst allt sem góður faðir getur verið. Björg, Signý og Sif. Mig langar í fáum orðum að minn- ast tengdaföður míns Jóhannesar Páls. Jóhannes var heilsteyptasti ein- staklingur sem ég hef kynnst. Alla tíð hefur hann rækt skyldur sínar af full- kominni alúð, einlægni og áhuga, traustari mann var ekki hægt að finna. Þegar nálgaðist eftirlaunaaldurinn hætti Jói að vinna um leið og tæki- færi gafst, ekki til að leggjast í kör og gera ekki neitt heldur til að nýta til fulls þetta nýja frelsi, sinna fjölskyld- unni og áhugamálunum. Hann tók daginn ávallt snemma, synti alla morgna, spilaði golf þegar tími gafst, söng í karlakór Þrastanna, var frá- bær eiginmaður, pabbi og stórkost- legur afi. Ef taka þurfti til hendi var Jói allt- af boðinn og búinn, enginn var svik- inn af verkum hans og aldrei féll hon- um verk úr hendi. Þegar við vorum að koma yfir okkur húsaskjóli tók hann fullan þátt í því, tók að sér ýmis verk og þegar verkin voru komin í hans hendur þurfti ekki að hugsa um þau meir. Jói lauk þeim með miklum sóma. Hann hafði skoðun á öllum hlutum og þegar við ræddum mitt eigið sér- svið setti hann sig inn í málin og tók svo sína eigin afstöðu á sínum for- sendum. Jói hvatti barnabörnin til náms og leikja og var ávallt til staðar í gleði og sorg. Hann var þeim mikil fyrirmynd og þau voru frjáls með honum, spiluðu fótbolta í stofunni og þó Sól- veig „óaði“ þegar boltinn fór í sjón- varpið þótti það ekki ástæða til að stoppa leikinn. Barnabörnin fóru með afa í berjamó og golf og aldrei lét hann sig vanta ef um útskrift, keppni, tónleika eða sýningar var að ræða sem þau tóku þátt í. Það hafa verið mikil forréttindi að fá að kynnast Jóa og umgangast hann, mikið hef ég af honum lært og mikið á ég honum að þakka. Elsku Sólveig, missir þinn er mikill en við munum reyna að fylla skarð Jóa eftir fremsta megni. Guð veri með þér og verndi. Ingólfur Arnarson. Vatnið er kyrrt í Sundhöllinni og grasið á Hvaleyrinni lútir höfði. Þú syndir ekki fleiri ferðir í lauginni og slærð ekki fleiri golfbolta í þessu lífi. Þú bankar ekki lengur létt á dyrnar hjá okkur og snarast inn með bros á vör, við spilum ekki manna saman aftur. Þó að lífið hafi ekki gefið þér hátt í hönd í upphafi frekar en öðrum sem þurftu að flytja á brott af æskuslóð- um og hefja nýtt líf annars staðar með lítið á milli handanna þá áttir þú alltaf hæstu trompin, óbilandi trú á sjálfum þér og gleði í sinni. Oft fannst mér þú hafa höndlað hamingjuna betur en flestir aðrir, sameinað gleði og alvöru á aðdáunarverðan hátt. Þú stóðst föstum fótum í tilver- unni, þú vissir hver þú varst, hvaðan þú varst kominn og hvað það var sem skipti máli í lífinu. Og varst ekki að liggja á skoðunum þínum í þeim efn- um, lést bæði mig og aðra heyra það ef þér þótti viðkomandi ekki standa sig sem skyldi á einhverju sviði. Sem betur fer vorum við býsna sammála um hvað það er sem skiptir máli. Þú varst hár og glæsilegur og barst höfuðið hátt, sannur gleðigjafi, brosandi og upplífgandi hvar sem þú komst. Ræddir við alla, háa sem lága, og komst oftar en ekki auga á spaugi- legu hliðarnar á málunum. Þegar þú komst í ham að segja sögur sá maður ýmsa kynlega kvisti úr Aðalvík lifna við, skjótast fram undan horninu á skólahúsinu og spyrja „fnjetta“. Seinni árin höfum við tekið miklu ástfóstri við æskuslóðir þínar í Að- alvík, dætur þínar hafa farið þangað saman með sínar fjölskyldur í tíu daga á hverju sumri í mörg ár. Þegar við göngum um víkina lifna sögurnar þínar við hjá hverjum steini. Þar hef ég gaman af að ganga á fjöll, þó allt sé það að þarflausu og ég sé ekki einu sinni að skjótast fyrir kind, eins og Jón Hermannsson hefði sagt. Þú varst ótrúlegur afi. Sóttir af áhuga alla tónleika, skólaútskriftir, sundmót, fimleikamót, körfubolta- mót og annað það sem barnabörnin voru að fást við hverju sinni og sýndir þannig í verki hvað það var sem þér fannst skipta máli. Heima á gangin- um á Hellisgötu tók hvert þeirra við af öðru í fótbolta með afa um leið og þau gátu sparkað í bolta. Og það gekk mikið á og mikið hlegið. Og svo fékkstu MND. Það velur sér enginn sjúkdóm, sagðirðu sjálfur. Og þú tókst á við þennan sjúkdóm eins og hvert annað verkefni, last allt sem þú komst höndum yfir um hann og þekktir væntanlegt ferli betur en aðrir í kringum þig. Þú sagðir sjálfur í vor að þú myndir fara í september. Það gekk eftir. Að foreldrum mínum slepptum hef ég ekki borið jafnmikla virðingu fyrir nokkrum manni. Það eru forréttindi að hafa átt þig að, það eru forréttindi fyrir drengina mína að hafa átt þig sem afa, við erum betri menn eftir og munum búa að því alla ævi. Takk fyrir allt. Magnús Ingi. Elsku Jói. Ég kveð þig með söknuði. Það var sárt að sjá þig þjást síðustu vikurnar af erfiðum sjúkdómi en í minningunni ertu teinréttur og glæsilegur með bros á vör. Þú hafðir góða nærveru sem hafði áhrif á alla í kringum þig, með þér var ekki annað hægt en að líða vel. Hjá þér fengum við orku og innblástur og ég veit að við munum alla tíð leitast við að gera þig stoltan. Við áttum alveg sérstakt samband, þú og ég, rétt eins og þú varst í alveg sérstöku sambandi við alla í fjöl- skyldunni. Þú varst ótrúlega góður fjölskyldufaðir, afi og tengdaafi. Það er sárt að kveðja, en ég var heppin að fá að kynnast þér. Þín Renata. Nú er elsku afi minn dáinn og mig langar að minnast hans í fáeinum orðum. Ég er fæddur á Hellisgötunni heima hjá ömmu og afa og bjó þar fyrsta árið. Um leið og ég gat skriðið þá skreið ég upp tröppurnar til ömmu og afa og alltaf var tekið vel á móti mér. Ég spilaði fótbolta við afa á ganginum og við æfðum okkur að pútta í stofunni. Svo þegar ég óx úr grasi fórum við oft í golf saman; stundum þegar kríuskarinn var hvað mestur fórum við afi inn í hann og náðum okkur í nokkur egg sem við suðum og borðuðum. Afi borðaði egg- in þó svo þau væru helst til þroskuð og ekki gat ég verið minni maður. Ég saknaði þess mikið að geta ekki spil- að við hann golf í sumar og náð í nokkur kríuegg. Við fórum stundum í berjamó í Krísuvík en þar vissi afi um mikið af aðalbláberjum, en önnur ber voru ekki tínd, það voru mjög skemmtilegar ferðir en afi var dug- legur að vinna úr berjunum saft og sultu. Afi hefur alltaf hvatt mig áfram og sagt mér til syndanna þegar ég hef átt það skilið en afi kom sér alltaf beint að efninu. Afi er sá einstaklingur sem ég hef litið hvað mest upp til og borið mesta virðingu fyrir. Ég vill þakka honum fyrir allar góðu minningarnar sem ég á með honum. Ég sakna þín mikið, elsku afi, og mun gera allt sem ég get til að hjálpa ömmu. Þinn Steinar Páll Ingólfsson. Elsku besti afi minn. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farinn. Fyrir ári síðan hefði eng- an grunað að tími þinn væri brátt á enda. Hraustastur allra, fórst í sund á hverjum morgni og spilaðir golf. Þú varst langt frá því að vera gam- all: hávaxinn og tígulegur og alltaf flottur til fara með silfurhvítt hár sem var ekki einu sinni farið að þynn- ast. Sannkallaður herramaður. Ég átti alltaf langflottasta afann. Það var því sérlega mikið áfall þegar mamma sagði mér fyrir tæpu ári að nú væri afi Jói kominn með hræðileg- an sjúkdóm. Þá sagði hún að MND- sjúklingar gætu lifað í allt að 5 ár. Ég man hvað mér fannst 5 ár ótrúlega stuttur tími … 10 mánuðir er hræði- lega stuttur tími. En svona er víst lífið, maður veit aldrei við hverju á að búast og eins og þú sagðir þá velur maður sér ekki sjúkdóminn sjálfur. Elsku afi, ég er svo stolt af þér. Þú varst yndislegasti afi í heimi. Þú verndaðir okkur, kenndir og leið- beindir. Þú varst ákveðinn, vissir hvað þú vildir og hafðir alltaf rétt fyr- ir þér. Þú studdir okkur krakkana í öllu því sem við vorum að gera. Þú hvattir mig í píanónáminu og það var svo gaman að fá að spila fyrir þig á tónleikum. Þá varstu ánægður með mig. Á kveðjustund vil ég þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman, á Hellisgötunni, Herjólfsgötunni og í Afavíkinni. Elsku afi minn, ég á eftir að sakna þín sárt. Það er tómlegt án þín en eins og þú sagðir sjálfur þá heldur líf- ið áfram. Þú lifir áfram í hjarta mínu. Hvíldu í friði, afi minn. Þín afastelpa, María Lind. Elsku afi minn er dáinn. Þú varst alltaf svo góður við mig. Ég þakka þér fyrir árin sem við bjuggum hjá þér þegar ég var fimm og sex ára gömul. Við vöknuðum stundum snemma á morgnana og fór- um í afa laug (Sundhöll Hafnarfjarð- ar), svo komum við heim og þú sagð- ist ætla að leggja þig í tíu mínútur en þessar tíu mínútur urðu oft að klukkutíma og það fannst mér stund- um langur tími. Svo man ég þegar við bjuggum til ástarpunga og ég borðaði alltaf eitthvað af deiginu, enginn gerði betri ástarpunga. Þú varst alltaf til staðar þegar eitt- hvað var að gerst, t.d. þegar ég var að sýna á fimleikasýningum og keppa á mótum. Ég sakna þín mjög mikið, elsku afi minn. Það er sárt að kveðja þig, en þú lifir alltaf í minningum okkar. Þín Þorbjörg Hekla Ingólfsdóttir. Afi Jói. Ég man ennþá hvað ég hugsaði eft- ir jarðarförina hans afa Óskars fyrir fimm árum þegar þú var að hug- hreysta mig: „Það er allavega langt þangað til þú ferð“. En svona getur lífið komið aftan að manni og minnt mann óþyrmilega á að ekkert er öruggt. Þú varst yndislegur maður og mik- il fyrirmynd fyrir alla þína afkom- endur, kenndir okkur hvað það mik- ilvæga í lífinu væri. Alltaf tilbúinn að hjálpa okkur enda varstu alltaf fyrsti maðurinn sem ég hugsaði til ef eitt- hvað bjátaði á og aldrei brástu kall- inu. Ég hef ekki tölu á öllum körfu- boltaleikjunum sem þú mættir á til að horfa á mig keppa. Það breytti litlu þó að barnabörnunum fjölgaði, öll fengum við okkar tíma og athygli frá þér. Ég var þeirra forréttinda aðnjót- andi að búa í næsta húsi við þig og ömmu á Hellisgötunni fyrstu árin mín og var alltaf með annan fótinn hjá ykkur. Þá var ekkert vinsælla en að „taka einn“ á ganginum og þegar úrslitin voru ráðin, stundum eftir framlengingu, þá skrifaðirðu stöðuna á lítinn miða sem ég hljóp svo með yf- ir til mömmu sigri hrósandi því alltaf leyfðirðu mér að vinna. Þegar ég var orðinn eldri og hafði vit til var fátt skemmtilegra en að ræða við þig og fá þitt álit á mönnum og málefnum því ég vissi alltaf að þú varst ekkert að skafa af hlutunum og sagðir alltaf það sem þér fannst, sama um hvað eða hvern var rætt. Slíkt fólk er gaman að tala við. Við kveðjum þig í dag með þökk fyrir allt en vita skaltu að það sem þú stóðst fyrir og það sem þú kenndir mér mun aldrei gleymast. Óskar Ingi Magnússon. Kær föðurbróðir minn er dáinn. Jói frændi var eins og ljós sem lýsti upp alls staðar. Þar sem hann kom var gleði, hlátur og spaug. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Elsku Solla og fjölskylda, missir ykkar er mikill. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Elinóra Inga Sigurðardóttir og fjölskylda. Jóhannes Páll Jónsson Elsku afi. Takk fyrir hvað þú sóttir okkur oft í leikskólann á hvíta fína bílnum. Okkur fannst skrítið þegar þú gast ekki talað við okkur en mamma sagði að það væri hluti af sjúkdómnum þínum og að þú heyrðir vel í okkur. Þetta er kvöldbænin okk- ar. Góða nótt, afi. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prests- hólum.) Þínir litlu afastrákar, Jón Örn og Helgi Valur. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Jó- hannes Pál Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.